Morgunblaðið - 03.04.2005, Síða 18

Morgunblaðið - 03.04.2005, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Sigurbjörn í samtali við Morgun- blaðið. „Ég er þeirrar skoðunar að sú upphæð sem ríkið tekur frá til endurmenntunar lækna verði fyr- irfram ákveðin og ekki litið á það sem kostnað sem verður til ef læknar nýta sér réttindin sín. Og að þeir fjármunir sem fara ekki til þessarar einstaklingsbundnu sí- menntunar fari í sameiginlegan sjóð til ráðstöfunar.“ Sigurbjörn gerir athugasemdir við að aðilar, aðrir en þeir sem kaupi þjónustu lækna, kosti sí- menntun þeirra. Sérstaklega þeirra lækna sem eru í aðstöðu til að taka ákvarðanir sem eru í þágu annarra heldur en sjúklinga sinna. Í Noregi eru mjög skýrar línur í þessu sambandi, að hans sögn. Sú endurmenntun sem læknar njóta og telur til menntunar sem þeir eru skyldugir að afla sér, getur lyfjaiðnaðurinn ekki fjármagnað. „Þarna er um endurmenntun að ræða sem varðar réttindi læknanna og almannahagsmuni,“ sagði Sigurbjörn á fræðslufundi læknaráðs LSH um símenntun lækna nýverið. Einar Magnússon, skrifstofu- stjóri heilbrigðisráðuneytisins, nefnir sem dæmi að í Svíþjóð hafi nýverið verið settar mun ítarlegri reglur um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja en eru í gildi hér á landi. Í þeim sé farið mun ná- kvæmar ofan í hvað læknum sé leyfilegt að þiggja frá fyrirtækj- um. Þar er gert ráð fyrir því að læknar greiði alltaf sjálfir meira en helming af kostnaði við boðs- ferð lyfjafyrirtækis. „En ég held að það megi segja að við séum al- veg á réttri leið,“ segir Einar um þær reglur sem hér gilda. „Menn verða að taka þetta í áföngum.“ Skráning símenntunar Læknafélagið hefur lagt til að Fræðslustofnun lækna haldi utan um símenntun lækna. Útbúið verði punktakerfi fyrir þá menntun sem læknar sækja sér og hún skráð. Læknum verði umbunað fyrir að ná símenntunarmarkmiðum og verði kveðið á um það í kjarasamn- ingum. „Við höfum áhuga á að fjöldi námskeiða og innihald þeirra verði skráð og við teljum að Lækna- félagið eigi að halda utan um þetta,“ segir Sigurbjörn. „Þetta er ekki ný hugmynd. Í Bandaríkj- unum og Noregi þurfa læknar að halda sér við og geta misst leyfið ef þeir gera það ekki. Þessu viljum við alveg halda aðskildu frá fræðslustarfsemi lyfjafyrirtækja. Það á að vera samkomulag við vinnuveitandann og á ekki að fjár- magnast af hagsmunaaðilum.“ Sigurbjörn kom inn á þetta í grein sinni í Læknablaðinu fyrir ári. Sagðist hann telja að stefna bæri að sólarlagi fræðslustarfs lyfjaframleiðenda fyrir lækna. Það væri þó ekki einfalt mál og yrði ekki hrundið í framkvæmd nema með stuðningi heilbrigðisyfirvalda. Sagði hann m.a. að læknar myndu eiga erfitt með að sætta sig við samdrátt í fræðslustarfi nema eitt- hvað kæmi í staðinn. Heilbrigðisráðherra hefur sagt að hann telji ekki ástæðu til að setja lög um námsferðir lækna í boði fyrirtækja og kveðst treysta læknum til að setja sjálfum sér reglur og fylgja þeim. Í sama streng tekur landlæknir í grein í Læknablaðinu. „Boltinn í þessum leik er á vallarhelmingi lækna. Við getum með skýrari siðferðilegri sýn tekið á þessu máli. Að öðrum kosti er líklegt að löggjafinn sjái um það.