Morgunblaðið - 19.03.2005, Síða 42

Morgunblaðið - 19.03.2005, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöðunni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höfuðstaður fram- halds- og háskólanáms í tónlist í landinu.“ Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrði ekki bankið þegar vágesturinn kom í heimsókn.“ Vilhjálmur Eyþórsson: „For- ystumennirnir eru undantekn- ingarlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorð- ingjar af hugsjón. Afleiðingar þessarar auglýsingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mannkynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítisprédikunum á valdi óttans eins og á galdrabrennu- öldinni.“ Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu for- setans að löggjafarstarfi.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóðfélag- inu sem varð kringum undir- skriftasöfnun Umhverfisvina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluaðferð- irnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnu- brögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerð- armenn til að lesa sjómanna- lögin, vinnulöggjöfina og kjara- samningana.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í FORYSTUGREIN sinni 17. mars var Morgunblaðið í vafa um það, hvaða varanlega lausn ég sæi vegna Vatnsmýrarinnar og vitnaði þar í ræðu mína í borgarstjórn 15. mars. Fyrr í þessari sömu ræðu svara ég þessu og taldi mig vera að eyða vafa. Þar sagði: „Í kosn- ingastefnu okkar sjálfstæðismanna um flugvallarmálið (fyrir kosningar vorið 2002) sagði: „Við ætlum að beita okkur fyrir varanlegri nið- urstöðu um flugvallarmálið með viðræðum við ríkisvaldið og aðra hagsmunaaðila um skipulag í Vatnsmýrinni og fá þar aukið land- rými undir blandaða byggð, án þess að vegið verði að flugöryggi eða gengið gegn hagsmunum Reykjavíkur og landsbyggðarinnar í samgöngumálum.“ Í þessum orðum fólst fyrirheit um að koma flugvallarmálinu og skipulagsmálum Vatnsmýrarinnar út úr pólitískri sjálfheldu R-listans. Annaðhvort yrði hér flugvöllur, sem stæðist öryggiskröfur, eða flugvöllurinn hyrfi úr Vatnsmýr- inni. Ég taldi þá og tel enn skyn- samlegt, að Reykjavíkurborg stofni til viðræðna við ríkisvaldið um flug- völlinn og framtíð Vatnsmýrarinnar með þau efnisatriði að leiðarljósi sem við sjálfstæðismenn nefnum í stefnu okkar.“ Mér virðist þessi stefna ekki vera í samræmi við stefnu Morg- unblaðsins í málinu, en þetta er stefna engu að síður og með öllu óþarft að láta eins og hún tryggi ekki varanlega lausn á málinu. R-listinn hefur nú tekið upp þessa stefnu eins og fram kemur í nýlegu sameiginlegu minnisblaði borgarstjóra og samgönguráðherra um málið. BJÖRN BJARNASON, borgarfulltrúi og ráðherra. Afstaða sjálfstæðis- manna til Vatnsmýrarinnar Frá Birni Bjarnasyni HVAÐ stendur eiginlega til? Það er rokkað gegn niðurrifi gamalla húsa við Laugaveg og umræðan í fjöl- miðlum er á þá lund að það mætti halda að það ætti að fara að rífa ann- að hvert hús við Laugaveg á morg- un. Eigendur húseigna við Lauga- veginn eru hissa á þessu uppistandi enda er í raun verið að berjast gegn möguleikum þess að gera nauðsyn- legar umbætur á Laugaveginum og miðbænum til að auka slagkraft