Morgunblaðið - 24.02.2005, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 29
MIKIÐ vatn hefur runnið til sjávar síðan
George W. Bush Bandaríkjaforseti hitti
starfsbróður sinn í Rússlandi, Vladímír
Pútín, í fyrsta sinn árið 2001 og sagðist
hafa sannfærst um að KGB-maðurinn
fyrrverandi væri lýðræðissinni. Á fundi
leiðtoganna í Bratislava í Slóvakíu í dag
munu þeir að vísu reyna að staðfesta að
milli ríkjanna tveggja séu enn svo öflug
tengsl að gamla reiptogið í kalda stríðinu
muni aldrei hefjast á ný. En fögur orð
geta ekki leynt því að ágreiningsefnin
eru mörg.
Þannig gagnrýndi Bush í ræðu sinni í
Brussel á mánudag stjórn Pútíns fyrir að
grafa undan þeim ávinningum lýðræðis
sem menn urðu vitni að fyrsta áratuginn
eftir hrun Sovétríkjanna árið 1991. Tján-
ingarfrelsi fjölmiðla væri skert, sagði
Bush, stjórnarandstöðunni mismunað og
reglur réttarríkisins hunsaðar. The New
York Times sagði að athyglisverðasti
kafli ræðunnar hefði verið er Bush gagn-
rýndi Pútín fyrir að hafa afnumið lýð-
ræðisumbætur og ráðist gegn and-
ófsmönnum.
Pútín svaraði að bragði og sagði
Rússa myndu þróa með sér lýðræði á
eigin forsendum. Þeir þyrftu ekki neina
leiðsögn frá Vesturlöndum í þeim efnum.
„Laga verður lýðræðisstofnanir að veru-
leika dagsins í Rússlandi, að hefðum
okkar og sögu,“ sagði Pútín í viðtali við
slóvaska fjölmiðla. „Við erum andvígir
því að þessi mál séu notuð sem tæki til að
ná markmiðum í utanríkisstefnu eða
grafa undan rússneska ríkinu, hafa ótil-
hlýðileg afskipti af málefnum mikillar og
mikilvægrar þjóðar.“
Síðan bætti forsetinn að vísu við að
hann teldi þetta ekki vera markmið sam-
starfsríkja Rússa í alþjóðasamskiptum.
Athygli vakti hvað forsetinn sagði um
lýðræðið þegar hann var spurður um
lýðræðisumskiptin í Georgíu og Úkraínu
sem urðu gegn vilja Rússa. „Ef lýðræðið
virkar ekki í fyrrverandi sovétlýðveld-
um, eins og sumir halda, hvers vegna þá
að innleiða það?“ spurði Pútín. Míkhaíl
Gorbatsjov, síðasti forseti Sovétríkjanna,
virtist taka undir með Pútín í viðtali við
ITAR-TASS-fréttastofuna. „Leyfum
Bandaríkjamönnum og Evrópumönnum
að leysa sín mál í eigin löndum og við
skulum leysa okkar mál,“ sagði Gorb-
atsjov.
Eitt af því sem hefur valdið breyttu
viðhorfi til Pútíns í Washington er hand-
taka auðkýfingsins Míkhaíls Khodor-
kovskís, aðaleiganda Yukos-olíurisans.
Hann var sakaður um skattsvik og aðra
fjárglæfra og enginn vafi er á því að
þorri Rússa var sammála því að hann
hefði fengið makleg málagjöld. Auðkýf-
ingarnir, öðru nafni olígarkarnir, sem
hrifsuðu með brellum og mútum til sín
megnið af þjóðarauðinum í upplausninni
fyrstu árin eftir hrun Sovétríkjanna, eru
ekki vinsælir meðal almennings. Khod-
orkovskí hugðist nota auðinn til að kom-
ast til áhrifa í stjórnmálum.
En margir fullyrða að Pútín og menn
hans hafi séð sér leik á borði, stöðvað
hættulegan keppinaut um völdin og um
leið náð aftur undir ríkisvaldið olíu-
iðnaðinum sem með gasfyrirtækinu
Gazprom, sem er í ríkiseigu, er það sem
lagði grunn að miklum hagvexti síðustu
árin. Það hafi því alls ekki verið réttlæt-
iskennd sem hafi ráðið gerðum stjórn-
valda heldur hrein og klár valdafíkn.
