Morgunblaðið - 24.02.2005, Side 24
smáauglýsingar mbl.is
24 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
HIÐ LIFANDI leikhús frumsýnir á
Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld
leikverkið American Diplomacy. Höf-
undur verksins er Þorleifur Örn Arn-
arsson, en hann leikstýrir ennfremur
þessu fyrsta leikriti sínu. „Já, mér
tókst að koma mér í það,“ segir Þor-
leifur í samtali við Morgunblaðið.
„Upphaflega ætlaði ég ekki að skrifa
þetta verk. Ég var með ástralskt leik-
skáld með mér sem ætlaði að skrifa
það, Vanessu Badham, en hún forfall-
aðist vegna veikinda.“
Vanessa og Þorleifur höfðu unnið
saman að hugmyndavinnu fyrir leik-
ritið þegar hún forfallaðist og Þorleif-
ur neyddist því til að hjóla í verkið.
Og það gerði hann af fullum krafti,
settist niður á kaffihúsi í Helsinki og
skrifaði og sat uppi með fyrstu drög
tíu dögum síðar. Þorleifur hefur
reyndar skrifað frá barnsaldri og hef-
ur meðal annars skrifað og sett upp
leikgerðina að skáldsögu Georges
Orwells, 1984. „Síðan er ég þekktur
fyrir að krukka mikið í þau handrit
sem ég hef í höndunum sem leik-
stjóri. Ég ætlaði mér svo sem alltaf
að skrifa, bara ekki þetta verk,“ segir
hann, en segist þó nokkuð bjartsýnn
á útkomuna. „Lykilatriði í því er auð-
vitað að ég er með svo gott fólk með
mér, sem kemur auga á alls konar
hluti sem það getur bent mér á. Það
hefur verið alveg frábært.“
Í sýningu Þorleifs leika meðal ann-
ars Hjálmar Hjálmarsson og Björk
Jakobsdóttir, sem eru alvant leik-
húsfólk. „Björk hefur til dæmis starf-
að lengi við Hafnarfjarðarleikhúsið
sem sérhæfir sig í nýjum íslenskum
verkum,“ segir Þorleifur. „Og Hjálm-
ar er auðvitað með þetta pólitíska
landslag alveg á hreinu. En við lögð-
um ferlið þannig upp að allir legðu í
púkkið og það eiga allir sem taka þátt
í sýningunni stóran hlut að máli. Það
er það sem hefur kannski verið
skemmtilegast við þetta.“
American Diplomacy er sem sagt
pólitískur gamanleikur sem tekur á
málefnum líðandi stundar. Sagan
hefst þar sem eitrað er fyrir íslensku
ríkisstjórninni í veislu í bandaríska
sendiráðinu og engir lifa af – það er
að segja, enginn nema landbún-
aðarráðherrann. Í kjölfarið hangir
framtíð Íslands á bláþræði og það
eina sem stendur í vegi fyrir algjöru
gjaldþroti lands og þjóðar er land-
búnaðarráðherrann, Guðbjörn Hall-
dórsson. Framtíð Íslands veltur á
honum og harðsvíruðum hópi emb-
ættismanna, sem reynast svo ekki all-
ir þar sem þeir eru séðir.
Pólitík er fyndin og absúrd
Þorleifur segist telja að því alvar-
legra sem umfjöllunarefnið er, því
fyndnara geti það verið. Hann nefnir
Dario Fo í því samhengi, sem hafi
skrifað snjalla gamanleiki með
rammpólitískum undirtón. „Pólitík er
auðvitað fyndin og absúrd til skiptis.
Hún virðist alltaf vera svo alvarleg,
en í raun er bara verið að fela það að
þetta er bara einn stór farsi. Og ef
maður ákveður að skoða hana með
þeim gleraugum er hún mjög fyndin,“
segir hann. „Við eigum náttúrulega
líka svo skemmtilega fyrirmynd í ís-
lenska landbúnaðarráðherranum.“
Hið lifandi leikhús, leikfélagið sem
setur sýninguna upp og Þorleifur
stofnaði sjálfur á sínum tíma, hefur
fengist dálítið við uppsetningar á póli-
tískum leikverkum, samanber fyrr-
nefnda leikgerð á 1984. „Ég er póli-
tískur listamaður, enda alinn upp í
pólitík og leikhúsi samhliða. Mér hef-
ur alla ævi þótt vera samasemmerki
þar á milli,“ segir Þorleifur sem er
sonur Þórhildar Þorleifsdóttur og
Arnars Jónssonar. „Þú getur ekki að-
skilið listina frá samfélaginu eða sam-
félagið frá listinni. Ef þú gerir það
ertu að gera eitthvað annað.“
Þorleifur segir það samt hafa kom-
ið sér stórlega á óvart þegar hann sat
uppi með pólitískan gamanleik að
skrifum loknum. „Ég hef nú kannski
frekar verið þekktur fyrir að vera
heitur og alvarlegur en gamansamur
þegar kemur að pólitík,“ segir hann.
