Morgunblaðið - 24.02.2005, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
ÞEGAR hafa verið haldnir þrír fundir, á
Hvanneyri, á Hvolsvelli og í Þingborg í Flóa.
Guðlaugur Antonsson sagði að fundasókn
hefði verið ágæt, þó lökust á Hvolsvelli. Krist-
inn, Guðlaugur og Sigríður halda hvert sína
framsögu og tekur hún nokkurn tíma svo ekki
gefst mikill tími til að svara fyrirspurnum,
sagði hann.
„Kristinn fjallar að sjálfsögðu um Félag
hrossabænda, markaðsmálin og sláturmálin
auk þess sem hann kemur inn á störf Fagráðs.
Sjálfur fjalla ég aðallega um hrossaræktar-
starfið, Worldfeng og þær nýjungar sem þar
er verið að taka upp, sýningahaldið, mikilvægi
þess að hugsa um litina í ræktunarstarfinu og
ýmislegt fleira. Í máli mínu boða ég enga bylt-
ingu en kem ýmsu að, til dæmis brýni ég fyrir
sýnendum kynbótahrossa að þeir noti hjálm-
inn rétt og hafi hann spenntan en ekki lausan.“
Sigríður Björnsdóttir dýralæknir fjallar í
framsögu sinni um spatt í íslenskum hestum.
Guðlaugur sagði að fundamenn hefðu hingað
til mest spurt út í spattið og breyttar reglur
sem verða teknar upp í vor þegar farið verður
að gera kröfur um að 5 og 6 vetra stóðhestar
verði röntgenmyndaðir vegna spatts.
Næstu fundir verða sem hér segir: Í kvöld,
fimmtudaginn 24. febrúar, í Fáksheimilinu í
Víðidal í Reykjavík, þriðjudaginn 1. mars í
Sveinbjarnargerði í Eyjafirði, miðvikudaginn
2. mars í Reiðhöllinni á Sauðárkróki, fimmtu-
daginn 3. mars í Víðihlíð í Húnaþingi vestra,
mánudaginn 7. mars í Gistiheimilinu á Egils-
stöðum og þriðjudaginn 8. mars í Stekkhól á
Hornafirði.
Allir fundirnir hefjast kl. 20.30.
Hrossaræktarfundir um allt land
Mest spurt um spattið
Ásdís Haraldsdóttir
Hrossaræktin er nú rædd á fundum um allt land.
Kristinn Guðnason formað-
ur Félags hrossabænda,
Guðlaugur V. Antonsson
hrossaræktarráðunautur og
Sigríður Björnsdóttir dýra-
læknir hrossasjúkdóma eru
nú á fundaferð um landið.
TVÖ ístöltsmót voru haldin um síðustu
helgi og eru þau hin fyrstu af mörgum
sem eru á döfinni. Að minnsta kosti fimm
slík mót verða haldin fram á vor.
Það voru Hestamannafélagið Freyfaxi
á Fljótsdalshéraði og Landsamband
hestamannafélaga sem riðu á vaðið. Mót
LH, Svellkaldar konur, var haldið í Egils-
höll í Reykjavík á laugardaginn, en það er
fyrsta ístöltsmótið sem eingöngu var ætl-
að konum. Sama dag héldu Freyfaxa-
félagar mót sitt og fór það fram á Lag-
arfljótinu sjálfu.
Strax um næstu helgi verða félagar í
hestamannafélaginu Létti á Akureyri
með Bautamótið í tölti í Skautahöllinni á
Akureyri og helgina þar á eftir heldur
Neisti í Austur-Húnavatnssýslu Vetrar-
leika á ís. Einnig verður Mývatn Open
haldið 5. mars, auðvitað á Mývatni.
LH verður aftur með mót í Egilshöll
26. mars næstkomandi en þá mæta þeir
allra sterkustu á ísinn, en það er nafnið á
mótinu. Það mót sem á sér lengsta sögu,
Ístölt 2005, endar svo vertíðina í Skauta-
höllinni í Laugardal 9. apríl.
Töltkeppni á ís nýtur sífellt meiri vin-
sælda og hafa þær breiðst út fyrir land-
steinana. Slík mót eru nú haldin einnig í
Danmörku og Þýskalandi og í Bandaríkj-
unum alla vega sem sýningargrein.
