Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 54
54|Morgunblaðið „Ég fékk að ráða langflestu sem boðið verður upp á í fermingarveislunni minni,“ segir Ásta Maack, sem fermist 12. maí í Dómkirkjunni. „Mamma bætti við grænmetisturni, tómatpinnum og kókosrækjum. Ég valdi lítil skinkuhorn, kokteilpylsur, ostabakka, brauðtertu, heitu lifrakæfuna hennar ömmu Ástu, upprúllaðar pönnukökur frá ömmu á Nesinu, en mér finnst kransakaka ekki góð, frekar vil ég hnetuhröngl,“ segir Ásta ákveðin. Á heimili Ástu er hluti af manndóms- vígslunni sem fermingin er að taka þátt í undirbúningi veislunnar, svo Ásta fékk líka að ráða borðskreytingunni og gesta- listanum. „Ég býð fjölskyldunni og þremur vinkonum mínum, við verðum um 45 manns. Ef mamma fengi að ráða kæmu miklu fleiri.“ Ásta heldur ræðu í veislunni sinni sem annars fer mest fram við langborð í borðstofunni þar sem allir gestirnir sitja saman, syngja, borða og blanda geði. „Þetta verður óskaveislan mín,“ segir Ásta ánægð. – En ætlarðu að hjálpa til við mat- arundirbúninginn er nær dregur? „Já, alveg helling. Ég get sett kokteil- pylsur á pinna,“ segir Ásta brosandi, „útbúið ostapinnana og jafnvel stungið einhverju inn í ofn,“ segir hún og fer að hlæja. Ásta vonast til að fá japanska ferm- ingargjöf, helst kimono, því foreldrar hennar eru í för til Japans. Ekki að hún ætli að fermast í honum, hún fær lán- aðan kjól sem fékkst í Elm í fyrra og nýja rauða flotta skó, sem mamma hennar segir að allt annað í veislunni miðist við, þetta verði rauð stelpuleg veisla. Grænmetisturninn Þetta er baka með sloki og 4 lögum af krydduðu grænmeti, þunnum eggjakök- um og bráðnum osti. Hann er bestur bakaður samdægurs en þarf að kólna að stofuhita fyrir framreiðslu. Miðað er við að hita mest af vökvanum úr grænmet- inu en raða saman mismunandi bragð- tegundum og litum til hátíðabrigða. Fyr- ir 8 manns. 1 pk frosið smjördeig 3 rauðar paprikur 2 pokar af ferskt spínat eða 2 pk fros- ið spínat 2 sm engiferrót 250 g ferskir sveppir 2 hvítlauksrif 4 egg 300 g rifinn frekar magur ostur Hveitijafningur með múskati Spínatið er soðið í 2 mín, síðan síað og þurrkað með eldhúspappír, saxað smátt, engiferrót rifin saman við og vökva hellt frá. Paprikurnar eru hreinsaðar, helming- arnir eru ristaðir að utan undir grilli í 10 mín og stungið í plastpoka í 10 mín til að klára suðuna. Fletta ysta hýðinu af. Paprikurnar eru hakk- aðar í hnífakvörn. Sveppir eru skornir í sneiðar og söxuð hvít- lauksrifin steikt með þeim í smjöri. Hellið vökvanum af. Sláið eggin saman með gaffli, saltið og steikið í tvennu lagi og lagið tvær þunnar eggjakökur í pönnu, um 20 sm í þver- mál og geymið eins og pönnukökur. Lagið þykkan hveiti- jafning úr 1 msk af smjöri, 2 msk af hveiti og 1 bolla af mjólk eða soðinu af grænmet- inu og kryddið með múskati. Allt ofantalið má undirbúa fyrirfram. Þá er smjördeigið flatt út og notað til að klæða 20 sm spring-form bæði á botni og hliðum þannig að deigið nái 1-2 sm upp fyrir brúnir. Setjið smjörpappírsörk innan í formið svo vökvi renni ekki niður í ofninn. Staflað öllu innihaldinu upp í þunnum lögum til skiptis, t.d: lag af rifnum osti, önnur ommelettan, helmingurinn af spínati, jafningur, helmingur papriku- mauks, allir sveppirnir, og afgangur í lögum. Lok af smjördegi er lagt yfir og turn- inum lokað með því að klípa saman jaðra loksins og hliðanna. Gerið nokkur göt með hnífsoddi í þakið svo vökvi geti gufað upp. Bakan er pensluð með eggi og bökuð við 190°C í 50 – 60 mín eða þar til hún er gullinbrún. Látið standa og stífna þar til stofuhita er náð. Hnetuhröngl 1 bolli púðursykur rifinn börkur af 4 appelsínum og 1 sítrónu 100 g valhnetur 100 g möndluflögur safi úr ½ appelsínu 200 g smjör ½ bolli hveiti 2 tsk kanill ½ tsk kardemomma Deigið hnoðað og rúllað út í 2 sívalar lengjur sem er um 2,5 sm í þvermál. Kælt yfir nótt. Skerið í skífur um ½ sm að þykkt. Kökurnar renna út og tvöfaldast að stærð og verða þunnar í jaðrana. Þær eru bakaðar við snarpan hita (200 – 220°C) í 10–15 mín, látið jaðrana ekki brenna. Þegar kökurnar eru teknar út ofninum er þær látnar kólna í 20–30 sek- úndur en síðan færðar snarlega yfir á eitthvað sívalt, hér notum við kústsköft sem liggja milli tveggja borða! Þær sveigjast niður á meðan þær eru heitar og verða eins og litlar stökkar hrjúfar hraunslettur sem ilma af appelsínum og karamellum. Kókosrækjur fjórðungur úr lárperu hálft greipaldin 10 rækjur 2 msk ristað kókosmjöl Greipið er skorið þvert yfir og kjötið losað með því að bregða hnífi með fram hverju rifi í greipinu, bæði til hliðanna og meðfram berkinum og hnífsoddinum lyft í átt að miðjunni. Þá lyftast bátarnir upp úr nokkuð heilir. Greipbitunum, rækjunum og lárperunni blandað saman og ristuðu kókosmjöli stráð yfir. Gott er að hafa auka kókosmjöl í skál við blönd- una. Uppskriftin miðast við einn gest. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ásta og foreldrar hennar, Finnur Árnason og María Hildur Maack, fá sér saftblöndu úr sólberjasaft, sítrónusódavatni og eplasí- der, sem bæði börnum og fullorðnum finnst gott og fallegt að drekka. Rautt og stelpulegt í stíl við skóna „Ávaxtasalat verður borið fram með rósasírópi sem angar af sumri um allt hús,“ segir María Hildur sem á heiðurinn af sírópinu. Grænmetisturninn góði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.