svæðisins í atvinnurekstri og menn- ingu. Sjálfur er ég eigandi hússins við Laugaveg 28b og er spurður oft á dag hvenær eigi að rífa húsið. Hvernig væri að eyða kröftunum frekar í að bæta menninguna meira við Laugaveginn, hvetja fólk til að versla þar, fara út að borða, kíkja á kaffihús og skoða sýningar í gall- eríum? Sjónarmiðum rekstraraðila við Laugaveginn hefur of lítill gaumur verið gefinn í þessu máli. Bolli Krist- insson í Sautján hefur haldið á lofti skynsamlegum rökum en fleiri þyrftu að láta heyra í sér. Laugaveg- urinn og miðbærinn er á uppleið og þetta skipulag styrkir svæðið og mun gera það eftirsóknarverðara fyrir fólk og fyrirtæki. Ég var ánægður að heyra að Jak- ob Frímann Stuðmaður vildi ekki vera með í rokki gegn niðurrifi gam- all húsa. Ég legg til að frekar verði rokkað með bættri menningu á Laugaveginum, hljómsveitir gætu til dæmis spilað á löngum laugardegi og fengið þannig fleira fólk í miðbæ- inn. MAGNÚS INGI MAGNÚSSON, veitingamaður, Sjanghæ veitingahúsi, Laugavegi 28b, Reykjavík. Afturhaldsrokk gegn niðurrifi Frá Magnúsi Inga Magnússyni UNDANFARIN ár hafa ná- grannaþjóðir okkar á Norðurlöndum boðið hreyfingu sem valkost í með- ferð og heilsueflingu í heilbrigð- isþjónustu sinni. Þessi leið hefur gef- ist vel og í upplýsingum frá Danmörku kemur fram að þessi leið hefur gagnast best sem með- ferð við æða-, stoðkerf- is-, efnaskipta-, lungna- og geðsjúkdómum. Rannsóknir sýna að þetta er raunhæfur kostur en læknar verða að meta í hverju tilfelli hvort þessi leið á við viðkomandi sjúkling, því ekki er hægt að al- hæfa um það að hreyf- ing eigi við alla. Í erindi sem Ingibjörg Jóns- dóttir lífeðlisfræðingur hélt á ráð- stefnu Hugarafls í vikunni kom fram að rannsóknir sýndu að hreyfing hefði áhrif á sömu boðefni líkamans og ýmis lyf svo sem væg geðlyf. Íslenskir læknar ávísi á hreyfingu Nú liggur fyrir Alþingi tillaga mín og þingmanna úr öllum flokkum um að heilbrigðisráðherra undirbúi það að hreyfing geti orðið valkostur í heil- brigðisþjónustu, sem lækning og í fyrirbyggjandi tilgangi, þannig að læknar geti vísað á hreyfingu á sama hátt og á lyf eða læknisaðgerðir. Til þess að hægt sé að vísa á hreyf- ingaráætlanir þurfa þær að vera fyrir hendi. Við leggjum því til að það verði metið hvort setja þurfi á laggirnar nám eða endurmenntun fyrir þá sem muni hafa umsjón með hreyfingar-, lífsstíls- eða þjálfunaráætlunum. Á tímum síhækkandi útgjalda til heilbrigðiskerfisins, þar sem lyfja- notkun eykst stöðugt og aðgerðum á sjúkrahúsum fjölgar ár frá ári, hafa menn í nágrannalöndum okkar farið að auka vægi hreyfingar í meðferð sjúklinga. Í stað þess að læknir skrifi lyfseðil eða sendi sjúkling í aðgerð á sjúkrahúsi skrifar hann upp á ráð- gjafar- og hreyfingaráætlun þar sem sjúklingurinn getur sjálfur tekist á við heilsuleysið með eigin atorku. Leita þarf leiða til að breyta þeirri hugsun að eina lækningin við kvillum sé lyf eða læknisaðgerð, því sjúklingurinn getur oft breytt heilsufari sínu sjálfur með breyttu líf- erni, mataræði og hreyf- ingu. Ýmsir menningar- sjúkdómar sem orsakast af óheilbrigðu líferni kosta samfélagið sífellt hærri fjárhæðir. Það er ekki aðeins vandamál einstaklinga heldur