“ Umræða í yfir tuttugu ár Umræða um tengsl lyfjaiðnaðar- ins og lækna hefur staðið yfir hér á landi í meira en tuttugu ár. Stjórn Félags íslenskra heimilis- lækna samþykkti árið 1987 leið- beinandi reglur um samskipti lækna og lyfjaiðnaðarins. Sigur- björn segir að margt hafi lagast við setningu þessara leiðbeininga hvað varðar samskipti lyfjafyrir- tækja og lækna, „en kannski hafa menn sofnað á verðinum í gegnum árin,“ segir hann. Málið hefur þó áfram verið rætt á aðalfundum LÍ og nefndir voru skipaðar sem komu með tillögur að umgengn- isreglum. Átök urðu um tillögurn- ar en að endingu samþykkti stjórn LÍ leiðbeinandi reglur árið 1993. Síðan árið 2000 var gerður samn- ingur við Samtök verslunarinnar (nú Félag íslenskra stórkaup- manna, FÍS) og gildir hann til árs- loka 2005. Heilbrigðisráðuneytið er nú með átak í gangi í lyfjamálum heil- brigðisstofnana og á mörgum þeirra hafa þegar verið settar leið- beinandi reglur um samskipti lyfjaiðnaðarins og lækna út frá forsendum stofnananna sjálfra. Reglurnar eiga m.a. að sjá til þess að öll samskipti fari í gegnum yf- irmenn læknanna. Hins vegar bendir Einar Magnússon, skrif- stofustjóri ráðuneytisins, á að utan stofnana, t.d. hjá þeim læknum sem eru með stofu, og í frítíma þeirra, gildi reglurnar ekki. Einar segir að viðbrögð heil- brigðisstofnana við reglunum hafi almennt verið mjög góð. Reglurn- ar hafi vakið fólk til umhugsunar og valdið hugarfarsbreytingu. „Menn horfa á þetta öðrum aug- um,“ segir Einar. „Mönnum finnst alveg sjálfsagt að setja þessar reglur en það þótti ekki sjálfsagt þegar við vorum að byrja á þessu fyrir tveimur árum. Menn eru miklu opnari fyrir því núna,“ segir Einar og telur það m.a. skýrast af aukinni umræðu um málið að und- anförnu. Einar segir að viðbrögð lyfjafyrirtækjanna við reglunum hafi einnig verið góð. Hann telur að tekist hafi að setja reglurnar í góðu samstarfi við lyfjaiðnaðinn. Unnið er að endurskoðun samn- ings LÍ og FÍS og gætu drög að nýjum samningi verið tilbúin fljót- lega. Samningurinn hefur m.a. þann galla að ekki er kveðið á um neinn samráðsvettvang aðila samningsins um framkvæmd hans. Þá hefur verið bent á að engin ákvæði eru í samningnum til að veita aðhald, eins og t.d. er uppi á teningnum í Danmörku. Engin við- urlög eru við brotum á greinum samningsins né öðrum leiðbeinandi reglum um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja. Bæði landlæknir og formaður Læknafélagsins hafa látið þá skoðun sína í ljós að þeir vildu forðast slík viðurlög. Einnig hefur verið rætt um það að samningur LÍ við FÍS verði ekki endurnýjaður heldur að læknar setji sér einhliða siðaregl- ur að þessu leyti. Verður þetta efni eitt af höfuðviðfangsefnum formannafundar Læknafélagsins nú um miðjan apríl. Gjafir lyfjafyrirtækja til lækna Samkvæmt erlendum rannsókn- um geta samskipti lækna og lyfja- fyrirtækja verið allt frá tiltölulega saklausum smágjöfum á borð við penna og gula límmiða með lyfja- nafni, yfir í samskipti sem eru ekki talin viðunandi siðferðilega. Segir m.a. frá samantekt á þessu í