Morgunblaðið - 19.03.2005, Side 70

Morgunblaðið - 19.03.2005, Side 70
70 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 12.30 2 vikur á toppnum í USA & Íslandi Sýnd kl. 8  Will Smith og Kevin James (King of Queens) í skemmtilegustu gamanmynd ársins! Will Smith er  J.H.H. kvikmyndir.com  SV mbl Hann trúir ekki að vinur hennar sé til þar til fólk byrjar að deyja! MISSIÐ EKKI AF ÞESSUM MAGNAÐA SPENNUTRYLLI MEÐ ROBERT DE NIRO SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA Hann trúir ekki að vinur hennar sé til þar til fólk byrjar að deyja! MISSIÐ EKKI AF ÞESSUM MAGNAÐA SPENNUTRYLLI MEÐ ROBERT DE NIRO SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA Yfir 17.000 gestir!  EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINSI I I Sýnd kl. 2, 4 og 6 m. Ísl tali jamie kennedyi Alan cummingl i CLOSER Sýnd kl. 10 B.i. 14 ára. Ó.Ö.H. DV S.V. MBL. M.M.J. Kvikmyndir.com ATH! GÆTI HUGSANLEGA VAKIÐ ÓTTA UNGRA BARNA  Ó.H.T. Rás 2 A MIKE NICHOLS FILM “…það mátti því búast við því að Closer væri góð mynd en hún er gott betur en það.” Þ.Þ. FBL Sýnd kl. 1, 2, 3, 4, 6 og 8 m. ísl. tali Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 m. ensku tali Sýnd kl. 2 m. ísl. tali, VERÐ 400 KR. Sýnd kl. 4 , 6 m. ísl. tali, Sýnd kl. 6, 8 og 10 m. ensku tali Sýnd kl. 10.10 Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16 ára. kl. 3, 5.40, 8 og 10.20. Will Smith er Will Smith ogKevin James (King of Queens) í skemmtilegustu gamanmynd ársins! 2 vikur á toppnum í USA & Íslandi  J.H.H. kvikmyndir.com  SV mbl Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Yfir 17.000 gestir! JULIA ROBERTS JUDE LAW CLIVE OWEN NATALIE PORTMAN     S.V. MBL.  S.V. MBL.      Frábær grínmynd fyrir alla fjölskyldunai ll l l Sýnd kl. 2 Ísl tal, VERÐ 400 KR. Sýnd kl. 4 Ísl tal, Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna Fr r rí y fyrir l fj lskyl un Alan cummingl ijamie kennedyj i Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna r r rí f rir ll fj l l  ÞAÐ hlýtur að vera pirrandi fyrir Bobby McFerrin, söng- og rödd- unarsnilling, djassista, stjórnanda, kennara og margt, margt fleira, að nafn hans sé að eilífu tengt einu grípandi popplagi, „Don’t Worry, Be Happy“. Það lag er ágætt fyrir sinn hatt en er ekki nema brotabrot af ferli þessa hæfileikaríka tónlist- armanns. McFerrin er nú væntanlegur til Íslands og mun hann koma fram í Háskólabíói 9. ágúst. Kammerkór Langholtskirkju, undir stjórn Jóns Stefánssonar, mun taka lagið með McFerrin en tónleikar hans eru með fjölbreyttu sniði og er áhorf- endum iðulega gert að taka þátt í þeim. Guðbjartur Finnbjörnsson (Kris Kristofferson, Beach Boys) flytur McFerrin inn. McFerrin er djassisti að upplagi en er jafnvígur á sígilda tónlist, djass og popp en áðurnefndur smellur var tilraun í þeim geir- anum, grín sem var kokkað upp á staðnum er upptökur á plötunni Simple Pleasures (’88) stóðu yfir. McFerrin kom fyrst fyrir augu almennings árið 1984 þegar platan The Voice kom út, tímamótaverk í djassi þar sem aðeins er að finna rödd McFerrin. Raddsviðið er frá dýpstu bassanótum upp í hæstu falsettu og stundum er líkt og þrír menn séu að syngja samtímis. Þessi einstæða nálgun McFerrin hefur haft áhrif á seinni tíma lista- menn, sjá t.d. taktkjafta „beat- box“ eins og Rahzel (vann með Björk að