Morgunblaðið - 24.02.2005, Side 49

Morgunblaðið - 24.02.2005, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 49 MENNING þjóðarátak um nýsköpun - námskeið á Akureyri Á námskeiðinu er m.a. fjallað um eftirfarandi: • Undirbúningur og stefnumótun. • Helstu innihaldsatriði viðskiptaáætlunar. Farið yfir helstu efnisatriði sem þarf að taka tillit til í vandaðri viðskiptaáætlun. • Umbúnaður og kynning viðskiptaáætlunar. M.a. fjallað um aðferðir og tækni við að setja fram faglegar kynningar. • Verkefni og æfingar eftir því sem tími leyfir. Námskeið um gerð viðskiptaáætlana verður haldið í á Akureyri, mánudaginn 28. febrúar frá kl. 17:15 - 21:30. Staður: Borgir við Norðurslóð. Fyrirlesari verður G. Ágúst Pétursson, verkefnisstjóri í Nýsköpun 2005, en auk þess verður fulltrúi frá Íslandsbanka með stutt erindi. Þátttökugjald er 9.500 kr. og er innifalin létt máltíð, leiðbeiningahefti um gerð viðskiptaáætlana og önnur námsgögn. Frestur til að skila inn viðskiptaáætlun er 1. september 2005. Skráning á námskeið: www.nyskopun.is SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands fær til sín sérstaka gesti á tónleikum í kvöld, en þar er á ferðinni hinn þýski Raschér-saxófónkvartett. Kvartettinn mun leika konsert fyrir fjóra saxófóna eftir tónskáldið Philip Glass, sem samdi verkið sérstaklega fyrir kvartettinn. Hann er ekki einn um það, því að fleiri en 250 tónskáld hafa samið fyrir kvartettinn allt frá stofnun hans árið 1969. Meðlimir hans í dag eru Bruce Weinberger, Elliot Riley, Kenneth Coon og Christine Rall. Að sögn Sváfnis Sigurðarsonar, upplýsingafulltrúa Sinfóníunnar, er Raschèr-kvartettinn þekktur fyrir einstaklega fallegan og samstilltan hljóm, tæknilega fágun og kraft- mikla túlkun á nýrri og gamalli tón- list. „Það hefur til dæmis verið sagt um flutning hans á umritunum á tón- list eftir Bach að engu sé líkara en að hljómur orgels og strengjakvartetts bráðni þar saman.“ Þetta er önnur heimsókn kvartettsins til landsins en hann lék á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitarinnar fyrir áratug. Annað verkið er Kárahnjúkar, Sinfóníetta I eftir Jónas Tómasson, sem segir verkið innblásið af ís- lenskri náttúru og sé það að vissu leyti saknaðaróður um land sem hverfur undir vatn. Lokaverk tón- leikanna er Prag-sinfónía Mozarts. Raschér-kvartettinn kemur einn- ig fram í Hallgrímskirkju á laugar- daginn ásamt Mótettukórnum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Raschér-saxófónkvartettinn ásamt Bernharði Wilkinson stjórnanda. Saxófónkvartett leikur með Sinfó ÓPERAN Madame Butterfly eftir Giacomo Puccini, þar sem Jón Rúnar Arason fer með hlutverk Benjamins Franklins Pinkertons, hefur verið sýnd við mikla hrifn- ingu og uppklapp áhorfenda í óperunni í Nürnberg. Þá hefur uppfærslan einnig feng- ið mjög lofsamlega dóma í þýskum dagblöðum og Jón Rúnar Arason einnig. Þannig skrifar NZ Feuilleton að undir stjórn Kerstin Mahler Pöhler sé Pinkerton eins og sjálfumglatt og ólífsreynt barn; hann bregði hinni framandi menn- ingu utan yfir einkennisbúning- inn eins og skikkju. Jón Rúnar Arason leiki þennan tilfinningaríka stirðbusa með rómantísku ívafi og nái hápunkti sínum í söngnum í ást- ardúettnum í enda fyrsta þáttar óperunnar. Abendzeitung segir Jón Rúnar Arason í hlutverki Pinkertons gjarna vilja fara yfir í kossa og faðmlög að lokinni giftingarserem- óníunni en geti á trúverðugan hátt fullvissað aðra um að það hafi hann ekki haft í huga, grófkorna rödd Jóns Rúnars hans hjálpi honum að renna saman við persónu Pinker- tons. Jón Rúnar Arason fær góða dóma fyrir Madame Butterfly í Þýskalandi Jón Rúnar Arason SÝNING norsku listakonunnar Tonje Strøm, Næturhöfuð, sem nú stendur yfir í Norræna húsinu, fjallar um þjáningu, morðæði og harmleik sem stríð valda, svo ég vitni í greinagerð Gro Kraft um verk lista- konunnar. Uppistaða sýningarinnar eru málverk. Hráir litir, grátónaðir út í svart, smurt með krafti á pappír og plötur sem sumar hverjar eru tættar og rifnar eða hanga skakkar og bognar á veggnum. Þetta er „pönkað“ málverk. Dálítið einhæft malerískt séð enda eins og holdgerv- ingur nýja expressjónismans, sem mér hefur nú ekki þótt eldast sérlega vel. Ekki ósvipað og pönkið. Þeir sem lifðu það af fást nú við fágaðri tónlist þótt pönkið hafi á sínum tíma verið frábært. Nýi