„En landbúnaðarráðherrann, hann
Guðbjörn Halldórsson vinur minn,
kallaði bara á þetta verk. Mætti á
svæðið og sagði: „Ef þú ætlar að
skrifa verk um mig verður það að
vera svona.“ Og maður verður bara
að hlýða.“
Í Borgarleikhúsinu í fyrsta sinn
Þetta er í fyrsta sinn sem Þorleifur
leikstýrir í Borgarleikhúsinu, þó að
eflaust hafi hann komið í húsið þó
nokkrum sinnum áður. Hann segir þá
upplifun hafa verið mjög skemmti-
lega í alla staði. „Það er kannski ekki
alveg draumastaðan að setja upp
fyrsta verkið eftir sjálfan sig. Ekki
það að það er ofsalega gaman, en það
krefst ansi mikillar yfirsetu og þess
að læra að skilja milli höfundarins og
leikstjórans í sjálfum sér,“ segir Þor-
leifur og segist reynslunni ríkari eftir
þetta ferli. „Allir hafa verið alveg frá-
bærir í leikhúsinu og mér finnst það
magnað framtak hjá Borgarleikhús-
inu að hleypa unga fólkinu inn í húsið.
Erfiðleikarnir sem maður á við að
etja í íslensku leikhúslífi eru auðvitað
smæðin, það eru bara þessi tvö hús
og bardaginn um að komast að í þeim
er ansi harður. En Borgarleikhúsið
hefur opnað dyrnar fyrir ungu lista-
fólki að koma og setja upp sýningar,
og þeir hafa verið elskulegir allt frá
fyrsta degi. Þeir láta mann vissulega
vinna fyrir hlutunum, en það er fullt
traust lagt á mann af listrænum
stjórnendum hússins. Ég var bara
settur inn á svið og sagt „gjörðu svo
vel“. Það er sama hvaða vitleysa mér
dettur í hug, svarið er alltaf „ekkert
mál“.“
Þorleifur segir það ennfremur
skemmtilega nýbreytni hve aðstaðan
er góð í Borgarleikhúsinu miðað við
þá staði sem hann hefur sett upp leik-
sýningar á hingað til. „En ekki það,
ég hef ekkert skaðast af þvi hingað til
að hanga uppi í rjáfri og hengja ljósin
upp sjálfur,“ segir leikstjórinn upp-
rennandi sem frumsýnir í Borgarleik-
húsinu sitt eigið leikverk, American
Diplomacy, í kvöld. Sýningin hefst kl.
20.
Leikhús | Leikritið American Diplomacy eftir Þorleif Örn Arnarsson frumsýnt í Borgarleikhúsinu
Því alvarlegra,
því fyndnara
Morgunblaðið/Þorkell
„Landbúnaðarráðherrann, hann Guðbjörn Halldórsson vinur minn, kallaði
bara á þetta verk. Mætti á svæðið og sagði: „Ef þú ætlar að skrifa verk um
mig, verður það að vera svona.“ Og maður verður bara að hlýða,“ segir
leikskáldið og leikstjórinn Þorleifur Örn Arnarsson.
Eftir Þorleif Örn Arnarsson
Leikendur: Hjálmar Hjálm-
arsson, Björk Jakobsdóttir,
Eline McKay, Ólafur S.K. Þor-
valdz, Ævar Þór Benedikts-
son, Harpa Hlín Haraldsdóttir,
Bjartur Guðmundsson, Jón
Stefán Sigurðsson, Tryggvi
Gunnarsson, Þorbjörg Helga
Þorgilsdóttir, Elísabet Ásta
Eyþórsdóttir og Erlingur
Grétar Einarsson.
Leikmynd og búningar: Drífa
Ármannsdóttir
Ljóshönnun: Geir Magnússon
Leikstjórn: Þorleifur Örn Arn-
arsson
American
Diplomacy
ingamaria@mbl.is
BJARNI Daníelsson kom fram í
þættinum Ísland í dag á Stöð 2 á
mánudagskvöldið þar sem hann tjáði
sig um grein mína um Íslensku óper-
una í Lesbókinni sl. laugardag. Ég
ætla ekki að svara öllu sem Bjarni
sagði í sjónvarpinu; ég ætla aðeins að
leggja út af einu atriði. Það er varð-
andi húsnæði Íslensku óperunnar.
Bjarni virðist hafa misskilið mig;
hann telur að ég sé á þeirri skoðun að
fyrst húsnæðið sé ekki nógu gott þá
eigi að leggja Íslensku óperuna niður.
Ekkert gæti verið fjær sannleik-
anum. Ég gæti ekki hugsað mér að
Íslenska óperan hætti starfsemi
sinni. Það sem ég sagði í grein minni í
Lesbókinni var að stórar óperur á
borð við Toscu nytu sín ekki í Gamla
bíói. Íslenska óperan yrði því að
breyta um listræna
stefnu, t.d. með því að
vera opnari fyrir ný-
sköpun eða með því að
einbeita sér að minni
verkum. Að styrkja
stórar óperuupp-
færslur í Gamla bíói
væri að mínu mati pen-
ingaeyðsla ef þær ættu
að vera á heimsmæli-
kvarða.
