Morgunblaðið - 24.02.2005, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 24.02.2005, Qupperneq 52
52 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. Nýjasta snilldarverkið frá Óskarverðlaunahafanum Clint Eastwood. Eftirminnilegt og ógleymanlegt meistaraverk. Besta mynd hans til þessa. Hlaut tvenn Golden Globe verðlaun LEONARDO DiCAPRIO H.L. Mbl. Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6 og 9.10. KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10.20. B.i. 16 ára. Yfirnáttúrulegur spennutryllir af bestu gerð sem vakið hefur gríðarleg viðbrögð og slegið rækilega í gegn í USA og víðar. Varúð: Ykkur á eftir að bregða. B.i 16 ára SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.30, 8 OG 10.30. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 5.30, 8 og 10.30. Kvikmyndir.is DV GOLDEN GLOBE VERÐLAUN Besti leikari - Jamie Foxxti l i i i J A M I E F O X X kl. 5.30, og 8.30 B.i. 12. Sýnd kl. 8 og 10.30. Sýnd kl. 5.30. A Very Long Engagement  Kvikmyndir.is Ó.H.T. Rás 2 VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI  Kvikmyndir.is. S.V. Mbl. VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI  Kvikmyndir.isS.V. Mbl.  J.H.H. Kvikmyndir .com 6 11T I L N E F N I N G A R T I L Ó S K A R S V E R Ð L A U N A• BESTA MYND • BESTI LEIKSTJÓRI • BESTI AÐALLEIKARI T I L N E F N I N G A R T I L Ó S K A R S V E R Ð L A U N A• BESTA MYND • BESTI LEIKSTJÓRI • BESTI AÐALLEIKARI • BESTI AUKALEIKARI 2 tilnefningar til Óskarsverðlauna Djassklúbburinn hefur veriðvið góða heilsu undanfarnamánuði og í kvöld stígur þar á svið sveitin GRAMS en hana skipa Jóel Pálsson (blástur og raf- hljóð), Davíð Þór Jónsson (hljóm- borð, flautur og „raddir að hand- an“) og Helgi Svavar Helgason (trommur og hristingur). Tónleik- arnir fara fram á Hótel Borg að vanda og hefjast þeir klukkan 21.00.    Jóel Pálsson er án efa einn afokkar fjölhæfustu djössurum og spilar jöfnum höndum örgustu sýru og fágaðan, hefðbundinn djass. Helgi og Davíð eru þá lík- lega til- raunaglöð- ustu og athafnamestu djassistar sinnar kynslóðar. Í tilkynningu er talað um GRAMS sem pönk- elektró-djasstríó en stefnurnar sem koma inn í hræring GRAMS eru þó mun fleiri samkvæmt Jóel en allt er galopið hjá Grömsurum. „Auk þessa er enginn hljómsveit- arleiðtogi eins og svo algengt er í djassinum. Þetta er bara hljóm- sveitin okkar,“ segir Jóel í samtali við blaðamann. GRAMS hefur nú starfað um nokkurra mánaða skeið, leikið á ýmsum stöðum í höf- uðborginni og komið fram á Ice- land Airwaves, á Oslo Jazzfestival og á Jazzhátíð Reykjavíkur. Það segir sitthvað um fjölbreytileika GRAMS að á Jazzhátíð Reykjavík- ur slógust í lið með sveitinni þeir Seamus Blake, Friðrik Theodórs- son, skipuleggjandi hátíðarinnar, og Rassi prump, meðlimur Trab- ant.    Jóel segir takmarkið meðGRAMS að geta leikið hömlu- laust og öllu því sem meðlimir hafa einhverju sinni snert á er blandað saman í kássu. „Útkoman getur því orðið nokkuð furðuleg,“ segir Jóel. „Þetta er blanda af skrifaðri tónlist og spuna með snertiflöt við djass, raftónlist, pönk, popp, frjálsan spuna og kirkjutónlist. Þetta er fyrst og fremst mjög frjálslegt, það er t.d. mismunandi hvaða lúðra ég tek með mér og svo nýtum við okk- ur líka kjöltutölvuna í botn.“ Jóel segir kjöltutölvuna nýtast frábær- lega sem hljóðfæri og það sé um að gera að nýta sér slík tól til fulln- ustu. „Tölvurnar hafa galopnað heim með óendanlegum mögu- leikum og eru í raun hljóðfæri nú- tímans. Það er því sjálfsagt að nýta þær í djass og spunatónlist eins og önnur hljóðfæri. Að nota þetta ekki er eins og Mozart hefði forðast að nota píanóið á sínum tíma.“    Plata með GRAMS er á stefnu-skránni, tónlistin er til, en allir eru eins og venjulega „geðveik- islega bissí“ eins og Jóel orðar það. Höfundi greinar finnst eins og hann hafi orðið var við ákveðna spennu á milli eldri og yngri kyn- slóðar djassista og það fari hrein- lega í taugarnar á þeim sem að- hyllast „hefðbundinn“ djass að yngri hæfileikamenn skuli vera að sóa hæfileikunum í eitthvert rugl. Jóel skrifar hins vegar ekki undir þetta. „Að sjálfsögðu sé ég ekki það sem við erum að gera sem eitthvert „rugl“,“ segir hann og brosir. „Þar fyrir utan þrífst ég sem tónlist- armaður á því að prófa eitthvað nýtt og fjölbreytt. Mjög margir ís- lenskir djasstónlistarmenn koma víða við í sinni sköpun og það er einfaldlega vegna þess að mark- aðurinn hérlendis er pínulítill og maður er því í nálægð við alls kyns strauma og stefnur. Ég tel að það séu þessar aðstæður sem gera ís- lenska tónlist svolítið sérstaka. Er- lendis er þessu öðruvísi farið, – þar geta menn hæglega sinnt ein- hverjum einum geira eingöngu.