Morgunblaðið - 05.03.2005, Síða 74
74|Morgunblaðið
Hverafold 1-3 • Foldatorg
Grafarvogi • Sími 577 4949
Opnunartími mán.-fös. kl. 11-18
& lau. kl. 11-14
Sparifatnaður
fyrir ungar
sem eldri
Ingibjörg Arelíusardóttir var fermd 1.
maí 1948 í Fríkirkjunni. Það var séra
Árni Sigurðsson sem fermdi Ingi-
björgu, en þetta var síðasta fermingin
hans og hún síðasta fermingarbarnið.
Mikil og fín veisla var haldin í Kaffi
Höll í Austurstræti daginn eftir, á af-
mælisdegi afa hennar. Við það tækifæri
fann móðir hennar upp á því að safna
öllum veislugestunum saman á þessa
fínu mynd.
Fremsta röð f.h.: Kiddý, Ólína, Hörð-
ur, Vigdís, Guðmundur, Lillý, séra
Árni, maddaman, Steinunn.
Önnur röð f.h.: Tóta, Sigga Guðmunds,
Hannes, Jóhanna, Sigga, Rögnvaldur,
Helga Jörgensen, Fríða, Kristjana,
Lóa, Ingibjörg, Inga, Sigríður, Hafliði
P.
Þriðja röð f.h.: Þorlákur í Álfsnesi,
Bíbí, Anna, Svava, Guðmundur Nordal,
Svavar, Heiðrún, Eggert, Skapti, Þórð-
ur, Freyja, Christensen, Sigga.
Fjórða röð f.h.: Steini, Ólafur, Ninna,
Bjössi, Svava litla, Jónas, Elsa, Reynir,
Sísa, Gunnar Reynir, Óskar.
Síðasta
fermingar-
barnið
Heima hjá Sólveigu Pálmadóttur hangir
skemmtileg mynd innan um aðrar fjöl-
skyldumyndir. Hana prýða fjórar fagrar
yngismeyjar á fermingardaginn, fjórir ætt-
liðir í kvenlegg. Það eru móðir Sólveigar,
Tómasína Kristín Árnadóttir sem fermdist
vorið 1913 í Hvalsneskirkju á Miðnesi, og
Sólveig sjálf sem fermdist haustið 1942 í
Dómkirkjunni í Reykjavík. Síðan eru það
dóttir Sólveigar, Kristín Ingólfsdóttir sem
fermdist haustið 1968 og dóttir hennar, hún
Hildur Einarsdóttir sem fermdist 1996 í
Seltjarnarneskirkju.
„Ég átti myndina af henni mömmu og
mér fannst svo merkilegt að hún skyldi vera
í svona fínum kjól og skóm, þrátt fyrir mikla
fátækt móður hennar sem var ekkja. Þess
vegna sá ég samhengið í þessu þegar dóttir
mín fermdist og dóttir hennar,“ segir Sól-
veig um þessa skemmtilegu hugmynd að
myndinni.
Fjórir
ættliðir á
fermingar-
daginn