Morgunblaðið - 24.02.2005, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ALHEIMSFARALDUR?
Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunarinnar (WHO) hafa miklar
áhyggjur af því að fuglaflensan sem
kostað hefur 45 manns lífið í þremur
Asíulöndum stökkbreytist og að í
kjölfarið brjótist út alheimsfaraldur
sem kynni að kosta þúsundir manna
lífið. Á Íslandi hefur verið reynt að
safna birgðum af veirulyfi sem dreg-
ur úr einkennum veirunnar.
Sjón verðlaunaður
Tilkynnt var í gær að rithöfund-
urinn Sjón, Sigurjón Birgir Sigurðs-
son, hljóti Bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs í ár. Verðlaunin
hlýtur hann fyrir skáldsögu sína
Skugga-Baldur.
Sjóvá áfrýjar úrskurði
Tryggingafélögin Sjóvá, TM og
VÍS þurfa að greiða alls 60,5 milljónir
í stjórnvaldssektir fyrir ólögmætt
samráð í tengslum kerfi sem notað
var við mat á bílatjónum. Sjóvá hefur
ákveðið að áfrýja úrskurðinum til
áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
4.000 skammtar af LSD
Fíkniefnadeild lögreglunnar í
Reykjavík fann 4.000 skammta af
LSD í tösku sem tilheyrði einum sak-
borningi í stóru amfetamínmáli sem
verið er að rannsaka.
Nýtt hljóð í strokkinn
George W. Bush Bandaríkjaforseti
fundar í dag með Vladímír Pútín, for-
seta Rússlands, í Slóvakíu en Bush er
á ferðalagi um Evrópu. Bush átti
fund með Gerhard Schröder, kansl-
ara Þýskalands, í gær og lögðu leið-
togarnir tveir sig fram um að sýna
fram á að þeir hefðu ákveðið að
leggja til hliðar ágreining sinn um
Íraksmálin. Bush og Schröder lýstu
sig sammála um nauðsyn þess að
koma í veg fyrir að Íranir hæfu fram-
leiðslu kjarnorkuvopna.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 30
Erlent 14/15 Bréf 31
Heima 16 Minningar 32/38
Suðurnes 17 Skák 39
Höfuðborgin 18 Brids 39
Austurland 18 Hestar 40
Akureyri 19 Dagbók 44/47
Daglegt líf 20/21 Menning 48/53
Neytendur 22/23 Bíó 50/53
Listir 24 Ljósvakamiðlar 54
Umræðan 26/31 Veður 55
Forystugrein 28 Staksteinar 55
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%&' (
)***
STEFNT skal að því að hefja aðildarviðræður við
Evrópusambandið á kjörtímabilinu og bera niður-
stöður þeirra undir þjóðaratkvæði í næstu alþingis-
kosningum, samkvæmt drögum að ályktun um
utanríkismál sem lögð verða fyrir flokksþing fram-
sóknarmanna, sem hefst á morgun. Þá er lagt til að
flokksþingið hvetji til endurskoðunar á varnar-
samningi Íslands og Bandaríkjanna, í ljósi breyttr-
ar heimsmyndar og friðvænlegs umhverfis í Vest-
ur-Evrópu.
Drög að ályktunum 28. flokksþings Framsókn-
arflokksins, sem haldið verður á Hótel Nordica í
Reykjavík 25.–27. febrúar, voru birt í gærkvöldi.
Flokksþingið hefst með setningarathöfn kl. 10 að
morgni föstudagsins 25. febrúar og verður hún
sýnd í beinni sjónvarpssendingu á sjónvarpsstöð-
inni SÝN, í opinni dagskrá.
