Morgunblaðið - 24.02.2005, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ELÍSABET II Englandsdrottning
kom flestum á óvart í gær er hún
tilkynnti, að hún ætlaði ekki að
vera við giftingu sonar síns, Karls
prins, og Camillu Parker Bowles.
Telja margir, að með því sé hún
láta í ljós vanþóknun sína á því, að
hjónavígslan verður borgaraleg.
„Drottningin ætlar ekki að vera
við hina borgaralegu hjónavígslu
vegna þess, að hún veit, að prinsinn
og frú Parker Bowles vilja, að til-
standið verði sem minnst,“ sagði í
tilkynningunni frá Buckingham-
höll. Þar sagði einnig, að drottn-
ingin myndi aftur á móti verða við
blessunarathöfn í Kapellu heilags
Georgs í Windsor-kastala að gift-
ingunni lokinni. Verður hún í hönd-
um Rowans Williams, erkibiskups
af Kantaraborg.
Sumir hafa haft af því áhyggjur,
að væntanlegt, borgaralegt hjóna-
band Karls og Camillu sé ólöglegt
en í lögum frá 1949 segir, að kon-
unglegar hjónavígslur séu undan-
þegnar ákvæðum þeirra. Charles
Falconer, formaður æðsta dómstóls
Bretlands, tók hins vegar í gær af
allan vafa um lögmæti væntan-
legrar hjónavígslu þeirra Karls og
Camillu.
Enn eitt áfallið
Á ýmsu hefur gengið síðan þau
Karl og Camilla tilkynntu, að þau
ætluðu að ganga í hjónaband og
ákvörðun drottningar er kölluð síð-
asta áfallið í langri lest. Að sögn
eins sagnfræðings er hún „alveg
fordæmalaus“ og hinn konunglegi
ljósmyndari Arthur Edwards kall-
aði ákvörðunina „ofanígjöf“ við
prinsinn.
„Það, sem vakti fyrir Karli, var
að taka af skarið og giftast Parker
Bowles til að hlífa henni við frekari
óvirðingu. Nú er það svo hans eigin
móðir, sem stendur fyrir móðg-
ununum. Það ætlar enginn endir að
verða á þessu og gaman að vita
hvað kemur næst,“ sagði Edwards.
Talsmaður hallarinnar lagði
áherslu á, að hér væri ekki um
neina móðgun að ræða af hálfu
drottningar enda hefði hún stutt
son sinn í að kvænast Parker Bowl-
es. Talsmaður Karls sagði, að hann
væri „ánægður með ákvörðun“
móður sinnar og búist er við, að
synir Karls og Díönu, prinsarnir
William og Harry, og Tom og
Laura, börn Parker Bowles, verði
við hjónavígsluna.
Daily Mirror sagði hins vegar, að
Filippus prins, faðir Karls, og
systkini hans, Andrew, Edward og
Anne, myndu ekki mæta hjá fóg-
etanum.
Þau Karl og Parker Bowles, sem
hafa þekkst í 30 ár, mega ekki gift-
ast í kirkju vegna þess, að þau eru
bæði fráskilin en upphaflega var
það meiningin, að hjónavígslan yrði
í Windsor-kastala. Hann hefur hins
vegar ekki til þess lögleg leyfi og
yrði gengið í að útvega þau, þá
mættu öll önnur hjónaleysi í Bret-
landi láta pússa sig saman þar
næstu þrjú árin.
Dulúðin farin
Dagblaðið The Sun segist hafa
það eftir heimildum, að drottningu
finnist fógetaskrifstofurnar „of al-
þýðlegar“ og með hjónavígslu þar
„hverfi síðustu leifar dulúðar-
innar“, sem hingað til hafi umvafið
konungsfjölskylduna.
Lögin banna ekki giftingu
Karls prins og Camillu
Reuters
Þau voru ekkert sérstaklega hýr á svipinn mæðginin er þessi mynd var
tekin en Elísabet hefur ákveðið að vera ekki við giftingu Karls og Camillu.
Elísabet Eng-
landsdrottning
ætlar ekki að
vera við hjóna-
vígslu sonar síns
London. AFP.
