Morgunblaðið - 03.04.2005, Side 33

Morgunblaðið - 03.04.2005, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 33 Meginveigurinn er að menn séu opnir, fordómalausir og hafi hjarta fyrir myndlist, hlaupi ekki blint eftir því sem er efst á baugi hverju sinni því ekkert úreldist eins hratt. Hér gilda sömu lögmál og með ást- ina sem er eins og opið úthaf, en hatrið lokað búr, einneigin þekking andspænis fáfræði og lífsgleði and- spænis bölsýni. Að afmá og útiloka gengur ekki upp nema að byggja eitthvað gildara upp um leið… Chaim Soutine var fæddur íþorpinu Smilavichy í ná-grenni Minsk í Litháen 1893, tíundi í röð ellefu barna for- eldra sinna, faðirinn bláfátækur klæðskeri enda marga munna að metta. Ólst þar upp til sautján ára aldurs þá hann hóf nám við listakademíuna í Vilna. Læknir nokkur gerðist velgjörðarmaður hans og gerði listnemanum mögu- legt að halda til Parísar þar sem hann skrifaði sig inn á Akadem- íuna, sótti hins vegar hinn frjáls- lyndari skóla Cormons, Atelier Cormon. Vingaðist við ýmsa lista- menn frá austrinu einkum Rúss- landi svo sem Chagall og flutti inn í „La Ruche“, á Montparnasse hvar hann hafði komið sér fyrir ásamt fleiri myndlistarmönnum í fyrrum vínskála sem var end- urbyggður í sambandi við heims- sýninguna 1900. Hittir þar Mod- igliani fyrir, einnig var hann í sambandi við Ossip Zadkine, Henri Laurens og Jules Pascin. Allir voru þeir alteknir af van Gogh og fútúrismanum einkum hinum sjón- ræna áhrifamætti sjálfs vinnslu- ferlisins, sem varð um leið tengilið- ur þeirra til úthverfa innsæisins, expressjónismans. Einmitt þetta sjón- og skynræna vinnuferli gerði að verkum að Soutine fór að venja komur sínar á Louvre, hvar hann sökkti sér aðallega niður í mynd- heima El Grecos, Tintorettos, Go- ya og Rembrandts frá seinna tíma- skeiði. Ameríski listjöfurinn Albert Barnes hreifst af hinni miklu mál- aragáfu sem hann þóttist sjá í Soutine og styrkti til dvalar í Cannes í tvö ár 1923–25 hvar hann málaði undarlega formaðar lands- lagmyndir þar sem allt er á hreyf- ingu um leið og þær búa yfir mik- illi rýmisvídd. Dálæti málarans á djúpum og lýsandi ólífugrænum litum auðsæ. Soutine var mjög sér á báti ílífsháttum og með honumþróaðist viss tegund sjálfs- eyðingarhvatar líkt og hjá vini hans Modigliani, til að mynda eyði- lagði hann mikinn hluta verka sinna frá fyrstu árunum í París, en þar eru til nokkrar hliðstæður. Einnig þótti hann smáskrítinn, hrár og ómannblendinn og eru til af því margar skondnar sögur, í listaskólanum grúfði hann sig þannig niður í teikningar sínar, og tók sér stöðu þar sem lítið sást til hans, helst aftast upp við vegg einkum þegar teiknað skyldi eftir nöktum fyrirsætum/sátum. Soutine er einkum frægur fyrir málverk sín af nautakjötskrokkum, sem hann hengdi upp í vinnustofu sinni, flugum til mikillar ánægju, málaði síðan beint eftir þeim. En eftir nokkra daga höfðu allar flugur á Montparnasse komið í heimsókn að segja má, auk þess að stæk rotnunarlykt lagði um hverfið íbú- unum til mikils ama, kærðu end- urtekið til lögreglunnar sem fyrir rest kom með formalín í farteskinu og bar á skrokkinn sem hann var þá með. Aðferðin eitthvað alveg nýtt fyrir listamanninum sem not- færði sér hana óspart og gat eft- irleiðis málað án ónæðis flugna og mannfólks. Eitt sinn er einn nauts- krokkurinn hafði þornað upp sendi hann