Morgunblaðið - 05.03.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.03.2005, Qupperneq 2
2|Morgunblaðið N ú þegar fermingar eru að hefjast að ráði á Íslandi, leitar hugurinn ósjálfrátt, eins og gefur að skilja, til þeirra u.þ.b 4.500 ungmenna sem málið varðar hvað beinast. Þetta er gífurlega há tala og, það sem meira er, á bak við hana eru lifandi einstaklingar. Og þessi vetur hefur markað ákveðin tímamót í lífi þeirra, sem ná mun hátindi á sjálfan ferming- ardaginn. Ævin, a.m.k. fyrri hlutinn, er tekin í þrepum. Eftir leik og áhyggjuleysi frumbernskunnar, hefjum við skólanám um 7 ára aldur; þar eru ákveðin skil. Um 14 ára aldurinn gerist eitthvað svipað. Og eins upp úr tvítugu, þegar við förum að stofna eigið heimili. O.s.frv. Ekkert af þessu er auðvelt. En með aðstoð fólks í kring- um okkur verður þetta gerlegt. Ég hef verið svo lánsamur að hafa í 20 ára prestskap fengið að uppfræða margan piltinn og stúlkuna, og um leið að kynnast þessum frábæru krökkum á hinum viðkvæma aldri, þegar næsta stig er tekið og gengið inn í veröld full- orðinna. Það er dýrmæt upplifun og reynsla, einhver hin ánægjulegasta athöfn sem unnt er að framkvæma í heil- ögu ranni. En jafnframt hefur alltaf leitað á mig fyrir alt- arinu, þar sem ég tek í hendurnar, eina af annarri, spurn- ingin, hvað muni verða um þessa gimsteina, eftir að burt er farið. Og þá hafa áhyggjurnar tekið yfir. Því ég veit sem er, að heimurinn sem bíður þeirra er ekki með öllu hættu- laus, og langt frá því, villigöturnar margar, öngstrætin og forardíkin, og að ekkert fær bætt mannslíf sem tapast. Þetta hefur á síðari árum breytt prédikun minni. Nú er hún meira varnaðarorð en hitt, af því að svo mikið er í húfi. Ungmennin eru nefnilega afar brothætt, þegar hér er komið, leitandi og spyrjandi að tilgangi og merkingu, en ómögulegt að vita hvað framtíðin ber í skauti. Óvissan er næstum algjör. Allt tekur þetta á og gerir þau jafnframt móttækileg fyrir ýmsu miður heppilegu. Þar eru fíkniefnin stærsti og mesti vágesturinn. Er að furða að manni verði órótt, kominn yfir miðjan aldur og hafandi lært að þekkja eiturpöddurnar sem liggja í hverri myrkrakompu og skúmaskoti þjóðfélagsins, bíð- andi eftir tækifærinu að stinga? Og þar er sko engin mis- kunn. Er skrýtið að maður hrökkvi við og kvíði afdrifum þessara óreyndu sálna? Auðvitað ekki. Hitt væri ómennska. En hvað er þá til ráða? Eflaust margt. Ég a.m.k. neita engu, en Kristur nægir mér. Eins og tveimur milljörðum annarra íbúa þessarar plánetu. Og ég get einungis bent á þá leið, sem ég hef farið og ætla að ganga áfram. Þegar besti vinur minn drukknaði sviplega, árið 1988, átti ég reyndar erfitt með að halda mig á þeim vegi, taldi önnur svör betri hljóta að vera að finna annars staðar, og tók að lesa undarleg fræði í þrá eftir svari og huggun. En þegar ég áttaði mig á, að sá þorsti var að leiða mig út í botnlaust fen, kviksyndi, sneri ég við. Og lærdómurinn var sá, að það er ekkert grænna í hinum dalnum, eða fjöllin litfegurri. Þetta er sjónvilla. Í því sem framundan kann að leynast er gott að hafa traustan klett undir fótum, öruggan punkt til viðmiðunar, svo maður týni ekki áttum, ljós til að varpa á skuggana og eyða þeim. Ég veit hvar allt þetta er að finna. Og orð meistarans í Nýja testamentinu eru aukinheldur vörður á þeirri leið sem hann ruddi og býður til afnota öllum þeim sem vilja. Ekki sakar að horfa í kringum sig, rannsaka umhverfið, en þess verður að gæta að missa aldrei sjónar á veginum, týna honum ekki með lítt hugsuðu flandri út um