Morgunblaðið - 24.02.2005, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Guðmundur
Tryggvason lést 3.
febrúar sl., á tíræðis-
aldri. Á barnsaldri átti
sá sem þetta ritar Guðmund að læri-
föður og hefur það sem hann kenndi
reynst ómetanlegt vegarnesti.
Guðmundur var kenndur við
Kollafjörð enda var hann bóndi þar
um skeið. Hann var Húnvetningur,
fæddur 1. september 1908 á
Klömbrum í Vesturhópi, og þaðan í
föðurkyn en Austur-Skaftfellingur í
móðurætt. Guðmundur gekk á Sam-
vinnuskólann og hlaut framhalds-
menntun í Þýskalandi. Á yngri árum
starfaði hann m.a. við verslunar- og
félagsmálastörf. Hann var lengi end-
urskoðandi Búnaðarbankans.
Guðmundur kvæntist 20. febrúar
1937 Helgu Kolbeinsdóttur frá
Kollafirði. Hún lést árið 1985. Þau
Helga eignuðust fimm börn sem öll
eru á lífi, dæturnar Guðrúnu, Stein-
unni og Kristínu og synina Björn
Tryggva og Kolbein. Afkomenda-
hópurinn er orðinn fjölmennur. Árið
1948 tóku þau Helga og Guðmundur
við búi í Kollafirði og bjuggu þar til
1961. Guðmundur var stórhuga og
sá fyrir sér nýjungar og tilraunir.
Sumt tókst og annað ekki, og það
skiptust á skin og skúrir. Eftir að
þau brugðu búi starfaði Guðmundur
sem skrifstofustjóri fulltrúaráðs
Framsóknarfélaganna í Reykjavík.
Guðmundur Tryggvason var leift-
urgáfaður maður og hugmyndarík-
ur. Hann var hugsjónamaður og lét
vel að hrífa fólk með sér. Það var
sama hvar komið var að honum,
samtíðarmálefni, þjóðfélagsmál,
landbúnaður, tækniframfarir, menn-
ingarmál, skáldskapur. Í honum
lifðu hugsjónir síðustu aldar um
framfarir og velmegun. Samfélagið
stefndi brott frá ýmsu því sem trúað
var á og það olli vonbrigðum, en ann-
að naut sín betur. Það var fróðlegt
að ræða við Guðmund um samvinnu-
mál og hann gerði sér grein fyrir
hlutverkum samvinnufélaga í frjálsu
og fjölbreyttu efnahagslífi.
Við systkinin vorum heimagangar
í Kollafirði og áttum þar annað
heimili í bernsku og uppvexti. Enn
búum við að þessu og verður aldrei
fullþakkað. Nú eru þakkir efstar í
huga þegar Guðmundur Tryggvason
er kvaddur að lokinni langri æviferð.
Jón Sigurðsson.
Afi Guðmundur var blíður og gjaf-
mildur afi, en ekki síður ráðagóður
félagi sem hægt var að stóla á og
ræða við um allt á milli himins og
jarðar. „Blessunin mín, bæði góð og
skemmtunsleg,“ sagði hann alltaf við
mig. Mér fannst það notalegt. Ég
var eitt af mörgum barnabörnum
hans sem urðu þeirrar gæfu aðnjót-
andi að fá að búa hjá honum á Braut-
inni í nokkur ár. Á tímabili vorum
við þrjú pör sem bjuggum hjá hon-
um samtímis. Ég og Gummi í kjall-
aranum, Kolbeinn og Bogga uppi og
Kjartan og Þórdís í bílskúrnum. Ég
man ekki eftir að hafa orðið svöng á
þessum árum, því um leið og maður
kom inn úr dyrunum heyrðist sagt:
„Fáðu þér að borða, góða.“ Afi hafði
mikinn áhuga á því sem við tókum
okkur fyrir hendur, hvort sem var í
tilhugalífi eða námi, og hvatti okkur
áfram í einu og öllu.
