Morgunblaðið - 24.02.2005, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ekkert bráðlæti, Hjálmar minn, fyrst þurfa nú aparnir að koma og geta af sér Adam og Evu, og
það er ekki fyrr en að eplatréð og höggormurinn eru komin að hægt verður að leyfa túrisma.
Miklar líkur eru núá útbreiðslufuglaflensufar-
aldurs og hvetur Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunin,
WHO, ríkisstjórnir til að
grípa strax til aðgerða til
að hefta útbreiðslu veik-
innar. Í grein á vefsíðu
stofnunarinnar segir að
nýtt afbrigði af vírusnum
sem m.a. hafi fundist í
Víetnam, sé ólíkt því sem
olli fuglaflensu í Hong
Kong árið 1997 er sex
manns létust og sé lík-
legra til að berast frá fugl-
um í menn. Fuglaflensan
hefur nú að auki komið
m.a. upp í Japan, Kóreu,
Kambódíu og Taílandi.
WHO hefur hvatt til þess að
efld verði tengsl heilbrigðisyfir-
valda við önnur yfirvöld í sam-
félaginu, s.s. landbúnaðaryfirvöld,
svo að unnt sé að bregðast við með
samræmdum hætti vegna fugla-
flensunnar.
Einnig hefur WHO lagt til að
aðildarríkin íhugi að framleiða
bóluefni gegn inflúensu sjálf eða í
samvinnu við nágrannaríki og
komi sér upp varabirgðum inflú-
ensulyfja.
Lyf, lokanir og einangrun
Í febrúarhefti Farsóttafrétta
sem sóttvarnalæknir gefur út
kemur fram að unnið sé að endur-
skoðun á viðbúnaðaráætlun við
heimsfaraldri inflúensu hér á
landi. Í henni séu metnir þeir
kostir sem fyrir hendi eru til að
bregðast við, brjótist faraldur út
og ekkert bóluefni verði tiltækt í
upphafi. Viðbúnaðaráætlunin er
unnin í samvinnu við WHO, Evr-
ópusambandið og Norðurlöndin.
Guðrún Sigmundsdóttir, yfir-
læknir á sóttvarnarsviði Land-
læknisembættisins, segir að í
raun verði áætlunin aldrei tilbúin
því hún sé í stöðugri endurskoðun.
Um leið og nýjar upplýsingar ber-
ast frá alþjóðlegum stofnunum sé
áætlunin endurskoðuð og upp-
færð.
Til að bregðast við faraldri er
nú búið að safna birgðum af veiru-
lyfi sem dregur úr einkennum
inflúensuveirunnar en einnig er
hægt að nota það í forvarnar-
skyni, segir Guðrún. Einnig er
hægt að notast við hefðbundin
sýklalyf til að lækna fylgikvilla
flensunnar, og til greina kemur að
eiga forða af þeim. Þá er að sögn
Guðrúnar einnig hægt að notast
við samfélagsaðgerðir til að draga
úr útbreiðslu t.d. samkomubann,
lokun skóla og annarra stofnana.
Ráðlegt sé að fylgja tilmælum
WHO hvað varðar ferðalög til
annarra landa. Þá eru einangrun
sjúklinga og hugsanleg afkvíun
útsettra einstaklinga aðrar leiðir
til að hægja á útbreiðslunni. „Það
er aldrei hægt að búa til full-
komna áætlun því ekki er mögu-
legt að sjá alla þætti nákvæmlega
fyrir,“ segir Guðrún. „Áætlunin
verður að vera sveigjanleg.“
Miklar líkur á faraldri
Dr. Shigeru Omi, yfirmaður
WHO við vestanvert Kyrrahaf,
sagði á ráðstefnu um fuglaflens-
una sem nú stendur yfir í Víetnam
að stofnunin teldi nú miklar líkur
á að faraldur breiðist út. Þá sagði
hann allar líkur á að fuglaflensu-
faraldur verði mun skæðari en
bráðalungnabólgan, HABL, sem
dró um 800 manns til bana árið
2002, nái hann á annað borð að
breiðast út. WHO vill því hvetja
allar ríkisstjórnir til að undirbúa
neyðaráætlun ef til faraldurs
skyldi koma þannig að þær geti
séð fólki fyrir grundvallarþjón-
ustu á borð við almenningssam-
göngur, hreinlæti og rafmagn,
komi til neyðarástands.