Í drögum að ályktun um stjórnskipun og stjórn-
sýslu er talið eðlilegt að við endurskoðun stjórn-
arskrárinnar beinist athyglin fyrst að köflum sem
fjalla um hlutverk forseta, Alþingis, ríkisstjórnar
og dómstóla í stjórnskipuninni. Þá segir: „Mikil-
vægt er að tryggja í stjórnarskrá lýðræðislegan
rétt almennings til að fá fram atkvæðagreiðslur um
mál sem miklu skipta.“
Vilja að stofnað verði matvælaráðuneyti
Lagt er til að stjórnskipulag matvælaframleiðslu
í landinu verði einfaldað með því að sameina sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðuneyti í matvælaráðu-
neyti. Kemur þetta fram í drögum að ályktun um
sjávarútvegsmál. Þar er einnig lagt til að gerð verði
heildarúttekt á kostum og göllum íslenska fiskveiði-
stjórnunarkerfisins og það borið saman við stjórn-
kerfi fiskveiða t.d. í Færeyjum, Noregi, Kanada og
ESB.
Hvað varðar samgöngumál er lagt til í ályktunar-
drögum að nú þegar verði hafin hagkvæmniathug-
un á því að flytja innanlandsflug frá Reykjavík til
Keflavíkur. Þá er og lagt til að veggjald í Hvalfjarð-
argöng verði lækkað eða lagt niður í samvinnu
rekstraraðila og ríkissjóðs. Í drögum að ályktun um
höfuðborgarstefnu Framsóknarflokksins er einnig
komið inn á samgöngumál. Þar er m.a. lagt til að
Reykjavíkurflugvöllur víki fyrir byggð, eins og ráð-
gert er í aðalskipulagi Reykjavíkur, þannig að norð-
ur-suður braut verið lögð af 2016. Þá er lagt til að
hluti af söluandvirði Símans verði varið í Sunda-
braut og hún lögð í einni framkvæmd. Tengingu
verði komið á við Kjalarnes, Vestur- og Norðurland
eins og fyrirheit voru gefin um við sameiningu
Reykjavíkur og Kjalarness 1997.
Drög að ályktunum 28. flokksþings Framsóknarflokksins lögð fram
Aðildarviðræður við ESB
hefjist á kjörtímabilinu
Meira á mbl.is/itarefni
Hvatt til endurskoð-
unar varnarsamnings-
ins við Bandaríkin
ALLT fór löglega fram á aðalfundi Freyju, félags fram-
sóknarkvenna í Kópavogi, í gærkvöldi að sögn Maríu
Mörtu Einarsdóttur, formanns félagsins. „Það voru 139
konur sem skráðu sig nýjar í félagið, þar af 121 á
þriðjudag,“ segir María. Nú eru félagar í Freyju alls
239.
Um tvö hundruð manns sótti fundinn þar sem ný
stjórn var kjörin auk fulltrúa á flokksþing Framsókn-
arflokksins, sem fer fram um næstu helgi. Stjórnin helst
óbreytt að öllu leyti nema Ólöf Pálína Úlfarsdóttir tók
sæti Birnu Árnadóttur varamanns. Freyja á níu fulltrúa
á flokksþinginu auk fjögurra sem eru sjálfkjörnir að
sögn Maríu.
Una María Óskarsdóttir, varaformaður Freyju, segist
telja að átökin í Freyju á síðasta fundi séu augljóslega
ástæðan fyrir þessum mikla fjölda nýrra félaga. „Konur
hafa greinilega áhuga á að starfa með Freyju. Annars
verður bara hver og einn að túlka þetta fyrir sig.“
Morgunblaðið/Þorkell
Forystukonur í Framsóknarflokknum við upphaf aðalfundar Freyju í gærkvöldi.
Fjölgaði í Freyju um 139 konur
SÆMUNDUR Pálsson, vinur og
stuðningsmaður skákmeistarans
Bobbys Fischers, reiknar með að
halda á fund Fischers í Japan á
morgun eða laugardag. Sæmund-
ur taldi víst að Páll Magnússon,
fréttastjóri Stöðvar 2, Kristinn
Hrafnsson blaðamaður og senni-
lega einnig Einar S. Einarsson,
fv. forseti Skáksambands Ís-
lands, færu með honum.
