Morgunblaðið - 24.02.2005, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 24.02.2005, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi Ránið í Árbæjar- apóteki upplýst LÖGREGLAN í Reykjavík hefur upplýst ránið í Árbæjarapóteki síðastliðinn laugardag. Mað- ur um tvítugt var handtekinn síðdegis í gær og hefur hann viðurkennt sinn þátt í ráninu. Hann rændi apótekið í félagi við annan mann og er hans nú leitað. Lögreglan hefur þó vitneskju um, um hvern er að ræða. Við ránið ógnuðu mennirnir tveir starfsfólki með hnífum og flúðu með lyf og eitthvað af peningum. FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar í Reykjavík fann 4.000 skammta af LSD í tösku sem tilheyrir einum sak- borninganna í stóru amfetamínmáli sem nú er til rannsóknar. Lagt var hald á töskuna í Hollandi en hol- lenska lögreglan fann ekki eiturlyfin og sendi töskuna til Íslands. Þetta er mesta magn af LSD sem lagt hefur verið hald á hér á landi. Málið sem um ræðir snýst um smygl á um 11 kílóum af amfetamíni, 600 grömmum af kókaíni og 2.000 skömmtum af LSD. Megnið kom með vörusendingum í Dettifossi og sitja nú fimm manns í gæsluvarð- haldi vegna þess. Rannsókn málsins er á lokastigi. Taskan umrædda tilheyrir ís- lenskum manni sem var handtekinn í Rotterdam í Hollandi í september í tengslum við málið. Um leið var lagt hald á 900 grömm af amfetamíni og um 20 kíló af kannabisefnum sem voru í íbúð sem maðurinn dvaldi í. Hann var síðar framseldur til Ís- lands og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Munir sem tilheyrðu mannin- um bárust hingað til lands frá hol- lensku lögreglunni upp úr áramótum og við leit í þeim fann fíkniefnadeild lögreglunnar LSD-skammtana fjög- ur þúsund sem hollensku lögreglu- mönnunum hafði yfirsést. Skammt- arnir voru á pappírsörkum og voru geymdir í umslögum í töskunum. Meðhöndlaði einn töskuna Að sögn Ásgeirs Karlssonar yfir- manns fíkniefnadeildarinnar er LSD-ið af sömu gerð og lagt var hald á hér á landi 13. september sl. í tengslum við rannsókn smyglmáls- ins. Aðspurður segir hann að mað- urinn sem átti töskuna hafi ekki ját- að að hafa ætlað að smygla LSD-inu til landsins. Fíkniefnadeildin hefur fengið staðfest að enginn annar hef- ur meðhöndlað töskuna eftir að lagt var hald á hana í september. Fundu 4.000 skammta af LSD falda í tösku Hollenska lögreglan hafði misst af eiturlyfjunum LSD-spjöld í vörslu lögreglunnar. MIKIL og góð veiði hefur verið hjá Grindavíkurbátum undan- farnar vikur og hátíðar- stemmning á bryggjunni þegar bátarnir hafa verið að koma drekkhlaðnir að landi. Gamla vertíðarstemmningin mætt, að sögn manna sem voru þar. Í gær kom hver báturinn á eftir öðrum að landi með metafla. Örn Rafnsson, skipstjóri á Hópsnesi GK 77, sem er 15 tonna bátur, stóð í ströngu þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gærkvöldi. Hóps- nesið kom drekkhlaðið með 13 tonn að landi. Uppistaðan í afla bátanna er þorskur „Þetta er svona um 60 pró- sent þorskur og svo er þetta ýsa, keila og langa,“ sagði Örn og bætti við að sumir væru að fá miklu meira en hann á hvern bala. T.d. hefði línubát- urinn Daðey GK 777 verið með tíu tonn á tuttugu og tvo bala, sem er meira en 450 kíló á bala. Stærri bátarnir, eins og Ágúst GK 95 og Valdimar GK 195, eru líka að mokfiska og hafa á undanförnum vikum náð aflaskammtinum á tveimur til þremur dögum. Þeim eru sett ákveðin tak- mörk, aflaskammtur, fyrir því hvað má veiða í hverri veiði- ferð. Í stað þess að veiða afla- skammtinn á tæpri viku fæst hann nú á 2–3 dögum. Ekki vildu sjómenn í Grindavík, sem Morgunblaðið ræddi við, reyna að útskýra þetta góða fiskirí með neinum