Morgunblaðið - 03.04.2005, Síða 22
Núorðið er hann kunnasturfyrir að hafa leikið Bleikapardusinn. Hið rétta er aðhann lék hinn úrræðagóða
en víðáttu vitgranna Clouseau lög-
regluvarðstjóra sem eltist við dem-
antaþjófinn alræmda Bleika pardus-
inn í samnefndri grínmyndaröð sem
enn þann dag í dag nýtur almanna-
hylli. En í eina tíð, einkum á 7. og 8.
áratug síðustu aldar, var Peter Sell-
ers þekktur fyrir annað og meira.
Hann var þekktur fyrir að vera eitt-
hvert mesta kameljón kvik-
myndanna, gamanleikari af guðs náð
sem gat brugðið sér í allra kvikinda
líki og verið svo óbærilega fyndinn
að áhorfendur verkjaði í hlátur-
taugar og maga. En um leið voru
kenjar hans og flókinn persónuleiki
alkunna. Hversu ólíkur hann var
þessum bráðfyndnu persónum sem
hann lék á hvíta tjaldinu. Hversu erf-
iður hann var í umgengni, hvort sem
var við samstarfsfólk eða sína nán-
ustu. Og það var mönnum hulin ráð-
gáta hvernig hann gat verið svona
óhamingjusamur og ómögulegur
þessi maður sem bjó að of stórum
skammti af guðs gjöf, gekk allt í hag-
inn á framabrautinni, gat valið úr
viðfangsefnum og kvonfangi og naut
vímunnar og villtra meyja. Þótt ekki
séu nema 25 ár síðan Sellers lést af
völdum hjartabilunar hafa nú þegar
verið ritaðar ótal ævisögur um hann
þar sem markmiðið er oftar en ekki
að reyna að draga upp skýrari mynd
af þessum torskilda einstaklingi,
freista þess að skilja hvaðan hann
kom og hvert hann var að fara –
nokkuð sem flestir virðast hafa kom-
ist að niðurstöðu um að hann hafi
síst vitað sjálfur.
Sellers-mynd um Sellers
Hugmyndin um að gera kvikmynd
um viðburðaríkt og þyrnum stráð
lífshlaup Sellers hefur vafalítið oft
komið upp en enginn var eins ein-
arður og fylginn sér um að slíka
mynd yrði að gera og Stephen nokk-
ur Hopkins, breskur kvikmynda-
gerðarmaður fæddur á Jamaíka.
Hopkins þessi hóf feril sinn sem
kvikmyndagerðarmaður í Ástralíu og
á að baki nokkrar misjafnlega vel
lukkaðar Hollywood-myndir á borð
við Predator 2, Lost in Space, Under
Suspicion og Ghost in the Darkness.
Það var þó trúlega ekki fyrr en hann
stýrði fyrstu klukkustundunum í hin-
um margverðlaunaða spennumynda-
flokki 24 sem hæfileikar hans fengu
notið sín til fulls. Það breytir þó ekki
þeirri augljósu staðreynd að drama
byggt á ævi frægrar kvikmynda-
stjörnu er viðfangsefni sem gæti vart
verið ólíkara þeim spennu- og has-
armyndum sem Hopkins hefur feng-
ist við fram að þessu. Og því lék
manni forvitni á að vita hvað komið
hefði til.
„Ég kem inn í verkefnið sem ein-
lægur Sellers-aðdáandi,“ sagði
Hopkins við blaðamann Morgun-
blaðsins á kvikmyndahátíðinni í
Cannes í maí í fyrra þar sem kvik-
myndin The Life and Death of Peter
Sellers var frumsýnd í aðalkeppninni
um Gullpálmann.
„Það var búið að skrifa handritið
þegar ég kom til sögunnar þar sem
stuðst var við ævisögur, viðtöl, heim-
ildamyndir og annað efni þar sem
reynt hefur verið að draga upp mynd
af lífi Sellers. Mínar hugmyndir
fengu svo einfaldlega hljómgrunn
meðal framleiðenda, sem féllu fyrir
því að gerð yrði Peter Sellers-mynd
um Peter Sellers. Ég sá fyrir mér að
reyna eftir fremsta megni að gera
eins mynd um líf hans og hann sjálf-
ur hefði viljað hafa hana.“
Enginn annar en Rush
Hopkins setti þó eitt skilyrði fyrir
því að hann leikstýrði, að hann fengi
alfarið að ráða því hver léki Sellers.