grein landlæknis í Læknablaðinu nýver- ið. Dæmi um ósiðleg tengsl má nefna ritun greina í nafni lækna þótt þeir séu ekki höfundar þeirra, há laun fyrir fyrirlestra og ráðgjöf til leiðtoga í læknastétt fyrir að tí- unda ágæti lyfjafyrirtækis, lúxus- ferðir á fjarlæga ferðamannastaði og uppihald með glæsiveislum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvernig slíkri risnu hefur verið háttað hér á landi en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru gjafir og önnur risna sem íslenskir læknar hafa fengið frá lyfjafyr- irtækjum m.a. reiknivélar, útvörp, veitingar á fundum, að borga fræðslufundi, að borga fyrir er- lenda fyrirlesara hingað til lands, ferðalög til útlanda á ráðstefnur sem eru t.d. haldnar af lækna- félögum, eða á ráðstefnur eða fundi þar sem aðeins er fjallað um eitt tiltekið lyf. Þekkt eru dæmi um að læknar fari utan átta sinn- um á ári í boði lyfjafyrirtækja. Einnig að læknum sé boðið á kynningar á eldri lyfjum sem hafa átt undir högg að sækja. Ýmist er læknum boðið til leiks eða að þeir hafa sjálfir samband við lyfjafyr- irtækin og sækjast eftir þessari samvinnu. Þá má nefna að nú fyrir páska dreifði t.d. lyfjafyrirtæki páskaeggjum til lækna. „Lyfjafyrirtækin eru ekki að gefa neitt,“ segir einn heimildar- maður Morgunblaðsins. „Þetta er markaðssetning og verið að reyna að skapa sér viðskiptavild.“ Annar heimildarmaður Morgun- blaðsins bendir á að verulega hafi dregið úr gjöfum til íslenskra lækna frá lyfjafyrirtækjum und- anfarin misseri. En að allar gjafir séu mýkjandi aðgerðir af hálfu fyrirtækjanna og ætlaðar í mark- aðslegu tilliti. Fyrirtækin gangi eins langt og þeim sé leyfilegt í því augnamiði að koma sinni vöru á framfæri. Segir hann að lyfjafyr- irtækin reyni að ná til lækna sem eru í þeirri aðstöðu að hafa áhrif á lyfjaávísanir. Einnig er til í dæm- inu að læknar hafi verið beðnir að taka þátt í rannsókn á lyfi án þess að ljóst sé að niðurstaða hennar bæti einhverju við þá þekkingu sem fyrir er. En með þessu móti er hægt að koma stórum sjúk- lingahópi á bragðið, ef svo má segja, undir yfirskyni rannsóknar. Læknarnir setja þá sjúklinga sína frekar á eitt lyf en annað í þágu rannsóknar. Í staðinn býðst lækn- unum t.d. fjármögnun á ráðstefnu. Samskiptin séu uppi á borðum Einar Magnússon hjá heilbrigð- isráðuneytinu segir að ráðuneytið vilji færa samskipti lyfjafyrirtækja og lækna sem allra mest upp á yf- irborðið. Það sé öllum í hag, lækn- um sem lyfjafyrirtækjum. Morg- unblaðið leitaði til þriggja lyfjafyrirtækja, Actavis, Vistor og IcePharma, um upplýsingar um hvernig lyfjakynningum gagnvart læknum væri háttað á þeirra veg- um. Sögðust öll fyrirtækin fara eftir samningi FÍS og LÍ varðandi samskipti lyfjafyrirtækja og lækna. Samkvæmt upplýsingum Guð- bjargar Alfreðsdóttur hjá Vistor er fjöldi ferða lækna á vegum ein- stakra fyrirtækja trúnaðarupplýs- ingar viðkomandi fyrirtækja. „Við sem Vistor borgum ekki fyrir neinar ferðir en kostnaður er bor- inn af viðkomandi framleiðenda,“ en Vistor er fulltrúi fyrir mörg lyfjafyrirtæki sem starfa sjálf- stætt. Hún segir langflestar ferðir farnar á