Morgunblaðið - 24.02.2005, Side 47
DJASSINN verður í algleym-
ingi á Café Rósenberg í kvöld
kl. 22, en þá mun Þórunn Pál-
ína Jónsdóttir söngkona stíga
á stokk ásamt hljómsveit sinni,
sem skipuð er þeim Kjartani
Valdimarssyni, Þórði Högna-
syni og Birgi Baldurssyni.
Þórunn Pálína hefur stund-
að söngnám í FÍH og er þetta í
fyrsta skipti sem hún heldur
tónleika á eigin forsendum.
„Lögin eru ekki endilega
djasslög að uppruna, þó þarna
sé að finna marga djassstand-
arda. Sum þeirra eru lög úr
öðrum áttum sem við höfum
sett í djassbúning,“ segir Þór-
unn Pálína, en rödd hennar
liggur á sviði mezzósóprans.
Aðspurð um uppáhalds söng-
lög segir hún Chet Baker,
Tom Waits og Ellu Fitzgerald
vera í miklu uppáhaldi. „Það
sem einkennir mína uppá-
haldsmúsík er einlægni, að
fólk sé að segja góða og fallega sögu.
Það eru í rauninni lögin sem skipta
mig mestu máli, ekki endilega lista-
mennirnir, heldur sögurnar, tilfinn-
ingin og melódíurnar.“
Eins og áður segir er Þórunni til
aðstoðar einvala lið tónlistarmanna
og kveðst Þórunn afar ánægð með
liðsheildina. „Ég hringdi í akkúrat þá
menn sem ég vildi hafa með mér og
þeir sögðu allir já. Ég bjóst ekki við
því, en ég tel mig mjög heppna að það
var áhugi á að láta þennan draum
rætast.“
Þórunn Pálína debúter-
ar á Café Rósenberg
Tónleikarnir hefjast eins og áður
segir kl. 22 og kostar 1.000 kr. inn.
Einnig er á Café Rósenberg Tarot-
spákona sem spáir fyrir gestum.
Morgunblaðið/Jim Smart
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 47
DAGBÓK
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Myndlist kl. 13 víd-
eóstund kl. 13.15 í matsalnum, jóga kl.
9, boccia kl. 10, opið er fyrir frjálsa
spilamennsku alla daga.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, böðun, hárgreiðsla, leikfimi,
myndlist, bókband, söngur, fótaaðgerð,
félagsvist á morgun.
Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í
Breiðfirðingabúð sunnudaginn 27.
febrúar kl. 14. Þriðji dagur í fjögurra
daga keppni. Kaffiveitingar.
Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og dag-
blöð, baðþjónusta og hárgreiðslustofan
opin, kl. 10–14 handavinnustofan opin,
kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14.30–15.30
kaffi.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
kl. 13, félagsvist kl. 20. Sinfóníu-
hljómsveit Íslands býður eldri borg-
urum á tónleika 18. mars kl. 10.30, mið-
ana er hægt að sækja á skrifstofu FEB í
Faxafeni 12. Fyrirhugað er námskeið í
framsögn ef næg þátttaka fæst, leið-
beinandi Bjarni Ingvarsson, skráning á
skrifstofu FEB, s. 588–2111.
Félag kennara á eftirlaunum | EKKÓ
æfir í KHÍ kl. 17.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Brids-
deild FEBK spilar mánu- og fimmtu-
daga. Skráning kl. 12.45. Allir velkomn-
ir. Þátttökugjald kr. 200.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Vatnsleikfimi kl. 9.15, golf á sama stað
kl. 11.30, karlaleikfimi og málun kl. 13,
spænska 400 kl. 12, trélist kl. 13.30,
spænska byrjendur kl. 18. Félagsvist í
Grafarholti kl. 19.30.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30
helgistund, kl.12.30 vinnustofur opnar,
kl. 13.15 „Kynslóðir saman í Breiðholti“
félagsvist í samstarfi við Hólabrekku-
skóla, allir velkomnir.
Furugerði 1 | Kl. 9 aðstoð við böðun,
alm. handav., smíðar og útskurður, kl.
13.30, boccia. Ferð á Ástandið í Iðnó 2.
mars. Skrán. í s. 553–6040.
Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa-
vinna, bútasaumur, perlusaumur, korta-
gerð, keramik og nýtt t. d. dúkasaumur,
dúkamálun, sauma í plast, hjúkr-
unarfræðingur á staðnum, kl. 10,
boccia, kl. 11, leikfimi, kl. 12, hádeg-
ismatur, kl. 14 félagsvist. kl. 15 kaffi.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi frá kl.
9, pútt kl. 10, leikfimi í Bjarkarhúsinu kl.
11.20, glerbræðsla kl. 13 og bingó kl.