Sæmundur segir að John
Bosnitch, forsvarsmaður stuðn-
ingshóps Fischers í Japan, vilji
fá sig sem fyrst út. Sæmundur
átti þriggja stundarfjórðunga
langt símtal við Fischer í gær-
morgun.
„Hann er voðalega spenntur
að sjá mig og trúir að ég komi að
frelsa sig,“ sagði Sæmundur.
„Honum líður vel þegar hann tal-
ar við mig og sér mikið eftir því
að hafa ekki haft meira samband
við mig í gegnum tíðina. Hann
segir að ég sé svo jákvæður og
vinni á neikvæðni hans. Það var
notalegt að tala við hann.“
Sæmundur segir að Fischer sé
mjög ánægður með gang mála
varðandi útlendingavegabréfið.
„Ég hef sagt honum að þetta eigi
að duga og við verðum að láta
reyna á þetta, þar sem við höfum
ekki ríkisborgararéttinn.“
Sæmundur segir að það sé sitt
hjartans mál að frelsa þennan
vin sinn úr haldi í Japan. Hann
sjái hvorki eftir tíma né fjár-
munum sem í það fari. Þessi bar-
átta snúist um hugsjón og vin-
áttu.
Fischer spenntur að hitta Sæmund
Sæmundur
Pálsson
Bobby
Fischer
SAMNINGUR verður innsiglaður
í dag milli nýs bílaumboðs, Bíla-
umboðsins Öskju ehf., og Daiml-
er-Chrysler, um sölu og þjónustu
fyrir Mercedes-Benz-bifreiðar.
Formleg opnun fyrirtækisins
verður þriðjudaginn 1. mars
næstkomandi. Askja er í eigu
sömu aðila og eiga bílaumboðið
Heklu.
Tryggvi Jónsson, forstjóri
Heklu og stjórnarformaður
Öskju, segir að stjórnendur hjá
Daimler-Chrysler hafi haft sam-
band við hann fyrir um ári og
óskað eftir viðræðum um hugs-
anlega þjónustu fyrir Mercedes-
Benz. Þetta sé þó einungis fyrsta
skrefið af þremur hjá Öskju. Síð-
ar á þessu ári muni fyrirtækið
hefja innflutning og bjóða alla
þjónustu fyrir aðrar bifreiðar
Daimler-Chrysler, Dodge, Chrysl-
er og Jeep. Einnig muni fyrir-
tækið setja upp fullkomna að-
stöðu fyrir þjónustu vörubíla og
sendibíla Mercedes-Benz. Salan á
þeim bílum hefjist hins vegar
formlega við opnun Öskju./B2
Nýtt bíla-
umboð fyrir
Mercedes-Benz
LÖGREGLAN í Reykjavík leitar
enn ræningja sem talinn er hafa
framið rán í tveimur söluturnum í
fyrrakvöld. Í öðru tilvikinu var
varnarúða beitt gegn afgreiðslu-
stúlku en í hinu tilvikinu var ógn-
að með úðanum og telur lögregla
fullvíst að sami maður hafi verið
að verki í bæði skiptin.
Fyrra ránið var framið í sölu-
turninum Bettís við Borgarholts-
braut í Kópavogi á tíunda tím-
anum í fyrrakvöld. Að sögn
lögreglunnar í Kópavogi spraut-
aði ræninginn varnarúða framan í
afgreiðslukonuna áður en hann
hrifsaði fjármuni og hvarf á
braut.
Konan var flutt á slysadeild þar
sem úðinn var þveginn úr andliti
hennar. Henni var þó ekki mjög
meint af og mætti til vinnu í gær-
morgun.
Seinna ránið var framið í
Vídeóspólunni við Holtsgötu. Þar
ógnaði ræningi með varnarúða en
beitti honum ekki. Hann komst
undan með lítilræði af peningum,
að sögn lögreglunnar í Reykjavík.
Lögreglan leitar
enn sjoppu-
ræningja