Morgunblaðið - 24.02.2005, Síða 46

Morgunblaðið - 24.02.2005, Síða 46
46 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Búðu þig undir hið óvænta ef þú þarft að eiga samskipti við stórar stofnanir í dag. Þú ert líka eitthvað hvumpinn og tauga- óstyrkur núna, hrútur. Naut (20. apríl - 20. maí)  Vinur kemur þér á óvart í dag. Einhver sem þú þekkir tekur upp á einhverju óvæntu eða þá að stórfurðuleg mann- eskja verður á vegi þínum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ekki er gott að átta sig á því hvar landið liggur í samskiptum við yfirboðara núna. Ekki reyna að draga mat annarra í efa. Þú vilt alls ekki láta segja þér fyrir verk- um núna. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Óvænt tækifæri til ferðalaga eða á sviði menntunar og þjálfunar gætu gefist í dag. Þessi glufa er lítil og lokast fljótt, búðu þig undir að þurfa að bregðast skjótt við. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Eitthvað gæti rekið á fjörur þínar í dag. Á hinn bóginn er allt eins víst að þú týnir einhverju. Eitthvað tengt sameigin- legum eignum gæti komið á óvart. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Gerðir annarra koma reglulega flatt upp á þig í dag. Þessu áttir þú ekki von á. Þú finnur ef til vill til þarfar fyrir að slíta þig lausa, meyja. Hömlur eru þér ekki að skapi núna. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Tæknibúnaður gæti bilað í vinnunni. Venjubundin rútína fer úr skorðum, svo mikið er víst. Vertu undir það búin og sýndu sveigjanleika, þá gengur allt bet- ur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ást við fyrstu sýn er hugsanleg í dag. Þú finnur skyndilega til sterkrar aðlöðunar. Á hinn bóginn þarf drekinn að sýna börnum sérstaka aðgæslu, hið óvænta getur gerst. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Venjubundin hegðun á heimili er sett úr skorðum í dag. Líkur eru á einhverju óvæntu. Samræður við foreldra gætu líka orðið eldfimar, þó það sé ekki víst. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Slysahætta er meiri en ella í dag. Farðu varlega í akstri og íþróttum. Fleiri slys eru hugsanleg, þú gætir til að mynda misst eitthvað út úr þér, hugsaðu fyrst. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ekki er ólíklegt að skyndileg versl- unarþörf geri vart við sig. Þú sérð eitt- hvað sem þér finnst þú verða að eignast. Kannski týnirðu peningum eða eigum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú finnur fyrir uppreisnargirni gagnvart yfirvaldi í dag. Kannski verður þú líka fljótfær og gerir eitthvað vanhugsað. Hvernig væri að telja upp að þremur fyrst? Stjörnuspá Frances Drake Fiskar Afmælisbarn dagsins: Þú ert gefandi manneskja og tekur tillit til þarfa annarra. Þjáningar þeirra láta þig aldrei ósnortna. Á sama hátt ertu mjög móttækileg fyrir öðrum. Vilja- styrkur þinn er mikill, sem og kjarkur og einbeitni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos  1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 skrölt, 4 hríð, 7 mjúkum, 8 stirðleiki, 9 hagnað, 11 ýlfra, 13 fall, 14 langar til, 15 maður, 17 mergð, 20 töf, 22 hænur, 23 Asíuland, 24 lofar, 25 aflaga. Lóðrétt | 1 borguðu, 2 kvendýr, 3 fá af sér, 4 fjöl, 5 skrökvar, 6 lítilfjör- legan, 10 hroki, 12 kraft- ur, 13 skar, 15 málmur, 16 skrifum, 18 tjónið, 19 ljúka, 20 ósoðinn, 21 kosning. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 munntóbak, 8 náleg, 9 álfar, 10 lin, 11 renni, 13 særir, 15 skens, 18 störf, 21 kæn, 22 fögru, 23 aflar, 24 handfangs. Lóðrétt | 2 uglan, 3 nagli, 4 óláns, 5 arfur, 6 snær, 7 hrár, 12 nón, 14 ætt, 15 sófi, 16 eigra, 17 skuld, 18 snaga, 19 öfl- ug, 20 forn. Tónlist Café Rosenberg | Söngkonan Þórunn Pál- ína Jónsdóttir syngur djass úr ýmsum átt- um ásamt hópi valinkunnra djassgeggjara. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og kostar kr. 1.000 inn. Grand rokk | Trúba- dorarnir Lára og Kalli, söngvari Tend- erfoot leika trega- fulla tóna ásamt drungakántrýsveit- inni Shadow Parade í kvöld kl. 22 á Grand rokk. Shadow Par- ade hefur vakið nokkra athygli und- anfarið fyrir lag sitt Nothing for me. Sveitin mun leika með nýju sniði í kvöld. Háskólabíó | Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur konsert fyrir fjóra saxófóna ásamt Raschér-kvartettinum kl. 19.30 í kvöld. Hótel Borg | Pönk–elektró–jazztríóið GRAMS heldur tónleika á Jazzklúbbnum Múlanum, Hótel Borg kl. 21. Tríóið skipa: Jó- el Pálsson: Reyrblástur og elektróník. Davíð Þór Jónsson: Hljómborð, flautur og raddir að handan. Helgi Svavar Helgason: Tromm- ur og hristingur. Kaffi Sólon | Magni og Sævar á efri hæðinni í kvöld, dj Andres á neðri hæðinni. Grænn á tilboði – Efri hæðin opnuð aftur eftir miklar endurbætur – ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir. Myndlist Árbæjarsafn | Í hlutanna Eðli – Stefnumót lista og minja. Gallerí Gyllinhæð | Þórunn Eymundardóttir og Júlíus Eymundsson – „snert hörpu mína himinborna dís“ Gallerí I8 | Finnur Arnar sýnir ýmis mynd- verk. Gallerí Sævars Karls | Ættarmót fyrir hálfri öld. Sigurður Örlygsson sýnir olíu- málverk – 100 andlit úr fjölskyldu sinni. Gallerí Tukt | Erna Þorbjörg Einarsdóttir – Verk unnin með blandaðri tækni. Gerðuberg | Rosemarie Trockel sýnir ljós- myndir, skúlptúra, teikningar og myndbönd. Sigríður Salvarsdóttir í Vigur sýnir listaverk úr mannshári í Boganum. Hafnarborg | Bjarni Sigurbjörnsson og Har- aldur Karlsson – Skíramyrkur. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson er myndhöggvari febr- úarmánaðar í Hafnarborg. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu- málverk í forkirkju. Hrafnista Hafnarfirði | Steinlaug Sig- urjónsdóttir sýnir olíu og vatnslitamyndir í Menningarsalnum. Hvalstöðin Ægisgarði | Dagný Guðmunds- dóttir – Karlmenn til Prýði. Kaffi Sólon | Óli G. Jóhannsson sýnir óhlut- læg verk. Kling og Bang gallerí | Magnús Árnason – Sjúkleiki Benedikts. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930 1945 og Rúrí – Archive–endangered waters. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Blaða- ljósmyndarafélag Íslands – Mynd Ársins 2004 á efri hæð. Ragnar Axelsson – Fram- andi heimur á neðri hæð. Listasafn Reykjanesbæjar | Kristín Gunn- laugsdóttir – …mátturinn og dýrðin, að ei- lífu…. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið – yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Þórður Ben Sveinsson – Borg náttúrunnar. Bjargey Ólafsdóttir – Láttu viðkvæmt útlit mitt ekki blekkja þig. Erró – Víðáttur. Brian Griffin – Áhrifavaldar. