Morgunblaðið - 24.02.2005, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 24.02.2005, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 37 MINNINGAR framkvæmd. Margt var rætt til heilla landi og þjóð því hugur Guð- mundar var frjór. Ekki þekki ég ævistarf hans svo að ég kunni að rekja það svo vel fari en mér er kunnugt um að hann kom að því verki að setja á stofn Kaupfélag Kjalnesinga og var í stjórn þess. Guðmundur studdi okkur sem unn- um að stofnun Framleiðslusam- vinnufélags rafvirkja með hvatningu og góðum ráðum. Meðal þess sem átti hug hans þau ár sem við störf- uðum saman 1971 til 1974 voru vind- rafstöðvar og núna eru þær þegar í mikilli notkun víða um lönd. Meðal annars munu þær einar fullnægja orkuþörf byggðarinnar norðan við Limafjörð í Danmörku. Guðmundur tók ástfóstri við lúp- ínuna og stóð í því að koma henni á legg þar sem hann átti aðgang að landsvæði. Guðmundur var sam- vinnuhugsjónarmaður þeirrar gerð- ar að ég segi með stolti og gleði, ég þekkti Guðmund Tryggvason. Hann var líka glaðsinna, sem dæmi um glettni hans var þegar við fórum til Vestmannaeyja í gosinu, þá gekk hann frá líf- og slysatryggingu fyrir okkur og Þráin Valdimarsson við Friðjón Guðröðarson hjá Samvinnu- tryggingum. Úti í Eyjum komnir inn á vegarslóða sem lá að Eldfellinu sem stöðugt gaus, lauk ferðinni við búkka mikinn sem á var hættumerki og bann við umferð. Við vorum búnir hjálmum en Guðmundur fór inn fyr- ir búkkann, tók ofan hjálminn og sagði taktu nú mynd og láttu eld- fjallið sjást í baksýn. Myndin tókst vel og Guðmundur fékk hana stækk- aða og gaf síðan Friðjóni hana með undirrituninni „Það er alltaf öruggt að vera tryggður hjá Samvinnu- tryggingum“. Friðjón var einn af mörgum vinum Guðmundar sem ávallt fengu í nefið þegar þeir litu inn. Til marks um vinsældir Guð- mundar má geta þess að það lá í loft- inu að það væru forréttindi að fá í nefið hjá honum. Fyrir mig er það einn af ljósu punktunum í lífi mínu að fá að kynnast Guðmundi Tryggvasyni. Ættingjum hans votta ég samúð mína, en verið viss, hann mun fagna okkur glaður í bragði þegar þar að kemur. Kristinn Snæland. Forsjónin hefur af örlæti gefið mér allnokkra merkilega samferða- menn sem hafa með gáfum, velvilja og umhyggju gert líf mitt betra og litríkara en annars hefði orðið og það án þess að ég hafi mikið lagt á móti. Sá maður sem hér er minnst er einn af þessu merka fólki. Guðmundur Tryggvason lifði nær alla síðustu öld og sá morgunbjarm- ann af þeirri sem nú er nýhafin. Hann var glæsilegur maður, leiftr- andi greindur, prýði í hverjum hóp og lyfti jafnan umræðum á hærra plan. Hugmyndaríki og eldhugur voru honum í blóð borin og fyrirhafnar- laust gat hann vitnað í ljóðmæli helstu skálda máli sínu til stuðnings og skrauts. Okkar leiðir lágu saman í fáein ár, þegar við unnum báðir á skrifstofu Framsóknarflokksins við Rauðarár- stíg í Reykjavík. Við töluðum saman nánast sérhvern dag og unun var að hlusta á hann segja frá. Hann hélt mönnum hugföngnum með frásagnarlist sinni og hafði næmt auga bæði fyrir því sem spaugilegt var og ekki síður smáat- riðum, sem blésu lífi, meiningu og lærdómi í frásögnina. Ekki taldi hann eftir sér að leið- beina ungum mönnum um lífið og til- veruna og hætt er við sá sem þetta skrifar hafi aldrei þakkað sem skyldi það gagn og gaman sem hann hafði af samvistunum við Guðmund. Guðmundur var einlægur sam- vinnumaður sem missti ekki sjónar á aðalatriðum og var kjarkmaður í pólitísku mótlæti og manna glaðast- ur þegar vel gekk. Hann var án efa einn merkilegasti maður sem ég hef kynnst. Ég er þakklátur fyrir vináttu hans og leiðsögn. Fjölskyldu hans sendi ég samúð- arkveðjur og bið Guð að styrkja þau. Atli Ásmundsson. Ástkær eiginmaður minn, FRIÐRIK ANDRÉSSON múrarameistari, Kirkjusandi 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstu- daginn 25. febrúar kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurveig Valdimarsdóttir. Ástkær sonur minn, bróðir, mágur og vinur, ÓSKAR ÞÓR GUNNLAUGSSON, lést aðfaranótt sunnudagsins 20. febrúar sl. Jarðarförin fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2, föstudaginn 25. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hvíta- sunnukirkjuna Fíladelfíu. Edda Axelsdóttir, Hákon Hreiðarsson, Valgerður Guðjónsdóttir, Eva Hovland, Björn Sigtryggsson, Jane Quirk. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVEINBORG JÓNSDÓTTIR frá Núpi, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju föstu- daginn 25. febrúar kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Vinafélag Ljósheima á Selfossi. Axel Þór Lárusson, Róslín Jóhannsdóttir, Oddrún Helga Jónsdóttir, Gunnar Guðmundsson, Andrea Jónsdóttir, Ásrún Jónsdóttir, Ólafur Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR G. AUÐUNSDÓTTUR frá Dvergasteini. Auðunn F. Kristinsson, Sigrún Inga Kristinsdóttir, Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, Kristinn L. Auðunsson, Sigríður D. Auðunsdóttir, Árni G. Kristinsson, Júlíana M. Árnadóttir. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EIRÍKUR JÓNSSON frá Berghyl, Álftarima 20, Selfossi, verður jarðsunginn frá Hrunakirkju laugar- daginn 26. febrúar kl. 13.30. Guðrún Guðlaug Eiríksdóttir, Arnar Bjarnason, Svanlaug Eiríksdóttir, Hörður Hansson, Áslaug Eiríksdóttir, Eiríkur Kristófersson, Jón Guðmundur Eiríksson, Anna María Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR BLÖNDAL, Hlíðarhúsum 3, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Eir fyrir hlýhug og umönnun. Pétur Blöndal, Theodór Blöndal, Björg S. Blöndal, Gísli Blöndal, Erla Harðardóttir, Ásdís Blöndal, Anton Antonsson, Margrét Blöndal, Ólafur Einarsson, Emelía Blöndal, Þórður G. Hjörleifsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlut- tekningu við fráfall og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, AÐALHEIÐAR KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR, Háeyrarvöllum 40, Eyrarbakka. Sérstakar þakkir til starfsfólks Ljósheima Selfossi fyrir góða umönnun. Elín Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson, Sigríður Magnúsdóttir, Kristján S. Sigurðsson, Aðalheiður Kristín Jónsdóttir, Magnús Jóel Jónsson. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sendu góðar kveðjur og blóm vegna andláts manns- ins míns, GUÐBRANDS SIGURGEIRSSONAR, Furulundi 3c, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á lyfjadeild 1 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fyrir frá- bæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Sigurlaug Jakobsdóttir og fjölskylda. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSA LILJA ARNÓRSDÓTTIR, elliheimilinu Grund, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 25. febrúar kl. 13.00. Sveinn Mýrdal Guðmundsson, Sveinn Reynir Sveinsson, Naiyana Pornpadung, Hörður H. Bjarnason, Sigríður Ása Harðardóttir, Þröstur Hjartarson, Bjarni Einar Harðarson, Ebru Gunaydin, Katla Guðrún Harðardóttir og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, ÓLI B. JÓNSSON íþróttakennari, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 1. mars kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á minn- ingarsjóð Hrafnistuheimilanna. Hólmfríður María Óladóttir, Guðmundur Hallvarðsson, Jón Már Ólason, Jens Valur Ólason, Ólöf Hjartardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir minn, SIGGEIR GEIRSSON frá Sléttabóli, andaðist á dvalarheimilinu Klausturhólum föstudaginn 18. febrúar. Útför hans fer fram frá Prestbakkakirkju á Síðu laugardaginn 26. febrúar kl. 14.00. Sólveig Geirsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.