“ Engar hömlur ’Það segir sitthvað umfjölbreytileika GRAMS að á Jazzhátíð Reykja- víkur slógust í lið með sveitinni þeir Seamus Blake, Friðrik Theo- dórsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, og Rassi prump, meðlimur Trab- ant.‘ AF LISTUM Arnar EggertThoroddsen arnart@mbl.is FRANSKA hljómsveitin NoJazz kann að hafa djasstónlist sem und- irstöðu en ofan á hana hleður hún áhrifum frá margvíslegum áttum þannig að úr verður nokkuð sér- stæð blanda, eins og nafnið gefur til kynna. Djassinn svo gott sem horf- inn en eftir stendur blanda af djassi, poppi, rokki, fönki, dans- og heimstónlist. Allt er þetta svo bund- ið saman með mjög svo taktföstu og dansvænu „grúvi“. Sveitin er væntanleg hingað til spilamennsku um helgina og leikur á tvennum tónleikum á NASA ásamt Jagúar. Blaðamaður ræddi af tilefninu við Pascal Reva, trymbil, gítar- og bassaleikara sveitarinnar. Dómgreind Sveitina skipa auk Pascals þeir Philippe Sellam (saxafónn), Guill- aume Poncelet (trompet), Philippe Balatier (hljómborð og hljóð- smölun) og Mike Checkli (plötu- snúður). Meðlimir komu úr ólíkum áttum þegar þeir stofnsettu sveitina við aldahvörf en áttu sameiginlega þá hugsjón að snúa hugmyndinni um djasstónlist á haus. Fyrsta plata sveitarinnar, samnefnd henni, kom úr árið 2002 á vegum Warner Jazz í Frakklandi og framfylgdi sveitin þar því sem lagt var upp með í upp- hafi. Í fyrra kom svo út endur- hljóðblöndunarskífan NoLimits. Frumburður NoJazz var unninn í New York undir handleiðslu Teo Macero, goðsagnar úr djassheim- inum sem unnið hefur með lista- mönnum á borð við Miles Davis, Charles Mingus og Thelonious Monk. Macero stýrði t.a.m. upptöku Kind of Blue og Bitches Brew! NoJazz gerir út frá París en hef- ur gert lítið af því að spila í Frakk- landi undanfarin ár heldur ferðast víðsvegar um heim þar sem hún hefur náð að heilla með sprell- fjörugri sviðsframkomu sinni. Pascal segir það hafa verið at- hyglisverða reynslu að vinna við Macero. „Við höfðum hugsað okkur að fara meira út í raftónlist fyrst, hafa þetta meira tæknó og meira vír- aðra. Þegar við komum til New York varð þetta meira lifandi spila- mennska og platan varð að sam- þættingu á því og tölvuvinnslu. Macero lét okkur spila á fullu og splæsti þessu svo saman. Við sett- um traust okkar á hans dómgreind en venjulega voru þetta ekki meira en tvær til þrjár tökur á lag.“ Þá er það vesturströndin Pascal segir sveitina nú í miðju kafi í vinnu við plötu númer tvö. „Nýju plötuna vinnum við á vest- urströnd Bandaríkjanna en ekki austurströndinni eins og síðast. Það er kannski helsti munurinn! Við vinnum hana með Maurice White úr Earth, Wind & Fire en við kom- umst í kynni við hann í gegnum Macero. Þetta er nú kosturinn við það að vera á stóru merki. En þetta er mikið til vinna á forsendum „gamla skólans“ ef svo má segja. Mikil áhersla að spila þetta hrátt sem hljómsveit.“ Pascal er hressilega hreinskilinn þegar hann talar um París, þar sem sveitin hefur herbúðir sínar. „Æi, Parísarbúar og þetta bransalið þar getur verið ansi stíft. Það er líklega sama uppi á ten- ingnum í öðrum stórborgum. Það er næstum fyndið að við spilum miklu meira erlendis í dag en í heimaland- inu.“ NoJazz hefur getið sér orðs fyrir einstaklega hressilega sviðs- framkomu og litríkan klæðnað sem henni fylgir. „Já, vanalega verður allt vitlaust á sviðinu. Við dönsum eins og fífl og hoppum og hlaupum um sviðið (hlær). Svona er að vera djass- geggjari!“ Tónlist | Franska sveitin NoJazz spilar á NASA á morgun og hinn Tónleikar NoJazz og Jagúar fara fram föstudags- og laugardags- kvöld og hefjast báðir klukkan 23. Aðgangseyrir er 700 krónur. Forsala miða er í NASA og í Alli- ance Française, Tryggvagötu 8. www.nojazz.net www.jaguar.is http://af.ismennt.is/ arnart@mbl.is Hvað ertu, djass? NoJazz-liðar fara bakdyramegin að djassinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.