Morgunblaðið - 24.02.2005, Page 22

Morgunblaðið - 24.02.2005, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Einar Gunnar Guðmundsson stundarMBA-nám við Stockholm Schoolof Economics og hefur nú búið íhöfuðborg Svíþjóðar í tvö ár ásamt fjölskyldunni, Örnu Hauksdóttur, doktorsnema í sálfræði, og börnum þeirra tveimur Hlyni fimm ára og Hauki þriggja ára. Fjölskyldan býr í úthverfinu Farsta en Einar Gunnar er löngum stundum í skól- anum í miðborginni þar sem námið er strangt. „Ég fæ fimm svona pakka á 99 krónur í Willys, segir Einar Gunnar og bendir á alls konar frystimáltíðir frá Findus sem blasa við í kistunni á 25 krónur stykkið í Konsum. Frosið lasagna í örbylgjuofninn verður stundum fyrir valinu í hádegismatinn, en aðra daga kaupir Einar sér salat á 40 sænsk- ar krónur eða um 350 íslenskar, tekur með sér afganga að heiman eða fer út að borða á einhvern af fjölmörgum hádegisverðarstöðum þar sem hægt er að fá góðan hádegismat á 60–80 sænskar krónur eða á um 500–700 krónur íslenskar. Stórinnkaup tvisvar í mánuði Willys er lágvöruverðsverslun þar sem fjöl- skyldan gerir stórinnkaup um tvisvar í mán- uði. „Þá fyllum við innkaupakerru af mat- vörum og borgum um 1.200 krónur eða um 11 þúsund íslenskar fyrir kannski sex fulla innkaupapoka. Það eru tvö ár síðan ég keypti í matinn á Íslandi en ég held að svona skammtur sé ennþá mun dýrari á Íslandi, segir Einar Gunnar um leið og hann grípur ólífur í körf- una. „Strákarnir elska ólífur.“ Á milli stórinnkaupaferðanna í Willys eða stundum Lidl, þýsku lágvöruverðskeðjuna sem hefur haslað sér völl í Stokkhólmi, kaupa Einar og Arna ferskvöru t.d. í hverf- isbúðinni Ica eða Hemköp. „Mér finnst miklu betra grænmeti og ávextir í sænskum matvöruverslunum en á Íslandi. Hér er mikið úrval af ferskum kryddjurtum sem kosta kannski kringum hundrað kall íslenskar og þær notum við mikið, sérstaklega yfir sumarmánuðina,“ seg- ir Einar og velur sér falleg epli og banana í körfuna. Kjúklingur oft í matinn Svíar borða mikið af svínakjöti en Einar Gunnar segir að þau hafi ekki tekið upp þann sið nema að litlu leyti. Svínakjöt er mjög ódýrt og sömu sögu er að segja af kjúklingi sem er hversdagsmatur hjá mörg- um Íslendingum í Svíþjóð. „Við kaupum bæði frystan og ferskan kjúkling og borðum frekar mikið af honum. Við getum til dæmis fengið tvö kíló af fryst- um bringum á 99 krónur eða um 900 íslensk- ar í Willys en 900 grömm af ferskum bring- um kosta það sama. Svo kaupum við nautahakk í tveggja kílóa pakkningum á sama verði eða um 100 krónur sænskar. Það er hins vegar algengt að fiskneysla Íslend- inga dragist saman þegar þeir flytja út fyrir landsteinana og Einar Gunnar tekur undir það. „Ef ég fer út að borða í hádeginu fæ ég mér yfirleitt fisk en við kaupum sjaldan fisk í matinn einfaldlega af því að hann er ekki nógu góður. Ég verð að viðurkenna að ég sakna íslenska fisksins. Og lambakjötsins líka,“ segir hann dreymandi á svip. „Annars höfum við tekið þann pólinn í hæðina að sleppa því að biðja ættingja að koma með hina og þessa matvöru frá Íslandi þegar þeir koma í heimsókn til okkar. Við njótum þess bara þegar við flytjum heim aft- ur,“ segir Einar að lokum og er þotinn í fjár- málatíma. Einar Gunnar Guðmundsson „Matvöruverðið er bara miklu lægra hér í Svíþjóð en á Ís- landi. Það er aðalmunurinn,“ segir Einar Gunnar Guð- mundsson þar sem hann er staddur í matvöruversluninni Coop Konsum í miðborg Stokkhólms og nær sér í bita til að borða í hádeginu. steingerdur@mbl.is Saknar íslenska fisksins og lambakjötsins  HVAÐ ER Í MATINN? | Einar Gunnar Guðmundsson í Stokkhólmi BÓNUS Gildir 24.–27. feb. verð nú verð áður mælie. verð Bónus brauð, 1 kg ............................... 69 129 69 kr. kg. Bónus eplasafi, 1 l ............................... 