Morgunblaðið - 24.02.2005, Side 28

Morgunblaðið - 24.02.2005, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SJÓN Á VIT ÆVINTÝRANNA Sjón er sjötti íslenski rithöfundurinntil þess að hljóta Bókmenntaverð-laun Norðurlandaráðs. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1962. Þá hlaut Norð- maðurinn Eyvind Johnson þau fyrir bók- ina Hans nådes tid en það ár var Halldór Laxness tilnefndur til verðlaunanna fyrir skáldsöguna Paradísarheimt. Ólafur Jó- hann Sigurðarson var fyrstur Íslendinga til að hljóta verðlaunin árið 1976 fyrir ljóðasafnið Að brunnum en önnur íslensk skáld sem hafa hlotið þau eru Snorri Hjartarson 1981, Thor Vilhjálmsson 1988, Fríða Á. Sigurðardóttir 1992, Ein- ar Már Guðmundsson 1995 og nú tíu ár- um síðar Sjón. Menn þurfa ekki að þekkja mikið til Sjóns til að koma auga á að þar fer óvenjulegt skáld sem hefur flutt erindi sitt af meiri elju en gengur og gerist. Allt frá því að fyrsta bók Sjóns, Sýnir, kom út árið 1978 hefur rödd hans skorið sig úr í íslenskum bókmenntum. Hann var þá að- eins sextán ára og vakti þegar athygli fyrir ævintýralegt myndmál sem síðar hefur oft verið kennt við súrrealisma, absúrdisma eða fantasíu. Árið 1979 var hann meðal nokkurra ungmenna í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti sem stofn- uðu Medúsuhópinn sem fyrst og fremst var kenndur við súrrealisma og gerði ýmsar merkilegar tilraunir á sviði bók- mennta, myndlistar og tónlistar. Undir merkjum þess hóps gaf Sjón út sex ljóða- bækur. Í allt hefur hann sent frá sér á annan tug ljóðabóka, fimm skáldsögur, leikrit, barnabækur, þýðingar auk þess að hafa komið að kvikmyndum og texta- gerð eins og frægt hefur orðið. Fyrir utan frumlega og fjöruga mynd- skynjun einkennist skáldskapur Sjóns ekki síst af sterkri bókmenntasögulegri vitund. Verðlaunabókin Skugga-Baldur er gott dæmi um þetta. Hún gerist á nítjándu öld og er á titilsíðu kölluð þjóð- saga enda nýtir Sjón sér það bókmennta- form en bókin er reyndar einnig saga um þjóð. Bókin hefst á tófuskyttiríi Baldurs prests sem fer illa. Baldur er venjulegur íslenskur ruddi, eins og skáldið komst sjálft að orði í viðtali í Lesbók Morgun- blaðsins við útkomu bókarinnar, en það fylgir þessari þjóð að dýrka slíka menn að mati Sjóns. Það kemur í ljós að Baldur er sannkallaður úlfur í sauðargæru. Meginhluti bókarinnar segir frá stúlku með Downs-heilkenni sem er hafnað af samfélagi sínu, lætur lífið og er grafin í óvígðri mold. Baldur er örlagavaldur í lífi stúlkunnar en þriðja aðalpersóna bókar- innar, Friðrik B. Friðjónsson, sem á ým- islegt sameiginlegt með höfundinum Sig- urjóni B. Sigurðssyni, tekur hana að sér eftir að hafa komið heim frá sukksamri en lærdómsríkri námsdvöl í Kaupmanna- höfn. Í fyrrnefndu viðtali sagði Sjón að bókin fjallaði um það að lítið samfélag eins og Ísland ætti tvo möguleika þegar hið veika knýr dyra, að taka því vel eða illa. „Bókin er eiginlega ákall um heims- mennsku og upprifjun á því að það þurfti hreint og beint að kenna Íslendingum mannúð. Í öllum samfélögum er væntan- lega einhver innbyggð mannúð en saga okkar sýnir að við þurftum að læra að vera góð hvert við annað. Mannúðin kom að utan.