Morgunblaðið - 24.02.2005, Side 16
Blönduós | Systurnar Helga
Sólveig, 3 ára, og María Rut
Ómarsdætur, sem er eins árs,
nutu veðurblíðunnar úti á
götu í heimabænum sínum,
Blönduósi, með vinkonum sín-
um þeim Elísabetu Krist-
mundsdóttur og Önnu Sigríði
Valgeirsdóttur.
Undanfarnir dagar hafa
verið dýrlegir á öllu Norður-
landi. Bjartir, stilltir og mildir
og hreinlega hrifsað fólk út úr
hýbýlum sínum. Veður-
spámenn segja að lítið lát
verði á þessu allra næstu daga
og því meiri líkur en minni á
að maður hitti mann.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Maður hittir mann
Veðurblíðan
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Úttekt á strandsiglingum | Stórauknir
þungaflutningar á vegum í kjölfar þess að
strandsiglingar lögðust af valda forsvars-
mönnum í Sveitarfélaginu Skagafirði og á
Siglufirði miklum áhyggjum. Á sameig-
inlegum fundi byggðarráðs Skagafjarðar og
bæjarráðs Siglufjarðar sem haldinn var í
Sólgarðaskóla í Fljótum fyrr í mánuðinum
og sagt er frá á vef Sveitarfélagsins Skaga-
fjarðar var samþykkt ályktun.
Þar er lýst yfir áhyggjum af stórauknum
þungaflutningum á þjóðvegum sveitarfélag-
anna í kjölfar þess að strandsiglingar lögðust
af. Þessi breyting á flutningum af sjó og á
land hafi í för með sér verulega aukna slysa-
hættu, mengunarhættu og gríðarlegt aukið
slit á vegum. Skorar fundurinn á yfirvöld að
láta gera ítarlega úttekt á hagkvæmni
strandsiglinga í samanburði við landflutn-
inga og rannsaka vandlega aukna slysa- og
mengunarhættu sem skapast hefur.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Vilja skólabúninga | Mikill meirihluti
foreldra barna í Gerðaskóla í Garði vill að
börnin klæðist skólabúningum. Er þetta
niðurstaða könnunar sem gerð var og
kynnt nýlega á fundi skólanefndar Garðs.
Fram kemur á vef Sveitarfélagsins
Garðs að góð þátttaka var í könnuninni,
þar sem 72% foreldra svöruðu. Niður-
staðan varð sú að 82% þátttakenda vildu
taka upp skólabúninga. Fram kom á fund-
inum að skólabúningar verða ekki til auk-
ins kostnaðar við Gerðaskóla, nemendur
og foreldrar þurfa að greiða kostnaðinn
við þá að fullu.
Háskóli Tálknafjarðar | Fjarnámsver
Tálknfirðinga hefur fengið inni í húsnæði
sem áður hýsti skrifstofur Hraðfrystihúss
Tálknafjarðar. Til stendur að eldri borg-
arar fái einnig aðstöðu í hluta húsnæðisins.
Tálknafjarðarhreppur keypti húsið á síð-
asta ári og hefur starfsmaður hreppsins
unnið að lagfæringum og breytingum.
Fram kemur á vef Tálknafjarðarhrepps
að fjarnemarnir eru þegar búnir að koma
sér fyrir í verinu og segjast ánægðir með
aðstöðuna. Telja þeir að næst þurfi að huga
að tölvubúnaði fjarnámsverins en hann er
kominn nokkuð til ára sinna. Á vefnum er
vakin athygli á þeirri skemmtilegu tilviljun
að nafn fyrirtækisins sem átti húsnæðið var
skammstafað HT og hún sé einnig notuð í
fjarnámsverinu fyrir „Háskóla Tálkna-
fjarðar“.
Biskupsstóllinn ogskólahald á Hólumí Hjaltadal eiga
900 ára afmæli árið 2006.
Af því tilefni hefur stjórn
Guðbrandsstofnunar, m.a.