59 79 59 kr. kg Bónus smyrill, 400 g ............................ 99 119 247 kr. kg Pekingönd, frosin ................................. 999 1.298 999 kr. kg KF lambalærissneiðar, frosnar ............... 899 998 899 kr. kg KF lambahryggur í sneiðum, frosinn ....... 899 998 899 kr. kg Gæðagrís bayonneskinka ...................... 779 1.169 779 kr. kg Ferskur úrb. svínahnakki í rúllu.............. 779 nýtt 779 kr. kg Ferskir kjúklingabitar ............................ 299 399 299 kr. kg Thule léttbjór, 500 ml........................... 45 49 90 kr. l Fjarðarkaup Gildir 24.–26. feb. verð nú verð áður mælie. verð Fjallalamb, holusteik............................ 1.075 1.398 1.075 kr. kg Kjarnafæði, pesto ofnsteik .................... 1.132 1.509 1.132 kr. kg FK jurtakryddað lambalæri.................... 899 1.499 899 kr. kg Findus Oxpytt, 550 g............................ 320 398 582 kr. kg Findus Chicken sweet & sour, 700 g...... 391 449 559 kr. kg Findus Pasta classico, 700 g ................ 455 589 650 kr. kg Findus Chicken curry, 700 g, ferskur ...... 391 449 559 kr. kg Matfugl kjúklingalæri m/legg ................ 419 599 419 kr. kg Matfugl kjúklingur 1/1, ferskur.............. 419 599 419 kr. kg Matfugl kjúklingabringur, ferskar............ 1.462 2.248 1.462 kr. kg HAGKAUP Gildir 24.–27. feb. verð nú verð áður mælie Kjötb. nautalundir ................................ 2.984 3.979 2.984 kr. kg Ungnautahakk..................................... 699 1.149 699 kr. kg Bayonneskinka .................................... 779 1.298 779 kr. kg Holta kjúklingalæri, fersk ...................... 349 498 349 kr. kg Holta kjúklingaleggir ............................. 349 699 349 kr. kg Holta kjúklingalæri ............................... 349 699 349 kr. kg Chicago pitsur mexican, 250 g.............. 299 399 1.196 kr. kg 2 l Sprite zero...................................... 149 223 75 kr. l KRÓNAN Gildir 23. feb.–3. mars. verð nú verð áður mælie.verð Fjörfiskur ýsubitar, roð- og beinlausir ..... 399 697 399 kr. kg Móa kjúklingavængir, magnkaup........... 135 299 135 kr. kg Móa kjúklingaleggir/læri, magnkaup ..... 359 599 359 kr. kg Bautabúrs grísakótilettur ...................... 749 1.338 749 kr. kg Goða kindabjúgu, 2 fyrir 1 .................... 349 398 349 kr. stk Epli rauð ............................................. 99 138 99 kr. kg Merrild Café Noir, 500 g ....................... 299 389 598 kr. kg Merrild kaffi 103, 500 g ....................... 299 339 598 kr. kg Sængurverasett ................................... 998 nýtt 998 kr. stk NETTÓ Gildir 24.–27. feb. verð nú verð áður mælie.verð Nettó lambaofnsteik ............................ 809 1.349 809 kr. kg Gourmet lamba rib-eye......................... 2.274 3.248 2.274 kr. kg Gourmet meyrnuð filesteik .................... 2.127 3.039 2.127 kr. kg Bautabúrs rauðv.svínakótelettur ............ 972 1.495 972 kr. kg Matf. kjúklingur, ferskur, 1/1................. 359 598 598. kr. kg Náttúra maískorn, 432 g ...................... 39 69 77 kr. kg Epli, rauð ............................................ 79 136 79 kr. kg Weetos heilhv.hringir, 375 g.................. 199 298 884 kr. kg Myllu sjónvarpskaka, 430 g .................. 199 425 463 kr. kg NÓATÚN Gildir 24. feb.–2. mars. m. birgðir end. verð nú verð áður mælie. verð Nóatúns nautastrimlar.......................... 1.329 1.898 1.329 kr. kg Svínahnakki úrbeinaðar sneiðar ............ 599 1.398 599 kr. kg Nóatúns blandað nauta- og svínahakk... 559 798 559 kr. kg Goða beikonhleifur............................... 518 740 518 kr. kg Tilda Basmati hrísgrjón, suðupokar........ 169 195 338 kr. kg Bautabúrs skinka, 2 fyrir 1.................... 358 398 358 kr. stk Tómatabrauð, 1/1 ............................... 