Morgunblaðið - 24.02.2005, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Á ÁRUM áður átti sér stað um-
fangsmikil förgun gamalla húsa og
þar með menningarverðmæta í
Reykjavík. Við eigum ekki alltof mik-
il verðmæti á þessu sviði vegna þess
hve húsakostur var lé-
legur hérlendis allt
fram á síðustu öld. Í
upphafi valdatímabils
síns var R-listinn í
Reykjavík hlynntur
verndun gamalla húsa,
en á 10 ára valdaferli
virðast borgaryfirvöld
hafa tapað áttum í því
máli. Lá við alvarlegu
menningarslysi þegar
áformað var að rífa
Austurbæjarbíó þrátt
fyrir hina mikilvægu
og óumdeildu þýðingu
þess húss í menningarsögu Reykja-
víkurborgar. Það var baráttu
F-listans að þakka að Austurbæj-
arbíó var ekki rifið og ekki hefur
heyrst rödd í borgarstjórn frá öðrum
en Ólafi F. Magnússyni um að farið
verði varlega í að rífa gömul hús eða
hús sem hafa mikla þýðingu fyrir
menningarsögu borgarinnar. F-list-
inn hefur einnig lýst andstöðu við að
troða einum merkustu minjum
Reykjavíkur, landnámsbænum í Að-
alstrætinu, í kjallara hótels í eigu
einkaaðila.
Komið aftan að borgarbúum
Það er heilt ár síðan Ólafur F.
Magnússon varaði við því að uppi
væru hugmyndir um að heimila nið-
urrif fjölmargra húsa við Laugaveg
sem Minjavernd og Árbæjarsafn
hefðu lagt til að yrðu varðveitt. Hann
lagði síðan fram fyrirspurn í borg-
arráði 3. febrúar sl. þar sem hann
óskaði eftir upplýsingum um ná-
kvæmlega hvaða hús væri að ræða.
Svörin sem hann fékk
frá skipulags- og bygg-
ingarsviði borgarinnar
urðu til þess að flestum
borgarbúum hnykkti
við. Í svarinu kom nefni-
lega fram að borgaryf-
irvöld hefðu þegar
heimilað að 25 hús við
Laugaveg yrðu rifin,
sem byggð voru fyrir
árið 1918, og í svarinu
var jafnframt tilgreint
um hvaða hús væri að
ræða. DV birti myndir
af húsunum og allt í einu
fannst borgarbúum sem borgaryf-
irvöld hefðu komið aftan að þeim í
þessu máli, því þegar væri búið að
heimila gerbreytingu á gamla mið-
bæjarkjarnanum.
Er nýtt alltaf fegurra?
Bernhöftstorfan eða Torfan, eins
og hún er oftast nefnd, húsalengjan í
brekkunni frá Bankastræti að Amt-
mannsstíg, er óumdeilanlega ein
helsta prýði miðborgar Reykjavíkur.
Fyrir 30 árum voru þessi hús í hræði-
legu ásigkomulagi vegna vanrækslu
og alls engin bæjarprýði að þeim.
Eitt sinn lét Karl Bretaprins þau
ummæli falla að nútíma arkitektar
hefðu með byggingum sínum unnið
meiri skaða á ásýnd Lundúnaborgar
en allar loftárásir í seinni heimsstyrj-
öldinni til samans! Þessi orð prinsins
vöktu mikla hneykslan. En þá má
spyrja: Hafa nýjar byggingar við
Laugaveginn hingað til orðið til að
bæta götumyndina?
Ég held að menn ættu að rölta
Laugaveginn og skoða nýrri húsin,
t.d. Laugaveg 66 þar sem verslunin
Karnabær var lengi vel, Lands-
bankabáknin tvö að Laugavegi 7 og
Laugavegi 77 og Kjörgarð. Þegar
þessi hús voru byggð áttu þau öll að
vera tákn nýrra tíma. En ný hús sem
reist hafa verið innan um gömul við
Laugaveg, hafa oftast þótt ljót innan
fárra ára frá því þau eru reist af því
að byggingarstíllinn er farinn úr
tísku.
