Morgunblaðið - 05.03.2005, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 05.03.2005, Qupperneq 38
38|Morgunblaðið Sigrún Ágústsdóttir í Þorlákshöfn fermd- ist á hvítasunnudegi 29. maí 1966, og á frábærar minningar frá þeim degi sem hún segir einn þann eft- irminnilegasta í lífi sínu. Hún bjó þá á bænum Búlandi í Austur- Landeyjum, og þar sem bærinn var ekki nógu stór til að taka á móti gestunum var brugðið á það ráð að fá lánað tjald frá hestamannafélaginu Geysi. Borin sofandi á dýnu „Í tjaldnu reistum borð sem voru búkk- ar með plönkum ofan á og allir tiltækir hvítir dúkar fundnir til. Eftir að búið var að gæða sér á veislukaffi voru borðin bor- in út, marserað í kringum þau og síðan hófst dans inni í tjaldi við harmonikku- leik,“ útskýrir Sigrún. Systkini og uppeldissystkini foreldra hennar, börn og tengdabörn, 80–90 manns, mættu í veisluna. „Það þurfti að rústa húsinu, fara með öll rúm út í bragga, og sett upp borð þar líka. Fermingarmorguninn sjálfan vakn- aði ég við að verið var að bera mig á dýnu á milli herbergja svo hægt væri að setja upp borð,“ segir Sigrún og fer að hlæja við tilhugsunina. – Fannst þér rosagaman? „Þetta var einn af allra stærstu dögum í lífi mínu, þetta var alveg æðislegt. Öllum fannst svo gaman að koma í sveitina, flestir úr Reykjavík eða Selfossi.“ Verður ekki toppað „Ég fékk skatthol, svefnbekk, stól við skattholið, segulband til að taka upp, slatta af skartgripum og nælon-skjört eins og það var kallað, eins konar undir- pils sem fæst ekki lengur. Ég fékk líka greiðsluslopp sem ég var ægilega ánægð með, en það er vatteraður náttsloppur sem kallaður var þessu nafni,“ rifjar Sig- rún upp með bros á vör. „Ég svaf með rúllur í hárinu nóttina fyrir fermingardaginn og frænka mín greiddi mér. Kjóllinn var heimasaumaður af Lilju Sigurðardóttur frá Steinmóð- arbæ, bleikur með hvítum blúndum. Svo fékk ég kápu sem móðurbróðir minn Þórður Guðjónsson saumaði, en hann rak saumastofuna Caríta og saumaði kápur á margar fínustu frúr landsins á þeim tíma. Fermingin mín sýnir reyndar ekki hvern- ig fermingarveislur voru almennt á þess- um tíma, en svona reddaði fólk sér.“ – Þú hefur lifað lengi á þessu? „Ég lifi á þessu ennþá,“ segir Sigrún og hlær. „Þetta er eina veislan sem hefur verið haldin í kringum mig sérstaklega, því ég býð aldrei í afmælið mitt. Þetta verður ekki toppað, þetta er bara veislan mín.“ Það sem Sigrúnu er sérstaklega kært frá veislunni sinni er að þar var maður manns gaman. „Sjáðu hvað allir eru glaðir á mynd- unum. Um miðjan dag á hvítasunnudegi – söngur og gleði, dans og gaman. Þetta vantar í dag, það er of mikið punt í stað þess að hafa gaman,“ segir Sigrún, og segist hafa sagt bæði börnum og barna- börnum frá veislunni góðu, enda megi margt af henni læra. „Þarna er ég orðin algjör pæja,“ segir Sigrún, þar sem hún er ári seinna í ferm- ingarkjólnum og fínu kápunni. Ég lifi enn á þessu Sigrún eignaðist greiðsluslopp, nælonskjört og frá- bærar minningar á fermingardaginn sinn sem var með dansiballi í tjaldi. Sigrún dansar við Svavar sem nú er bóndi í Austur-Landeyjum. Marserað í kringum veisluborðin. Sigurður Ó. Sigurðsson spilaði á nikk- una, Örn Sveinsson og Aðalheiður Við- arsdóttir sitja hjá. Fermingabarnið tekur upp pakka, um- vafin frænkunum: Guðbjörg, Þórunn Arndís og Valborg. Föðurbróðir Sigrúnar Páll Valmundsson dansar við móðursystur hennar Jóhönnu heitna Guðjónsdóttir. Sigrún með frænda sínum og einum besta vini, Svavari Ólafssyni.Sigrún Ágústsdóttir Trausti Ólafsson marserar með Guðrúnu Guðjónsdóttur móðursystur Sigrúnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.