Mér finnst mikil-
vægt að það sé enginn
misskilningur á ferð-
inni varðandi skoðanir
mínar. Það er bjarg-
föst sannfæring mín að
Íslenska óperan eigi að
eignaðist varanlegt heimili í tónlistar-
húsinu fyrirhugaða og mér er fyrir-
munað að skilja af hverju það getur
ekki orðið. Höfum við eitthvað frekar
efni á að byggja nýtt óperuhús
seinna? Það er búið að berjast fyrir
tónlistarhúsi árum, ef ekki áratugum
saman. Meira að segja ég hef gefið
hluta af launum mínum fyrir tónleika
til þess að þetta hús yrði að veruleika.
Hvílík synd ef þjóðin yrði aldrei al-
mennilega ánægð með það. Þúsundir
Íslendinga elska óperur. Að byggja
tónlistarhöll undir Sin-
fóníuhljómsveit Íslands
og láta Íslensku óperuna
veslast upp í Gamla bíói
ber vott um ótrúlega
skammsýni.
Í tónlistarhúsinu fyr-
irhugaða verða tveir sal-
ir, annar stór, hinn
fremur lítill. Sá stóri er
ætlaður Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands, hinn minni
er fyrir kammertónleika
og þar fram eftir götun-
um. Af hverju ekki að
gera minni salinn þannig
að þar verði fullkominn
búnaður, svið og gryfja
fyrir óperusýningar?
Það væri miklu betra en aðstaða fyrir
hálf-sviðsetningar á borð við þær sem
Sinfónían hefur boðið upp á í Laug-
ardalshöllinni. Af hverju þetta hálf-
kák? Sem óperuhús á heimsmæli-
kvarða er Íslenska óperan
dauðadæmd í Gamla bíói. Það eru
dapurleg örlög. Björgum Íslensku
óperunni, byggjum henni veglegt
heimili; það mun enginn sjá eftir því.
Björgum Íslensku óperunni
Eftir Jónas Sen
Jónas Sen
Höfundur er tónlistargagnrýnandi
á Morgunblaðinu.
EKKI brást aðsókn að hádegistón-
leikum Listvinafélags Hallgríms-
kirkju á laugardaginn var, því kirkj-
an nánast troðfylltist aftur í kór af
kornungum hlustendum í fylgd með
foreldrum. Gafst þar tilbreyting frá
venjulegu grafkyrrðinni í dísar-
höllum höfuðborgarsvæðisins. Þó
ekki um of, því miðað við fjölda
hlustenda allt niður að leikskólaaldri
var furðuhljótt í kirkjunni, og fylgd-
ust flestir með af athygli. Að vísu
virtist meirihluti hinna yngri telpur,
og kann það að hafa forðað uppá-
komunni frá því að enda í þrjúbíói.
Til sanns vegar má færa að tónleika-
haldið stóð aðeins í hálftíma. Né
heldur spillti að sögumaður var hinn
landskunni stofuspaugari Örn Árna-
son, er fór létt með að halda krökk-
unum við efnið. Einkum var túlkun
hans á afa gamla kostuleg undir lok-
in.
Viðfangsefnið var hið óslítandi
tónævintýri Prokofjevs frá 1936 um
Pétur og úlfinn. Vel heppnuð dæmi
um sinfónískar barnasögur eru ótrú-
lega fá, eins og sést af nærri því of-
spilun Péturs, Gæsamömmu og Bab-
ars fíls, og koma engar hliðstæður
upp í hugann af hérlendum toga.
Væri þar verðugt verkefnin fyrir
laghenta íslenzka tónsmiði – og jafn-
vel hagkvæmast að byrja á orgel-
stykki, er mætti síðan útfæra fyrir
sinfóníuhljómsveit ef vel reyndist.
Öfugt var um verk Prokofjevs, er
sem kunnugt var frumsamið fyrir
sinfóníuhljómsveit en heyrðist nú í
orgelútfærslu; líklega í fyrsta sinn
hér á landi. Umritarans væri ekki
getið í tónleikaskrá, en af auglýs-
ingum kom fram að sá væri Wolf-
gang nokkur Grimm. Sennilega
hafði sænski orgelsnillingurinn
Mattias Wager einhverja hönd í
bagga – a.m.k. með raddvali, þar eð
engin tvö orgel eru eins. Leikur
hans var fisléttur og hnökralaus, og
þó að sumt hefði mátt raddvelja
hvassar (t.d. skothvelli veiðimanna),
voru flest dýrastefin upp á hár.
Klais-orgelið hefði vitaskuld getað
boðið upp á ómældan hrylling ef því
væri að skipta, en af tillitssemi við
ungar hlustir var öllu haldið innan
notalegra marka.
Vargur í véum
TÓNLIST
Hallgrímskirkja
Prokofjev: Pétur og úlfurinn. Mattias
Wager orgel. Sögumaður: Örn Árnason.
Laugardaginn 19. febrúar kl. 12.
Orgeltónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
Örn Árnason Mattias Wager