í samráði við Hólanefnd,
ferðamáladeild og Hóla-
rannsóknina, unnið að
áætlun og hugmyndum að
dagskrá ársins. Á vef
Hólaskóla kemur fram að
gert er ráð fyrir því að af-
mælisdagskráin spanni
allt árið, en nái þó hámarki
við Hólahátíð í ágúst.
Settar verða upp sýn-
ingar sem varða sögu og
menningu staðarins. Með-
al annars áætlar Hóla-
rannsóknin að standa fyrir
þremur sýningum sem
tengjast þeim miklu forn-
leifa- og sagnfræðirann-
sóknum sem stundaðar
hafa verið á Hólum, Hofi,
Keldudal og Kolkuósi und-
anfarin ár. Þá verður
vönduð listadagskrá allt
árið, einkum í tónlist og
leiklist.
Afmælishald
Sett hefurverið uppsýning í
útibúi Lands-
banka Íslands á
Húsavík á mynd-
um ungra lista-
manna af leikskól-
unum Bestabæ og
Bjarnahúsi. Sig-
urður Árnason
útibússtjóri sagði
þetta vera í annað
sinn sem börnin
sýna í bankanum.
„Við prófuðum
þetta á síðasta ári
og það tókst vel.
Þetta var ánægju-
leg tilbreyting,
bæði fyrir okkur
starfsmenn úti-
búsins sem og við-
skiptavini þess, og það var því sjálfsagt að halda þessu
áfram.“
Það var margt um manninn í afgreiðslusal bankans
þegar sýningin opnaði. Þar á meðal voru myndlist-
armennirnir sjálfir og hér er einn þeirra, Emilíana
Brynjúlfsdóttir, að sýna ömmu sinni, Emilíu Friðriks-
dóttur, verk sín.
Börnin sýna í bankanum
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Kristján Bersi Ólafs-son fékk fréttirfrá Bretlandi:
Um það skal ég ekki fást
eða falla í stafi,
þótt Kalli sína æskuást
aftur fundið hafi.
Einar Kolbeinsson heyrði
af því þegar hagyrðingur
vildi bæta upp tvíræða
vísu með því að gera brag-
arbót:
Þegar vísan verður ljót,
og vondan boðskap færir,
þá skal gera bragarbót,
sem bara enginn lærir.
Slíkt jú getur vænlegt virst,
en víst ef skoðar náið,
er að vísan fagra fyrst,
mun falla í gleymskudáið.
Við afglöp förum ekki á svig,
ég engan tel þó galla,
að ljóta vísan lifir þig,
og líkast til oss alla.
Sigrún Haraldsdóttir
frétti hvernig konur ættu
að forðast hjartaáfall:
Konan þarf að röfla og rífast,
rasa út og kvarta
Mun þá hennar milda þrífast
móður blíða hjarta.
Æskuástin lifir
pebl@mbl.is
Bolungarvík | Heimamenn í Bolung-
arvík munu yfirfara boðunaráætlanir
með Neyðarlínunni svo tryggt sé að all-
ar upplýsingar um boðleiðir séu skýrar,
stuttar og aðgengilegar öllum þeim sem
koma til aðgerða, hjálpar og aðstoðar í
neyðartilvikum. Var þetta niðurstaða
fundar sem stjórnendur Heilbrigðis-
stofnunar Bolungarvíkur boðuðu til með
Þórhalli Ólafssyni, forstjóra Neyðarlín-
unnar, í kjölfar boðunar sjúkrabifreiðar
frá Ísafirði í stað Bolungarvíkur þegar
óskað var eftir lækni og sjúkrabifreið í
Bolungarvík sunnudaginn 13. þessa
mánaðar.
