Morgunblaðið - 24.02.2005, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 45
DAGBÓK
Sextíu ár eru nú liðin síðan heimsstyrjöld-inni síðari lauk í Evrópu, en Rússar háðugríðarlega harða rimmu við þýska herinná austurvígstöðvunum og er sigursins
minnst með ýmsum hætti þar í landi. Næsta laug-
ardag kl. 15 heldur félagið MÍR (Menningartengsl
Íslands og Rússlands) fund af þessu merka tilefni
þar sem Haukur Hauksson, magister í alþjóða-
málum frá Moskvuháskóla, fer yfir gang styrjald-
arinnar auk þess að fjalla um nýjustu stöðu mála í
stjórnmálum Rússlands; Úkraínu og fleiri landa
A-Evrópu. Fundinum lýkur svo með ferðakynn-
ingu á Rússlandsferð í sumar. Sýning verður á sov-
éskum áróðursplakötum úr seinni heimsstyrjöld
og upptökur leiknar úr fréttum Ríkisútvarpsins
um gang styrjaldarinnar; fréttin um dauða Adolfs
Hitlers; ræður íslenskra ráðamanna af svölum Al-
þingis og ávarp Winstons Churchills. Auk þess
heyrist í Jósep Stalín; leiknar verða glefsur úr
ræðu hans í maí 1945 þar sem hann óskar þjóðum
Sovétríkjanna til hamingju með sigurinn.
Hversu þýðingarmikil var vörn Rússa gegn
Rauðskeggsárás Þjóðverja?
„Vendipunktur í styrjöldinni var orustan við
Stalíngrad veturinn 1942–’43 þegar stórsókn Þjóð-
verja til austurs var stöðvuð af Rússum, hefði
þýska hernum tekist að ýta Rauða hernum ofan í
Volgu, en þar munaði einungis um 200 metrum, liti
Evrópa sennilega öðruvísi út í dag. Þá værum við
líklega gangandi hér um í leðurstígvélum, syngj-
andi Horst Wessel Lied eða Deutschland Deutsch-
land über alles. Annars ganga nýjustu söguskýr-
ingar út á það að Stalín hafi ætlað sér að ráðast
vestur á bóginn, frelsa Evrópu undan Þjóðverjum
og leggja undir sig álfuna að Ermarsundi.
Sérstaklega verður rætt um hlutverk skipalest-
anna sem fóru hér í gegnum Ísland á leiðinni til
N-Rússlands með hergögn frá BNA, en þar var
Ísland í lykilhlutverki og þetta er atriði sem alls
ekki má vanmeta, á fyrirlestrinum kemur fram ís-
lenskur sjómaður sem var í skipalestunum. Það
er ljóst að skipalestirnar áttu mikinn hlut að máli í
því að brjóta hernaðarmaskínu Þjóðverja á bak
aftur. Hinsvegar lá hitinn og þunginn á venjulegu
rússnesku fólki en þeir misstu þarna 27 milljónir
manna, þar sem Þjóðverjar gengu yfir af mikilli
villimennsku. Þetta var ekkert eins og í París þar
sem þeir stunduðu kaffihús og næturklúbba.“
Hvaða lærdóm getum við dregið af sögunni?
„Pólitískir öfgar og hatur sem enn vaða uppi
víða um heim er greinilega nokkuð sem mann-
skepnan á erfitt með að losa sig við, sagan er allt-
af að endurtaka sig, það sýnir sig hvað eftir ann-
að, þetta er greinilega eðli mannsins. En við
vorum vissulega heppin að rússneski veturinn var
kaldur við Volgubakka og að Rússarnir gáfu sig
ekki.“
Stríðssaga | Fyrirlestur um vörn Sovétríkjanna gegn árás Þjóðverja í seinni heimsstyrjöld
Mest mæddi á almenningi
Haukur Hauksson er
fæddur í Reykjavík árið
1966. Hann lauk stúd-
entsprófi frá MK 1987
og stundaði síðan nám í
sögu og málfræði við
Óslóarháskóla. Þá nam
hann alþjóðamál og fjöl-
miðlafræði við Moskvu-
háskóla og útskrifaðist
sem magister í alþjóða-
málum 1996. Haukur
var fréttaritari RÚV í
samveldisríkjunum frá
1990 og hefur m.a. starfað hjá ferðaskrif-
stofum í Moskvu og sem leiðsögumaður fyrir
botni Miðjarðarhafs. Þá hefur hann tekið á
móti fjölda rússneskra ferðamanna hingað til
lands og staðið fyrir ferðum Íslendinga til
Rússlands. Haukur á eina dóttur.
Leitað að revíutexta
KÆRI Velvakandi.
Eins og svo oft áður þegar mað-
ur er í vandræðum leita ég til þín
um aðstoð. Ég er að leita að „rev-
íutexta“ sem að ég kunni fyrir
margt löngu síðan. Því er semsé
þannig varið að ég man bara hrafl
úr honum og vil þess vegna biðja
lesendur að rifja hann upp og
senda mér.
Textinn var eitthvað á þessa leið:
Áður fyrr gekk ég í ullarbrókum ein-
um
Gott og vel, í ullarbrókum einum.
Nú geng ég í næstum ekki nein-
um.
