Morgunblaðið - 19.03.2005, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 49
MINNINGAR
✝ Magnús Pálssonfæddist á Syðri-
Steinsmýri í Meðal-
landi 12. ágúst
1921. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Klausturhólum að-
faranótt 9. mars síð-
astliðinn. Magnús
var sonur Páls Jóns-
sonar, bónda á
Syðri-Steinsmýri, f.
7. júní 1874, d. 12.
júní 1963, og Ragn-
hildar Ásmunds-
dóttur, f. 1. júlí
1888, d. 23. janúar
1954. Systkini Magnúsar eru
Halldór, f. 1912, d. 2001, Jónína,
f. 1913, d. 2004, Ásmundur, f.
1915, d. 1996, Elín, f. 1916, d.
1956, Ingibjörg, f. 1919, Þor-
steinn, f. 1926, Sigrún, f. 1930,
son, f. 1959, og á hún einn son,
Sigurð Þór Ágústsson, f. 1987; 2)
Ragnhildur Þuríður, f. 1970.
Sambýlismaður hennar er Árni
Kristmundsson, f. 1966, og eiga
þau einn son, Hákon, f. 1998. 3)
Ingunn Guðrún, f. 1971. Eigin-
maður hennar er Skúli Baldurs-
son, f. 1971, og eiga þau þrjú
börn, Maríu Ósk, f. 1993, Bjarka
Má, f. 1996, og Birtu Sóleyju, f.
2003. 4) Júlíana Þóra, f. 1972. 5)
Ólöf Birna, f. 1977. 6) Pála Hall-
dóra, f. 1980.
Magnús tók við búi að Syðri-
Steinsmýri af föður sínum og rak
þar búskap allt þar til hann fór á
hjúkrunarheimilið á Klausturhól-
um í desember 1998. Hann dvald-
ist í Hátúnum ásamt konu sinni
frá árinu 1966, en rak jafnframt
búið að Steinsmýri þar til fjöl-
skyldan fluttist þangað árið 1971.
Auk bústarfanna fékkst hann við
húsasmíðar og ýmis önnur störf.
Útför Magnúsar verður gerð
frá Langholtskirkju í Meðallandi
í dag og hefst athöfnin klukkan
14.
Jóhanna, f. 1932, og
Haraldur, f. 1934.
Hálfsystkini sam-
feðra voru Jón Bjarn-
mundur, f. 1909, d.
2002, og Halldór, f.
1910, d. 1911.
Magnús kvæntist
árið 1967, Magneu G.
Þórarinsdóttur, f. 26.
desember 1948 í Há-
túnum í Landbroti.
Foreldrar hennar
voru Þórarinn Kjart-
an Magnússon, f. 19.
júlí 1912, d. 14. jan-
úar 2004, og Þuríður
Sigurðardóttir, f. 6. desember
1908, d. 11. febrúar 2005. Magn-
ús og Magnea eiga saman sex
dætur, en þær eru: 1) Elín Val-
gerður, f. 1966. Sambýlismaður
hennar er Magnús Ægir Karls-
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sérst horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þá ertu farinn, elsku pabbi, það er
gott að þú ert laus úr því fangelsi sem
þín veikindi lokuðu þig í síðasta ára-
tuginn. Eftir höfum við minningarnar
um þig, hvernig þú varst áður en
sjúkdómurinn tók að herja á þig.
Mikið vildum við hafa kynnst þér bet-
ur og átt lengri tíma með þér, en við
vorum of ungar og óþroskaðar til að
leggja okkur fram um það þar til það
var of seint. Þó þú hafir stofnað til
fjölskyldu seint á þínu æviskeiði og
mikill aldursmunur væri á ykkur
mömmu þá fannst okkur við aldrei
eiga gamlan föður. Þú varst svo ung-
ur í útliti og anda, kvikur í hreyfing-
um og léttur í spori og lund. Barngóð-
ur varstu og ávallt svo þolinmóður og
skiptir aldrei skapi með öll þessi börn
í kringum þig og mikið varstu nú
passasamur um að þau færu sér ekki
að voða.
Þú hafðir yndi af smíðum og ekki
var til sá hlutur sem þú gast ekki
smíðað eða lagað. Þúsundþjalasmiður
sem aldrei féll verk úr hendi og var
alltaf eitthvað að stússast, hvort sem
það var við bústörfin, í bílskúrnum að
gera við bilaðan traktor eða einhvers
staðar úti að dytta að hinu og þessu.
Var þá ekki amast við þó fleiri hendur
væru komnar í verkið og hjálpin oft á
tíðum meira til ógagns en gagns.
Margar eigum við minningarnar,
t.d. þegar mamma fór í bæinn í
nokkra daga og við fórum saman að
versla. Mikið var þá keypt af vínar-
brauðum og snúðum, eða ísinn sem
þú splæstir úr sjoppunni. Þegar þú
sast inni í stofu með matardiskinn
þinn horfandi á kvöldfréttirnar, tín-
andi bita ofan í litlu munnana í kring-
um þig, því alltaf bragðaðist maturinn
best af disknum þínum. Minningarn-
ar eru ótal fleiri en þær munum við
geyma með okkur og varðveita.
