Morgunblaðið - 05.03.2005, Page 69
Morgunblaðið |69
og á fjöllum. Jú annars, þau fá einnig
hæfilegan skammt af veðri og vindum og
birtu.
Af þessu öllu finnum við bragð og það
er algjörlega stórkostlegt. Troðið þurrk-
uðum, steinlausum döðlum eða lífrænt
ræktuðum aprikósum, ferskum myntu-
blöðum, hvítlauksrifjum og e.t.v. fleiru
góðu í lærið og inn í ofninn með það á
hæfilegan hita í hæfilegan tíma.
Undirbúningur getur byrjað tveimur
dögum fyrir veisluhald. Sjálfur „troðning-
urinn“ fyrst, síðan má steikja daginn eftir
og bera fram kalt skorið í fínar sneiðar.
Lærið er ævintýraleg bragðupplifun
með trönuberjakompottinu og piparrót-
arkreminu, uppskriftir fylgja.
1 stórt lambalæri (náttúrlega
íslenskt!)
1 stór handfylli myntublöð,
fínthökkuð
15 úrsteinaðar þurrkaðar
döðlur, hakkaðar gróft
10 hvítlauksrif, helminguð þversum
sjávar- eða steinsalt
nýmalaður svartur pipar
1. Losið kjötið frá leggnum þannig að
það myndist poki sem hægt er að fylla og
troða í. Hægt er að nota lítinn hníf (passa
að skera ekki í kjötið) eða skaftið á sleif
eða gaffli nú eða bara puttana.
2. Blandið saman döðlum og myntu og
fyllið í pokann. Troðið einnig í vasann á
milli kjöts og skinnsins á yfirborði lær-
isins.
3. Stingið fullt af litlum holum í lærið og
troðið hvítlauskrifjunum í.
4. „Smyrjið“ pipar og salti á lærið allt
og setjið það á rist sem hvílir á ofnskúffu
með vatni í botninum.
5. Gefið lærinu 2–2½ klst í 180°C heit-
um ofni og látið hvíla í minnst 20 mín. áð-
ur en það er borið fram ef þið viljið hafa
það heitt.
Munið að fylgjast með að vatnið gufi
ekki upp í skúffunni. Við getum notað það
í sósu eða súpu.
Rauðlaukssalat með
sveskjum, eplum og perum
Meðlæti fyrir 5–6
Þetta salat er fínt með góðri steik af
nauti, kálfi eða öðru dýri sem hefur lifað
sómasamlegu lífi við góðar aðstæður og
gott fóður.
1 kg rauðlaukur
1 epli skorið í teninga
1 pera, skorin þversum
í þunnar sneiðar
50 g sveskjur, skornar í strimla
safi og börkur (fíntrifinn) af einni
lífrænni sítrónu
1⁄4 vanillustöng, fínthökkuð, eða
½ tsk vanilluduft (ekki vanillusykur)
kjarnar úr 4–5 kardemommum, fínt-
malaðir í mortéli eða milli tveggja
skeiða, eða 1⁄4 tsk kardemommuduft
½ tsk fiskisósa
1 msk brúnhrísgrjónaedik
1 msk graskersolía (extra virgin)
sjávar- eða steinsalt
nýmalaður svartur pipar
1. Setjið laukinn (með hýði og öllu) í
eldfast fat eða skúffu eða leirpott með loki
og 3–4 cm vatnsborð í botninn. Laukarnir
eru bakaðir í 230°C heitum ofni (kaldur til
að byrja með) í 1½ klst. Kælið bökuðu
laukana í kæli. Það tekur u.þ.b. eina klst.
2. Skrælið kældu laukana og skerið í
þunnar sneiðar þversum og ekki þannig
að það verði laukhringir.
3. Setjið allt hitt hráefnið í skál ásamt
skornu laukunum og blandið vandlega
saman.
Salatið er gott strax en enn betra eftir
að hafa staðið í kæli yfir nótt. Mjög hent-
ugt til að einfalda og flýta fyrir sér við
undirbúnig fermingarinnar.
Skotfljótlegur og einfaldur
jarðarberjaís
Fyrir 3–4
Það getur verið mjög auðvelt að útbúa
ís.
Xylitol er náttúrulegt sætuefni, en það
er ekki sykur. Það veldur því ekki tann-
skemmdum, ójafnvægi á blóðsykri, offitu
eða sultartilfinningu. Í staðinn fyrir jarð-
arber má nota frosin hindber, bláber,
krækiber eða önnur góð ber.
550 g frosin jarðarber
1 dl sýrður rjómi eða skyr
½ vanillustöng
1⁄4 tsk kanelduft
2–3 msk akasíuhunang, xylitol,
melassasykur eða Rappadura-
reyrsykur
1. Hellið sýrðum rjóma eða skyri ásamt
vanillu í blandara. Setjið varlega af stað
og bætið frosnu berjunum smám saman
við. Blandið þar til ísinn er jafn og mjúk-
ur.
2. Bragðbætið með sætuefninu og berið
fram undir eins.
Trönuberja-
og eplakompott
7–8 dl
Bragðbætið með xylitol (náttúrulegt
sætuefni) ef þið viljið forðast sykur, ann-
ars hlynsírópi. Kælið áður en borið er
fram með annaðhvort lambasteik eða
villibráð eins og hreindýri, gæs eða önd.
Einnig má bæta við handfylli af rúsínum
eða úrsteinuðum sveskjum og borða
þannig sem ávaxtagraut með rjóma eða
sojamjólk.
700 g fersk trönuber
4 epli skorin í teninga (afhýdd
ef þau eru ekki lífræn)
1 tsk malaður kanell
½ stöng vanilla, mjög fínt hökkuð
Setjið allt í pott og látið malla við lágan
hita undir loki í 45–60 mín. þar til trönu-
ber og epli eru mjúk. Munið að hræra í
öðru hvoru.