Ástæðan var einföld, hann var þá
þegar búinn að gera það upp við sig
hver væri sá eini sem í hans huga
réði við svona krefjandi hlutverk;
ástralski leikarinn Geoffrey Rush.
Þá þegar hafði annar leikstjóri sem
tengst hafði verkefninu verið búinn
að reyna að fá Rush til að taka að
sér hlutverkið en Rush þverneitað.
En Hopkins er sem fyrr segir
fylginn sér og tók að ganga á eftir
Rush, enda taldi hann verkefnið von-
laust án hans.
„Ástæðan fyrir því að ég taldi
Rush hinn eina rétta er sú að ætlun
okkar var ekki bara að búa til mynd
um fígúruna Peter Sellers, þennan
grínista sem við öll elskum og dáum,
heldur ekki síst að sýna allar hinar
hliðar hans og þær kröfðust leikara
með verulega reynslu og hæfileika á
dramatíska sviðinu. Ég þurfti að fá
mann sem eins og Sellers getur
brugðið sér í allra líki, þar á meðal
líki Sellers og einnig Sellers að leika,
ekki bara hinar þekktu kvikmynda-
persónur, heldur einnig persónur úr
einkalífi hans. Sú var nefnilega leiðin
sem við kusum að fara, að setja Sell-
ers í spor sinna nánustu í því skyni
að reyna að kanna persónuleika hans
og skýra hann, sem var nokkuð sem
hann sjálfur hafði aldrei getað.“
En enda þótt Rush þrífist að eigin
sögn á áskorunum sem þessari neit-
aði hann þráfaldlega að taka að sér
hlutverkið, jafnvel þótt honum fynd-
ist handritið snilldarvel skrifað.
„Ég var bara svo fullkomlega
meðvitaður um og smeykur við þá
goðsögn sem maðurinn er. Þetta var
tvímælalaust erfiðasta og mest krefj-
andi hlutverk sem mér hafði staðið
til boða. Ég leikarinn að fara að
túlka annan og mér miklu hæfari
leikara. Og ekki bara það heldur
einnig að þurfa að túlka mann sem
ætíð var tímanna tákn. Var rakið af-
sprengi Bretlands eftirstríðsáranna
og þeirra breytinga sem þá áttu sér
stað en þó ekki síst 7. áratugarins
þegar hann var orðinn sönn stjarna
og virtist bergmála alla þá útflúruðu
geðveiki sem þá einkenndi tíðarand-
ann. En eftir að hafa átt í bréfa-
skriftum við Hopkins þar sem hann
fékk færi á að kynna fyrir mér hug-
myndir sínar sá ég um síðir að ég
gæti ekki látið þetta tækifæri mér úr
greipum ganga.“
Hræddur við hlutverkið
Geoffrey Rush er 53 ára gamall og
var alinn upp í borginni Brisbane í
Ástralíu. Framan af leikferli vann
hann alfarið í leikhúsi og náði að
skapa sér orð sem einn helsti sviðs-
leikari Ástrala. Hann var orðinn þrí-
tugur er hann fékk loks sitt fyrsta
kvikmyndahlutverk sem var smá-
hlutverk í myndinni Hoodwink.
Fyrsta stóra kvikmyndahlutverkið
kom svo ekki fyrr en fimm árum síð-
ar í myndinni Twelfth Night en hann
hélt sig þó eftir sem áður að mestu á
leiksviðinu. Árið 1992 fékk Rush
vægt taugaáfall sökum vinnuálags og
varð að draga sig í hlé til að safna
kröftum og endurmeta feril sinn.
Hann ákvað þá að snúa sér í frekara
mæli að kvikmyndaleiknum og vakti
fyrst heimsathygli árið 1996 fyrir
túlkun sína á píanósnillingnum ein-
hverfa David Helfgott í myndinni
Shine. Fyrir túlkun sína fékk hann
sín fyrstu Óskarsverðlaun en síðan
hefur hann leikið í fjölda kunnra
mynda á borð við Shakespeare in
Love, Elizabeth, Les Misérables,
Quills, The Taylor of Panama, Pirat-
es of the Caribbean og Intolerable
Cruelty og fengið tvær Óskarstil-
nefningar til (fyrir Shakespeare in
Love og Quills), auk fjölda annarra
verðlauna.
Í þann stutta tíma sem blaðamað-
ur ræddi við Rush kom hann fyrir
sem hinn mesti séntilmaður, var
kurteisið uppmálað, léttur í lundu og
lagði sig fram, frekar en margar aðr-
ar stjörnur af hans stærðargráðu,
um að kynnast blaðamanni og
mynda við hann eins góð tengsl og
mögulegt er á tuttugu mínútum.