“ Skugga-Baldur er í senn ákaflega vel heppnuð tilraun um samræðu við eldra bókmenntaform og hárbeitt ádeila á ríkjandi gildismat í samtímanum sem einkennist af líkamsdýrkun og trú á ein- föld svör og vísindalegar lausnir. Í henni mætast og takast á hið rammþjóðlega í ýmsum myndum og hið heimsmannslega; í einföldu, þjóðlegu formi er glímt við flóknar spurningar sem hvíla á heiminum um gott og vont, sakleysi og spillingu, náttúru og ónáttúru, og svörin eru langt frá því að vera einföld. Þegar upp er stað- ið situr lesandinn eftir með óþægilega spurningu: Erum við virkilega svona? Sjón er vel að þessari viðurkenningu kominn, hann hefur sýnt að hann er ein- arður, einlægur, vandvirkur, leitandi, spyrjandi, teygjandi sig í allar áttir. Von- andi verða þessi verðlaun honum hvatn- ing til að leita enn á vit ævintýranna. OFBELDI GEGN KONUM Samtök um Kvennaathvarf birtu ífyrradag óhugnanlegar tölur um fjölda kvenna, sem leitað hefur í athvarf- ið vegna ofbeldis. Árið 2004 var samtals skráð 531 heimsókn í Kvennaathvarfið, en 388 árið 2003. Alls leituðu 254 konur þangað á liðnu ári og dvöldu þar af 88 konur og 55 börn í athvarfinu. Í árs- skýrslu samtakanna segir að kærum vegna ofbeldis hafi fjölgað. Alls hafi 12% þeirra, sem leituðu til athvarfsins í fyrra kært, en 7% árið 2003. Eins og fram kemur í frétt Morgunblaðsins í gær telja forsvarskonur Kvennaathvarfsins að þetta bendi til þess að fleiri konur þekki rétt sinn en áður og líti á ofbeldi gegn sér sem glæp. Í skýrslu samtakanna kemur fram að í fyrra voru ofbeldismennirnir í 42% til- vika eiginmenn eða sambýlismenn þeirra kvenna, sem leita til athvarfsins. 35% eru fyrrverandi eiginmenn eða sambýlis- menn. Heimilisofbeldi er svartur blettur á ís- lensku samfélagi. Skilgreining Samtaka um Kvennaat- hvarf á heimilisofbeldi birtist í skýrsl- unni: „Heimilisofbeldi er þegar einn fjöl- skyldumeðlimur kúgar annan í skjóli friðhelgi heimilisins og tilfinningalegrar, félagslegrar og fjárhagslegrar binding- ar.“ Orðið heimilisofbeldi kemur hins vegar hvergi fyrir við leit í lagasafninu. Samkvæmt breskum tölum verður fjórða hver kona fyrir því einhvern tím- ann á lífsleiðinni að vera beitt ofbeldi á heimilinu. Í breska tímaritinu The Lanc- et sagði fyrr í vetur að hlutfallið væri svipað og víðast hvar annars staðar, en sums staðar væri það þó jafnvel hærra. Einna hæst hefur hlutfall kvenna, sem beittar eru ofbeldi á heimilinu, verið á Spáni. Þar myrtu núverandi eða fyrrver- andi eiginmenn eða elskhugar 67 konur í fyrra og á fyrstu þremur vikum þessa árs voru fjórar konur myrtar. Ný ríkisstjórn sósíalista hefur skorið upp herör gegn þessum vanda. Bæði hafa refsingar verið hertar og skilnaður auðveldaður þannig að nú tekur hálft ár að fá skilnað í stað tveggja áður. Einnig hefur mikið fé verið lagt í að þjálfa lækna, sálfræðinga og dómara til að fjalla um heimilisofbeldi og blásið til kynningarherferðar til að fræða almenning. Starfsfólk í heilsu- gæslu á Spáni hefur löngum leitt heim- ilisofbeldi hjá sér og á tímum Francos var litið á heimilisofbeldi sem ástríðu- glæp í dómskerfinu. Nýlegur héraðs- dómur hér á landi ber því vitni að enn eimi eftir af þeim hugsunarhætti hér á landi. Ofbeldi gegn konum á ekki að líða. Of- beldi á heimilum liggur eins og mara á fjölskyldum og bitnar þegar til langs tíma er litið verst á börnunum. Þau vita mæta vel hvað er á seyði og jafna sig jafnvel aldrei. Heimilisofbeldi er vanda- mál þjóðfélagsins alls og kominn tími til að á því verði tekið í samræmi við það. S jón hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2005 fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur. Í umsögn dómnefndar segir að Skugga-Baldur vegi salt milli ljóðs og prósa og að höfundur flétti