Hugsanleg stökkbreyting
Áður en veiran getur borist
milli manna þarf hún að stökk-
breytast. Þegar það gerist verður
útbreiðsla fuglaflensunnar mun
hraðari. Breytingar sem orðið
hafa á veirunni ýta undir þá kenn-
ingu að stökkbreyting sé í nánd en
hún getur orðið þegar veirur úr
fuglum blandast öðrum veirum í
fólki eða öðrum dýrum.
Milljónum kjúklinga hefur ver-
ið slátrað t.d. í Hong Kong í von
um að koma í veg fyrir plágu.
Enginn er þó óhultur fyrir smiti,
því farfuglar geta borið veiruna
með sér og líkt og dr. Lee Jong-
wook, forstjóri WHO, orðaði það í
samtali við Morgunblaðið í desem-
ber: „Farfuglarnir eru því eins og
nokkurs konar sprengjur sem
geta borið veiruna til allra heims-
horna.“
Bóluefni í bígerð?
Alþjóða heilbrigðismálastofn-
unin hefur lagt til að aðildarríkin
íhugi að framleiða bóluefni gegn
inflúensu sjálf eða í samvinnu við
nágrannaríki og kæmu sér upp
varabirgðum inflúensulyfja.
Guðrún segir að búið sé að finna
veirustofn sem hægt verður að
nota til að búa til bóluefni, en segir
afar ólíklegt að farið verði út í
framleiðslu bóluefnis á meðan
ekki er með vissu vitað hvort
fuglaflensan nær útbreiðslu. Hún
segir að framleiðsla á bóluefnum
hér á landi yrði aðeins gerð í sam-
starfi við aðra. „Það er ofsalega
dýrt og þarfnast mikillar sérþekk-
ingar,“ útskýrir Guðrún.
Fréttaskýring | Sérfræðingur WHO segir
líkur á fuglaflensufaraldri miklar
Forði af veiru-
lyfjum til hér
Viðbúnaðaráætlun vegna faraldurs í
stöðugri endurskoðun hjá landlækni
Fuglaflensan hefur haft mest áhrif í Asíu.
Spænska veikin barst frá
fuglum í menn fyrir um öld
Skæðasti heimsfaraldurinn á
síðustu öld var spænska veikin á
árunum 1918–1919 en þá létust
um 50 milljónir manna. Um
helmingur þeirra var ungt og
hraust fólk. Af 15 þúsund íbúum
Reykjavíkur sýktust tíu þúsund
og um 500 manns létust af völd-
um veikinnar hér á landi. Talið
er að spænska veikin hafi borist
til manna frá fuglum og því er
ótti sérfræðinga við fuglaflens-
una ekki ástæðulaus.
sunna@mbl.is
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt karlmann á sextugsaldri
í fjögurra mánaða skilorðsbundið
fangelsi og til að greiða 6,5 milljónir
króna í sekt í ríkissjóð.
Var honum gefið að sök að hafa
brotið gegn lögum um virðisauka-
skatt og fyrir að brjóta gegn lögum
um bókhald.
Maðurinn stóð ekki skil á inn-
heimtum virðisaukaskatti vegna
sjálfstæðrar atvinnustarfsemi sinnar
á árunum 1998 til 2000, og nam
undanskot hans samtals rúmum 3,2
milljónum króna.
Játaði brot sín og taldi ekki
ástæðu til að hafa lögmann
Fram kemur í dómnum, að maður-
inn játaði brot sín. Þótt hann hafi áð-
ur hlotið dóma, meðal annars fyrir
skjalafals og fíkniefnabrot, höfðu
þau ekki áhrif á ákvörðun refsingar,
að mati dómarans.
Maðurinn játaði brot sín og taldi
ekki ástæðu til að hafa lögmann sér
til varnar. Greiði hann ekki sektina
þarf hann að sæta fangelsi í fjóra
mánuði.
Björn Þorvaldsson sótti málið af
hálfu ríkislögreglustjóra og Ingveld-
ur Einarsdóttir héraðsdómari kvað
upp dóminn.
Sektaður um 6,5 milljónir
fyrir að svíkja undan skatti