Aðstoðin við Írana
Eitt erfiðasta málið í samskiptum
Rússa og Bandaríkjamanna varðar
kjarnorkutilraunir Írana sem grunaðir
eru um að vilja koma sér upp með leynd
kjarnavopnum í trássi við alþjóðasamn-
inga sem þeir eru aðilar að. Rússar hafa
veitt þeim tæknilega aðstoð en vísa því á
Economist. Bent hefur verið á að með
þessu séu Rússar að auðvelda leikinn fyr-
ir alþjóðlega hryðjuverkamenn sem komi
illa heim og saman við yfirlýsingar þeirra
um að stríðið í Tétsníu sé þáttur í stríðinu
gegn hryðjuverkum og þeir taki því þátt í
þeim aðgerðum með Bandaríkjamönn-
um. Ekki bætir stuðningurinn við Íran og
Sýrland úr skák en bæði þessi ríki eru á
lista Bandaríkjamanna yfir þau sem
styðja með virkum hætti hryðjuverka-
hópa.
Vill Pútín snúa taflinu við?
Er rauður þráður í stefnu Pútíns eða
bregst hann við jafnóðum og vandamálin
koma upp? Sumir vestrænir sérfræð-
ingar í málefnum Rússlands fullyrða að
sjá megi merki þess að Pútín og menn
hans, sem nú sitja á flestum valdamiklum
embættum í landinu og hafa geysimikil
ítök í atvinnulífinu, hafi gert áætlun um
að endurskapa hið forna stórveldi, með
góðu eða illu. Langtímamarkmiðið sé að
ná aftur undir yfirráð Moskvu öllum
svæðum sem einu sinni hafi heyrt undir
Sovétríkin og þá ekki síst olíu- og gas-
svæðum í Mið-Asíu og við Kaspíahaf. Ef
lýðræðisvakning í umræddum löndum
auki tengslin við Vesturlönd og dragi úr
samskiptum við Rússland verði menn því
að grafa undan lýðræðinu, ýta undir
ókyrrð og átök.
Erfitt er að færa sönnur á þessar
kenningar. Margir sérfræðingar hafa
sagt að friðsamlegt hrun Sovétríkjanna
hafi verið kraftaverk í þeim skilningi að
umskiptin hafi kostað tiltölulega fá
mannslíf. Nánast engar lýðræðishefðir
eru fyrir hendi í Rússlandi, þar hafa
menn öldum saman ávallt treyst á öfluga
miðstýringu og taumlausa hörku sem
margir segja að sé eina leiðin til að halda
þessu víðlenda og margbrotna ríki sam-
an. Skelfingin vegna árása og harð-
stjórnar Mongóla á miðöldum hafi fengið
nýja næringu þegar Napóleon og síðar
Hitler reyndu að leggja landið undir sig á
19. og 20. öld. Tortryggnin gagnvart öðr-
um stórþjóðum er landlæg.
Svar Rússa við árásarhættunni var að
þenja ríkið út, leggja Síberíu og varn-
arlitlar smáþjóðir á landamærunum und-
ir sig. Í tíð Stalíns var síðan komið upp
belti leppríkja í austanverðri Evrópu, þau
áttu að verða eins konar stuðpúðar gagn-
vart árás að vestan.
Séð frá Kreml og með augum rúss-
neskra ættjarðarsinna gæti þróun síð-
ustu ára hafa sannað að nú verði aftur að
beita örþrifaráðum til að koma í veg fyrir
frekari hnignun og sundrungu Rúss-
lands, stöðva gráðuga útlendinga þegar
utan landamæranna. En kunni Pútín og
menn hans sér ekki hóf gæti farið svo að
þíðan í samskiptum við Vesturlönd verði
endaslepp og við taki fimbulkuldi.
bug að klerkastjórnin ætli að smíða
sprengju. Rússar hafa einnig ákveðið að
selja Sýrlendingum fullkomnar varnar-
flaugar. Samskipti Vesturveldanna við
bæði þessi ríki hafa versnað mjög að
undanförnu, einkum eftir að Rafik
Hariri var myrtur í Beirút, að margra
áliti fyrir tilstuðlan Sýrlandsstjórnar.
Bandaríkjamenn saka einnig Sýrland
um að styðja uppreisnarmenn í Írak.
Stjórn Pútíns hefur með þessum sam-
skiptum við Írana og Sýrlendinga tekið
upp gamlan þráð frá því í tíð Sovétríkj-
anna sem seldu báðum ríkjunum vopn.
En aðrir telja að fleira hangi á spýtunni.
