Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 52
52|Morgunblaðið
Einstakur fatnaður
fyrir sérstök tækifæri
Kringlunni • 553 4141
20
05
@
de
si
gn
.is
Kristín Ásgeirsdóttir í Yndisauka býr
til yndislega veislurétti – og er fljót að
því. Hún vill helst ekki hafa mikið fyrir
þeim, en hafa þá samt góða og sum-
arlega.
Pavlova à la Kristín
fyrir 15–20 manns
Marens:
8 eggjahvítur
2 tsk. sítrónusafi
400 g sykur
2 tsk. hvítvínsedik
3 tsk. maísmjöl
4 tsk. Madagascar-vanilluþykkni
Fylling:
1 l þeyttur rjómi
2 öskjur bláber – mega vera fleiri
tegundir
90 g Torrone (ítalskt núggat), saxað
50 g dökkt súkkulaði, saxað
fersk mynta
Forhitið ofninn í 180°C. Berið
sítrónusafann innan í hrærivélarskál-
ina, þeytið eggjahvíturnar í skálinni og
bætið sykrinum út í. Þeytið þar til egg-
in eru nánast stífþeytt, bætið þá við
ediki og maísmjöli og svo vanillunni
varlega að lokum.
Setjið marensinn í sprautupoka og
sprautið litlum toppum á bök-
unarpappír. Þetta ættu að vera um
þrjátíu toppar. Setjið plöturnar inn í
ofninn og lækkið hitann í 150°C. Bakið
í 20–25 mín., eða þar til topparnir eru
tilbúnir. Látið þá kólna í opnum ofn-
inum.
Hlaðið svo toppunum upp í hrúgu og
sprautið rjóma á milli laga svo þetta
tolli allt saman. Dreifið berjunum og
torrone-núggatinu á milli og svo yfir
allt saman þegar búið er að koma öllum
marensinum fyrir og stráið súkkulaði
yfir. Stingið myntublómum inn á milli
og berið fram.
Vatnsdeigsbollur
– fylltar með vanillukremi –
eru einfaldlega keyptar tilbúnar, en
auðvitað má nota bolludagsuppskriftina
Morgunblaðið/Golli
Yndislega
sumarlegt
gúmmilaði
Lítil fyrirhöfn, léttleiki,
sætleiki og sumar ætti
að hljóma vel í eyrum
veisluhaldara.