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Hörður Ágústsson – Yfirlitssýning í vest- ursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson – Markmið XI Samvinnu- verkefni í miðrými. Kjarval –Yfirlitssýning. Nýlistasafnið | Jean B. Koeman – Socles de Monde. Samsýningin Tvívídd. Grams – Sýn- ing á vídeóverkum úr eigu safnsins. Safn | Stephan Stephensen – AirCondition. Jóhann Jóhannsson – Innsetning tengd tónverkinu Virðulegu forsetar. Thorvaldsen Bar | Ásta Ólafsdóttir – Hug- arheimur Ástu. Þjóðmenningarhúsið | Bragi Ásgeirsson er myndlistarmaður mánaðarins í samstarfi Þjóðmenningarhússins og Skólavefsins. Sýning á verkum Braga í veitingastofu og kjallara. Skemmtanir Roadhouse | Beljukvöld, allt í tilboðum á barnum og Dj Víkingur í búrinu. Listasýning Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Fundir Hótel Loftleiðir | Farið yfir flugatvik og flug- óhöpp kl. 20. Þormóður Þormóðsson rann- sóknarstjóri. Kynning á Landsflugi ehf. Tyrf- ingur Þorsteinsson flugrekstrarstj. Myndir, Fis umhverfis Ísland, Flug að vetrarlagi. Kaffiveitingar í boði Flugmálastjórnar. Allt áhugafólk velkomið. FMÍ RNF FIA Flug- björgunarsveitin Fmí. Kattavinafélag Íslands | Aðalfundur Katta- vinafélags Íslands verður haldinn kl. 18, í húsi félagsins við Stangarhyl 2 Reykjavík. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Klúbbhús Fjallahjólaklúbbsins | Ársþing Landssamtaka hjólreiðamanna verður hald- ið kl. 20 í klúbbhúsi ÍFHK að Brekkustíg 2, Reykjavík (við Framnesveg skammt frá Loftkastalanum). Tvær kynningar verða: Um hjólreiðastarfshóp Reykjavíkurborgar og um hjólreiðavinnu Kaupmannahafnar. Auk þess aðalfundarstörf. Kristniboðsfélag kvenna | Fundur að Háa- leitisbraut 58 – 60 kl. 17 í umsjá Lilju Sig- urðardóttur. Allar konur velkomnar. GSA á Íslandi | GSA er hópur fólks sem hef- ur leyst vandamál sín tengd mat. Fundir fimmtudögum kl. 20.30 í Tjarnargötu 20. Námskeið Hrossaræktarbúið Króki | Reiðnámskeið Geysis, kennarar verða Hallgrímur Birkis- son og Ísleifur Jónasson. Verð kr. 5.000. Upplýsingar og skráning hjá Sonju 898– 1597 og Hallgrími 864–2118. Fyrirhugað er að halda reiðnámskeið fyrir konur og al- mennt ef næg þátttaka fæst. Kennarar Hall- grímur og Ísleifur. Söfn Lindasafn | Opið hús frá kl. 17-22 fyrir handavinnukonur og aðra sem vilja koma saman og deila áhugamálum sínum. Búta- saumur og önnur handavinna. Heitt á könn- unni. Lindasafn. Núpalind 7 (2. hæð Linda- skóla). Gengið inn Núpalindarmegin. S. 564-0621. Þjóðmenningarhúsið | Tónlistararfur Ís- lendinga, Handritin, Þjóðminjasafnið – svona var það, Heimastjórnin 1904. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (1895–1964) er skáld mánaðarins. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóð- minjasafnsins, Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár. Ómur Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljósmyndasýningarnar Hér stóð bær og Átján vóru synir mínir í álf- heimum... Opið frá kl 11–17. Fyrirlestrar Háskólinn á Akureyri | Táknfræði er fyr- irferðarmikil á síðari árum þótt hugmyndir fólks um tákn séu mjög á reiki. Í erindi sínu á Heimspekitorgi kl. 16.30 veltir Þorsteinn Gylfason því fyrir sér hvað tákn séu og hvaða hlutir geti með góðu móti talist til