Guð blessi þig.
Þínar dætur,
Elín Valgerður, Ragnhildur
Þuríður, Ingunn Guðrún,
Júlíana Þóra, Ólöf Birna og
Pála Halldóra.
Magnús Pálsson var mikið nátt-
úrubarn og tel ég að það hafi verið að-
alástæða þess að hann varð einn eftir
í sveitinni af sínum systkinum.
Starfaði hann alla tíð við búskap
ásamt því á sínum yngri árum að
byggja mörg hús og skemmur í sveit-
inni. Hann varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að eignast konu sem deildi þess-
um áhuga á náttúrunni og dýrunum
og voru þau mjög samstillt í sínum
verkum.
Það var mjög gaman að ræða við
hann um allt sem viðkom náttúrunni.
Hvort það var um veiði á sjóbirting og
öðrum fiskum, ál, gæsum eða mink.
Sá hann um veiði á minkum fyrir
hreppinn í áratugi ásamt konu sinni
og voru ófáar næturnar sem þau voru
á ferðinni að eiga við greni.
Gaman var að heyra sögur af því
þegar hann var að vinna á grenjum og
leita að ummerkjum um minkinn.
Magnús hafði á sínum yngri árum
gaman af að veiða silung og þá sér-
staklega sjóbirting. Var hann þar á
heimavelli þar sem Steinsmýrarfljót-
ið, sem í seinni tíð hefur verið kallað
Steinsmýrarvötn, hefur ávallt verið
gjöfult og sérstaklega í gamla daga
þegar það var mun stærra en núna.
Einnig átti hann land að neðstu svæð-
um Eldvatns og Grenlækjar og þegar
hann var að segja frá því þegar hann
var ungur að hjóla seint á haustin að
Eldvatni til að veiða silung.
Hann sagðist yfirleitt aðeins hafa
náð þrem köstum áður en línan fraus
og venjulega náði hann þrem sjóbirt-
ingum.
Einnig var ævintýrablær á lýsing-
um á veiði sem hann lenti í á afmæl-
isdegi sínum 12.8. 1948 en þá náði
hann ásamt þrem öðrum 900 sjóbirt-
ingum í ádrætti í Eldvatni á einum
degi. Þar af voru um 300 fiskar yfir 10
pund að þyngd. Var aflinn fluttur til
Reykjavíkur á vörubíl og faðir minn
seldi í fiskbúð. Það sem fékkst fyrir
aflann var 19 þúsund krónur sem var
jafnmikið og nýr Willysjeppi kostaði
þá.
Magnús var örugglega sá maður
sem fróðastur var um sjóbirting og
gjörþekkti hegðun hans á þessum
slóðum sem eru aðalsvæði hans.
Daglega á vorin og haustin fór
hann niður að ós á Grenlæk og Eld-
vatni til að fylgjast með. Á vorin til að
sjá hvernig niðurgöngur yrðu og
einnig til að skoða hvort seiðin voru
komin í sjógöngubúning.
Alltaf gat maður fengið upplýsing-
ar frá honum hvernig veiðin yrði um
haustið. Léleg haustveiði kom mér
ekkert á óvart þó verið væri að furða
sig á henni í blöðum. Það sem hann sá
helst var ef vorin voru köld varð hita-
stig á vatninu of lágt og seiðin náðu
ekki að þroskast nægjanlega til að lifa
sjávarseltuna af. Drápust þau þá í
stórum stíl og fuglinn tíndi þau upp
við ósana.
Þetta var aðalástæða þess að Eld-
vatnið dalaði svo mikið sem raun ber
vitni en þegar hún var leigð út 1972
var hún eyðilögð eins og hann kallaði.
Settir voru 50–60 varnargarðar út í
hana til að mjókka hana og breyta
henni í laxveiðiá.
Við það fór sandurinn úr botninum
en undir honum var ljóst undirlag og
dýpkaði einnig ána en aðalforsenda
þess að vatnið hitni nægjanlega fyrir
seiðin er grunnt vatn og dökkur sand-
ur í botni.
Var hann á sínum tíma búinn að
berjast fyrir því í mörg ár að fjar-
lægja þessa varnargarða en að lokum
gafst hann upp á því og hætti að
skipta sér af því veiðifélagi. Hafði
hann gert sjálfstæða könnun á hita-
stigi með að vaða í ósana á sólardög-
um og mæla hitastig í Grenlæk og
Eldvatni ásamt Skaftá til að sjá mun-
inn og alltaf var hitastig Eldvatns
mun lægra en hinna.
Magnús gerði á sínum yngri árum
mikið af því að taka sjóbirting í klak
og var stór seiðaeldistöð á Syðri-
Steinsmýri.
Einu sinni var ég úti á báti með
Manga og veiddi sex punda sjóbirt-
ing. Þegar fiskurinn var kominn í bát-
inn gat hann strax sagt mér að hann
væri allavega níu ára gamall. Það sá
hann á því að fiskurinn var tvímerkt-
ur af honum sjálfum, það er tekinn
tvisvar í klak.
