Morgunblaðið - 05.03.2005, Side 42

Morgunblaðið - 05.03.2005, Side 42
Í Héraðsprenti á Egilsstöðum eru fram- leiddar fermingargestabækur sér- sniðnar og merktar með nafni fyrir hvern og einn úr handgerðum jap- önskum pappír og íslensku hrosshári og ull. Þær býr Ingunn Þráinsdóttir til, en hún er grafískur hönnuður sem lærði samskiptahönnun í Kanada. Handgert og silkiþrykkt frá Japan Ingunn saumar bækurnar saman með japönsku bókbandsverki sem kallast stunguband. Hún flytur sjálf inn hand- gerðan pappír frá Japan, einnig silki- þrykktan „chiyogami“-pappír frá Japan, sem er mynstraður og ætlaður aðallega í bókagerð og öskjugerð, er þar af leið- andi níðsterkur. Einnig notar hún mikið örþunnan gegnsæjan japanskan pappír sem hún leggur yfir annan sambæri- legan pappír. „Þeir sem kaupa af mér bækur geta sjálfir valið úr mjög mörgum tegundum af pappír í sína bók,“ segir Ingunn. Blaðsíðurnar innan í eru allaf úr sama pappír sem er mjög gott að skrifa á og er ekki alveg hvítur. Ingunn er einnig með mikið úrval af bindingarefnum, m.a. hrosshár frá Elínu hjá Tumsu í Norðurhlíð í Aðaldal, sem þykir frábær handverkskona sem handspinnur hross- hár og er margt til lista lagt. „Allt þetta sem ég býð upp á gerir það að verkum að engar tvær bækur eru eins og finnst mér það mjög skemmtilegt. Hver bók er því hálfgerð módelsmíði,“ segir Ingunn sem prentar nafn og dagsetningar innan í bækurnar ef fólk vill. Þrátt fyrir að hafa um tvo hunda að hugsa og vera með barn á leiðinni er Ingunn til í að gera bók eftir höfði fermingarbarnanna og senda hvert á land sem er. Hafið því samband við hana í síma 471-1449 eða á netfanginu ingunn@heradsprent.is. Sýnishorn af öllum tegundum japanska pappírsins er einnig hægt að skoða á www.herads- prent.is, það auðveldar valið fyrir þá sem ekki komast á Héraðsprent á Eg- ilsstöðum. Engar tvær eins Er plastklædda ömmugestabókin orðin svolítið þreytt? Á ekki fermingarbarnið skilið nýja gestabók – jafnvel flotta íslenska hönnun? Kerti í stíl Morgunblaðið/Brynjar Gauti Helga Björg við fermingarkerti sonar síns sem hann er enn að brenna, tveimur árum eftir fermingu. „Ég er með klæðskerasniðna þjónustu þannig að fólk getur komið með ósk um ákveðna liti eða lögun. Hvert kerti er gert sérstaklega fyrir fermingarbarnið alveg frá grunni; allt frá hefðbundnum kertum yfir í vaxskúlptúra,“ segir Helga Björg Jónasardóttir hjá kertagerð- inni Vaxandi. Allt er hægt Helga Björg segir vinsælustu litina í ár vera túr- kislitað, appelsínugult, lime-grænt, bleikt og blátt, en auðvitað sé líka mjög mikið um að fólk vilji hafa fermingarkertin hvít, eða í mjög klass- ískum litum. Ferköntuð kerti eru vinsæl núna, svo og há, glæsileg og sívöl kerti. Helga Björg vinnur einungis með há- gæðahráefni. Hún gerir einnig blóma- potta og vasa undir skreytingar, og næstum hvað sem fermingarbarnið óskar sér. „Það er mjög vinsælt að vinna út frá áhugamálum fermingar- barnsins og þau eru yfirleitt mjög ákveðin í því hvað þau vilja. Ég get einnig blandað liti í stíl við fermingarservíetturnar, og það hefur komið fyrir að ég hef verið beðin að gera kerti í stíl við fermingarfötin,“ segir Helga Björg og kímir, „þá hefur viðkomandi komið með efnisbút með sér. En hvers vegna ekki? Það er allt hægt.“ www.vaxandi.is Sími: 5526062 og 8986202. 42|Morgunblaðið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.