Ístöltsmótin
festa sig
í sessi
Í NÝRRI skýrslu nefndar um úttekt
á aðstöðu til hestamennsku á lands-
byggðinni sem landbúnaðarráðherra
kynnti í síðustu viku er megin-
áhersla lögð á þrjú atriði; að ríkis-
valdið styrki sérstaklega byggingu
reiðhúsa á landsbyggðinni, að gert
verði átak í að bæta reiðleiðir um allt
land og að stuðla að því að knapa-
merkjakerfið nái fótfestu, en enn á
eftir að ljúka gerð kennsluefnis svo
hægt sé að samræma kennsluna.
Atli Már Ingólfsson lögfræðingur
hjá landbúnaðarráðuneytinu er for-
maður nefndarinnar sem skipuð var
samkvæmt tillögu til þingsályktunar
á 128. löggafarþingi Alþingis og var
falið að gera úttekt á aðstöðu til
hestamennsku á landsbyggðinni.
Hann segir að bygging reiðhúsa og
efling reiðleiða hafi verið mjög áber-
andi og ofarlega á blaði í erindum
sem óskað var eftir að hestamanna-
félögin á landsbyggðinni sendu
nefndinni meðan verið var að vinna
skýrsluna.
Vantar betri aðstöðu úti á landi
„Það er ljóst að reiðhúsin eru það
sem koma skal. Þau eru nútíminn og
framtíðin. Auðvitað má lengi rífast
um hvar eigi helst að byggja þau og
hvort eigi að styrkja byggingu slíkra
húsa. En fyrir utan að efla hesta-
mennskuna munu þessi margnota
hús gagnast vel til ýmiss konar
íþróttaiðkunar, sýningahalds og fyr-
ir margs konar uppákomur. Þau eru
mikilvæg fyrir þjálfun hrossa, sýn-
ingahald og námskeið, ekki síst fyrir
börn.“
Í skýrslunni kemur fram að hesta-
menn á höfuðborgarsvæðinu hafi að-
gang að glæsilegum mannvirkjum
þar sem hægt er að stunda hesta-
mennskuna innandyra þegar þannig
viðrar. Þar segir: „Víða á lands-
byggðinni er staðan ekki hin sama
og þegar eru komin fram merki um
það að hestamenn á landsbyggðinni
séu farnir að dragast aftur úr koll-
egum sínum á höfuðborgarsvæð-
inu.“ Einnig: „… ljóst er að aðstaða
barna og ungmenna og hins almenna
hestamanns til að stunda íþrótt sína
eða njóta kennslu eða þjálfunar er
oft ekki fyrir hendi úti á landi. Að-
stöðuleysið bitnar því oft harðast á
ungu kynslóðinni sem ekki nýtur þá
þeirra forréttinda sem jafnaldrar
þeirra á höfuðborgarsvæðinu njóta.
Til þess að hægt sé að kenna og
halda námskeið þarf að vera fyrir
hendi góð aðstaða og líka til þess að
þeir lærðu kennarar sem hafa at-
vinnu af því að kenna knöpum fram-
tíðarinnar geti kennt á þeim tíma
sem hestar eru á húsi um vetur. Til
þess að hægt sé að nýta sér knapa-
merkjakerfið verður góð aðstaða að
vera fyrir hendi. Sé það stefna vald-
hafanna að viðhalda byggð í landinu
þarf að styðja við faglega hesta-
mennsku sem víðast um land.“
Hætta á strax að leggja
reiðvegi samsíða þjóðvegum
Betri reiðleiðir voru það sem þau
félög sem sendu inn erindi nefndu
einnig. Atli segir að víða sé pottur
brotinn varðandi reiðleiðir í landinu
og gera þurfi átak í að bæta þær.
„Núna eru veittar um 40 milljónir til
reiðvegagerðar og til að halda við
reiðleiðum. Þegar fjöldinn sem
stundar hestamennsku er orðinn
eins mikill og raun ber vitni og þeg-
ar litið er til þess fjölda fólks sem fer
í hestaferðir um landið, er þetta eng-
in upphæð,“ segir hann. „Mjög
brýnt er til dæmis að endurskoða
hvar reiðvegir eru lagðir. Það á að
hætta að leggja þá meðfram akveg-
um strax og hefði þurft að gera það
fyrir löngu. Allir vita að það er stór-
hættulegt að hafa þessa vegi sam-
síða, svo ekki sé talað um þegar fólk
er með hrossarekstur.