Gott og vel, það gerir ekkert til
Áður fyrr gekk ég með lömbin út í
haga
Gott og vel, með lömbin út í haga.
Nú geng ég með börnin mín í
maga.
Gott og vel, það gerir ekkert til.
Með fyrirfram þökk,
Sigríður Fr. Halldórsdóttir,
Selási 13, 700 Egilsstöðum.
Ljótar myndir
í sjónvarpi
ÉG vil mótmæla því hvað sýndar
eru ógeðslegar glæpamyndir í sjón-
varpinu, og þá sérstaklega á föstu-
dögum og laugardögum. Er sjón-
varpið að stefna að því að bæta við
geðvandamál hjá fólki og þá sér-
staklega hjá börnum og unglingum
með því að sýna mikið af ljótu efni.
Það hlýtur að vera hægt að sýna
myndir sem allir geta horft á án
þess að það sé mannskemmandi.
Ég vona að fleiri láti heyra frá sér
sem eru mér sammála og mótmæli
þessum sýningum sjónvarpsins.
Gógó.
Áskorun
ÉG vil koma á framfæri áskorun til
Björgúlfs og allra hinna millj-
arðamæringanna. Hvernig væri að
byggja eins og 1-2 stykki hjúkr-
unarheimili eins og svo sárlega
vantar. Eins vantar bæði óperuna
og sinfóníuhljómsveitina húsnæði.
Vil ég benda á að danskur millj-
arðamæringur gaf sinni borg nýtt
óperuhús. Með von um góðar und-
irtektir.
Reykvíkingur.
Kettlingur fæst gefins
ELLEFU vikna, grá og hvít læða
sem er lítil, fíngerð og mjög fjörug
fæst gefins á gott heimili. Upplýs-
ingar í síma 567 0410.
Kettlingar fást gefins
ÞRIGGJA mánaða, fallegir og
kassavanir, kettlingar fást gefins.
Tveir svartir og hvítir fressar, tvær
marglitar og tvær bröndóttar læð-
ur. Upplýsingar í síma 562 6527 og
690 0138.
Tinni er týndur
TINNI er tæplega 2 ára fress,
hann týndist frá Seljahverfi um síð-
ustu helgi. Hann er svartur, mjög
loðinn og eyrnamerktur með end-
urskinsól sem er líka merkt. Hans
er sárt saknað. Þeir sem hafa orðið
hans varir vinsamlegast látið vita í
síma 557 8011.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
50 ÁRA afmæli. 28. febrúar nk.verður fimmtug Líney Jós-
efsdóttir. Af því tilefni tekur hún á
móti ættingjum og vinum laugardag-
inn 26. febrúar frá klukkan 18 á heimili
sínu, Skólabraut 3 í Mosfellsbæ.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
50 ÁRA afmæli. Í dag, 24. febrúar,verður fimmtugur Ingi Hans
Jónsson, Fagurhóli 8a, Grundarfirði.
Ingi Hans opnar af því tilefni sýningu á
verkum sínum í Sögumiðstöðinni kl. 18
í dag, undir yfirskriftinni Orð og litir.
Hann og eiginkona hans, Sigurborg
Kr. Hannesdóttir, taka síðan á móti
gestum á sagnakvöldi í veitingahúsinu
Krákunni nk. laugardagskvöld kl. 21.
Brúðkaup | Gefin voru saman 4. sept-
ember sl. í Fríkirkjunni í Reykjavík
þau Sólrún Ásta Steinsdóttir og
Trausti Jónsson.
Ljósmyndastofan Ásmynd
Myndlistarkonan
Brynhildur Guð-
mundsdóttir opnar
í dag kl. 17 mynd-
listarsýningu í
Sparisjóðnum á
Garðatorgi, undir
yfirskriftinni
„koma og fara“. Á
sýningunni eru
sýnd 23 olíu-
málverk.
Þetta er fjórða
einkasýning Bryn-
hildar sem hefur
auk þess tekið
þátt í fjölmörgum
samsýningum hér
heima og erlendis. Brynhildur er
með meistarapróf í myndlist frá
University of British Columbia í
Vancouver í Kanada.
Sýningin er opin alla virka
daga á afgreiðslutíma Sparisjóðs-
ins 9.15–16 og stendur til 31.
mars.
Komið og farið í Sparisjóðnum í Garðabæ
Fréttir á SMS
Dóróthea Magnúsdóttir, sími 892 5941
Hugrún Stefánsdóttir, sími 861 2100
Náttúruvænir
hárlitir
frá Ítalíu
Láttu lita þig með
náttúrulitum hjá fagfólki
eða fáðu faglega ráðgjöf
og litaðu þig sjálf.
Herbatint er lausnin.
Skólavörðustig 10, s. 511 2100
HÁR & HEILSA
Kringlunni, sími 553 2888
Gabor
Vorum að taka
upp glæsilegt
úrval af Gabor skóm
sjk@sjk.is
Morguntímar frá 7:15
Fáir einstaklingar í hóp, þverfaglegt eftirlit
Skráning í síma 554 5488 og 564 1766 eða sjk@sjk.is
HEILSUÁTAKSNÁMSKEIÐ
Sérhæfð heilsuátaksnámskeið fyrir
börn, unglinga og fullorðna að hefjast
Morgun-, hádegis- og síðdegistímar