Að evrópskri fyrirmynd
En því ekki að setja skilyrði um að
gömlu húsin verði færð til upp-
runalegs útlits í samvinnu við Húsa-
friðunarnefnd? Vissulega er það svo,
að stórverslanir eða verslunarkeðjur
hreiðra ekki um sig í gömlum húsum,
en af hverju þarf Laugavegurinn að
vera eins og Kringlan eða Smára-
lind? Verslun getur alveg gengið þó
svo að byggðin sé lágreist og reist
skv. gamalli byggingararfleifð. Allar
þjóðir í Evrópu hafa áttað sig á þessu
nema við og eru stoltar af því að
halda uppi litlum miðbæjarkjarna
þar sem gömul hús eru einkennandi
fyrir umhverfið. Við þekkjum það er-
lendis frá, hvernig eldri hús fá notið
sín við götur og stærri verslunarhús
eru jafnvel tengd við þau bakatil
þannig að hægt sé að komast innan
dyra á milli þeirra. Þannig mætti vel
hugsa sér að fólk gæti farið niður all-
an Laugaveginn um tengibyggingar
bakatil og þar væru jafnvel yfirbyggð
torg með kaffihúsum, sýningar-
svæðum og götusölubásum.
Gerbreytt viðhorf til
húsafriðunar
Viðhorf landsmanna til húsafrið-
unar hafa gerbreyst á liðnum áratug-
um, sem betur fer. En því sem hefur
einu sinni verið fargað verður ekki
bjargað, það er í besta falli hægt að
skapa eftirlíkingar af því líkt og gert
var með Fjalaköttinn við Aðalstræti,
eitt af merkustu húsum íslenskrar
menningarsögu. Það var rifið fyrir
rúmum áratug, en nú hefur verið
reist ný eftirlíking af því við Að-
alstræti – og raunar hefur verið
sköpuð þar á hluta afar falleg götu-
mynd í gömlum stíl og er það til eft-
irbreytni. Sömu sögu er að segja af
öllum innréttingum Hótels Borgar,
sem voru endurnýjaðar í smáatriðum
í upphaflegri mynd fyrir nokkrum ár-
um.
Sem betur fer hafa menn í æ ríkari
mæli endurbætt og lagfært gömul
hús, í stað þess að rífa þau umhugs-
unarlaust. Fyrir vikið erum við Ís-
lendingar ríkari þjóð en ella.
Endurbyggjum gömlu húsin
Margrét Sverrisdóttir
fjallar um Laugaveginn
Margrét Sverrisdóttir
’Sem betur fer hafamenn í æ ríkari mæli
endurbætt og lagfært
gömul hús, í stað þess
að rífa þau umhugs-
unarlaust.‘
Höfundur er varaborgarfulltrúi
F-listans.
MIKLAR umræður hafa orðið um
Írak og ekki að ófyrirsynju. Innrásin
í Írak er að mati sumra hernaðarsér-
fræðinga umfangsmesta hernaðar-
aðgerð sem ráðist hefur verið í í
heiminum. Stórvirkum
stríðstækjum og há-
tæknibúnaði var beitt í
slíkum mæli að heims-
styrjaldirnar tvær
standast ekki sam-
anburð. Fullkomin flug-
móðurskip voru við
ströndina, floti
sprengjuflugvéla og
þyrlna búnar fullkomn-
usta árásarbúnaði og
150 þúsund bandarískir
hermenn, fyrir utan
aðra sem að komu.
Ástæðan var vel
kynnt um gjörvalla
heimsbyggðina. Gjör-
eyðingarvopn Saddams
Hússeins voru ógn og
þeim unnt að beita með
45 mínútna fyrirvara.