Á fundinn mættu einnig fulltrúar frá
lögreglustjóraembættinu í Bolungarvík,
formaður björgunarsveitarinnar Ernis
og bæjarstjórinn í Bolungarvík. Fram
kemur í fréttatilkynningu frá Heilbrigð-
isstofnuninni að forstjóri Neyðarlínunn-
ar gerði ítarlega grein fyrir hvernig
staðið var að boðuninni, hvað betur
mátti fara og nauðsyn þess að allir að-
ilar, bæði Neyðarlínan og heimaaðilar,
lærðu af þeim mistökum sem urðu við
boðunina.
Fagna nýju fyrirkomulagi
á skráningu sjúkraflutninga
Auk þess sem ákveðið var að yfirfara
boðunaráætlanir fögnuðu fundarmenn
því samkomulagi sem gert var milli
Landlæknis, Neyðarlínunnar, sjúkra-
flutningaráðs, Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss og stærstu sjúkraflutnings-
aðila um nýtt fyrirkomulag á skráningu
sjúkraflutninga og verklagsreglur.
Skorað var á viðkomandi aðila að hraða
sem kostur er heimsóknum til sjúkra-
flutningsstofnana og kynna og ræða
stöðu þessa mikilvæga máls.
„Öllum má vera ljóst að hlúa þarf að
þýðingar- og ábyrgðarmiklu starfsviði
Neyðarlínunnar og starfháttum hennar
og heimaaðila með þeim hætti að íbú-
arnir geti treyst á skjót og rétt við-
brögð hverju sinni er á þarf að halda,“
segir í tilkynningu Heilbrigðisstofnun-
arinnar.
Fram kemur í frétt á vef Bæjarins
besta á Ísafirði að fulltrúar Slökkiliðs
Ísafjarðar, sem önnuðust umræddan
flutning, voru ekki boðaðir á fundinn og
kveðst Þorbjörn Sveinsson slökkviliðs-
stjóri óánægður með það. Hann tekur
fram að fundurinn hafi verið tímabær.
Farið verður
yfir boðunar-
áætlanir með
Neyðarlínunni
Orkuþing skóla í Perlunni 25.–27. febrúar
Helgina 25. til 27. febrúar n.k. fer fram
Orkuþing skóla í Perlunni í Öskjuhlíð
Föstudaginn 25. febrúar er dagskrá fyrir skóla kl. 10-14
• Fyrirlestrar um orku og áhrif orku, vetnishús, sólarrafhlöður
• Sýnitilraunir
• Kynningar frá skólum
• Málþing skólanema
• Orkuleikur
• Getraunir
• Kynningar á verkefnum sem hafa verið unnin í skólum
• Sýningar á veggspjöldum, listaverkum, stuttmyndum o.fl.
• Sýningar frá orkufyrirtækjum
• Kynning frá Námsgagnastofnun
Opið fyrir almenning kl. 14-16
Laugardaginn 26. febrúar er dagskrá fyrir almenning kl. 11-15
• Fyrirlestrar um orkuforða í jöklum og áhrif loftslagsbreytinga,
virkjanir og auðlindagarða, orku og áhrif orku, vetnishús, sólarrafhlöður o.fl.
• Sýnitilraunir
• Kynningar frá skólum
• Málþing skólanema
• Orkuleikur
• Getraunir
• Kynningar á verkefnum sem hafa verið unnin í skólum
• Sýningar á veggspjöldum, listaverkum, stuttmyndum o.fl. frá skólum
• Sýningar frá orkufyrirtækjum o.fl.
• Kynning frá Námsgagnastofnun
Sunnudaginn 27. febrúar kl. 11-15 opið hús
• Sýningar á veggspjöldum, listaverkum o.fl. frá skólum
• Sýningar frá orkufyrirtækjum o.fl.
Starfshópur um eflingu náttúruvísinda í skólum, NORDLAB,
stendur fyrir þinginu í samvinnu við Orkustofnun, Orkusjóð, Samorku,
Hitaveitu Suðurnesja, Ísor, Orkuveitu Reykjavíkur, Landsvirkjun,
Landvernd, Nýorku, Olíufélagið Esso, Rarik og Sorpu.