Morgunblaðið - 05.03.2005, Side 56

Morgunblaðið - 05.03.2005, Side 56
56|Morgunblaðið Eftirfarandi uppskriftir sem Baldur Öx- dal í Ráðhúskaffi gefur Fermingarblaðinu eru einfaldar en líka í hollari kantinum. Það var dásamleg terta á veitingahúsinu hans Lindinni á Laugarvatni sem fékk blaðamann til að falast eftir uppskriftum hjá Baldri sem var í íslenska kokkalands- liðinu 1991–1994 sem ábætisgerðarmeist- ari. Hvít súkkulaðifroða með ferskum ávöxtum 4 dl rjómi 300 g hvítt súkkulaði, smátt saxað 2 matarlímsblöð (látið liggja í köldu vatni í 10 mín.) ferskir ávextir að eigin vali hindberja- eða önnur góð ávaxtasósa eða mauk – ef vill Sjóðið rjómann, setjið matarlímsblöðin og hvíta súkkulaðið út í og hrærið vel saman. Sett í rjómasprautu og eitt gas- hylki sett í sprautuna. Setjið hana í volgt vatnsbað, hristið hana vel og látið hana ekki kólna áður en þið sprautið úr henni í glasið sem þið hafið þegar sett ávexti og sósu í. Skreytið eftir vild, þess vegna með kókosflögum. Pekanhnetueplabaka 6 stór græn epli flysjuð, skorin í báta 2 dl pekanhnetur (má drýgja með öðrum hnetum) kanilsykurblanda 1 stór krukka eplamauk döðlubotn Stráið smá kanilsykri yfir eplin og pek- anhneturnar og bakið í 20 mín. Eplamauk sett á döðlubotninn, kan- ilsykri stráð yfir. Eplunum og pekanhnet- unum raðað óreglulega ofan á. Hægt er að gera karamellu og hella yfir kökuna. Gott er að hita kökuna í 10 mín í ofni áður en hún er borin fram með rjóma eða ís. Karamella 3 bollar af sykri settir í pott og 2 msk af sítrónusafa kreistar yfir og hrært vel saman. Sett á heita helluna og brætt þangað til fallegur karamellulitur næst. Kökur sem allir geta gert Ef fermingarbarnið ætlar að taka til hendinni við kökubaksturinn eru uppskriftirnar hans Baldurs bæði einfaldar og fljótlegar en líka dásamlega safa- ríkar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.