Jafnframt væri Bin
Laden með tengsl
þarna og nyti stuðnings
við að undirbúa frekari
hryðjuverkaárásir.
Ekki var því til set-
unnar boðið þó sérfræð-
ingar Sameinuðu þjóð-
anna færu um landið
allt og gæfu stanslaust yfirlýsingar
um að þeir fyndu engin gereyðing-
arvopn. Svo lá á að ekki var unnt að
bíða frekari umræðna í öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna.
Árangur
Bandaríkjamenn náðu fljótlega
landinu á sitt vald. Um 100 þúsund al-
mennir borgarar hafa látið lífið í átök-
unum og yfir 1000 bandaríkjamenn.
Borgir standa í rústum. Sprengju-
regn hefur eyðilagt sumar merkustu
menjar um fyrstu menningu mann-
kynsins og þar um verður aldrei
bætt. Hryðjuverk standa yfir í land-
inu og ógnaröld og hætta af hryðju-
verkum er talin meiri í heiminum en
fyrir innrásina. Engin gereyðing-
arvopn hafa fundist og hafa ráða-
menn í Bandaríkjunum og Bretlandi
orðið að lýsa yfir að upplýsingar þar
um hafi reynst rangar. Yfirlýst er að
engin tengsl hafa fundist við Bin Lad-
en og hans menn. Stríðsreksturinn er
talinn kosta 500 m á klukkustund.
Sigur
Að mati innrásaraðila og Halldórs
forsætisráðherra hefur samt merkur
sigur unnist. Saddam Hússein var
komið frá völdum og lýðræði er að
komast á. Harðstjóra var komið frá.
En Bandaríkjamenn studdu Saddam
Hússein í minnst 8 ár með ráðum og
dáð, fullkomnum vopnum og fjár-
framlögum. Þá var unnt að nota hann
í baráttu gegn Íran. Nú stuttu seinna
hefur unnist gífurlegur sigur við að
koma honum frá og er þá ekki minnst
á hverju til er kostað, mannslífum,
mannvirkjum, menningarverðmæt-
um og ótrúlegum fjármunum. Fyr-
irbyggjandi styrjöld var tilefnislaus
og nú er búið að gleyma að land ein-
staklingsfrelsisins hefur í áratugi
stutt og verndað marga mestu harð-
stjóra heimsins víða um veröld, nefni
Suður- og Mið- Ameríku svo dæmi
séu tekin. Þá var ekki ástæða til að
koma harðstjórum frá eða ræða lýð-
ræði.
Öllum skynsamlegum rökum er
snúið á haus.
Þáttur Íslands
Nú virðist ljóst að tveir menn hafi
tekið ákvörðun um að Ísland stæði að
innrásinni í Írak. Þrátt fyrir bindandi
ákvæði um að meiriháttar utanrík-
ismál skuli ræða í utan-
ríkismálanefnd var það
ekki gert. Fleirum en
mér mun vefjast tunga
um tönn við að skýra út
að innrás í þessum
mæli, árás á fullveðja
ríki, sé ekki meiri hátt-
ar ákvörðun. Ekki rætt
í þingflokkum. Getur
það verið að einn ráð-
herra eða tveir geti tek-
ið slíka ákvörðun í okk-
ar landi? Ég dreg það í
efa. Engar bókanir
finnast um ákvörð-
unina, engin skjöl sem
skýra hvernig hún var
tekin. Er þetta nú ekki
dálítið „cirka“ í svona
stóru máli? Halldóri
forsætisráðherra finnst
óþægilegt að alltaf sé
verið að tala um þetta.
Þjóðin horfði undrandi
á viðtal við hann í sjón-
varpi. Hann sagði að
það væri stefnubreyt-
ing í utanríkismálum að
verða ekki við beiðni
Bandaríkjamanna um
að styðja innrásina. Er nú svo komið?