saman þáttum úr íslenskum þjóðsögum, róm- antískri sagnahefð og heillandi sögu, þar sem siðferðileg vandamál samtímans eru áleitin. Skugga-Baldur kom út hjá Bjarti haustið 2003 og var til- nefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna það ár. Verkið hefur verið selt til útgáfu í Svíþjóð, Ítalíu og Danmörku og fleiri lönd hafa sýnt því áhuga. Í ritdómi í Morgunblaðinu 11. nóvember sama ár, segir Hrund Ólafsdóttir bókmenntagagnrýnandi um Skugga-Bald- ur: „Með kynngimögnuðu orðfæri þar sem er samofin fögur ljóðræna, nútímamál og hátíðlegt nítjándu aldar mál, fangar Sjón andblæ liðins tíma í íslenskum afdal þar sem náttúran drottnar í ægivaldi sínu og kyrrð í senn. Hann fangar grimmdina sem hlýst af fáfræði og afdalamennsku en birtir einnig meðvitund og samúð með lítilmagna aldanna. Vonandi megum við vænta margra bóka til viðbótar frá þessum frum- lega og snjalla meistara tungumálsins.“ Sjón, Sigurjón Birgir Sigurðsson, fæddist árið 1962 og hef- ur samið fjölda skáldverka; ljóðabækur, barnabækur og skáldsögur, auk þess að semja leikrit, kvikmyndahandrit og söngtexta. Árið 2001 var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti textahöfundurinn í söngvamynd Lars Von Trier, Dancer in the Dark. Hann var einnig höfundur texta lagsins Oceania sem Björk flutti við opnun Ólympíuleikanna árið 2004. Skugga-Baldur er rómantísk skáldsaga sem gerist á Ís- landi um miðja 19. öld. Ungur grasafræðingur og lífs- nautnamaður hefur snúið baki við skrautlegu líferni í Kaup- mannahöfn og ákveðið að leita hamingjunnar í íslenskri sveit. Hann tekur meðal annars að sér vangefna stúlku sem hefur mátt þola ýmislegt misjafnt á stuttri ævi. Smám saman kem- ur í ljós að presturinn í sveitinni, Baldur Skuggason, er ekki aðeins örlagavaldur í lífi stúlkunnar heldur líka úlfur í sauð- argæru. Í þessu verki þykir Sjón sýna á sér nýjar og óvænta hliðar sem skáldsagnahöfundur auk þess sem hann vinnur með skemmtilegum og skapandi hætti úr íslenskri þjóð- sagnahefð. Skugga-Baldur er fimmta skáldsaga Sjóns en hann hefur áður sent frá sér bækurnar Stálnótt, sem kom út árið 1987, Engill, pípuhattur og jarðarber (1989), Augu þín sáu mig (1994 og Með titrandi tár (2001). Fannst ég eiga skilið að vera tilnefndur Þegar fréttin um verðlaunin spurðist út í gærmorgun var Sjón staddur á heimili sínu á Eyrarbakka, og ekki von á hon- um til Reykjavíkur fyrr en með rútu uppúr hádegi. Boðað var til blaðamannafundar hjá útgáfufyrirtæki hans, Bjarti, og þar beið Sjóns hópur fjölmiðlamanna, þegar hann rann í hlað um þrjúleytið. Hamingjuóskir og blómvendir streymdu hvaðan- æva að. Manstu hvað fór um huga þinn þegar þú fréttir af því á sín- um tíma að þú hefðir verið tilnefndur til Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráð? „Ég varð afskaplega glaður og montinn. Mér fannst ein- mitt að ég ætti það skilið.“ Hvaða væntingar gerðirðu þér þá um að þú myndir hreppa verðlaunin? „Ég er það ánægður með bókina, þannig að ég taldi alveg frá upphafi að hún væri líkleg til að fara í slaginn, og kæmi sterklega til greina. Það var það langur tími liðinn frá því hún kom út, að ég þóttist alveg hafa vit á því hvers konar bók þetta væri. Fyrst eftir að bækur koma út veit maður ekkert hvað maður hefur skrifað. En eftir tilnefninguna las ég hana aftur og þótti hún ansi sigurstrangleg. En eftir því sem tím- inn leið fór ég að skoða betur aðrar bækur sem tilnefndar voru. Þar var auðvitað Stormur eftir Einar Kárason, og aðrir frábærir höfundar frá Norðurlöndunum, þannig að það var við ramman reip að draga.