þeirra. Stofa L101 Sólborg v/Norðurslóð. Kynning Maður lifandi | Í vetur er viðskiptavinum boðin ókeypis ráðgjöf um notkun hómópat- íu á fimmtudögum kl. 13–15 í verslun Maður lifandi. Kristín Kristjánsdóttir hómópati að- stoðar og svarar spurningum. Ráðstefnur Grand Hótel Reykjavík | Kl. 9–17 verður efnt til ráðstefnu á Grand Hótel undir yf- irskriftinni: Ísland og norðurslóðir. Rætt um vatnabúskap, orkumál, siglingar, dýralíf, landnýtingu, mannlíf, byggðaþróun og rann- sóknir. Skráning er í síma 545 9940 eða með tölvupósti: sand@mfa.is Útivist Laugardalurinn | Stafganga í Laug- ardalnum á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.30, gengið er frá Laugardalslauginni. Nánari upplýsingar er að finna á www.staf- ganga.is og gsm: 616 8595 eða 694 3571. Guðný Aradóttir og Jóna Hildur Bjarnadótt- ir. FJÖGUR bönd úr afar ólíkum áttum koma saman á Gauknum í kvöld kl. 21.30 og leika á tónleikum. Þetta eru sveitirnar Jeff Who, Indigo, Days of our Lives og Brúðarbandið. Kvartettinn Days of our Lives er til- tölulega nýr af nálinni. Sveitin, sem skipuð er fjórum reykvískum drengjum, hefur gefið út tvö lög sem hafa farið í spilun í útvarpi og að sögn hljómsveit- armeðlima er meira á leiðinni, þar sem hljómsveitin er þessa dagana í stúdíói að taka upp efni fyrir væntanlega stuttskífu. Þá lék sveitin á Airwaveshá- tíðinni ásamt The Shins, The Stills og Vínyl. Jón Björn Árnason, bassaleikari Days of our Lives, segir margt framundan hjá sveitinni. „Við erum á fullu í upptökum á E.P. plötu og erum að vinna að heima- síðu. Svo erum við að hugsa um að fara í tónleikaferðalag til Norðurlandanna,“ segir Jón Björn. „Við erum samt að hugsa um að spila dálítið mikið núna á næstunni hér á Íslandi, við höfum lítið spilað síðan á Airwaves. Við höfum ver- ið að endurhugsa okkar tónlistarlegu framsetningu og eytt miklum tíma í æf- ingar og stúderingar á tónlistinni.“ Jón Björn segist afar hrifinn af sveit- unum sem leika með þeim félögum á tónleikunum. „Þetta eru allt frábærar hljómsveitir. Jeff Who eru mjög fram- bærilegt íslenskt band og Indigo er að gera mjög fallega tónlist. Svo eru stelp- urnar í Brúðarbandinu mjög hressar með skemmtilegt pönkskotið rokk.“ Stefnukokteill á Gauknum 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 h6 4. c3 c5 5. exd5 Dxd5 6. Rgf3 Rc6 7. Bc4 Dd8 8. Rb3 cxd4 9. Rbxd4 Rxd4 10. Rxd4 a6 11. Bf4 Bd6 12. Rc6 bxc6 13. Dxd6 Dxd6 14. Bxd6 Bb7 15. O-O-O O-O-O 16. Be5 Rf6 17. b4 Hhg8 18. Hxd8+ Hxd8 19. f3 Kd7 20. Hd1+ Ke8 21. Hxd8+ Kxd8 22. Kc2 Re8 23. Bg3 Kd7 24. Kb3 Rc7 25. Be5 g6 26. Bg7 h5 27. Ka4 Rd5 28. Ka5 f6 29. Bxd5 cxd5 30. Kb6 d4 31. cxd4 Bd5 32. a4 Bb3 33. Kxa6 Bxa4 34. b5 Bb3 35. Bxf6 Bc4 36. g4 hxg4 37. fxg4 Be2 38. Be5 Kc8 39. h4 Bxg4 Staðan kom upp á tékkneska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Karlovy Vary. Stigahæsti keppandi mótsins, David Navara (2644) hafði hvítt gegn stigalægsta keppandanum Stanislav Cifka (2292). 40. d5! exd5? svartur hefði hugsanlega getað haldið jöfnu eftir 40... Be2! 41. dxe6 Bc4 42. e7 Kd7 43. Bd6 Bd3! og óvíst er hvort hvíta kónginum tekst að brjótast í gegn varn- ir svarts. 41. b6 Kd8 42. Bf6+ og svart- ur gafst upp enda b-peðið að renna upp í borð. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.