Morgunblaðið - 24.02.2005, Qupperneq 53
WILL Smith gerði sér lítið fyrir og
setti nýtt „frumsýningamet“ er
hann mætti á þrjár frumsýningar
samdægurs.
Smith þykir manna duglegastur
við að fylgja eftir myndum sínum
og lætur hann ekki deigan síga við
kynningu á nýjasta smellinum sín-
um Hitch. Fyrr í vikunni var hann
staddur í Bretlandi og setti það
ekki fyrir sig að mæta sama dag á
frumsýningu myndarinnar í Man-
chester, Birmingham og síðan alla
leið suður í Lundúnum þar sem
hann mætti á galasýningu í ULC-
kvikmyndahúsinu við Leicester-
torgið. Tilstandið mun skila honum
í Heimsmetabók Guinness, sem
manninum sem mætt hefur á flestar
frumsýningar á 12 tímum.
„Þetta er búinn að vera æðisleg-
ur dagur,“ sagði hann að lokinni
þriðju sýningunni í Lundúnum.
„Viðbrögðin frá fólkinu eru búin að
vera frábær og ég er svo þakklátur
fyrir að það skuli hafa lagt það á sig
fara út í snjóinn til að hitta mig.“
Hundruð aðdáenda tóku fagn-
andi á móti Smith er hann mætti á
Leicester-torgið en Smith segist
meðvitaður um að Stóra-Bretland
er meira en bara Lundúnir. „Ég
hlýt að hafa komið til Lundúna 50
sinnum, en ég átta mig á að Stóra-
Bretland er stærra en Lundúnir.“
Enn á toppnum vestra
Í Hitch leikur Smith stefnumóta-
sérfræðing sem lendir sjálfur í
ástarflækju. Myndin hefur slegið í
gegn í Bandaríkjunum, hélt í topp-
sæti listans um síðustu helgi og er
búinn að ná í 95 milljónir dala í
tekjur síðan hún var frumsýnd fyrir
10 dögum. Þykir því næsta víst að
þetta verði áttunda mynd með Will
Smith sem nær yfir 150 milljóna
dala markið.
Hitch hélt þannig aftur af vís-
indatryllinum Constantine, með
Keanu Reeves sem fór beint í annað
sæti með rúmlega 33 milljónir dala
í tekjur. Sýningar á henni hefjast
hér á landi um helgina en sýningar
á Hitch hefjast þarnæstu helgi.
Reuters
Will Smith á þremur frumsýningum, í Manchester, Birm-
ingham og Lundúnum – alltaf jafn hress.
Nýtt „frumsýningamet“
Kvikmyndir | Will Smith er dugnaðarforkur
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 53
AKUREYRI
kl. 6.
Ísl tal
H.L. Mbl.
ÁLFABAKKI
kl. 3.45 og 6.20.
Ísl tal
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.45 og 6. m. ísl tali/ kl. 3.45. m. ensku tali.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8 og 10.30.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8.15.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.45, 6, 8.15 og 10.30.
Nýjasta snilldarverkið frá Óskarverðlaunahafanum
Clint Eastwood. Eftirminnilegt og ógleymanlegt
meistaraverk. Besta mynd hans til þessa.
Kvikmyndir.is
DV
KRINGLAN
kl. 6. Ísl tal
kl. 6. Enskt tal
Yfirnáttúrulegur spennutryllir af bestu gerð sem
vakið hefur gríðarleg viðbrögð og slegið
rækilega í gegn í USA og víðar.
Varúð: Ykkur á eftir að bregða.
B.i 16 ára
AKUREYRI
Sýnd kl. 10.
ÁLFABAKKI
kl. 6, 8.15 og 10.30.
Disneyhetjurnar Bangsímon, Grísli, Tígri og
félagar lenda í stórkostlegu nýju ævintýri!
KRINGLAN
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14 ára.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.10.
J A M I E F O X X Kvikmyndir.is
Hlaut tvenn Golden Globe verðlaun
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI
s. Kvikmyndir.is.S.V. Mbl.
T I L N E F N I N G A R T I L Ó S K A R S V E R Ð L A U N A T I L N E F N I N G A R T I L Ó S K A R S V E R Ð L A U N A
Frumsýnd á morgun
Á MÁNUDAGINN var fór fram blaðamannafundur í
London vegna gamanmyndarinnar Hitch sem er nýjasta
kvikmynd Wills Smiths. Myndin hefur setið á toppi að-
sóknarlistans í Bandaríkjunum undanfarnar tvær vikur.
Strákarnir á Stöð 2, þeir Auddi, Sveppi og Pétur Jó-
hann voru viðstaddir blaðamannafundinn og svo gott
sem yfirtóku hann, brugðu á leik eins og þeim einum er
lagið og viðhöfðu galgopahátt að séríslenskum hætti.
Viðstaddir voru furðu lostnir í fyrstu en lágu fljótlega í
gólfinu af hlátri.
Að sögn Audda, Auðuns Blöndal, náðu þeir viðtölum
við aðalleikara myndarinnar, þ.e. Will sjálfan, Kevin
James (Doug í King of Queens), Evu Mendez og Amber
Valleta auk leikstjórans Andy Tennant. Strákarnir
munu birta þjóðinni þetta efni frá og með morgundeg-
inum er spjall þeirra við Evu Mendes verður sent út.
„Við höldum svo áfram með Mendes á mánudaginn,
enda var spjallið langt og gott,“ segir Auddi. „Við klárum
svo restina út næstu viku en í enda hennar erum við
flognir til Boston með Icelandair í efnisleit, tökum upp
falda myndavél og þess háttar.“
Auddi segir þá hafa dælt út spurningum á fundinum
og þeir hafi náð að vekja talsverða athygli.
