Morgunblaðið - 05.03.2005, Side 31

Morgunblaðið - 05.03.2005, Side 31
Morgunblaðið |31 Í Kirsuberjatrénu fást skemmtilegir skartgripir eftir Huldu B. Ágústsdóttur, þar á meðal þessi armbönd úr plexígleri í mörgum litum og gerðum og hálsmen í stíl. „Ég kalla þessi tvísnúnu armbönd „vita-wrap“ eins og matarplastið því þau eru nauðsynlegur hlutur til að maður „skemmist“ ekki, þ.e.a.s. þau halda manni alltaf fínum,“ segir Hulda og hlær, en hefur nokkuð til síns máls því armböndin eru einföld og grípandi og geta gert mikið fyrir látlausan fatnað. „Ungu stelpunum finnst þau algjört æði, kaupa mikið af þeim handa bæði sjálfum sér og líka sem gjafir hver handa annarri,“ segir Hulda. – Þau eru líka skemmtileg á móti rómantísku steina- og glingurtískunni sem nú er. „Já, og mér finnst einmitt flott að nota þetta tvennt saman, þess vegna rómantískt hálsmen og plexígler-armband um úlnliðinn,“ segir skart- gripahönnuðurinn Hulda. Morgunblaðið/Jim Smart Armbönd sem halda manni fínum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.