Medúllu), en „beatbox“ tónlistin er orðin að sérstakri tónlistarstefnu innan hipp hopps í dag. Eftir ægivinsældir „Don’t Worry, Be Happy“ lét McFerrin lítið fyrir sér fara, hafði lítinn áhuga á að fylgja poppvinsældum sínum eftir. Þess í stað hóf hann að nema hljómsveitarstjórnun, m.a. hjá Leonard Bernstein. Hann hefur síðan gefið út plötur með sellóleikaranum Yo-Yo Ma, djassistanum Chick Corea og stjórnað fílharmóníusveitum í New York, Philadelphiu og Vín og sinfóníusveitum Chicago og Cleveland. Hann hefur þá sinnt kennslu, unnið með kórum og er tífaldur Grammy-verðlaunahafi. Jón Stefánsson segir í samtali við blaðamann að McFerrin hafi beðið sig að senda sér eitt lag, sem hann gæti svo unnið með á tónleik- unum. „Ég og Gunnar Gunnarsson, org- anisti og píanóleikari, erum í sam- starfi með þetta og erum að hugsa um að senda honum „Vikivaka“ eft- ir Jón Múla,“ segir Jón sem auk þess lýsir McFerrin sem „algjörum snillingi“. „Þessi maður er alveg ótrúlegur og fólkið í kórnum hjá mér tók and- köf þegar það heyrði að hann væri væntanlegur hingað. Þau þekktu feril hans ágætlega, ekki bara þetta eina lag sem hann er þekktur fyrir. McFerrin er eins konar „radda- fimleikamaður“ en býr bless- unarlega yfir tónlistarlegri smekk- vísi um leið, enda mjög svo greini- lega með tónlistina í blóðinu.“ Jón segir að McFerrin ætli að leggja áherslu á að spinna á tón- leikunum og mun hann „leika“ á kórinn og svo áhorfendur. Tónlist | Bobby McFerrin til Íslands Bobby McFerrin er jafnvígur á popp, klassík og djass og brautryðjandi í notkun raddarinnar sem hljóðfæris. „Röddin“ www.bobbymcferrin.com arnart@mbl.is BÚIÐ er að ákveða að Jón Ólafs- son stýri upptökum á fyrstu plötu Hildar Völu Einarsdóttur, sigurvegara Idol-Stjörnuleitar á Stöð 2 í ár. „Aðalvinningur í keppninni er plötusamningur við Senu (sem áður hét Skífan) og til hafði staðið að Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson myndi stýra upp- tökum á fyrstu plötu sigurveg- arans, en að höfðu samráði allra hlutaðeigandi hefur verið ákveð- ið að Jón Ólafsson mun stýra upptökum á plötunni,“ segir í fréttatilkynningu frá Senu. Þar kemur líka fram að það sé ekki síst að frumkvæði Þorvald- ar Bjarna sem þessi ákvörðun sé tekin. Hann er sagður hafa nóg að gera vegna þátttöku í Evróvisjón og starfsemi fyrir- tækis síns, Reykjavík Music Pro- ductions. Til viðbótar hefur hon- um verið úthlutað listamanna- launum til hálfs árs, til að semja nýjan söngleik ásamt Kristlaugu Sigurðardóttur en þau sömdu Ávaxtakörfuna saman. Líka samið við Heiðu? „Líkur eru á því að Sena semji einnig við Heiðu, sem lenti í 2. sæti í Idol-Stjörnuleit, um útgáfu plötu í haust og þar mun Þor- valdur Bjarni stýra upptökum,“ segir ennfremur í tilkynning- unni. Upptökur undir stjórn Jóns á plötu Hildar Völu hefjast strax í byrjun apríl en undirbúningur stendur nú yfir og stefnt er að út- gáfu snemma í maí. Fyrsta lagið með Hildi Völu verður frumflutt á miðvikudag en það er útgáfa hennar á lagi Jóns og Stefáns Hjörleifssonar „Líf“, sem hún söng einmitt í úr- slitaþættinum. Tónlist | Upptökustjóri ráðinn fyrir Hildi Völu Jón Ólafsson í stað Þorvaldar Bjarna Morgunblaðið/Árni Torfason Hildur Vala heillaði marga upp úr skónum með þátttöku sinni í Idol- Stjörnuleit 2005.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.