„Moskvustjórnin er að efla tengslin við
andstæðinga Bandaríkjamanna fyrir
fund Bush og Pútíns, að því er virðist án
tillits til þess að hún verði sökuð um að
ýta undir óstöðugleika í Mið-Aust-
urlöndum“ sagði í grein í Nezavísímaja
Gazeta sl. föstudag. „Ekki er hægt að
útiloka að eftir að stefna Rússlands beið
skipbrot í Úkraínu hafi ráðamenn í
Kreml ákveðið að senda stjórnvöldum í
Washington viðeigandi svar.“
Róið undir ókyrrð
En geta Rússar teflt saman Vestur-
Evrópu og Bandaríkjunum með því að
notfæra sé ágreining vegna Íraksmála
og fleiri deiluefna? Ekki virðist það vera
sennilegt, m.a. ríkti alger samstaða hjá
Vesturveldunum um Úkraínudeilurnar.
„Kreppa ríkir í samskiptum Rússa og
vestrænna ríkja, hvort sem ræðir um
Evrópu eða Bandaríkin,“ segir Tímofei
Bordatsjov, aðstoðarritstjóri tímaritsins
Russia in Global Affairs.
Afskipti Pútíns af forsetakjörinu í
Úkraínu hafa ekki orðið til að auka trú
manna á því að hann vilji stuðla að raun-
verulegu lýðræði í grannríkjum Rúss-
lands. Rússar styðja einnig lærisvein
Stalíns, einræðissinnann Alexander
Lúkasjenko, í Hvíta-Rússlandi og að
auki uppreisnarhreyfingar í nokkrum
héruðum í Georgíu, Moldovu og fleiri
gömlum Sovétlýðveldum. Sums staðar
hafa Rússar jafnvel herstöðvar í hér-
uðunum, í trássi við vilja stjórnvalda.
Oft eru við völd í þessum héruðum
hreinræktaðir glæpaflokkar sem skáka í
skjóli rússneskrar verndar og stunda
umfangsmikið smygl á vopnum, fíkniefn-
um og fólki, eins og skýrt var frá í The
Leiðtogafundur Bush og
Pútíns í Bratislava í Slóv-
akíu í dag er haldinn í
skugga meiri ágreinings
en verið hefur milli
ríkjanna tveggja síðustu
árin, segir Kristján Jóns-
son í grein sinni. Fögur
orð muni ekki geta breitt
yfir þessa staðreynd.
kjon@mbl.is
AP
Hefðbundnar, rússneskar trébrúður (matrjoskur) með myndum af forsetum
Rússlands og Bandaríkjanna, Vladímír Pútín og George W. Bush, voru á boð-
stólum í Moskvu í gær. Leiðtogarnir munu ræðast við í Slóvakíu í dag.
Frost í Bratislava?
’Afskipti Pútíns af for-setakjörinu í Úkraínu
hafa ekki orðið til að auka
trú manna á því að hann
vilji stuðla að raunveru-
legu lýðræði í grann-
ríkjum Rússlands.‘
á því að þarna var ég kominn með strengjakvartettinn. Ég
hafði verið að vinna með Brodsky-kvartettinum veturinn áð-
ur en ég settist við skriftir, þannig að ég hafði plöturnar
þeirra við höndina. Ég byrjaði að spila þær og velta því fyrir
mér hvernig strengjakvartettar væru í laginu, og notaði
þeirra tungumál til að byggja söguna upp. Ég vissi alltaf að
þetta yrði lítil bók, og þegar ég áttaði mig á því að þetta með
strengjakvartettinn væri hárrétt, sá ég líka að sambandið
milli hans og sinfóníunnar er ekkert ósvipað sambandi nóv-
ellunnar við epísku skáldsögunar. Þegar ég settist niður við
að skrifa var ég því kominn með þetta form, allt efnið og per-
sónurnar. Séra Baldur varð fyrst til á tófuveiðum, og þá
Friðrik. Þá fór ég að reyna að átta mig á því hvað skapaði
spennuna á milli þeirra og fann að það myndi hafa eitthvað
með manngæsku og kaldlyndi að gera. Þá steig fram á sjón-
arsviðið stúlkan Abba, og deilur um útför hennar. Allt í einu
var ég kominn með alla þessa sögu.“
Finnst ég vera margir höfundar
Hvaða augum líturðu sjálfur skáldskaparþróun þína. Hvern-
ig meturðu feril þinn?
„Það er erfitt að segja. Ég er búinn að vera að skrifa síðan
ég var fimmtán ára gamall, þegar ég gaf Sýnir út. Sú bók
hefst á mjög fornlegu ljóði sem sækir í þjóðsögur og forn-
legan kveðskap. Mér finnst ég vera margir menn og margir
höfundar, þannig að ég á erfitt með að segja að ég sé svona
og svona höfundur sem hafi byrjað á ákveðnum stað og end-
að hér. Ég hef farið endalausar krókaleiðir – engar beinar
línur.“
Snæbjörn Arngrímsson forleggjari þinn í Bjarti sagði
mér að þú værir byrjaður á nýrri bók. Hvað geturðu sagt
mér um hana?