Þegar ég var lítil stúlka heima á
Heiðarbæ kom afi oft til okkar á
sumrin. Þegar við sáum hann bera
við himin uppi á hæð hlupum við
gjarnan á móti honum. Hann hafði
þá tekið Þingvallarútuna austur, far-
ið úr henni við Grafningsvegamótin
GUÐMUNDUR
TRYGGVASON
✝ GuðmundurTryggvason
fæddist á Klömbrum
í Vestur-Húnavatns-
sýslu 1. september
1908. Hann lést á
Hjúkrunarheimilinu
Eir 3. febrúar síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Graf-
arvogskirkju 14.
febrúar.
og gengið svo síðasta
spölinn heim að Heið-
arbæ. Brúna taskan
var meðferðis og okkur
þótti gaman að sjá
hvað það komst mikið
fyrir í henni. Alltaf var
þar að finna eitthvert
góðgæti handa okkur
krökkunum, þar voru
líka litfagrir tóbaks-
klútar og nóg af nef-
tóbaki. Oftar en ekki
kom líka upp úr tösk-
unni forvitnileg bók
eða blaðagrein um
ræktun á ánamöðkum,
alifuglum, sauðnautum, gulrófum,
lúpínu eða trjám – eða jafnvel um
álaveiðar.
Ég vil ljúka þessum kveðjuorðum
á brúðkaupskvæði sem Skúli Guð-
mundsson orti til afa Guðmundar og
ömmu Helgu árið 1937:
Ég flyt ekki ósk um beina braut,
ég bið ekki um lausn frá hverri þraut.
Á misjöfnu þrífast börnin best,
í brekkunni stælist þrekið mest.
Stundum er sólskin, stundum er kalt,
standið þið saman í gegnum það allt.
Ég þakka afa mínum fyrir sam-
veruna og kveð hann með söknuði,
en í þeirri trú að nú sé hann loks bú-
inn að næla í hana ömmu Helgu aft-
ur.
Helga Sveinbjörnsdóttir.
Þegar afi var að alast upp á Stóru-
Borg í upphafi síðustu aldar var
margt öðruvísi en við eigum að venj-
ast nú. Hann var til dæmis orðinn
tólf ára gamall þegar hann sá fyrst
gúmmístígvél. Stóra-Borg var stór-
býli og þar var margt um manninn.
Mikið var sungið og spilað á orgel.
Afi talaði um að fólkið hafi almennt
verið hamingjusamt og var það af
því að það horfði til bjartari fram-
tíðar.
Skólaganga var harðsótt á þessum
árum. Afi lauk þó prófi frá Sam-
vinnuskólanum og aflaði sér þar með
verslunarréttinda, og lagði um tíma
stund á nám í Kennaraskólanum,
sem hann gat þó ekki lokið. Sem
ungur maður dvaldi hann einnig
vetrarlangt í Hamborg í Þýskalandi
og lærði þannig þýskuna allvel.
Hann vann í vegavinnu, við bústörf
og við barnakennslu í sínu heima-
héraði. Afi naut því sem ungur mað-
ur fjölbreyttari menntunar og
reynslu en algengt var á þeim árum,
þó að hann hefði örugglega getað
hugsað sér að bæta þar enn frekar
við ef aðstæður hefðu leyft. Það sem
honum þótti á vanta bætti hann þó
upp með gríðarmiklum lestri.
Eftir að hann stofnaði heimili með
Helgu ömmu stundaði afi einkum
verslunar- og skrifstofustörf þar til
þau hófu búskap í Kollafirði 1949.
Þar voru reyndar ýmsar nýjungar í
búskap, en margar hugmyndir komu
líka fram síðar, eftir að þau fluttust
til Reykjavíkur. Við systkin á Heið-
arbæ fórum ekki varhluta af hug-
myndaauðgi og framkvæmdagleði
afa. Hvað eiga lúpína, ánamaðkar,
sæotrar og sauðnaut sameiginlegt?