PRENTMIÐLAR almennt ráða
miklu meira um það hvað áhrifa-
miklir Bandaríkjamenn kaupa og
gera en sjónvarp, það er að segja
þessi 10%, sem leggja að mestu lín-
urnar fyrir hin 90%. Er þetta nið-
urstaða viðamikillar könnunar
markaðsrannsóknafyrirtækisins
NOP World, sem er eitt af þeim tíu
stærstu í heimi á sínu sviði. Sam-
kvæmt könnuninni er 41% áhrifa-
mikilla Bandaríkjamanna meðal
mestu blaðalesenda og þriðjungur
þeirra í hópi með mestu lesendum
tímarita. Á hinn bóginn horfa að-
eins 14% áhrifamikilla Bandaríkja-
manna mikið á sjónvarp.
Fram kemur í könnuninni, að út-
varpið er betra en sjónvarp þegar
ná þarf til áhrifafólksins enda
hlusta 20% þess mikið á það.
Prentmiðlarnir eru þó miklu
áhrifaríkari en ljósvakamiðlarnir
báðir.
„Kannanir okkar í þrjátíu ár
sýna, að það eru þessir neytendur,
áhrifafólkið, sem stýra umræðunni
á mörgum sviðum, til dæmis um
bíla, tækni, mat- og drykkjarvörur,
fjölmiðlun, ásýnd heimilis og heim-
ilisbúnað og fjárfestingar,“ sagði
Ed Keller, aðalframkvæmdastjóri
NOP World Consumer, en hann
ásamt Jon Berry er höfundur
Áhrifafólksins, bókar, sem Simon
& Shuster gaf út 2002.
Eflir mátt auglýsinga
„Með því að grafast fyrir um
fjölmiðlanotkun áhrifamikilla
Bandaríkjamanna getum við leið-
beint auglýsendum og hjálpað
þeim við að ná til þessa mikilvæga
hóps. Hann verður svo aftur til að
efla mátt auglýsinganna, skapa
nýja tísku og nýja strauma og
greiða fyrir vöruþróun.
Við getum hjálpað fjölmiðlum við
að gera sér betri grein fyrir
markaðsgildi þeirra, sem þá lesa,
horfa á eða hlusta. Lítill hópur,
sem hefur þó hátt hlutfall af áhrifa-
fólki, er oft árangursríkari en ann-
ar stærri vegna þess, að hann kem-
ur af stað umræðu og margfaldar
með því auglýsingagildið,“ sagði
Keller.
Áhrifafólkið er alls staðar að
finna, jafnt til sjávar sem sveita, en
það er hins vegar helmingi líklegra
en aðrir til að vera vel menntað og
í ábyrgðarmiklu starfi. Keller
bendir einnig á, að þetta fólk sé yf-
irleitt mjög virkt í sínu samfélagi,
mæti á fundi og láti þar til sín taka
og síðast en ekki síst, það lætur í
ljós skoðun sína á vöru og þjón-
ustu. Vegna þess er það mjög eft-
irsóknarverður markhópur.
Prentmiðlar ná langbest til áhrifafólksins
/'
($''
0'1
0/2 $23(
! !"! #
89
:"!;
< ')"
3
3
3
3
KONA heldur á mynd af Jósef
heitnum Stalín, einræðisherra Sov-
étríkjanna, í miðborg Moskvu í gær.
Þar komu margir saman, einkum
þó kommúnistar, en 23. febrúar var
áður dagur sovéska hersins. Nú er
hann dagur þeirra, sem hafa barist
fyrir föðurlandið, og eins konar
bóndadagur þeirra í austurvegi.
Reuters
Dagsins minnst með Stalín
STJÓRNVÖLD í Kína ætla að
koma upp 250.000 stórverslun-
um á landsbyggðinni á næstu
þremur árum til að ýta undir
neyslu og draga úr þeim mun,
sem er á lífskjörum þar og í
strandbyggðunum.
„Innviðir verslunar og við-
skipta á landsbyggðinni eru
mjög veikir og það á sinn stóra
þátt í vaxandi mun á lífskjörum
þar og í stórborgunum í austur-
hluta landsins,“ sagði í tilkynn-
ingu frá kínverska viðskipta-
ráðuneytinu.
Vöruskortur er mikill á lands-
byggðinni, gæðin oft vafasöm og
ekki alltaf mikið að marka
merkingar um uppruna vörunn-
ar. Af þessu og vaxandi mis-
skiptingu í landinu hefur stjórn
kínverskra kommúnista miklar
áhyggjur og vonast til, að nýju
stórverslanirnar 250.000 muni
bæta þar nokkuð úr.