fundi um sjúkdóma og meðferð á þeim. Farið er yfir með- ferðarmöguleika og þau lyf og úr- ræði sem til eru í hverju tilfelli. Einnig eru niðurstöður nýrra rannsókna birtar og kynntar. Ein- hver dæmi eru um fundi um eitt lyf. Í ferðunum er greitt fyrir far- gjald, það ódýrasta sem völ er á, ráðstefnugjald, þar sem það á við, gistingu og stundum einn kvöld- verð en það fer eftir lengd fund- arins. Önnur risna fylgi ekki ferð- um fyrirtækisins. Fulltrúi frá viðkomandi lyfjafyrirtæki innan Vistor fer næstum alltaf með í slíkar ferðir enda er um mikilvæga fræðslu og endurmenntun að ræða fyrir fulltrúa sem sér um upplýs- ingagjöf, segir Guðbjörg. Segir hún farið eftir ákvæði samskiptareglnanna um að gjöfum skuli stillt í hóf. Gjafir lyfjafyr- irtækja innan Vistor séu því óverulegar, t.d. pennar, skrif- blokkir, dagbækur og því um líkt. Guðbjörg segir að áður en ferð á vegum fyrirtækisins sé farin sé haft samband við yfirlækni við- komandi sviðs/deildar og ákveðið í samráði við hann hverjum sé boðið í ferðina. Þetta gildi einnig um flestar aðrar stofnanir og heilsu- gæslustöðvar. Mjög mismunandi er hvaða sérgrein er áhugaverð fyrir hvert og eitt fyrirtæki enda starfa þau á mismunandi sviðum læknisfræðinnar, segir Guðbjörg. Fyrir komi að læknar eða annað heilbrigðisstarfsfólk óski eftir stuðningi við ferðir á alþjóðlegar ráðstefnur. Actavis býður ekki til útlanda Harpa Leifsdóttir, sviðsstjóri markaðssviðs hjá Actavis, segir að engir læknar hafi farið á vegum fyrirtækisins til útlanda á síðasta ári. „Við leggjum það ekki í vana okkar að bjóða læknum til útlanda, frekar tökum við þátt í að styrkja innlend þing í samráði við lækna- félög sem og norræn þing sem haldin eru hér á landi. Þá sést nafn fyrirtækisins fyrst og fremst en það er ekki verið að kynna ein- stök lyf,“ segir Harpa. Hún segir Actavis aðila að samningi sem FÍS gerði við Læknafélagið og að í þeim samn- ingi sé fjallað um gjafir vegna markaðssetningar, þær megi ekki kosta mikið og beri að stilla í hóf. „Þessu fylgir Actavis og kostnað- urinn tengdur þessu er mjög lítill.“ Flestar lyfjakynningar Actavis fara að sögn Hörpu fram á heil- brigðisstofnunum og heilsugæslu- stöðvum þar sem kynnt er fyrir hópi lækna. Einstaklingskynningar séu aðallega fyrir sérfræðinga ef þeir eru ekki á stofum með öðrum en í langflestum tilfellum séu kynningarnar fyrir fleiri en einn lækni. Hún segir augljóst að læknar þurfi að fara utan til að afla sér þekkingar þar sem framboðið hér- lendis sé mjög takmarkað, þó stundum séu haldin hér þing sem þá fleiri íslenskir læknar geti nýtt sér. „Actavis hefur eins og áður segir styrkt innlend þing og gefið fleiri læknum kost á að mæta en FLESTIR læknar Landspítala – háskóla- sjúkrahúss (LSH) nýta sér samningsbundin réttindi til námsferða erlendis á hverju ári. Ekki nota þó nærri því allir þau til fulls, þ.e. mennta sig erlendis í 15 daga árlega, eins og mögulegt er samkvæmt kjarasamningi. Flest námskeið eru aðeins 3–5 dagar og meirihluti læknanna fer í eina slíka ferð árlega. Flugfar- gjald sem LSH greiðir fyrir hvern og einn er nú að hámarki 100 þúsund á