samfélagsins alls. Al- þjóðaheilbrigðisstofn- unin telur t.d. offitu vera annað stærsta heilbrigðisvandamálið nú á dögum, næst á eftir reykingum. Hér á landi hefur offita meðal full- orðinna tvöfaldast á tuttugu árum og er komin yfir 20% og hjá 9 ára börn- um fjórfaldaðist hún frá 1978 til 2002. Ofþyngd hefur líka aukist og eru 65% fullorðinna hér á landi yfir æskilegri þyngd. Fjölmargir sjúkdómar eru fylgifiskar ofþyngdar. Afleiðingar samfélagsbreytinga Miklar samfélagslegar breytingar á síðustu áratugum, tækninýjungar og líkamlega léttari störf hafa leitt til minni hreyfingar og orkuþarfar fólks. Þessi þróun hefur síðan valdið því að ofþyngd og offita hafa aukist og eru afleiðingar þessa ástands alvarlegar. Dauðsföll vegna offitu hafa tvöfald- ast, kæfisvefn og sykursýki tugfald- ast, hjarta- og æðasjúkdómar þre- eða fjórfaldast, hið sama á við um stoðkerfisverki og slitgigt, ýmis krabbamein hafa allt að tvöfaldast og ófrjósemi hefur aukist. Algengir and- legir fylgikvillar eru síðan þunglyndi, vanmetakennd, kvíði og félagsfælni. Offita hefur einnig ýmsar fé- lagslegar afleiðingar, svo sem einelti, einangrun og fordóma sem oft verða til þess að félagsleg staða þessa fólks verður slæm og er síðan líkleg til að leiða til örorku. Offita er ekki aðeins vandi fullorð- inna heldur eykst hún hjá börnum þannig að sá vandi er raunverulegt heilbrigðisvandamál sem á eftir að verða baggi á velferðarkerfinu í heild ef ekkert verður að gert. Hreyfing og hollusta er leið til að sporna við þeirri þróun. Kjöraðstæður á Íslandi Hér á landi eru kjöraðstæður til að bjóða þennan valkost. Hvergi eru fleiri sundlaugar en hérlendis og íþróttaaðstaða góð og ekki fullnýtt alls staðar. Hér á landi er vel mennt- að fagfólk sem getur tekið að sér að veita þá fjölbreyttu þjónustu sem þyrfti að standa til boða. Vel búnar líkamsræktarstöðvar eru hér margar og ættu einnig að geta komið að þessu verki. Ég tek undir hvatningu félagsskaparins Hugarafls um að stjórnvöld gefi hreyfingu meira vægi í heilbrigðisþjónustunni og hún verði eitt þeirra úrræða sem sjúklingum standi til boða. Þá liggur beinast við að samþykkja þingmál mitt og þing- manna allra flokka um hreyfingu sem valkost í íslenskri heilbrigðisþjón- ustu. Hreyfing – valkostur í heilbrigðisþjónustunni Ásta R. Jóhannesdóttir skrifar um heilbrigðismál ’Nú liggur fyrir Alþingitillaga mín og þing- manna úr öllum flokk- um um að heilbrigðis- ráðherra undirbúi það að hreyfing geti orðið valkostur í heilbrigðis- þjónustu.‘ Ásta R. Jóhannesdóttir Höfundur er alþingismaður fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. EFTIR því sem ég best veit hefur verið lögð fram þingsálykt- unartillaga um hálendisveg milli Reykjavíkur og Akureyrar. Mér finnst að þeir sem leggja ofuráherslu á þennan veg gleymi því að núverandi veg- ur þjónar fleiru en leiðinni Akureyri Reykjavík. Sumir eiga erindi í Borgarnes, aðrir á Blönduós og enn aðr- ir á Sauðárkrók. Hálendisvegurinn gagnast á engan hátt þessari umferð og lagning hans mun án efa tefja vegbætur á núverandi vegi. Til er einföld og ódýr leið í vegagerð, sem bæði eykur um- ferðaröryggi og flýtir fyrir þeim sem liggur á. Þetta eru svokall- aðir 2+1 