Morgunblaðið - 19.03.2005, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Málefni Ríkisútvarpsinskomu til umræðu á Al-þingi í vikunni, eins ogí síðustu viku. Hið svo-
kallaða fréttastjóramál bar hæst í
þeim umræðum. Menntamálaráð-
herra boðaði einnig nýtt frumvarp
um Ríkisútvarpið, í umræðum á
mánudag, og var það lagt fram á
Alþingi degi síðar.
Stefnt var að því að ráðherra
mælti fyrir frumvarpinu á fimmtu-
dag, en hætt var við það á síðustu
stundu, vegna óska fulltrúa Vinstri
grænna og Frjálslynda flokksins í
fjölmiðlanefnd ráðherra. Vildu þeir
að frumvarpið yrði rætt samhliða
skýrslu fjölmiðlanefndarinnar, sem
væntanlega verður gerð opinber á
næstu vikum. Ráðherra gerir því
ráð fyrir að mæla fyrir umræddu
frumvarpi fyrstu vikuna í apríl.
Talsmenn stjórnarandstöðuflokk-
anna gera ýmsar athugasemdir við
frumvarpið, eins og fram kom í við-
tölum við þá í Morgunblaðinu í vik-
unni. Óttast þeir m.a. að frumvarpið
verði ekki til þess að draga úr
flokkspólitískum áhrifum á Rík-
isútvarpið.
Þingmenn Vinstri grænna kynntu
hugmyndir sínar um Ríkisútvarpið
um miðja viku en fyrr í vetur lögðu
þingmenn Samfylkingarinnar og
þingmenn Frjálslynda flokksins
fram sínar tillögur um stofnunina.
Af öllu þessu má ljóst vera aðmálefni Ríkisútvarpsins eigaeftir að setja mikinn svip á
þingumræðurnar í vor. Ekki má
heldur gleyma fjölmiðlanefnd
menntamálaráðherra í þessu sam-
bandi. Nefndin var formlega skipuð
í byrjun nóvember sl. og eiga sæti í
henni fulltrúar allra stjórn-
málaflokka á Alþingi.
Í skipunarbréfi nefndarmanna
segir m.a. að nefndin eigi „að fjalla
um markaðsstöðu og hlutverk Rík-
isútvarpsins í samhengi við aðra
fjölmiðla án þess þó að gera tillögur
um breytingar á lögum um stofn-
unina, enda sérstök vinna þegar í
gangi á vegum stjórnarflokkanna
um þau mál.“ Má af þessu ætla að
nefndin geri þó Ríkisútvarpinu ein-
hver skil í skýrslu sinni.
Í skipunarbréfinu segir sömuleið-
is að nefndin eigi „að skoða sam-
þjöppun eignarhalds á fjölmiðlum á
Íslandi og gera tillögur um það, til
hvaða aðgerða beri að grípa til að
sporna gegn of mikilli samþjöppun
á eignarhaldi“. Líklegt þykir að
stjórnarflokkarnir muni í kjölfar til-
lagna nefndarinnar leggja fram nýtt
frumvarp á Alþingi sem taki m.a. á
eignarhaldi í fjölmiðlum. Allt bendir
því til þess, eins og áður sagði, að
málefni Ríkisútvarpsins og fjölmiðla
almennt eigi eftir að stela senunni á
Alþingi eftir páska.
En aftur að þeim umræðumsem áttu sér stað á Alþingium Ríkisútvarpið í þessari
og síðustu viku. Tilefni þeirra um-
ræðna var m.a. ráðning nýs frétta-
stjóra hjá fréttastofu Útvarpsins.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
sögðu ljóst að um pólitíska ráðningu
væri að ræða. Stjórnarliðar vísuðu
því hins vegar á bug. Tveir þeirra
sáu auk þess ástæðu til þess að
sverja af sér öll flokkspólitísk
tengsl við manninn.
Dagný Jónsdóttir, þingmaður
Framsóknarflokks, sagði t.d. í þing-
umræðunum daginn eftir að út-
varpsstjóri gekk frá umræddri
ráðningu: „Hinn nýráðni fréttastjóri
RÚV, sem ég hafði ekki heyrt um
fyrr en í gær, er sagður tengjast
Framsóknarflokknum. Ég lýsi
furðu minni á þessum málflutningi.
Ég ræddi við framkvæmdastjóra
Framsóknarflokksins í morgun.
Þessi maður hefur aldrei verið
skráður í flokkinn. Ég hef starfað í
flokknum frá árinu 1992 og hef
aldrei séð þennan aðila, hvorki á
fundum né í starfi flokksins. Mál-
flutningur stjórnarandstöðunnar er
órökstuddur varðandi tengsl frétta-
stjórans við Framsóknarflokkinn.“
Þá sagði Sigurður Kári Krist-
jánsson, þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins: „Ekki er maðurinn
sjálfstæðismaður, það er alveg á
hreinu, og eftir því sem ég best veit
er hann heldur ekki framsókn-
armaður.“
En stjórnarliðar ræddu ekki bara
meint flokksskírteini fréttastjórans
nýráðna. Hjálmar Árnason, þing-
maður Framsóknarflokksins, sá
nefnilega ástæðu til að benda á
þetta: „Ef einhver efast um það, að
gefnu tilefni, skal það upplýst hér
[...] að útvarpsstjóri Markús Örn
Antonsson er eftir bestu vitund
minni ekki í dag og hefur aldrei ver-
ið skráður í Framsóknarflokkinn.“
Málefni Ríkisútvarpsins stela senunni …
EFTIR ÖRNU SCHRAM
ÞINGFRÉTTAMANN
arna@mbl.is
Óbilandi
barátta
á morgun
Jafnrétti kynjanna
er forsenda fyrir
betri heimi
HALLDÓR Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, sagði á Alþingi í
vikunni, að hann teldi óhjákvæmilegt
að kanna hvort pólska skipasmíða-
stöðin, sem gerði tilboð í viðgerðir á
Tý og Ægi, hefði gengið á svig við
reglur Evrópusambandsins. Kom
það fram í máli hans í umræðum um
stöðu íslensks skipasmíðaiðnaðar og
sagði hann hörmulegt að verkið
skyldi ekki unnið á Akureyri.