Jú, í huga afa voru þetta allt lífverur
sem gátu gjörbylt íslenskum land-
búnaði til hins betra, þó að margir
ættu erfitt með að fylgja hugmynd-
um hans á þeim tíma sem þær komu
fyrst fram. Hann var búinn að rækta
lúpínu í nokkra áratugi áður en aðrir
áttuðu sig á yfirburðum hennar sem
landgræðsluplöntu. Það er því ekki
að marka þó sæotrar og sauðnaut
séu ekki enn orðin nytjadýr hérlend-
is, þar sem hann ræddi þær hug-
myndir einkum hin síðari árin. Hann
var meðal frumkvöðla í hænsnarækt
og gulrófnarækt. Hann gerði sér
grein fyrir því að ekki var nóg að
framleiða, og framleiða mikið, held-
ur þurfti líka að selja vöruna. „Gul-
rófan – sítróna norðursins“ er dæmi
um slagorð sem afi kom á flug.
Af afa mátti læra bæði að stjórna
og lúta stjórn, þó hann væri kannski
aðallega með sýnikennslu í því fyrr-
nefnda. En þrátt fyrir strangar hlið-
ar var hann ekkert öðruvísi en
margir afar og ömmur í því að vilja
dekra við barnabörnin. Og þar fór
hann engan meðalveg frekar en í
öðru. Hann var alltaf tilbúinn að
ræða framtíðaráform okkar og gaf
ýmis góð ráð. Og hugmyndabanki
hans mun endast okkur lengi.
Jóhannes og Kolbeinn
Sveinbjörnssynir.
Elskulegur móðurbróðir minn,
Guðmundur Tryggvason, er nú lát-
inn í hárri elli. Guðmundur frændi
kenndi sig gjarnan við Kollafjörð,
þar sem þau bjuggu lengi hann og
hans ágæta kona, Helga Kolbeins-
dóttir, skálds í Kollafirði, með börn-
um sínum fimm, dætrunum þremur
og sonunum tveimur. Ég á góðar
minningar frá unglingsárum mínum
úr vetrarheimsóknum til frænd-
fólksins þarna undir Esjunni en
fyrstu minningar mínar um frænda
minn Guðmund og fjölskyldu hans
eru þó ekki frá Kollafjarðarárum
þeirra heldur tengjast þær heim-
sóknum hans norður í átthagana, að
Stóru-Borg í Vestur-Húnavatns-
sýslu. Þar bjó móðir hans ásamt
tveimur barna sinna, móður minni
Margréti er lést á síðasta ári og
Tryggva frænda, sem hélt heimili
með ömmu meðan hún lifði.
Stóra-Borg stendur hátt uppi í
ásnum sem liggur nokkurn spöl í
vestur frá Víðidalsá og markar áin
landið til austurs en Vesturhópsvatn
til vesturs, Hópið til norðurs en til
suðurs Borgarvirki, fornlegt og svip-
mikið. Þeir sem komu austan yfir á
fóru oftast svokallaðar Flækingsgöt-
ur að Stóru-Borg og sem barni þótti
mér alltaf spennandi að sjá til
mannaferða þessa leið. Guðmundur
og mamma höfðu líkt göngulag og
því fannst mér auðvelt að þekkja
hann langar leiðir að. Þegar fjöl-
skyldan kom öll var farin önnur leið.
Stundum komu krakkarnir einir,
einn í þetta skiptið og annar í hitt.
Ömmu þótti vænt um þessar heim-
sóknir sem urðu okkur krökkunum
líka til skemmtunar. En elsta minn-
ing mín um frændfólkið syðra er þó
eldri, frá árdögum hjúskapar þeirra
Guðmundar og Helgu í Meðalholti í
Reykjavík, þá var ég aðeins tveggja
ára. Þegar þau brugðu búi í Kolla-
firði og fluttust aftur til Reykjavíkur
var ég þar í skóla og jókst þá sam-
gangur við frændfólkið. Það var
notalegt að koma í matarboð til
Helgu og Guðmundar en hann var
sérstaklega áhugasamur um allt
nám og spurði og fræddi á víxl og
svona hélst þetta fram á mín há-
skólaár, að þau Helga og Guðmund-
ur skutu skjólshúsi yfir mig vor eða
haust þegar ég var á milli húsa, rétt
komin að norðan að hausti eða rétt
ófarin til útlanda eftir að skóla lauk á
vorin. Þá var oft glatt á hjalla hjá
okkur frænkunum og stundum vak-
að fram eftir nóttu.