Einnig var gaman að heyra sögur
af því þegar hann fór niður á sanda og
fylgdist með þegar gæsirnar komu til
landsins á vorin og alltaf lentu þær al-
veg í fjöruborðinu örþreyttar.
Einnig var hann að segja frá þegar
állinn kom í mjög miklum mæli upp í
fjöru frá suðrænum löndum en þetta
var liðin tíð og állinn var fyrir mörg-
um árum alveg hættur að koma og
skýrist það væntanlega með breytt-
um straumum.
Magnús hirti mikið rekavið og var
með timburvinnslu heima á bænum.
Alltaf hefur verið gaman að heim-
sækja fólkið á Syðri-Steinsmýri og
tvær elstu dætur mínar voru í sveit
hjá Magnúsi og Möggu. Kann ég
þeim hjónum bestu þakkir fyrir.
Þegar ég hef komið þangað til að
veiða hef ég oft tekið vini mína með
og helstu minningar þeirra ásamt
mínum eru frásagnir Magnúsar um
náttúruna og hvernig hann hefur um-
gengist hana af virðingu.
Þakka ég og mín fjölskylda alla þá
vináttu og góðu móttökur sem við
höfum fengið við að heimsækja
Magnús og Möggu á Syðri-Steins-
mýri.
Við fráfall Magnúsar hefur sveitin í
Meðallandi misst höfðingja sem gjör-
þekkti alla staðhætti og hvernig nátt-
úran hagar sér og vona ég að þeirri
þekkingu verði viðhaldið af þeim sem
þekktu Magnús.
Við kveðjum Magnús með söknuði
og sendum samúðarkveðjur til
Möggu, barna þeirra og fjölskyldna.
Þráinn Ásmundsson
og fjölskylda.
MAGNÚS
PÁLSSON
ÞORGERÐUR E. SÆMUNDSEN,
Aðalgötu 2,
Blönduósi,
lést laugardaginn 12. mars síðastliðinn.
Jarðarförin hefur farið fram.
Fjölskyldan.
Elskulegur eiginmaður minn,
HJALTI ÞÓRÐARSON
frá Reykjum á Skeiðum,
Engjavegi 43,
Selfossi,
sem andaðist laugardaginn 12. mars, verður
jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag, laugar-
daginn 19. mars, kl. 11.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Vinafélag hjúkrunarheimilisins
Ljósheima.
Fyrir hönd vandamanna,
Ingibjörg Jónsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
HARALDUR GÍSLASON,
Gullsmára 10,
Kópavogi,
sem lést á líknardeild Landakots laugardaginn
12. mars, verður jarðsunginn frá Kópavogs-
kirkju þriðjudaginn 22. mars kl. 15.00.
Valgerður Einarsdóttir,
Gylfi Norðdahl,
Guðbjörg Haraldsdóttir, Thorbjørn Nilson,
Pálína Ósk Haraldsdóttir, Þórarinn Ó. Þórarinsson,
Helga Haraldsdóttir, Kristján Björnsson,
Sigríður Haraldsdóttir, Óskar J. Björnsson,
Anna María Haraldsdóttir,
Auður Haraldsdóttir, Rúnar B. Sigurðsson,
afabörn og langafabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HELGI HELGASON,
áður til heimilis
á Hraunteigi 5, Reykjavík,
lést á Vífilsstöðum aðfaranótt fimmtudagsins
17. mars.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Anna S. Helgadóttir, Árni H. Helgason,
Gylfi Þ. Helgason, Pálína Brynjólfsdóttir,
Jóna H. Helgadóttir, Pálmi Þ. Vilbergs,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓNAS ÞÓRÐARSON
frá Stóru-Vatnsleysu,
andaðist á heimili sínu, Lækjarhvammi 20, að
morgni fimmtudagsins 17. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðný Baldursdóttir,
Sigríður Auðbjörg Jónasdóttir, Magnús Arthúrsson,
Þórunn Margrét Jónasdóttir, Óli Vignir Jónsson,
Sólveig Jóna Jónasdóttir, Jón Ingvar Haraldsson,
Þórður Kristinn Jónasson, Hjördís Pálmarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgunblað-
ið í fliparöndinni – þá birtist valkost-
urinn „Senda inn minningar/af-
mæli“ ásamt frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er
á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst
ekki innan hins tiltekna skilafrests
er ekki unnt að lofa ákveðnum birt-
ingardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist, enda
þótt grein berist áður en skilafrest-
ur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count). Ekki
er unnt að senda lengri grein. Hægt
er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein. Ekki er unnt að tengja
viðhengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá, sem
fjallað er um, fæddist, hvar og hve-
nær hann lést, um foreldra hans,
systkini, maka og börn og loks
hvaðan útförin fer fram og klukkan
hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að
þetta komi aðeins fram í formálan-
um, sem er feitletraður, en ekki í
minningargreinunum.
Minningar-
greinar