Það tengist baráttunni að halda í
varnarliðið sagði hann. Hann sagði
nánast að Bandaríkjamenn mundu
frekar hugsa hlýtt til okkar ef við lét-
um að vilja þeirra og breyttum ekki
utanríkisstefnunni sem þá byggist á
að fylgja þeim að málum.
Steinn Steinarr sagði einhvers
staðar:
Þótt borgir standi í báli
Og beiti þeir eitri og stáli
Þá skiptir mestu máli
Að maður græði á því.
Þankar um
Íraksmálið
Guðmundur G. Þórarinsson
fjallar um Íraksmálið
Guðmundur G.
Þórarinsson
’Þrátt fyrirbindandi ákvæði
um að meiri-
háttar utanrík-
ismál skuli ræða
í utanríkismála-
nefnd var það
ekki gert.‘
Höfundur er verkfræðingur.
MÁNUDAGINN 7. febrúar sl. var
undirritað samkomulag milli Reykja-
víkurborgar og Minjaverndar um
endurreisn Aðalstrætis 10 sem er,
eins og stendur á veggskilti hússins,
elsta hús borgarinnar. Þar með verð-
ur lokið endurbyggingu Aðalstrætis
að vestan.
Minjavernd, sem stofnuð var 1985
af ríkinu og Torfu-
samtökunum, en er nú í
eign ríkisins, Reykja-
víkurborgar og Minja
ehf., hefur haft for-
göngu um uppbygg-
ingu á eldri byggingum
í götunni.
Minjavernd stóð fyr-
ir endurgerð húsa á
horninu við Vesturgötu
og hafði forystu um þá
uppbyggingu á horninu
Túngötu og Suðurgötu,
þar sem hótelbygging
er nú óðum að taka á
sig endanlega mynd í kringum Að-
alstræti 16.
Þá tók Minjavernd að sér gamla
Ísafoldarhúsið í Austurstræti, flutti
það í Aðalstræti og endurgerði í upp-
runalegri mynd. Það hús er nú mikil
borgarprýði.
Einhver tími mun líða þar til Að-
alstræti fær á sig endanlega mynd,
því austurhluti þess er enn ekki full-
byggður.
Minjavernd starfar í því augnamiði
að endurreisa eldri hús, sem hafa
ótvírætt varðveislugildi en jafnframt
að vinna að og leggja fram lausnir við
endurbyggingu viðkvæmra eldri
bæjarhluta til að varðveita ákveðið
yfirbragð eða heillegar götumyndir.
Bernhöftstorfan ásamt þess hluta
Aðalstrætis sem að framan er getið
svo og einstök hús, bæði innan
Reykjavíkur sem utan, eru árangur
af tuttugu ára starfi félagsins.
Endurlífgun miðborgar
Þótt búið sé að loka Aðalstræti að
vestan þá eru enn of mörg flakandi
sár í hjarta Reykjavíkurborgar. Ég
man það glöggt, þegar ég kom heim
frá námi í lok sjöunda áratugarins, þá
minntu auðnir í miðborg Reykjavík-
ur mig óþægilega á stríðsrústirnar í
Berlín. Nú við upphaf tuttugustu og
fyrstu aldarinnar eru þær horfnar í
Berlín en eru enn áberandi í höf-
uðborg Íslands.
Endurbygging Kvosarinnar hefur
verið með miklum ólíkindum. Engin
borgarstjórn hefur þorað að taka af
skarið um hvernig endurreisa eigi
miðborg Reykjavíkur. Viðgengist
hefur áratugum saman að láta bygg-
ingarlóðir í hjarta borgarinnar vera
óbyggðar. Ef mið-
borgin á aftur að iða af
lífi, ekki bara í veitinga-
húsum og á næt-
urstöðum, þá þarf að
byggja þar hús sem
geta hýst margháttaða
starfsemi. Þótt mörg
gömlu húsanna séu fal-
leg þá henta þau flest
fremur illa til nútíma
atvinnustarfsemi. Þá
hefur íbúaleysi í mið-
bænum valdið því að
henni hefur hrakað enn
frekar.