ári. Sviðstjóri getur heimilað að greitt sé fyrir fleiri en eitt fargjald ef læknir nær hagstæðu verði. Dag- peningar fyrnast á tveimur árum. Aðeins eitt þátttökugjald, t.d. til að taka þátt í ráðstefnu eða námskeiði, er greitt. Er það að hámarki um 840 dollarar árlega. Margir læknar sem fara á dýrari námskeið leggja sjálfir út fyrir mismuninum. Möguleikar á fleiri ferðum aukist Með tilkomu lágflugfargjaldafélaga má segja að möguleikar lækna til að fara í fleiri en eina stutta námsferð hafi aukist. Lækn- um er það í sjálfsvald sett hvort þeir nýti sér þjónustu slíkra flugfélaga og eru þeir að sögn aðstoðarlækningaforstjóra, Niels Chr. Niel- sen, óbeint hvattir til þess. Með því móti geta þeir farið í fleiri ferðir á kostnað sjúkrahúss- ins eða sparað sjúkrahúsinu peninga, eftir því hvernig á það er litið. Miðað við uppreiknað hámark heimilda er fjármagn nýtt að hluta eða um 60% á síð- asta ári. Ekki er stefnt að því af hálfu sjúkra- hússins að sá hluti sem ekki sé nýttur fari t.d. í sameiginlegan fræðslusjóð lækna eins og t.d. formaður Læknafélagsins og fleiri hafa vakið máls á. Niels bendir á að um sé að ræða heimild til utanferðar en ekki heimild til ákveðinnar peningaupphæðar. Ekki hafi kom- ið til umræðu að breyta því. Ekki er haldið utan um samanlagðan fjölda námsferða lækna á sjúkrahúsinu, hvorki í boði fyrirtækja né þær námsferðir sem sjúkrahúsið greiðir fyrir. Er nýting réttinda reiknuð út frá bókhaldsupplýsingum sjúkra- hússins. Hvert svið heldur utan um ferðir sinna lækna en fjöldi ferða er ekki tekinn saman í heildina. Nýtt bókhaldskerfi, sem verið er að innleiða á sjúkrahúsinu, gæti þó orðið til þess að í framtíðinni verði hægt að nálgast slíkar upplýsingar á aðgengilegri hátt. Enginn munur eftir sviðum sjúkrahússins Enginn munur virðist vera á nýtingu námsréttinda milli sviða sjúkrahússins, sam- kvæmt upplýsingum Niels. Heilmikill munur er hins vegar á tölum lyfjafyrirtækja og tölum sem aflað var á LSH um ferðir lækna á veg- um lyfjafyrirtækjanna í tengslum við fyr- irspurn Ástu Ragnheiðar á þinginu nýverið. Samkvæmt samanlögðum tölum sem aflað var frá sviðum sjúkrahússins voru ferðir lækna í boði lyfjafyrirtækja 126 á síðasta ári en tölur fyrirtækjanna sjálfra segja fjölda ferða lækna LSH í þeirra boði vera 289. Segir Niels að munurinn geti t.d. legið í því að læknar fari í ferðirnar í sínum frítíma. Þess má geta að ekki öll lyfjafyrirtækin svöruðu fyrirspurninni. Bendir Niels á að yfirlæknar segi ferðir lækna LSH á vegum lyfjafyrirtækj- anna fyrst og fremst farnar á viðurkenndar fagráðstefnur en ekki þangað sem verið sé að kynna einstök lyf. Á sumum sviðum hafi ver- ið tekin sú ákvörðun að yfirlæknar fari ekki í slíkar boðsferðir og er það gott fordæmi að mati Niels. „Það er hagur okkar skjólstæðinga að læknar haldi menntun sinni við,“ bendir Niels á. „Það skiptir verulegu máli og áhersla á það er sífellt að aukast. Það er hægt að gera það á margan hátt, t.d. að fá fyrirlesara hingað heim. Það verður að meta í hvert skipti.“ Nýting réttinda til námsferða erlendis á LSH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.