Eftir að ég eignaðist eigin fjöl-
skyldu sýndu þau Guðmundur og
Helga henni sama áhuga og velvild
og mér sjálfri áður. Þegar Helga féll
frá var mikill harmur að Guðmundi
kveðinn. Hann bjó áfram alllengi á
heimili sínu á Miklubrautinni en þar
kom að aldurinn var orðinn of hár
fyrir hann að búa einn heima og
hann fluttist á Hjúkrunarheimilið
Eir, þar sem hann undi sér við bók-
lestur fram á síðustu stund. Í her-
bergi hans gat oftast að líta háa
stafla margvíslegra bóka, erfitt var
orðið að finna honum eitthvað sem
hann hafði ekki þegar lesið.
Ég og fjölskylda mín sendum nú
börnum hans og fjölskyldum þeirra
innilegar samúðarkveðjur. Blessuð
sé minning hins mætasta manns og
þeirra hjóna beggja.
Guðrún Karlsdóttir
frá Stóru-Borg.
Kær samstarfsmaður, Guðmund-
ur Tryggvason, lést á hjúkrunar-
heimilinu Eir fimmtudaginn 3. febr-
úar sl. Guðmundur var 96 ára er
hann lést og enn sem ávallt fullkom-
lega andlega hress. Við störfuðum
saman í tæp fjögur ár sem voru mér
stöðugur fróðleiksbrunnur. Guð-
mundur var alltaf að ræða málin,
hugsa upp nýjungar sem að gagni
mættu koma landi og lýð og koma í
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
MARÍA MAGNÚSDÓTTIR
fyrrv. ljósmóðir
á Sauðárkróki,
er látin.
Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 26. febrúar kl. 14.00.
Pálína Pétursdóttir, Bjarni Nikulásson,
María Guðrún,
Bjarndís,
Bryndís,
Pétur Nikulás.
Faðir okkar,
ODDUR KRISTJÁNSSON,
Steinum,
Stafholtstungum,
sem andaðist á Dvalarheimilinu í Borgarnesi
fimmtudaginn 17. febrúar, verður jarðsunginn
frá Reykholtskirkju laugardaginn 26. febrúar
kl. 11.00.
Börn hins látna.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐJÓN G. GUÐJÓNSSON,
Laugarnesvegi 89,
sem lést laugardaginn 19. febrúar, verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstu-
daginn 25. febrúar kl. 15.00.
Helga Bergþórsdóttir,
Bergþór Guðjónsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Hafsteinn Guðjónsson, Anna M. Helgadóttir,
Birgir Guðjónsson, Sigrún Kristjánsdóttir,
Guðjón Þór Guðjónsson, Kari Brekke,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÓLAFÍA LAUFEY GUÐMUNDSDÓTTIR,
Tjarnargötu 12,
Sandgerði,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðju-
daginn 15. febrúar.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Aðstandendur þakka öllum er auðsýndu þeim samúð og vinarhug við
andlát hennar og útför.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
fyrir góða umönnun.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar hjartfólgni faðir, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
INGVAR BJÖRNSSON
frá Gafli,
lést miðvikudaginn 9. febrúar sl.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna. Þökkum hlýju og vinsemd.
Smári Þröstur Ingvarsson, Gréta Alfreðsdóttir,
Úlfheiður Kaðlín Ingvarsdóttir, Richardt Svendsen,
Auðbjörg Nanna Ingvarsdóttir, Þorbergur Leifsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr-
ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn-
ur út.
Minningargreinar