„Þetta vakti meira að segja það mikla lukku að aðrar
sjónvarpsstöðvar fóru þess á leit við okkur að fá að sýna
frá atganginum. Ég og Sveppi náðum t.d. að mana Pétur
upp í það að taka „köttinn“ en þá hermir hann eftir katt-
armjálmi og við létum ekki fara fram hjá neinum að við
værum frá Íslandi. Will Smith sjálfur var mjög nettur á
því og hafði gaman af ruglinu og ruglaði bara á móti.“
Auddi segir að stjörnurnar hafi tekið þeim vel og segir
að þeir félagar brjóti vanalega ísinn með því að faðma
þær að sér og sá háttur virki iðulega vel.
Hitch verður frumsýnd um land allt fimmtudaginn 3.
mars.
Sjónvarp | Strákarnir komu Will Smith til að hlæja í Lundúnum
Strákarnir eru farnir að flytja út
æringjahátt að íslenskum sið.
Hleyptu upp blaðamannafundi
Strákarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 frá mánudegi til
fimmtudags klukkan 20.00.
SÖGUSAGNIR hafa verið á kreiki
um að fimmta Harry Potter-
myndin verði mögulega tekin að
hluta upp á Íslandi. Þetta munu þó
vera lítið meira en sögusagnir því
samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum Morgunblaðsins hefur ekkert
verið ákveðið í þeim efnum.
Rætur þessara sögusagna felast í
því að sá sem ráðinn hefur verið til
að leikstýra Harry Potter og Fönix-
reglunni, Bretinn David Yates, er
sá hinn sami og stjórnaði tökum á
BBC-myndinni Girl in the Café sem
tekin var upp að hluta hér á landi í
janúar og febrúar.
Að sögn talsmanna Pegasus, ís-
lenska fyrirtækisins, sem kom að
framleiðslu myndarinnar þá á Yates
að hafa líkað svo vel við aðstæð-
urnar hér á landi að hann hefði lýst
yfir að hann hefði áhuga á að vinna
fleiri verkefni á Íslandi. Á þá að
hafa komið til umræðu að hann
væri að fara að vinna að næstu
Harry Potter-mynd og þeim mögu-
leika velt upp hvort hægt yrði að
taka atriði fyrir hana á Íslandi.
Yates leist vel á þá hugmynd og
hefur óskað eftir því að fá sendar
ljósmyndir og frekari upplýsingar
um Ísland, sem mögulegan töku-
stað. Ítreka menn þó að ekkert hafi
verið ákveðið í þessum efnum og að
málið sé klárlega á byrjunarreit.
Umræddur David Yates er ann-
álaður sjónvarpsmyndaleikstjóri og
á að baki verðlaunaðar sjónvarps-
myndir á borð við Sex Traffic og
State of Play.
Gert er ráð fyrir að tökur á
myndinni hefjist snemma árs 2006
og stendur til að frumsýna myndina
í júní 2007. Fjórða myndin um
Harry Potter, Eldbikarinn, verður
frumsýnd næstkomandi jól.
Verður fimmta Harry Potter-myndin tekin upp á Íslandi?
Fönixreglan á Íslandi?
UPPSELT er á sýningu gríndávalds-
ins Sailesh í Broadway sunnudaginn
17. apríl, þó að enn séu um það bil 2
mánuðir í sýninguna. Síðustu mið-
arnir seldust í gær og í dag verða
ósóttar pantanir seldar í verslunum
Skífunnar frá kl. 10.00. Ennþá eru
nokkrir miðar lausir á seinni sýn-
inguna, 18. apríl.
Gengið hefur verið frá tveimur
sýningum á landsbyggðinni, í Vest-
mannaeyjum og á Akureyri. Miðviku-
daginn 20. apríl, síðasta vetrardag,
heldur Sailesh til Vestmannaeyja og
mun dáleiða áhugasama Eyjamenn á
sýningu í Höllinni. Miðasala fer fram
í verslun Símans í Eyjum.
Sumardaginn fyrsta, 21. apríl, mun
Sailesh svo halda norður yfir heiðar
og halda sýningu í Sjallanum á Ak-
ureyri. Miðasala fer fram í verslun
BT á Akureyri, á Event.is og í síma
575 1522.
Miðasala á báðar þessar sýningar
hefst mánudaginn 7. mars kl. 13.00.
Sem fyrr er 18 ára aldurstakmark.
Þá hefur selst upp á fjölda nám-
skeiða sem Sailesh hyggst halda til að
aðstoða fólk við að losna við auka-
kílóin og að hætta að reykja. Að sögn
skipuleggjenda seldist upp á fyrstu
námskeiðin sem auglýst voru á örfá-
um mínútum. Senn varð einnig upp-
selt á aukanámskeið sem ákveðið var
að halda og hefur nú verið áformað að
bæta enn við námskeiðum. Sala á þau
hefst þriðjudaginn 29. febrúar kl.
11.00, eingöngu í síma 575-1522. Sem
fyrr er hámarksfjöldi 15 manns og
verð 15 þúsund krónur.
Skemmtun | Eftirsóttur dávaldur
Sailesh til Akureyrar og Eyja
Engum sögum fer af því hvort
„Strákurinn“ Pétur Jóhann sé bú-
inn að skrá sig á námskeið hjá vini
sínum Sailesh.
http://www.event.is/