Morgunblaðið - 05.03.2005, Page 26

Morgunblaðið - 05.03.2005, Page 26
26|Morgunblaðið Fimm krakkar fóru í greiðslu fyrir ferm- ingarblaðið. Þegar myndatakan fór fram var bara Perla Kolka búin að kaupa fermingarfötin. Pilsið var keypt í Old Navy í Boston, skórnir í versluninni Friis Company og jakkinn er frá French Connection. Ragnar Dagur, Gunnar Ingi, Dagbjört Rósa og Sólveig Klara fóru því í versl- unina 17 á Laugavegi og létu dressa sig upp fyrir myndatökuna. En hvað finnst þeim um fötin sem þau voru klædd í? Sólveig Klara var í svartri buxna- dragt, hvítum bol og skóm. „Mér finnst dragtin fín, hún er klæðileg og ætti að passa öllum. Hún er bæði sparileg og flott. Hún er samt frekar látlaus fyrir minn smekk. Ég ætla að fermast í kjól og grænum jakka. Það gefast svo fá tækifæri til að vera fín í kjól að ég vil endilega nota það,“ segir Sigrún Klara. Dagbjört Rósa var sett í hvítar buxur og golftreyju, tvo boli, einn vínrauðan, hinn hvítan. „Mér finnst þessi föt allt í lagi. Bolirnir eru flottir en ég hefði frek- ar viljað vera í pilsi við þá, ég fíla ekki þessar buxur. Sjálf keypti ég mér pils- dragt í Bandaríkjunum.“ Gunnar Ingi var í svörtum jakkaföt- um, með svart bindi og í rauðri skyrtu. „Mér finnst jakkafötin mjög flott og það kemur vel út að vera í rauðri skyrtu við svona svört jakkaföt. Ég keypti mér hins vegar blá flauelsjakkaföt í Retro, en mig langaði alltaf til að fermast í jakkafötum, það er bæði flott og klæðir mann betur.“ Ragnar Dagur var mjög ánægður með ljósbrúnu flauelsjakkafötin sem hann fékk lánuð og skyrtuna sem var hvít með bláum röndum. „Ég hefði alveg ver- ið til í fermast í þessum fötum, frændi minn á svona. Hins vegar keypti ég jakkaföt í Retro ekki ósvipuð þeim sem Gunnar Ingi er í á myndunum, nema þau eru teinótt.“ Ragnar Dagur segist endilega vilja fermast í jakkafötum. „Mér finnst það flott og ég vil vera fínn,“ segir hann. Viljum vera flott og fín Morgunblaðið/Þorkell Kristín Jóhannsdóttir fermdist á pálmasunnudegi 3. apríl 1966 í Laugarneskirkju. Veislan var haldin á heimili hennar á Sporðagrunni og mikið í hana lagt. Veisluborðið sjálft var í svefn- herbergi foreldranna og rúmin „tekin upp“ einsog kallað var. Boðið var upp á snittur, smurt brauð og kokteilávexti með rjóma sem var mikið í tísku þá og þótti mjög fínt. Sátu karlarnir í borðstofunni en konurnar í betri stofunni. Kristín var í heimasaumuðum kjól sem hún hannaði sjálf, og það er ekki spurning að í dag gæti hvaða fermingarstúlka sem er verið fín og stolt í þessum kjól, svo vel tókst til við hönnunina. Og ekki eru skórnir af verri end- anum, támjóir með slaufu. Að öllum líkindum tók Ólafur K. Magnússon þessar myndir, en hann var föðurbróðir Kristínar. Kristín ásamt foreldrum sín- um, Jóhanni Magnússyni og Margréti Sigurðar- dóttur sem eru látin. Kvennasamsæti í betri stofunni: Margrét Sigurðar- dóttir yngri, móð- irin Margrét Sig- urðardóttir eldri, Kristín, föður- amman Kristín Hafliðadóttir, litla systirin Áslaug og Guðrún Beinteins- dóttir. Karlmennirnir í borðstofunni voru óneitanlega minna frumlegir í klæðaburði en fermingarbarnið. Hannaði klassískan kjól

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.