vegir. Þeir eru þannig gerðir, að til skiptis er tvöfaldur vegur í aðra áttina og einfaldur í hina. Milli gagnstæðra akstursstefna er síðan vegrið. Þegar vegurinn er tvöfaldur geta hraðfara bílar farið fram úr þeim hægfara án veru- legrar áhættu. Á þeim köflum sem vegurinn norður er tvöfaldur er hann ein- faldur suður, þannig að vegurinn er alltaf 3 akreinar og eins og áð- ur sagði er vegrið á milli gagn- stæðra stefna og því nær óhugs- andi að bílar lendi hver framan á öðrum en alvarlegustu slysin verða við þær aðstæður. Frekar en að byggja hálend- isveg finnst mér að menn ættu að breyta núverandi vegi milli Akureyrar og Reykjavíkur í 2+1 veg. Að sjálfsögðu ætti vegurinn milli Reykjavíkur og Sel- foss einnig að vera slíkur vegur. Auðvitað hefði Keflavíkurveg- urinn átt að vera það líka en of seint er að ræða það. Hugmyndir hafa verið uppi um að stytta núverandi veg, t.d. í Húnavatnssýslu og tel ég það vel koma til álita. Hvað varðar uppbyggingu vegakerfis landsins megum við Íslend- ingar aldrei gleyma því að við erum ein- ungis tæplega 300.000 hræður í rúmlega 100.000 ferkílómetra landi og við verðum því að leita hagkvæmustu leiða í vegagerð sem öðru. Vegtenging Reykja- víkur og Akureyrar Kristinn Ó. Magnússon fjallar um vegagerð og hagkvæmustu leiðir í þeim efnum Kristinn Ó. Magnússon ’Við verðum að leita hag- kvæmustu leiða í vegagerð sem öðru.‘ Höfundur er verkfræðingur. AÐ UNDANFÖRNU hefur átt sér stað í DV vægast sagt und- arleg og einhliða umfjöllun um starfsmannamál Menntaskólans á Ísafirði. Af þeirri umfjöllun má ætla að allt logi þar í illdeilum milli einstakra kennara og stjórn- enda skólans. Hart hefur verið deilt á Ólínu Þorvarðardóttur, skólameistara, án þess að „heim- ildarmenn“ ávirðinganna séu nafn- dgreindir. Vegna trúnaðarskyldu við starfsfólk og nemendur getur skólameistari ekki svarað þessum ásökunum og verður því að sitja undir alls órökstuddum dylgjum sem eiga sér enga stoð í raunveru- leikanum. Það vill svo til að sú sem þetta ritar þekkir vel til mál- efna Menntaskólans á Ísafirði og hefur fylgst með þeirri miklu upp- byggingu sem þar hefur átt sér stað undanfarin ár. Undir stjórn núverandi skólameistara hefur skólinn vaxið og dafnað og hefur nemendum fjölgað umtalsvert undanfarin ár. Sem samstarfsaðili stjórnenda skólans, get ég fullyrt að Ólína og aðrir stjórnendur skólans njóta trausts og virðingar bæði nemenda, starfsfólks og ann- arra þeirra sem eiga samskipti við skólann. Því miður virðist sem ónafngreindir aðilar komist upp með að grafa undan því góða og faglega uppbyggingarstarfi sem unnið er í skólanum með órök- studdum fullyrðingum um annað. Ég hef haft mikil og góð kynni af Ólínu, jafnt persónulega sem sam- starfsaðili, og get fullyrt að hún á ekki skilið þær árásir sem nú beinast að henni og skólanum. Ég leyfi mér því að senda mínar bestu stuðningskveðjur til hennar og skólans í heild í þeirri fullvissu minni að þeir sem hafa sannleik- ann að leiðarljósi muni standa uppi sem sigurvegarar í þessu litla þúfumáli sem velt hefur þungu hlassi af engu tilefni. RAGNHEIÐUR DAVÍÐSDÓTTIR. Ósanngjörn gagnrýni Frá Ragnheiði Davíðsdóttur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.