Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 43
Morgunblaðið |43 Ásdís Rósa Hafliðadóttir gengur í Linda- skóla í Kópavogi og ætlar að fermast borgaralegri fermingu í Háskólabíói 17. apríl nk. og er mjög ánægð með þá ákvörðun. „Fræðslan er svona eins og lífsleikn- itímar. Við erum að læra að hafa skoðun á alls konar málum og málefnum, spjalla saman um hlutina og svo eiga víst ein- hverjir gestir eftir að koma í heimsókn. Þetta er líka fíkniefnafræðsla, og við lær- um eitthvað nýtt í hverjum tíma.“ Gaman að fræðast um fleiri trúarbrögð „Þetta er rosalega skemmtilegt. Mér finnst lítill spenningur fyrir fermingar- fræðslu en mér finnst gaman að fara í tíma. Þetta eru miklir spjalltímar. Þeir sem búa úti á landi koma á helgarnámskeið og nokkrir gera þetta í gegnum tölvupóst því þeir búa í útlöndum.“ – Af hverju valdir þú þessa leið? „Bróðir vinkonu minnar fermdist borgaralegri fermingu. Ég veit ekki nógu mikið um önnur trúarbrögð og finnst of snemmt að þurfa að játast inn í trúfélag þegar er til fullt af þeim. Kristin trú er sú eina sem ég þekki vel og ég trúi svosem alveg á Guð en það verður gaman að fræðast um fleiri trúar- brögð líka. Ég er ekkert að loka mig úti frá kristninni og mér finnst siðfræðin í kristnum boðskap mjög fín, eins og t.d boðorðin tíu. Hins vegar finnst mér möguleikinn um borgaralega fermingu ekki nægilega vel kynntur og krakkarnir í skólanum vita lítið um hann. Ég er viss um að miklu fleiri myndu hugsa sig tvisv- ar sig um ef þau vissu um þetta.“ Maður verður sjálfstæðari – Hvernig bregst fólk við þessari ákvörðun þinni? „Sumir hvá og vilja sem minnst af þessu vita, en flestir eru opnir og áhuga- samir um borgaralega fermingu. Aðrir eru alveg ákveðnir í að annað- hvort fermist maður kristilega eða ekki. En þetta er bara önnur leið og mjög fínt að hún skuli vera til.“ – Hvað er það besta sem þú hefur lært í fræðslunni? „Maður verður sjálfstæðari og vill ekki endilega gera eins og allir aðrir. Maður lærir að hugsa sig betur um áð- ur en maður dæmir fólk, og við lærum að spá meira í hlutina, ekki taka þá sem gefna. Ég er búin að læra voða mikið.“ – Þú vildir ekki sleppa því að fermast? „Nei, mig langaði að fara í gegnum ferl- ið, ljósmyndatökuna, veisluna, greiðsluna og allt þetta, sem er svo skemmtileg stemning í kringum. Ef ég hefði ekki fermst borgaralega hefði ég áreiðanlega fermst kristilega. En mér finnst þetta miklu betri leið.“ Hátíðleg skemmtun „Foreldrar mínir sögðu strax að ég mætti alveg ráða þessu sjálf. Ég kíkti á heimasíðu Siðmenntar, og okkur leist öll- um rosalega vel á þetta.“ – Hvernig fer athöfnin fram? „Það er bara ein ferming fyrir alla en við erum samt alveg yfir 100 sem ferm- umst svona. Þetta er eins og mjög hátíð- leg skemmtun. Yfirleitt eru krakkarnir með atriði og sýna hæfileika sína. Svo halda einhverjir foreldrar ræður. Við stjórnum því mikið sjálf hvernig við höfum þetta.“ – Ætlarðu að halda veislu? „Já, en bara litla veislu fyrir nánustu ættingja. Svo ætlum við mamma út í viku, tíu daga og við höldum upp á þetta þann- ig.“ – Hvað er á óskalistanum? „Ég á nú alveg nóg, he, he … ég er eig- inlega ekki að búin að spá í það ennþá.“ – Þú ert þá ekki að fermast vegna gjaf- anna? „Nei, þetta er bara allt svo skemmti- legt. Gjafirnar eu samt líka plús,“ segir Ásdís Rósa og brosir. www.siðmennt.is Ég trúi alveg á Guð Börn sem fermast borgaralegri fermingu hjá Sið- mennt vilja taka þátt í manndómsvígslu eins og allir aðrir. Þess er krafist að þau virði rétt annarra til að vera öðru vísi og að þau séu heiðarleg. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Allt fyrir ferminguna! gardheimar.is/fermingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.