Jón Bjarnason, þingmaður
Vinstrihreyfingarinnar-græns fram-
boðs, var málshefjandi umræðunnar.
Hann gerði útboð Landhelgisgæsl-
unnar í viðgerð á varðskipunum
tveimur að umtalsefni. „Tilboð bár-
ust m.a. frá tveim íslenskum skipa-
smíðastöðvum og frá einni pólskri
sem bauð 275 milljónir kr. í verkið.
Slippstöðin á Akureyri var með 13
milljónum kr. hærra boð. Ríkiskaup
ákváðu að hafna öllum boðunum en
gengu til samninga við pólsku skipa-
smíðastöðina.“ Sagði hann þá
ákvörðun vekja hörð viðbrögð.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
ráðherra, sem var til andsvara, sagði
að svona mætti ekki gerast aftur.
Orðrétt sagði hún: „Fyrst við erum
farin að tala um það mál tel ég að við
verðum að sjá til þess að svona lagað
gerist ekki aftur.“ Síðan sagði ráð-
herra: „Aðalatriðið í þeim tillögum
sem nú liggja fyrir og mér voru af-
hentar fyrir örfáum vikum af hálfu
nefndar sem ég skipaði til að fara yf-
ir það hver samkeppnisstaða ís-
lensks skipasmíðaiðnaðar væri er að
hækka endurgreiðsluhlutfallið úr
4,5% upp í 6% af aðstöðugjaldi. Það
skiptir verulega miklu máli. Það
ánægjulega í þessu er að við sjáum
ekki betur en íslenskur skipasmíða-
iðnaður sé alveg u.þ.b. samkeppnis-
hæfur, en fylgjast þarf með því sem
gerist núna í tengslum við hina nýju
ákvörðun innan Evrópusambandsins
að hafa heimild til að styrkja veru-
lega það starf sem getur kallast þró-
unarstarf í tengslum við nýsmíðar
vegna þess að hættan er sú að svig-
rúm skapist og möguleikar á að mis-
nota það ákvæði.“
Kannað hvort gengið hafi
verið á svig við reglur
TILLÖGUR tekjustofnanefndar og
niðurstöður sameiningarnefndar
voru helstu málin á landsþingi Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, sem
haldið var í gær í 19. sinn. Lands-
þingið samþykkti ályktun þar sem
tekið er undir bókun stjórnar sam-
bandsins um þá niðurstöðu tekju-
stofnanefndar að hér sé fyrst og
fremst um tímabundna ráðstöfun að
ræða sem leiði ekki nema að tak-
mörkuðu leyti til varanlegrar styrk-
ingar á tekjustofnum sveitarfélaga.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for-
maður sambandsins, sagði að und-
irbúningur kosninga um sameiningu
sveitarfélaga væri víða hafinn.
Stefnt er að kosningu um samein-
ingu í Borg-
arfirði norðan
Skarðsheiðar
23. apríl næst-
komandi. Kjör-
dagur fyrir
sameiningar-
kosningar í öðr-
um sveit-
arfélögum hefur
verið ákveðinn
8. október næst-
komandi. Vilhjálmur taldi líklegt að
kosið yrði fyrr í einhverjum sveit-
arfélögum.
Talsverðar umræður urðu á
landsþinginu um tillögur tekju-
stofnanefndar. Hefðu sumir þing-
fulltrúar viljað sjá meiri árangur, en
engar tillögur voru þó lagðar fram
gegn niðurstöðu tekjustofnanefnd-
arinnar, að sögn Vilhjálms.
Í í ályktuninni um tekjustofna-
nefndina segir ennfremur:
„Það er skýr afstaða landsþings-
ins að jafnhliða flutningi nýrra verk-
efna frá ríki til sveitarfélaga liggi
fyrir samkomulag um fjármögnun
verkefnanna.
Enn fremur verði því markmiði
náð sem stefnt var að, að treysta
fastan tekjugrunn sveitarfélaga til
framtíðar og um leið að leiðrétta þá
tekjuskerðingu og útgjaldaaukningu
sem sveitarfélögin hafa orðið fyrir á
umliðnum árum.“
Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson
Tekjur sveitarfélaga
verði treystar til frambúðar
BAKARARNIR Þormar Þorbergs-
son (t.h.) og Arnar Snær Rafnsson
eru hér með eina stærstu kransa-
köku landsins sem verður 1,5 metr-
ar í þvermál við botninn og þriggja
metra há. Verður hún sett upp á
Kringlutorginu og meistarar Café
Konditori Copenhagen verða á
staðnum til að veita upplýsingar um
kökugerð sem varla er vanþörf á
þegar hátíðir eru framundan.
Þriggja
metra
kransakaka