Það þarf að líta heildstætt á reið-
vegina. Sums staðar þarf að byggja
upp aðstöðu, t.d. gerði eða áninga-
hólf og þyrfti að hafa slíka aðstöðu
merkta inn á kort. En annars staðar
er best að hafa reiðvegina sem nátt-
úrulegasta, því hér er alls ekki verið
að tala um að byggja upp alla reið-
vegi, heldur frekar að halda leiðum
opnum og aðgengilegum og merkja
þær. Mikilvægt er líka að tengja vel
staði þar sem landsmót eru haldin.“
Í skýrslu sem unnin var á vegum
vinnuhóps LH kemur einmitt fram
að „reiðvegir í náttúrulegu um-
hverfi, í fjarlægð frá akvegum og
annarri umferð, sem gerður er
þannig að hann veldur lágmarksum-
róti á því landi sem reiðvegurinn
liggur um, er reiðleið sem flestir ís-
lenskir hestamenn sækjast eftir og
erlendir ferðamenn eru að uppgötva
í auknum mæli.
Nefndin leggur til að ríkisstjórnin
samþykki sérstaka fjárveitingu á
fjárlögum, umfram tekjur Vega-
sjóðs, sem fjárframlag vegna átaks
við gerð reiðleiða og mannvirkja
tengdum þeim á landsbyggðinni, þar
sem ljóst er að í töluverðan tíma hef-
ur verið þörf fyrir meira fjármagn í
reiðvegagerð en fengist hefur.
Leggur nefndin til að komið verði á
fót nefnd skipuð fulltrúum frá LH
og Vegagerðinni er geri tillögur um
hvernig sérstöku fjármagni vegna
slíks átaks skuli varið, þegar fjár-
mögnun hefur verið ákveðin af rík-
isstjórn eða Alþingi.
Þriðja atriðið sem stendur upp úr
að mati nefndarinnar er knapa-
merkjakerfið. Það er stigskipt nám
og er markmið þess að stuðla að
þroskandi uppeldi barna og unglinga
sem annars vegar fylgir því að kynn-
ast og bera ábyrgð á hestinum og
hins vegar því órofa samhengi við
náttúruna sem fylgir hestamennsku,
að stuðla að auknum áhuga og þekk-
ingu á íslenska hestinum og hesta-
íþróttum, að bæta reiðmennsku og
meðferð íslenska hestsins og að auð-
velda aðgengi að menntum í hesta-
íþróttum fyrir unga sem aldna.
Nefndin telur að hið svokallaða
„knapamerkjakerfi“ sé framtíðar-
verkefni sem komi til með að styðja
beint og óbeint við bakið á hesta-
mennsku á landsbyggðinni og gæti
nýst öllum þeim sem áhuga hafa á
framgangi hestamennskunnar.
„Við leggjum til að ríkisvaldið
styðji uppbyggingu knapamerkja-
kerfisins,“ segir Atli. „Nú vantar
peninga til að klára námsefnið svo
hægt sé að samræma kennslu á öll-
um stigum hvar sem er. Reyndar er
byrjað að kenna samkvæmt kerfinu
á nokkrum stöðum þrátt fyrir það.
Við teljum einnig að kanna eigi
hvort hægt sé að koma slíkum
stuðningi að í gegnum menntakerf-
ið.“
Skýrsla nefndarinnar er aðgengi-
leg á vef landbúnaðarráðuneytisins:
http://www.landbunadarradu-
neyti.is/
Uppbygging reiðhúsa, betri reiðleiðir
og knapamerkjakerfið brýnast
Ásdís Haraldsdóttir
Stolt fjölskylda Eva Kristín á Pjakki frá Hvoli og Ingólfur á Mími frá Syðra-Kolugili ásamt foreldrum sínum
Kristjáni Magna Oddssyni og Kolbrúnu Grétarsdóttur. Þau eru frá Grundarfirði þar sem engin er reiðhöllin.
asdish@mbl.is