Virðist nettur sveimhugi, afslappað-
ur og lítt áhugasamur þegar kemur
að frama hans og frægð. Hann er
klárlega með gott jarðsamband, talar
frjálslega um eigin breyskleika og
takmörk. Talar hressilega umbúða-
laust um viðfangsefni sín og skoð-
anir, kærir sig kollóttan um öll
markaðsleg fyrirmæli sem gefin hafa
verið. Það býr nettur og skemmti-
legur púki í honum.
„Ef ég á að segja þér alveg eins og
er þá var ég hræddur við að taka
þetta hlutverk að mér. Hræddur við
að klúðra því. Ég vildi ekki að mín
yrði minnst sem leikarans sem
klúðraði Peter Sellers-hlutverkinu.
Sem er reyndar alveg óskaplegur hé-
gómi í mér. Ég sá það í hendi mér
hversu auðvelt það yrði að misstíga
sig og það kauðslega ef maður næði
ekki tökum á þessu hlutverki. Ég
meina, í hinum enskumælandi heimi
er maðurinn algjör guð. Því sann-
færði ég mig um það í fyrstu að það
væri ekki hægt að leika hann. Og því
hafnaði ég hlutverkinu í fyrstu.“
Ári síðar kom annað kall og nú frá
nýjum leikstjóra (Hopkins), en þá
segist Rush hafa verið í miðjum tök-
um á ævintýramyndinni Sjóræningj-
um Karíbahafsins.
„Það var alveg frábært, ekki mis-
skilja mig. Johnny Depp alveg pott-
þéttur náungi og ég að skemmta mér
konunglega, mikill hamagangur,
skylmingar og læti, sem var nýtt fyr-
ir mér því ég hef aldrei verið mikill
íþróttamaður. En síðan fór ég að
velta fyrir mér að þetta væri kannski
fullauðvelt allt saman. Þegar ég var
kominn með hattinn og apann á öxl-
ina þurfti ég lítið meira að gera,
fannst mér. Samviska leikarans fór
þá að láta á sér kræla og sagði:
„Ekki verða of latur, þetta er góður
tími fyrir þig til að taka áskorunum.“
Tilboðið kom um svipað leyti og
þessar vangaveltur bærðust í höfði
mínu þannig að ég ákvað að slá til og
taka þá bara afleiðingunum, að eiga
það á hættu að hrasa. Hvaða máli
skiptir það í stóra samhenginu?
Svo fór ég líka að velta fyrir mér
hversu oft svona tækifæri muni bjóð-
ast mér, að leika aðalhlutverk í kvik-
mynd sem er ólík öllum öðrum sem
gerðar hafa verið, kannski að und-
anskildum myndum Dennis Potters.“
Sjö sneiðar af hráu kálfakjöti
Rush segist hafa þurft að leggja
mjög mikið á sig til þess að ná að til-
einka sér fas Sellers, gríntilburði
hans, talanda og hreim. Hann segist
ekki vera þeim kostum gæddur sem
leikari að eiga auðvelt með að tala
með öðruvísi hreim og því njóti hann
aðstoðar góðra talþjálfara.
„Sumir leikarar hafa þennan með-
fædda hæfileika að geta hermt eftir
öllu mögulegu og talað með hvaða
hreim sem hugsast getur. Hæfileikar
Sellers á þessu sviði voru næsta
óhugnanlegir, enda gat hann svo gott
„Ég hata allt sem ég geri,“ sagði hann jafnan, einhver merk-
asti og dáðasti grínleikari sögunnar, Peter Sellers. „Ég hata
líka flest sem ég geri. Og sumt sem ég geri er mér líka veru-
lega á móti skapi. Það er trúlega það eina sem við eigum
sameiginlegt,“ segir Geoffrey Rush í samtali við Skarphéð-
in Guðmundsson þar sem hann m.a. viðurkennir að hafa
efast stórlega um að hann réði við að leika þennan marg-
flókna grínsnilling í myndinni Líf og dauði Peters Sellers.
Geoffrey Rush er óspar á lofsyrðin þegar talið berst að mótleikkonu hans,
Charlize Theron, sem fer með hlutverk annarrar eiginkonu Sellers, sænsku leik-
konunnar Britt Ekland, í myndinni Líf og dauði Peters Sellers.
Glíman við Sellers
Mörg andlit Geoffrey Sellers
22 SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