189 299 189 kr. stk Paprika rauð........................................ 299 369 299 kr. kg Finish uppþvottavéladuft ...................... 269 359 269 kr. kg Palmolive fljótandi handsápa m. dælu ... 159 229 530 kr. l SAMKAUP/ÚRVAL Gildir 24.–27. feb. verð nú verð áður mælie. verð Courmet rauðvínslegið lambalæri .......... 1.184 1.579 1.184 kr. kg Courmet dönsk ofnsteik........................ 1.184 1.579 1.184 kr. kg Verkuð svið, Goði ................................. 299 499 299 kr. kg Súpukjöt, frosið, 1. fl. pakkað ............... 399 612 399 kr. kg Saltkjöt, ódýrt, pakkað ......................... 199 299 199 kr. kg Helgargrís, Borgarneskjötvörur .............. 1.196 1.594 1.196 kr. kg Íslandsfugl kjúklingaleggir, magnkaup ... 389 599 389 kr. kg Íslandsfugl kjúklingalæri, magnkaup...... 389 599 389 kr. kg Íslandsfugl kjúklingavængir, magnkaup . 194 299 194 kr. kg Spar, Bæjarlind Gildir til 1. mars verð nú verð áður mælie. verð Borgarnes beikon, 120 g box ................ 185 231 1.542 kr. kg Borgarnes hangiálegg, 150 g box.......... 333 416 2.220 kr. kg Borgarnes pepperonibitar, 120 g box..... 185 231 1.542 kr. kg Borgarnes skinka, 165 g box ................ 192 239 1.164 kr. kg Borgarnes skinkubitar, 120 g box .......... 185 231 1.542 kr. kg Borgarnes skólaskinka, 165 g box......... 141 176 855 kr. kg Grísahryggur, nýr .................................. 698 998 698 kr. kg Grísakótilettur, nýjar, úr kjötborði ........... 698 998 698 kr. kg Grísakótilettur, léttreyktar...................... 698 998 698 kr. kg 100% appelsínusafi, 1 l, Jon Juan......... 148 248 148 kr. ltr ÞÍN VERSLUN Gildir 24. feb.–2. mars. verð nú verð áður mælie. verð Lambalæri .......................................... 798 1.048 798 kr. kg Lambahryggur ..................................... 849 1.148 849 kr. kg Súpukjöt ............................................. 398 649 398 kr. kg Hatting hvítlauksbrauð, 2 stk., 350 g..... 189 269 529 kr. kg Farm frites franskar kartöflur, 750 g....... 169 267 219 kr. kg Tilda basmati hrísgrjón, 500 g .............. 198 238 396 kr. kg Tilda sósur, 350 g, 6 teg....................... 269 315 753 kr. kg Merrild 103, 500 g .............................. 329 369 658 kr. kg Kjúklingur áberandi  HELGARTILBOÐIN | Neytendur@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart 1 kg kjúklingalæri eða vængir 1⁄2 bolli (125 ml) kókosmjólk Marinering: 4 hvítlauksrif 1 tsk svört piparkorn (mulin) 2 tsk sykur 2 tsk túrmerikduft 2 tsk paprikuduft 1 msk söxuð fersk kóríanderrót 1 tsk karrí 2 lítil fersk rauð chili, smátt söxuð a.m.k. 2 msk olía Allt sett í matvinnsluvél. Þekið kjúklingabit- ana með marineringunni, því lengur sem kjúk- lingabitarnir eru í henni, því bragðmeiri. Penslið með kókosmjólk og grillið, penslið nokkrum sinnum og snúið nokkrum sinnum. Marineringin geymist í viku í ísskáp. Sósan: 1 lítill ferskt rautt chili 2 hvítlauksrif 1⁄2 bolli hvítvínsedik 2 msk hrásykur Maukið chili og hvítlauk. Setjið edik og syk- ur í pott, hitið án þess að sjóða þar til sykurinn bráðnar, látið suðuna koma upp og látið malla þannig að þetta verði að sýrópi og fái smá lit. Takið af hita og látið kólna lítillega. Setjið hvít- lauks- og chilimaukið út í. Kóríandermauk Græna sterka sósan: 90 g ferskt kóríander – grófsaxað 3 msk kókos („desiccated“ eða grófur) 1 msk mjúkur brúnn sykur 1 msk ferskt engifer – saxað/rifið 1 lítill laukur – saxaður 2 msk lime-safi 1–2 lítil græn fersk chili 1 tsk salt Setjið allt í matvinnsluvél og geymið í ísskáp þar til það er borið fram Hrærið eina dós af sýrðum rjóma og eina dós af hreinni jógúrt saman við. Má bera fram með kartöflum sem eru kryddaðar að vild, t.d. með baunum, myntu eða öðrum kryddtegundum. Notið ímyndunaraflið. Kjúklingaréttur að hætti Einars

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.