expressjónisminn lenti í raun í sömu krísu. Hráleikinn sem einkenndi málverkið snemma á ní- unda áratugnum var einfaldlega of takmarkaður og þegar á leið komu fram klisjur innan myndmálsins. Má láta slíkar klisjur pirra sig í nokkrum af málverkum Tonje, en það má líka vel horfa framhjá þeim því málið snýst frekar um að skapa heildar- mynd með málverkunum en að mað- ur laðist að einstökum myndum. Maður kemur inn og við blasir mál- verk með orðunum Natt hoder (Næt- urhöfuð) og við hlið þess er stórt mál- verk á viðarplötu þar sem mótar fyrir barnshöfði. Á gólfinu fyrir framan þau er svo opinn ferningur með visn- uðum blómum og fötum innanborðs. Þessi verk virka sem altari sýningar- innar eða þungamiðja hennar og út frá þeim mótast svo heildin. Það síg- ur vissulega einhver stríðsdrungi á mann á sýningunni, dauði og þjáning. En það hefur með undirliggjandi til- finningu að gera en ekki skýrt mynd- efni og maður getur þ.a.l. sett tilfinn- inguna í hvaða samhengi sem er. Að því leytinu er sýningin vel heppnuð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá sýningu norsku listakonunnar Tonje Strøm, Næturhöfuð, sem stendur yfir þessa dagana í Norræna húsinu. Stríðsmyndir MYNDLIST Norræna húsið Opið alla daga nema mánudaga kl. 12– 17. Sýningu lýkur 6. mars. Tonje Strøm Jón B.K. Ransu MARGT ungt fólk vill tjá sig um sjálft sig í nútímanum, um samtíma sinn, umhverfi og annað fólk. Margir vilja getað hlegið að fullorðinsbrölt- inu í sjálfu sér en vilja líka staldra við og hlusta eftir sannleikanum. MR-ingar hafa nú sett upp leikrit frá 1997 sem fjallar um ung brúðhjón, leikrit sem gerir góðlátlegt grín að samtímanum og alveg sérstaklega að því sem sumir kalla eftirlíkingu af bandarísku brúðkaupsstandi. Sýn- ingin er nákvæm og falleg með áber- andi heildarsvip og í aðalhlutverk- unum eru sterkir leikarar. Valur Freyr Einarsson leikstjóri á greinilega erindi sem leikstjóri en það sést helst á því að heildarbragur sýningarinnar er jafn og nákvæmur og hefur hann auk þess náð heil- miklu út úr leikurunum. Það er ekki oft sem hægt er að tímasetja inn- komur og atriðaskipti jafn vel og hann hefur gert, sérstaklega ekki í verki sem er byggt upp á mörgum stuttum atriðum og hraða og þar sem leikhópurinn telur tugi manns. Til viðbótar er ekki heiglum hent að fara svo ört milli tímaskeiða sem raun ber vitni. Sviðið í Tjarnarbíói er lítið en Valur hefur nýtt það vel og salinn að auki. Þess er ekki getið í leikskrá hver hannar leikmyndina en hún er mjög skemmtileg og ein- föld þar sem hún hjálpar leikurunum að njóta sín betur og er notuð í lokin til þess að koma áhorfendum á óvart. Lýsingin er einnig órjúfan- legur hluti af leik- myndinni. Bún- ingarnir eru í sama stíl, léttir og skemmtilegir, í rómantískum og glaðlegum litum. Einnig er vel til fundið að skreyta anddyrið eins og brúðkaupssal og hafa eins konar for- leik að sýningunni þar. Því miður er ekkert skrifað um leikritið sjálft og höfundinn í fallegri leikskránni en það vill alltof oft brenna við hjá framhaldsskólaleik- félögum að útlit leikskrár er á kostn- að innihaldsins. Það þarf að útskýra fyrir áhorfendum hvernig svona leikrit hefur orðið til. Þetta er spunaverk frá 1997 sem Árni Ibsen samdi fyrir Nemendaleikhúsið í samvinnu við Hafnarfjarðarleik- húsið. Verkið varð vinsælt þá, ekki síst vegna þess að þá voru hin stór- brotnu brúðkaup að verða svo vin- sæl með öllum þeim undirbúningi sem fylgdi, þar með talin steggja- og gæsapartí með tilheyrandi fylleríum sem gerð eru góð skil í verkinu. Vin- sældir sýningarinnar fyrir átta árum voru þó einnig vegna þess að leik- ararnir mótuðu sínar persónur sjálf- ir að miklu leyti en margar þeirra eru eftirminnilegar. Hjá Herranótt gerist það þess vegna nú að allar aukapersónurnar verða nokkuð lit- lausar, sennilega af því að leikarana vantar forsendur til að vinna með. Þetta er þó smáatriði, það má hafa reglulega gaman af sýningunni af því að hún er bæði falleg og fjörug. LEIKLIST Herranótt Höfundur: Árni Ibsen. Leikstjóri: Valur Freyr Einarsson. Ljósahönnun: Jón Þor- geir Kristjánsson. Búningahönnun: Edda Ívarsdóttir og fleiri. Tónlistarflutningur: Ragnar Jón Ragnarsson. Frumsýning í Tjarnarbíói 14. febrúar 2005. Að eilífu Hrund Ólafsdóttir Valur Freyr Einarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.