„Ég býst við að hún komi út haustið 2006. Sú saga gerist í
samtímanum, en um leið er ég að skoða ákveðna þætti í hug-
myndasögu 20. aldar á Íslandi. Það er allt og sumt sem ég vil
segja núna.“
Verða í henni einhverjir svipaðir þræðir og í Skugga-
Baldri?
„Það má segja að alveg frá bókinni Augu þín sáu mig, hafi
ég verið að semja bækur sem á einhvern hátt fjalla um sam-
úðina. Augu þín sáu mig fjallar um ást á stríðstímum –
ómögulega ást milli þýskrar herbergisþernu og gyðings á
flótta; Með titrandi tár fjallar um samfélag sem er algjörlega
sjálfsupptekið og getur ekki tekið þátt í þjáningu og lífi
flóttamanns sem kemur hingað í lok stríðsins, og Skugga-
Baldur er að sjálfsögðu um samúðina og samkenndina með
hinum veikari. Í raun og veru er ég að skrifa sagnaflokk sem
fjallar um samúðina og samkenndina frá ýmsum hliðum.“
Hverju breytir það fyrir þig að fá þessi verðlaun?
„Ég vonast fyrst og fremst til þess að eignast fleiri les-
endur, bæði hér og á Norðurlöndunum. Góðir lesendur eru
það dýrmætasta sem rithöfundur á. Bók verður til þegar les-
andinn les hana – það er hennar annað líf.“
Til í enskri og sænskri þýðingu
Snæbjörn Arngrímsson bókaútgefandi í Bjarti, segir það
mikinn heiður fyrir Bjart að Sjón skuli hreppa Bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs, þetta sé fyrsta bók skáldsins,
sem Bjartur gefi út. „Samstarfið við Sjón hefur gengið
glimrandi vel, og mikil ánægja með það. Við erum búnir að
selja bókina til Ítalíu, Svíþjóðar og Danmerkur í gær (fyrra-
dag), Finnlands í dag (í gær), Noregur er búinn að hafa sam-
band líka og við eigum eftir að selja bókina víðar. Við erum
búnir að láta þýða hana á ensku, þannig að hún er orðin að-
gengileg fyrir útlendinga, en hún er líka til í sænskri þýð-
ingu, sem dómnefndin fékk. Það er því ekkert því til fyr-
irstöðu að fólk lesi bókina.“ Snæbjörn segir að í sjálfu sér
breyti verðlaunin ekki miklu fyrir Bjart, öðru en því að bók-
in eigi eftir að fara víðar. „Það er fylgst með þessu erlendis
og Evrópumarkaðurinn fylgist með hvernig gengur í Dan-
mörku og á Norðurlöndunum. Þýskaland er stökkpallur inn
í Evrópulöndin, og þetta hjálpar til við söluna úti.“
Bókin verður nú prentuð aftur á íslensku að sögn Snæ-
björns, enda seldist hún strax upp hjá bóksölum eftir að til-
kynnt var um verðlaunin. Starfsmenn Bjarts höfðu því í
nógu að snúast að keyra út þau nokkur hundruð eintök sem
til voru á lager hjá forlaginu.
nnar bók, hún
g spenntur að sjá
ngið verðlaunin?
búið var að
, hafði verið að
ar Soffía Auður
mnefndin klapp-
etta var óneit-
ess að ég hafði
verðlaunahafann
r ég því nokkurn
mann í svefn-
nn þegar hann
hvað?
ni var búið að
ú varst búinn að
in?
ss að ég fengi
trúa því, því það
og ég vona að
st fyrir þann
n inn í þín skrif?
gurnar upp til
ggum hjá
Jóns Árnasonar
ssu lifði ég á í
nni að súrreal-
skrifum megi al-
að drekka í sig
auslausum
efur alltaf verið
Þar er meðal
næstu bók, Titr-
iggjandi í ís-
ðarvitund í dag
Þarna hefst
ð að mér svo
ég var að skrifa
ar. En ég ætlaði
ratt upp af mis-
rbúa mig fyrir
tur; ég ætlaði að
af því að liggja á
ví þegar skot-
rð ég bara svo
ngaleik manns-
vinur eftir að
, eitt kallaði á
rum þáttum, sá
sá fjórði dökk-
m áttaði ég mig
ru það dýr-
höfundur á
, þegar
austan af
ví með út-
ann fær
urlanda-
ttir fékk
skáldið
ga-Bald-
etta, sam-
begga@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
tur með Snæbirni Arngrímssyni, bókaútgefanda í Bjarti.