“ Lastu þær bækur? „Nei, nei, en ég las mikið um þær. Ég er svo strategískur. Ég las mér til um allar bækurnar og höfundana og það var í sjálfu sér ágætis skóli fyrir mig.“ Var eitthvert hinna skáldanna að róa á svipuð mið og þú, í formi eða efni? „Nei, það held ég ekki, en mér skilst að eldri bækur mínar eigi ýmislegt sameiginlegt með því sem Kirsten Hammann hefur verið að skrifa. Ég hlakka til að lesa hen kemur út hér hjá Bjarti í haust, og ég er mjög hana.“ Hvenær fréttirðu svo af því að þú hefðir fen „Það var hringt í mig í morgun, um leið og b funda. Klukkan var níu og ég var enn sofandi, vinna frameftir og sofið frekar órólega. Það va Birgisdóttir sem hringdi með fréttina og dóm aði fyrir mér fyrir aftan hana í herberginu. Þe anlega mjög skemmtilegt og óvænt, vegna þe fengið þá flugu í höfuðið, að það yrði hringt í v daginn áður. Þegar ég gekk til náða í gær, var veginn búinn að afskrifa þetta, en hafði þó sím herberginu. Ég var fljótur að teygja mig í han hringdi.“ Þú svafst órólega – var þig að dreyma eitth „Já, og ekki bara mig – ýmsa í fjölskyldunn dreyma fyrir þessu.“ Voru þetta þá vonbrigðadraumar, úr því þú afskrifa möguleikann á að þú fengir verðlauni „Nei, þeir bentu allir mjög sterklega til þes verðlaunin. Ég leyfði mér hins vegar ekki að t voru frábærar bækur í boði til verðlaunanna, eitthvað af þeim verði gefið út hér.“ Lifði á þjóðsögum átta og níu ára Skugga-Baldur kom mörgum á óvart, ekki sís þjóðlega tón sem í henni er. Hvaðan kom hann „Hann hefur fylgt mér lengi. Ég las þjóðsög agna þegar ég var barn. Ég og móðir mín bjug ömmu minni um tíma, og hún átti þjóðsögur J í fimm binda útgáfu, veglegri og mikilli, og þe tvö ár, átta og níu ára gamall. Ég held í raunin ismann og margt annað skringilegt í mínum s veg eins rekja til þess að barnshugurinn var a frásagnir af skoffínum, skugga-böldrum og ha mönnum. Það býr margt í þokunni og þetta he nálægt mér. Þetta byrjaði í bókinni Augu þín sáu mig. Þ annars tilbúin þjóðsaga um prins og tófu og í n andi tári, byrja ég að skoða það sem er undirli lenskri þjóðarvitund og úr hverju íslensk þjóð er búin til – hvað sett var í pottinn árið 1944. Þ þetta ferðalag mitt fyrir alvöru. Ég hafði viða miklu af alls konar þjóðlegum fróðleik þegar é þá bók, að mér fannst ég ætti eitthvað eftir þa að skrifa allt aðra bók – um dómsmál sem spr heppnaðri veiði á Katanesdýrinu. Til að undir þá bók byrjaði ég að lesa mér til um refaskytt ná mér í andrúmsloft í frásagnir refaskyttna a greni og byggja upp með þeim frásagnir af þv maður liggur fyrir Katanesdýrinu. En svo var heillaður af frásögnum refaskyttnanna – eltin ins við þetta litla dýr. Ég hef orðið mikill tófuv hafa skrifað þessa bók. En smám saman fór efnið að raðast saman, annað. Ég vissi frá upphafi að sagan yrði í fjór fyrsti yrði ljós, annar dökkur, sá þriðji ljós og ur. Þegar ég fór að skoða þetta fjórskipta form Góðir lesendur er mætasta sem rith Sjón var kampakátur í gær hann kom til Reykjavíkur a Eyrarbakka, til að fagna þv gefanda sínum, Bjarti, að ha Bókmenntaverðlaun Norðu ráðs í ár. Bergþóra Jónsdót þó tækifæri til að ræða við s um verðlaunabókina, Skugg ur, um skrif, strengjakvarte úðina og þjóðleg minni. Það býr margt í þokunni, segir Sjón í samtali við Morgunblaðið, en á myndinni fagnar hann kampakát

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.