13.30.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa
kl. 9–13 búta- og brúðusaumur, umsjón
Sigrún, hannyrðir hjá Halldóru kl. 13–
16.30, félagsvist kl. 13.30 góðir vinn-
ingar, kaffi og meðlæti. Böðun virka
daga f.h.. Fótaaðgerðir – hársnyrting.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll-
um opið, s. 568–3132. Betri stofa og
Listasmiðja 9–16, frjálst handverk og
glerskurður, leikfimi kl. 10, aðstoð við
böðun, sönghópurinn Dísirnar kl. 13.30.
Hárgreiðslustofa 568–3139. Fótaað-
gerðarstofa 897– 9801. Ferð í Gljúfra-
stein 1. mars kl. 13.
Korpúlfar Grafarvogi | Vatnsleikfimi í
Grafarvogslaug kl. 9.30 á morgun.
Langahlíð 3 | Bingó í dag kl. 15.
Laugardalshópurinn í Þróttarheim-
ilinu | Leikfimi fyrir eldri borgara í dag
kl. 12.15.
Norðurbrún 1, | Opin vinnustofa, kl. 9
leir og smíði, kl. 10 ganga, kl. 13 leir.
Bandalag kvenna í Reykjavik verður
með kvöldskemmtum kl. 20, gam-
anmál, söngur og dans, kaffiveitingar.
Skrán. í s. 568 6960.
SÁÁ félagsstarf | Félagsvist og dans
verður lau. 26. feb. í sal I.O.G.T að
Stangarhyl 4 og hefst spilamennskan
kl. 20. Eftir spilamennsku verður dans-
að fram eftir nóttu.
Sjálfsbjörg | Skák í kvöld kl. 19.30.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og
fótaaðgerðir, kl. 9.15–14 aðstoð v/
böðun, kl. 9.15–15.30 hannyrðir, kl. 9–10
boccia, kl. 10.15–11.45 enska, kl. 10.15–
11.45 spænska, kl. 11.45–12.45 hádeg-
isverður, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13.16, gler-
bræðsla, kl. 13–16 kóræfing, kl. 14.30–
15.45 kaffiveitingar.
Vitatorg | Smiðja kl. 8.45, bókband,
pennasaumur og hárgreiðsla kl. 9,
morgunstund og fótaaðgerðir kl. 9.30,
boccia kl. 10, glerskurður, handmennt
og frjáls spil kl. 13.
Þórðarsveigur 3 | Bingó kl. 13.30.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyr-
irbænastund kl. 12. Léttur hádeg-
isverður á eftir.
Árbæjarkirkja | Starf með 10–12 ára
börnum kl. 14.30 og 7–9 ára börnum kl.
15.30. Söngur, sögur, leikir og ferðalög.
Áskirkja | Opið hús milli kl. 14 og 17 í
dag. Samsöngur undir stjórn organista,
kaffi og meðlæti. Allir velkomnir. TTT-
starfið, samvera Kl. 17-18 í dag.
TEN-SING-starfið, æfingar leik- og
sönghópa milli 17 og 20.
Biblíuskólinn við Holtaveg | Fræðslu-
kvöld um Prédikarann, eina af bókum
Gamla testamentisins, kl. 20–22 í húsi
KFUM og KFUK við Holtaveg. Fræðsla
kvöldsins verður í umsjá Kristínar
Sverrisdóttur. Aðgangur er ókeypis og
öllum opinn.
Bústaðakirkja | Foreldramorgunn kl.
10–12. Foreldrar koma saman með börn
sín og ræða lífið og tilveruna.
Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl 10
til 12. Umsjón Anna Arnardóttir. Leik-
fimi Í.A.K. kl. 11.15. Bænastund kl 12.10.
Foreldrafundur fermingarbarna Pálma-
sunnudags og annars í páskum kl. 20,
Skírdags kl 21.
Fella- og Hólakirkja | Foreldramorg-
unn kl. 10–12. Stelpustarf, 3.–5. bekkur,
kl. 16.30–17.30.
Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund í Vídalínskirkju kl. 22. Boðið upp
á kaffi í lok stundarinnar.
Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar kl.
10–12. Fræðandi og skemmtilegar sam-
verustundir, ýmiskonar fyrirlestrar.
Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð
fyrir börnin. Kirkjukrakkar í Húsaskóla
kl. 17.30–18.30 fyrir 7–9 ára. „Á leiðinni
heim“. Helgistund kl.18. Guðrún Ög-
mundsdóttir les Passíusálm.
Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund kl. 12 á
hádegi. Orgelleikur, íhugun, bæn. Létt-
ur málsverður í safnaðarheimili eftir
stundina.
Hjallakirkja | Kirkjuprakkarar, 6–9 ára
börn hittast kl. 16.30–17.30.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | „Eld-
urinn“ kl. 21 fyrir fólk á öllum aldri. Lof-
gjörð, vitnisburðir og kröftug bæn. Allir
velkomnir. www.gospel.is.
KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUM í
kvöld kl. 20. „Kirkjugarðar Reykjavík-
ur“ sr. Þórsteinn Ragnarsson, frkvstj.
Hugleiðingu hefur sr. Sigurður Pálsson.
Kaffi. Allir karlmenn velkomnir.
Langholtskirkja | Samvera foreldra
ungra barna í safnaðarheimili kl. 10-12.
Fræðsla, spjall, kaffisopi, söngstund.
Verið velkomin. Umsjón: Rut G. Magn-
úsdóttir.
Laugarneskirkja | Kl. 12, Kyrrðarstund
í hádegi. Að samveru lokinni bíður létt-
ur málsverður í safnaðarheimilinu allra
sem lyst hafa. Kl. 17.30 KMS (14-20
ára) Æfingar fara fram í Áskirkju og Fé-
lagshúsi KFUM & K við Holtaveg.
Njarðvíkurprestakall | Spilakvöld aldr-
aðra og öryrkja kl. 20. í umsjá félaga úr
Lionsklúbbi Njarðvíkur, Ástríðar Helgu
Sigurðardóttur, Natalíu Chow Hewlett
og sóknarprests, Baldurs Rafns Sig-
urðssonar. Aðalsafnaðarfundur Innri-
Njarðvíkursóknar verður haldinn í kirkj-
unni kl. 18. Venjuleg aðalfundarstörf.
Sveitakeppni Bridshátíðar.
Norður
♠G87
♥K4 V/NS
♦ÁK108542
♣Á
Vestur Austur
♠KD2 ♠9643
♥DG108653 ♥2
♦96 ♦DG73
♣2 ♣DG75
Suður
♠Á105
♥Á97
♦--
♣K1098643
Í þriðju umferð Flugleiðamótsins
kom upp hættulegt skiptingarspil, þar
sem NS-pörin fóru sér iðulega að voða
eftir opnun vesturs á hindrunarsögn í
hjarta. Vestur vakti ýmist á þremur
eða fjórum hjörtum eftir kjarki og stíl.
Yfir fjórum hjörtum er eðlilegt að
segja fimm tígla á norðurspilin, sem
setur suður í óskemmtilega aðstöðu.
En það er sama hvað hann gerir –
passar, reynir sex lauf eða jafnvel sex
tígla – ekkert vinnst. Yfir þremur
hjörtum kemur vel til álita að segja
þrjú grönd á norðurhöndina, en sá
samningur vinnst ekki heldur, auk
þess sem suður mun taka út og reyna
við slemmu.
Eina geimsögnin sem hægt er að
vinna er fimm lauf. Vinningsleiðin er
fögur. Segjum að vestur komi út með
spaðakóng. Suður tekur slaginn, spilar
hjarta á kónginn og hendir tveimur
spöðum niður í ÁK í tígli. Spilar svo
hjarta úr borði að Á9. Ef austur tromp-
ar, fær hann aðeins einn slag til á lauf,
svo sennilega hendir hann í slaginn. Þá
tekur suður með ás og stingur hjarta-
níuna með trompásnum! Millispilin í
trompinu eru nógu þétt til að tryggja
að austur fái einungis tvo slagi á DG.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
H
ön
nu
n:
G
un
na
r
S
te
in
þó
rs
so
n
/ M
ar
ki
ð
/ 0
2.
20
05
Frábær tilboð á skíða-
og brettapökkum
20-30% afsláttur
NORRÆNA húsið, Stofnun Sig-
urðar Nordals, Íslensk málstöð og
Íslensk málnefnd gangast fyrir um-
ræðufundi í Norræna húsinu, um
drög að yfirlýsingu um norræna
málstefnu, sem lögð hafa verið fyrir
Norrænu ráðherranefndina. Fund-
urinn hefst kl. 11.00 og stendur til
13.30.
Frummælendur verða Guðrún
Kvaran, forstöðumaður Orðabókar
Háskólans og formaður Íslenskrar
málnefndar, Ari Páll Kristinsson,
forstöðumaður Íslenskrar mál-
stöðvar, Michael Dal, lektor í
dönsku við Kennaraháskóla Íslands,
og Úlfar Bragason, forstöðumaður
Stofnunar Sigurðar Nordals.
Gro Kraft, forstjóri Norræna
hússins býður fundargesti vel-
komna. Rannveig Guðmundsdóttir,
alþingismaður, forseti Norður-
landaráðs, flytur ávarp.
Að loknum framsöguerindum
verða almennar umræður. Kristín
Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur, for-
maður lýðræðisnefndar Norrænu
ráðherranefndarinnar, tekur saman
niðurstöður umræðnanna.
Í hádegisverðarhléi bjóða Nor-
ræna húsið og Stofnun Sigurðar
Nordals veitingar.
Nánari upplýsingar má finna á
www.nordals.hi.is.
Norræn málstefna í brennidepli