Morgunblaðið - 24.02.2005, Side 13

Morgunblaðið - 24.02.2005, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 13 FRÉTTIR STYRKTU STÖÐU ÞÍNA með framhaldsnámi við Háskóla Íslands Umsóknarfrestur um framhaldsnám er til 15. mars. Nánari upplýsingar á www.hi.is. Námskynning sunnudaginn 27. febrúar kl. 11-16. D EL TA LI G H T RÝMINGARSALA Á VÖLDUM DELTALIGHT LJÓSUM 30-50% AFSLÁTTUR OPIÐ LAU.: 11 - 17 OPIÐ SUN.: 13 - 17 z e t o r „MÉR finnst afar ánægjulegt að tekist hafi að bjarga kindunum í land,“ segir Sigríður Ás- geirsdóttir, formaður Dýraverndunarsam- bands Íslands, um þá ákvörðun fyrr í vikunni að flytja níu kindur, sem gengið höfðu úti í Hafn- areyjum á Breiðafirði upp á fast land. „Vegna ötullar baráttu tókst þarna víðtækt samstarf með yfirdýralækni, bú- fjáreftirliti, sýslumönn- um á svæðinu og héraðs- dýralæknum. Að mínu mati er samvinna á borð við þessa ómetanleg og lofar góðu um fram- haldið.“ Að sögn Sigríðar hefur Dýra- verndunarsamband Íslands sl. tutt- ugu ár barist gegn eftirlitslausri eyjabeit þar sem ekki er farið að lög- um varðandi umhirðu skepnanna. Segir hún flesta bændur hugsa vel um skepnur sínar, en að of margir fari hreinlega ekki að lögum. „Við höfum mjög góð lög og reglugerðir um það hvernig eigi að fara með búfé. Vandamálið er bara að láta fylgja þeim eftir,“ segir Sigríður, en meðal þess sem kveðið er á um í lög- um er að þegar búfé sé haldið úti að vetr- arlagi þurfi að vera fyrir hendi skjól, eft- irlit með skepnunum, nægilegt hreint vatn, auk þess sem það verður að gefa þeim reglulega. Að sögn Sigríðar bar eiganda fjárins að skipa því tilsjónar- mann, en í lögum er kveðið á um slíkt þeg- ar búfé er haft á eyði- jörðum eða landspild- um þar sem ekki er föst búseta. „Vegna þessarar vanrækslu vissi búfjáreft- irlitið ekki af kindunum þarna fyrr en upp komst að eigandinn ætlaði að flytja hrút til þeirra og hefja undan- eldi.“ Í fréttaskýringu í blaðinu í gær kom fram að kindur ganga í eyjabeit á tveimur stöðum á landinu, í Breiða- fjarðareyjum og Vestmannaeyjum. Að sögn Sigríðar náðist á fundi fyrr í vikunni samkomulag um að herða eftirlitið og tryggja að búfjáreftirlitið fari í allar þær eyjar þar sem búfénað er að finna. Segir Sigríður það góða þróun mála sem muni verða til bless- unar fyrir dýrin og þá sem þau eiga. Sigríður Ásgeirsdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands Ánægjulegt að tókst að bjarga kindunum í land Sigríður Ásgeirsdóttir FYRIR viku auglýsti Morgunblaðið eftir skemmtilegum fermingar- veislumyndum til að gefa innsýn í sögu íslenskra fermingarveislna í stóru og glæsilegu fermingarblaði sem kemur út 5. mars. Morgunblaðið leitar til lesenda sinna um aðstoð við að finna sem bestar myndir. Senda þarf myndirnar ásamt upplýsingum um eiganda og fólkið á myndunum, auk annarra nauð- synlegra skýringa. Allar myndir verða endursendar. Utanáskriftin: Morgunblaðið Fermingarmyndir Kringlunni 1 103 Reykjavík Einnig má senda þær umsjón- armanni blaðsins, Hildi Lofts- dóttur, á netfangið hilo@mbl.is. Enn leitað að fermingar- myndum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.