grýttar óbyggðir. En 14 ára ungmenni þarf stuðning heima fyrir, til að þetta geti blessast. Og hér er ég ekki að tala um ofstæki; nei, ég er að meina heilbrigðan átrúnað, virðingu fyrir höf- undi kristindómsins og siðaboðskap hans og kærleika, lotningu fyrir almættinu, heimsókn í eitthvert must- eranna, sem því eru helguð. Ef foreldrarnir eru áhuga- lausir um þessa hluti, eða, eins og mörg dæmin sanna, beinlínis andsnúnir kirkjunni, jafnvel fullir haturs, sem líka þekkist, er augljóst, að þá horfir allt öðruvísi við. Ábyrgðin er því sannarlega mikil. Alveg eins og fram kemur í eftirfarandi texta, sem víða hangir uppi: „Það barn sem býr við hnjóð, lærir að fordæma. Það barn sem býr við hörku, lærir fólsku. Það barn sem býr við aðhlátur, lærir einurðarleysi. Það barn sem býr við ásakanir, lærir sektarkennd. Það barn sem býr við mildi, lærir þolgæði. Það barn sem býr við örvun, lærir sjálfstraust. Það barn sem býr við hrós, lærir að viðurkenna. Það barn sem býr við réttlæti, lærir sanngirni. Það barn sem býr við öryggi, lærir kjark. Það barn sem býr við skilning, lærir að una Vegurinn sínu. Það barn sem býr við alúð og vináttu, lærir að elska“. Og vissulega kemur það fyrir, að hlutirnir eru ekki í lagi, að eitthvað hefur bersýnilega farið úrskeiðis. Um það mátti t.d. lesa 20. febrúar síðastliðinn á mbl.is. En þar sagði orð- rétt: 15 ára ökumaður stöðvaður Lögreglan í Keflavík stöðvaði bifreið á Garðvegi á sjötta tímanum í morgun til að kanna með ástand og réttindi öku- manns. Í ljós kom að ökumaðurinn var einungis 15 ára og því ekki með ökuréttindi, að því er fram kemur á vef lög- reglunnar. Þar segir að drengurinn sé grunaður um ölvun við akstur. Við nánari skoðun á málinu kom í ljós að hann, ásamt farþega í bílnum sem einnig var 15 ára, hafði stolið bifreiðinni í Reykjanesbæ. Bifreiðin hafði verið ólæst og kveikjuláslykillinn geymdur í öskubakkanum. Forráða- menn ökumannsins og farþegans voru kallaðir á lögreglu- stöð ásamt fulltrúa frá félagsmálayfirvöldum. Ekki þekki ég frekar bakgrunn þessa atviks, en hér var lýst. En mikið er dapurlegt að lesa svona frétt. Og þetta er blákaldur raunveruleikinn. Og ekkert einsdæmi. Og þarna var „bara“ áfengi í spilinu. Framtíð sérhverrar þjóðar er háð vexti og þroska barna hennar, ekki síst þeim andlega. Þess vegna er mikilvægt, að við búum þau vel úr garði. Eflaust myndu aðrir sumir benda á önnur vopn í barátt- unni sem framundan er, en ég hef gert. En eins og ég nefndi hér að framan, tek ég fyrst og síðast mið af því sem ég hef kynnst sjálfur á ferð minni um brautir þessarar jarðvistar. Og þar ber sumt að varast eins og heitan eldinn. En takist að sigla framhjá þessum blindskerjum öllum og tundurduflum, sem granda vilja fleyi okkar, er tilveran yndisleg, ekki síst þegar maður er ungur og sólin kyssir vangann, og það mun hún gera oft. Því má aldrei gleyma. Burtséð frá því hvað árgangur 1991 kemur til með að velja af ólíkum ráðum, til aðstoðar, leiðbeiningar og stuðn- ings, óska ég því góða, unga fólki innilega til hamingju með þennan áfanga, manndómsvígsluna, og velfarnaðar inn í hið nýja árþúsund. Sigurður Ægisson sóknarprestur á Siglufirði Fermingar 2005 Umsjón efnis: Hildur Loftsdóttir Umbrot: Magnús Axelsson Ljósmyndir: Ljósmyndadeild Morgunblaðsins og einkaeign Forsíða: Golli 10 Hver er að fermast? 34 Allir geta verið sætir og fínir 44 Elín ætlar ekki að fermast 50 Flamingó- og fiskaskreyt- ingar 52 Gúmmelaði 76 Ungur gestgjafi E fn is yf ir lit
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.