Nú virðist hins vegar vera að koma
skriður á málin. Áform eru um mikla
uppbyggingu við Laugaveg. Sjón-
armið baunateljara mega ekki ráða
ferðinni þar. Þegar hús Máls og
menningar var reist þurftu minni
hús, sem engan veginn gátu borið þá
starfsemi sem þar hefur verið, að
víkja. Við endurgerð skipulags fyrir
austurhafnarsvæðið, þar sem vænt-
anlegt tónlistar- og ráðstefnuhús
mun rísa, er einnig ætlast til að byggt
verði undir fjölþætta atvinnu-
starfsemi sem og íbúðabyggð. Það er
mikið fagnaðarefni.
Við það tækifæri ætti einnig að
endurskoða skipulag og uppbygg-
ingu Austurstrætis og Lækjargötu.
Auðnir í miðborginni
Í þessu samhengi er fróðlegt að sjá
að tvö stærstu og ljótustu eyðisvæðin
í Kvosinni eru bæði í eigu opinberra
aðila.
Annars vegar er um að ræða Al-
þingisreitinn, sem afmarkast af
Kirkjustræti, Vonarstræti og Templ-
arasundi, og hins vegar lóðir Happ-
drættis Háskóla Íslands (HHÍ) sem
afmarkast af Suðurgötu, Tjarn-
argötu og Vonarstræti.
Hvort tveggja eru smánarblettir á
andliti borgarinnar.
Það er með öllu óskiljanlegt af
hverju Happdrættið er ekki löngu
búið að byggja eða selja þessar lóðir
til byggingar. Verðmætar og dýrar
lóðir í miðborg Reykjavíkur eru not-
aðar undir bílastæði starfsmanna.
Það mætti halda að ekki væri starfað
í anda mikillar arðsemi þar á bæ.
Af hverju hefur Reykjavíkurborg
ekki þannig ákvæði í bygginga-
reglugerð sinni að hún geti knúið á
um að ömurlegar auðnir, eins og
þessi sem HHÍ á, verði byggðar?
Auðn Alþingis
Hlutur Alþingis tekur þó út yfir
allan þjófabálk. Alþingi á einn dýr-
mætasta byggingareitinn í Kvosinni.
Þar stendur Alþingishúsið ásamt
nýrri viðbyggingu. Þar eru einnig
endurgerð eldri hús.
Þar er gamla Skjaldbreið, sem er
ónýtt hús að falli komið. Vonandi
hrinur það ekki við næsta skjálfta.
Afgangurinn er fráhrindandi bíla-
stæðaauðn. Heildayfirbragð Alþing-
isreitsins er sóðalegt og ljótt og er
reiturinn æðstu stofnun þjóðarinnar
til háborinnar skammar.
Minjavernd hefur kynnt forseta
Alþingis lauslegar hugmyndir að
endurbyggingu þessa reits, án þess
að fá mikil viðbrögð. Ekki var þar
gert ráð fyrir miklum fjárútlátum Al-
þingis. Hugmyndir Minjaverndar
báru með sér að virðing er borin fyrir
fallegum eldri húsum og að samræm-
is verður að gæta við umhverfið.
Jafnframt þarf að taka tillit til rým-
isþarfar Alþingis.
Þessum ljóta bletti þarf að breyta í
augnayndi með smekklegri uppbygg-
ingu.
Smánarblettir í Kvosinni
Þröstur Ólafsson fjallar um
minjavernd í miðbænum ’Minjavernd hefurkynnt forseta Alþingis
lauslegar hugmyndir að
endurbyggingu þessa
reits, án þess að fá mikil
viðbrögð.‘
Þröstur Ólafsson
Höfundur er stjórnarformaður
Minjaverndar.
smáauglýsingar
mbl.is