Pauline spúsu sína til slátr- arans. Hún kom aftur með könnu fulla af fersku blóði sem málarinn bar á skrokkinn með penslum og sagði svo að aldrei hefði hann séð neinn slíkan fegurri. Minnir þetta í og með á osta- og súkkulaðigrafík Dieters Roth, sem á tímabili fékk starfsfólk listhúsa til að leggja nið- ur vinnu og forða sér. Í Kaliforníu var haft í flimtingum að allar flug- ur fylkisins hefðu komið í heim- sókn á sýningu verka hans. Kjötskrokkurinn sem átti að vera óður til Rembrandts og gömlu meistaranna birtist aftur í málverkum Bacons og síðan fjöl- mörgum útgáfum í Evrópu og víð- ar um heimsbyggðina. En hér gaf Soutine á einn veg tóninn til eft- irtímans svipað og svo margir fé- lagar hans á annan. Hátturinn hvernig listaverk þróast og verður til, andar á skoðandann og vinnu- ferlið í það heila, getur allt eins verið einkamál listamannsins, áhrifin fyrir öllu. Dregið saman í hnotskurn efast enginn með hjarta fyrir málaralist að Chaim Soutine var einstakur og frábær málari. Einn hinna stóru í París á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Soutine La Gaude et les Baous (Gata í Cannes), 1922–23 olía á léreft. Einkasafn í Sviss. við tvö eigum í hlut, en vonandi sígum við ekki mikið,“ bætti hann við með prakkaralega brosinu sínu sem lýsti upp brún augun undir derhúfunni. Og við leiddumst út úr garðinum, tvær lifandi sálir undir þrútnandi brumi sem spáði enn nýju vori á vegferð okkar. Hvernig gátum við rennt grun í að þetta væri okkar hinsta sam- fylgd út um sáluhlið? Örfáum vik- um síðar, þegar fræin, sem hann hafði sáð og nært með næmum fingrum, höfðu sent fagurgræn blöð upp úr moldinni og boðuðu árvissa blómadýrð, gekk ég inn um annað sáluhlið – eftir kistunni hans. Þá fann ég að fundur okkar við fjölskyldu mína hafði ekki ein- ungis verið bæn til hennar og virð- ingarvottur, heldur hugljómun og skýr fyrirboði þess sem fram- undan var. Síðan eru liðin tæp tvö ár. Að sjálfsögðu hefur fennt í sum spor og stundum stend ég mig að því að gleyma ýmsu mikilvægu sem hann kom í kring í farsælli sambúð okk- ar og á öðrum vettvangi. Samt býr hann stöðugt innra með mér og gengið hans hefur aldrei sigið. Þegar gamlir vinir hans og sam- starfsmenn verða á vegi mínum heyrast líka oft þessi orð. Hann var ekki bara snjall á sínu sviði. Hann var umfram allt góður drengur sem gott er að minnast. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða helgarferð í beinu flugi til þessarar stórkostlegu borgar í hjarta Evrópu, þann 5. maí (Uppstigningardag). Budapest er orðin einn aðal áfangastaður Íslend- inga, enda býður hún einstakt mannlíf, menningu og skemmtun að ógleymdri gestrisni Ungverja. Þú velur um góð 3ja og 4ra stjörnu hótel í hjarta Budapest og spenn- andi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða. Budapest 5. maí frá kr. 36.890 Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 36.890 Flugsæti til Budapest, 5. maí með sköttum. Netverð. Verð kr. 49.790 Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. M.v. 2 í herbergi í 4 nætur á Hótel Tulip Inn með morgunmat. Netverð. Helgarferð á Uppstigningardag - 4 nætur Skipholti 29a, 105 Reykjavík fax 530 6505 heimili@heimili. is Einar Guðmundsson, lögg. fast. Finnbogi Hilmarsson, lögg. fast. Bogi Pétursson, lögg. fast. sími 530 6500 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.