hætti en voru sumir hógværir í tali. Athygli vekja skemmtileg númer bátanna sem hér koma við sögu, en Hópsnes er GK 77 og Daðey GK 777. Hins vegar er Ágúst GK 95 en Valdimar GK 195. Spurningin er hvort góð aflabrögð megi rekja til skemmtilegrar samsvörunar í skráningarnúmerum bátanna. Ljósmynd/Þorsteinn Kristjánsson Hátíðarstemmning þegar bátarnir komu drekkhlaðnir Karlar voru kátir í Grindavíkurhöfn í gærkvöldi, enda búið að vera mokfiskirí undanfarna daga hjá Grindavíkurbátum. Hópsnesið GK var að landa metafla og vertíðarstemmning lá í loftinu. Um borð í Hópsnesi voru að fylgjast með lönduninni Regin Grímsson, sem smíðaði Hópsnesið, Davíð Reginsson, Hermann Ólafsson útgerðarmaður, Örn Rafnsson skipstjóri, Rafn Arnarsson og Sveinbjörn Sæmundsson bátsverjar. TRYGGINGAFÉLÖGIN þrjú, Sjóvá-Almennar, TM og VÍS, þurfa að greiða alls 60,5 milljónir kr. í stjórnvaldssektir fyrir ólögmætt samráð í tengslum við innleiðingu nýs kerfis við mat á bílatjónum á árinu 2002. TM og VÍS una sekt- unum en Sjóvá fellir sig ekki við nið- urstöðu samkeppnisráðs og hefur ákveðið að áfrýja henni til áfrýjun- arnefndar samkeppnismála. Samkeppnisráð komst að þeirri niðurstöðu í gær að Sjóvá hefði brotið 10. gr. samkeppnislaga með því að hafa átt í verðsamráði við TM og VÍS. Hæstu sektina fær Sjóvá, 27 milljónir króna, en VÍS fær 15 millj- ónir kr. og TM 18,5 milljónir kr. Af hálfu VÍS viðurkenndi félagið brot á 10. gr. samkeppnislaga og segir Jóhann Jóhannsson deildar- stjóri tjónaskoðunardeildar að menn hafi farið „óvart yfir strikið.“ Hvað varðar aðild TM segist Gunnar Felixson forstjóri ekki sam- mála samkeppnisráði um að efnis- atriði málsins ættu að leiða til stjórnvaldssekta eins og raunin varð. Félagið hafi þó tekið þá ákvörðun að gera sátt til að eyða ekki fé og fyrirhöfn í frekari mála- ferli. Þorgils Óttar Mathiesen forstjóri Sjóvár segist munu fara með málið fyrir dómstóla ef þurfa þykir og tel- ur að gögn málsins sýni fram á sak- leysi félagsins. Þorgils tekur fram að Sjóvá hafi ekki haft neinn fjár- hagslegan ávinning af samvinnu tryggingafélaganna þriggja. Tryggingafélögin sektuð um 60 millj- ónir króna fyrir ólögmætt samráð Sjóvá áfrýjar úrskurðinum SKULDIR heimilanna við innlánsstofnanir, þ.e. viðskiptabanka, sparisjóði og innlánsdeild- ir kaupfélaga, í formi útlána og markaðsverð- bréfa, jukust um rúma 24 milljarða í janúar síð- astliðnum, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Seðlabanka Íslands. Frá janúar 2004 til janúar 2005 jukust útlán og markaðsverðbréf innláns- stofnana til heimilanna um tæpa 147 milljarða. Lán heimilanna 325 milljarðar Seðlabankinn hefur einnig flokkað stöðu út- lána innlánsstofnana eftir atvinnugreinum. Þar kemur fram að í lok janúar síðastliðins skuld- uðu heimilin í landinu verðtryggð skuldabréf upp á 214 milljarða, gengisbundin skuldabréf upp á 24 milljarða, önnur skuldabréf upp á 27 milljarða og yfirdráttarlán heimilanna námu 57 milljörðum. Samtals voru útlán innlánsstofn- ana til heimilanna 325 milljarðar./6 Yfirdráttur heimila 57 milljarðar ♦♦♦ ♦♦♦ SIGURJÓN Sighvatsson er um þessar mundir að framleiða átta kvikmyndir víðs vegar um heiminn. Segist hann í viðtali við Viðskiptablað Morgun- blaðsins í dag aldrei hafa verið með fleiri kvikmyndaverkefni í gangi. Sigurjón segir orðið mjög dýrt að gera kvikmyndir í Hollywood og fólk sé farið að færa sig út um allan heim í þeim erindum. Ísland segir hann henta ágæt- lega til að framleiða myndir af miðstærð, upp á 10–12 milljónir dollara og ekki með of mörgum leikurum./B4 Sigurjón með átta myndir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.