250.000
nýjar stór-
verslanir
Shanghai. AFP.
SÉRFRÆÐINGAR bandarískra
leyniþjónustustofnana hafa komist að
þeirri niðurstöðu að efnum í kjarna-
vopn eða svokallaðar geislasprengjur
hafi verið stolið úr kjarnorkustöðvum í
Rússlandi. Þeir telja einnig að rúss-
nesk kjarnorkuver séu berskjölduð
gagnvart hugsanlegum árásum
hryðjuverkamanna.
Þetta kemur fram í skýrslu sem
bandaríska þingið hefur fengið frá
hugveitu bandarískra leyniþjónustu-
stofnana. Rússneskir embættismenn
hafa neitað því að hryðjuverkasamtök
geti orðið sér úti um rússnesk kjarna-
vopn eða efni í slík vopn.
Bandarísku sérfræðingarnir vé-
fengja þessar fullyrðingar Rússa. „Við
teljum að þjófnaðir hafi átt sér stað án
þess að þeir hafi komist upp og höfum
áhyggjur af öllum þeim efnum sem
hægt hefði verið stela á síðustu þrettán
árum,“ segir í skýrslunni.
Höfundar skýrslunnar segja að
meintir hryðjuverkamenn hafi sýnt
áhuga á rússneskum kjarnavopnum.
Rússnesk yfirvöld hafi tvisvar hindrað
tilraunir hryðjuverkamanna til að
njósna um staði þar sem kjarnavopn
eru geymd. Þá hafi sést til tveggja
hópa, sem tengjast tétsenskum að-
skilnaðarsinnum, á nokkrum lestar-
stöðvum í grennd við Moskvu og grun-
ur leiki á að þeir hafi verið að afla
upplýsinga um sérstaka lest sem notuð
er til að flytja kjarnavopn.
Skýrsluhöfundarnir segja að efnum,
sem hægt er að nota í kjarnavopn, hafi
þegar verið stolið í Rússlandi og telja
það „mjög ólíklegt“ að rússnesk yfir-
völd hafi endurheimt þau öll eins og
Rússar hafa haldið fram.
Telja að
efnum í
kjarna-
vopn hafi
verið stolið
Washington. AFP.
TVEIR breskir hermenn voru í gær
fundnir sekir um að hafa misþyrmt
íröskum föngum, óbreyttum borgur-
um. Var mál þeirra rekið fyrir bresk-
um herrétti í Þýskalandi. Þriðji her-
maðurinn hafði áður lýst sig sekan
um eitt ákæruatriði.
Myndir af misþyrmingum her-
mannanna hafa birst víða um lönd
eftir að þær voru lagðar fram sem
sönnunargagn í málinu og Tony
Blair, forsætisráðherra Bretlands,
lýsti þeim sem „viðbjóði“. Sýna þær
meðal annars íraskan fanga, sem er
látinn hanga bundinn í gaffallyftara,
og þegar aðrir tveir fangar eru
neyddir til að líkja eftir ýmsum kyn-
ferðislegum athöfnum.
Misþyrmingarnar áttu sér stað
eftir að bresku hermennirnir höfðu
handtekið Íraka, sem grunaðir voru
um að hafa ætlað að stela mjólkur-
dufti.
Sagt að „leika þá hart“
Fram kom fyrir réttinum, að yf-
irmaður hermannanna hefði sagt
þeim að fangelsa Írakana og „leika
þá hart“ en mikið hafði verið um
þjófnað í ringulreiðinni eftir fall
Saddam Husseins Íraksforseta.
Sagði herrétturinn, að með þessari
skipun hefði yfirmaðurinn brotið
freklega gegn ákvæðum Genfarsátt-
málans.
Það var nokkur tilviljun, að upp
um misþyrmingarnar komst. Her-
maður, sem ekki var ákærður nú
gegn því að vitna gegn öðrum, tók
myndirnar og setti þær í framköllun
eftir að hann kom heim til Bretlands.
Þegar starfsmaður framköllunar-
stofunnar sá myndirnar, kallaði
hann á lögreglu.
Sekir
um mis-
þyrmingar
Osnabrück. AFP.
♦♦♦