Morgunblaðið - 03.04.2005, Page 45

Morgunblaðið - 03.04.2005, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 45 Til sölu glæsilegur M. Benz 230 Elegance. Til sölu glæsilegur M. Benz 230 Elegance '96, ek. að- eins 95 þús. Verð aðeins 1.690 þús. Uppl. í 899 9046. Skipti ath. Subaru Legacy Wagon árg. 1997, 2000 vél, beinsk., ekinn 149 þús. Verð 650 þús. Upplýsingar í síma 865 0059. Mercedes Benz árg. '02, ek. 50 þús. km. ML500 SPORT 4X4M. Sá alflottasti í bænum. Leðurákl., sjálfskipting o.fl. Skoða skipti á ódýrari. Upplýsingar í síma 564 3301. Jeppar Jeep Grand Cherokee LTD 2005 Hemi - Nýr. Glæsilegur bíll til af- hendingar strax, Hemi, 25 pakki, dráttarbeisli o.fl. Ath. besta verðið. Uppl. www.automax.is og 899 4681. Bílavarahlutir Alternatorar og startarar í fólksbíla, vörubíla, vinnuvélar og bátavélar. Á lager og hraðsend- ingar. 40 ára reynsla. Bílaraf, Auðbrekku 20, sími 564 0400. Ökukennsla Ökuskóli. Veiti alla þjónustu er varðar ökukennslu og ökupróf. Birgir Bjarnason, sími 896 1030. Ökukennsla Ökukennsla, endurhæfing, akstursmat og vistakstur. Upplýsingar í símum 892 1422 og 557 6722, Guðbrandur Bogason. Fellihýsi Truma gasmiðstöðvar F. felli og hjólhýsi,húsbýla o.fl. Hitar m/blæstri,Thermost. sér um rétt hitastig. Engin mengun eða súrefnistaka í rými. Mjög hljóð- látar 50 ára reynsla. Truma umboðið. Bílaraf Auðbr. 20. S,564 0400 Heilsárshús Heilsárshús til flutnings óskast. Óska eftir heilsárshúsi (íbúðar- húsi) til flutnings, 60 fm eða stærra. Sé um að losa af grunni ef þarf. Má vera hvaðan sem er af landinu. Uppl. í síma 899 9192. Varahlutir Jeppapartasala Þórðar, Tangarhöfða 2, sími 587 5058 Nýlega rifnir Grand Vitara '00, Kia Sportage '02, Pajero V6 92', Terrano II '99, Cherokee '93, Nissan P/up '93, Vitara '89-'97, Patrol '95, Impreza '97, Legacy '90-'94, Isuzu pickup '91 o.fl. M. Pajero V6 3000. árg. '91, ek. 199 þús. km. Hann er á flexitorum og 33" dekkjum á álfelgum, með sóllúgu og hita í sætum, ekki hef- ur verið reykt í bílnum. Upplýs- ingar í síma 897 6764. Huyndai Elantra árg. 1994. 1800, beinsk., góður bíll. Verð 150 þús- und. Uppl. í síma 867 3022. Ford Explorer Sport Trac árg. 2001, 4x4, hlaðinn aukab. s.s. leð- ursæti, sóllúga. Ek. 58 þús m. Ath skipti á bát. Upplýsingar í síma 892 2030. Huyndai Accent árg. 1996. 1,5, beinsk., 3ja dyra, mjög góður bíll. Verð 190 þúsund. Uppl. í síma 867 3022. Ford Mustang GT árg. '05. Mustang GT Premium, fjöllita mælaborðsljós, 500w Shaker- hljómtæki til afhendingar strax á Íslandi, (biðlisti í USA). Uppl. www.automax.is - S. 899 4681. RENAULT 19 1996 Ekinn 103 þús. Þarfnast lagfær- ingar. Vetrar/sumardekk. Verð 70 þúsund. Upplýsingar í síma 669 1170. Smáauglýsingar 569 1111 www.mbl.is/smaaugl Ford F-150 Super Crew King- Ranch 2002. Hlaðinn aukahlut- um, vídeó, lcd-skjár, Castano- leðursæti, litað gler, álfelgur o.fl. Geggjaður bíll! Verð 2,9 m., góður staðgreiðsluafsláttur. Upplýsing- ar í síma 692 1463. Ford King Ranch F350 2005 - Nýr. Með nánast öllum fáanleg- um aukabúnaði frá Ford, gullfal- legur pallbíll. Ýmsir aukahlutir. Gott verð. Upplýsingar www.automax.is - S. 899 4681. Í 25 nemenda bekk eru 14 sem æfa knattspyrnu, 8 sem æfa handknattleik og 5 sem æfa báðar greinarnar. Hve margir æfa hvorki knattspyrnu né handknattleik? Skilafrestur er til kl. 13 föstudaginn 8. apríl. Lausnir þarf að senda á vef skólans, www.digranesskoli.kopavogur.is Ný þraut birtist þar fyrir kl. 16 sama dag ásamt lausn þessarar og nöfnum vinningshafanna. Stærðfræðiþraut Digranes- skóla og Morgunblaðsins Pera vikunnar: Páll V. Daníelsson, fyrrverandi forstjóri hjá Pósti og síma, er níræður í dag. Ekki má minna vera en honum séu færðar þakkir fyrir óhvikula baráttu í ára- tugi fyrir fögru mann- lífi og gróandi þjóðlífi á landi voru. Páll var for- maður Landssam- bandsins gegn áfengis- bölinu lengur en nokkur annar maður og óumdeildur foringi þeirra samtaka. Hann átti drýgstan þátt í því með stuðningi núverandi forseta Ís- lands, þá fjármálaráðherra, að Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands kann- aði hve mikið áfengisneyslan kostaði þjóðarbúið. Heldur lítið fer fyrir því að þeir sem tala fyrir auknu aðgengi að þessu vímuefni vitni í þá skýrslu enda vafamál að þeir hafi kynnt sér hana. Hún er ekki heldur til þess fallin að styrkja blinda trú þeirra á einkavæðingu áfengissölunnar og þau öfl innlend og erlend sem maka krókinn á sölu vímuefnis sem veldur árlega ótímabærum dauða meira en helmingi fleiri manna en fórust í hamförunum við Indlandshaf í vetur – og það í Evrópu einni. Páll V. Daníelsson braust úr sárri fátækt til mennta með dæmafáum dugnaði og marksækni. Þeir eigin- leikar ásamt góðri greind og frá- bærri rökvísi hafa einkennt öll störf hans. Og þó skiptir ef til vill mestu PÁLL V. DANÍELSSON að undir slær heitt hjarta, vilji til að koma hvarvetna fram til góðs. Ekki leita vitsmuna- verur þær sem skolað hefur inn á Alþingi ráða Páls, dr. Tómasar Helgasonar, Þórarins Tyrfingssonar eða ann- arra sem vit hafa á um þau frumvörp sín sem áfengismálastefnu varða og færa munu stórfyrirtækjum tug- milljóna gróða og þjóð- inni ófyrirsjáanlegt tap og auknar hörmungar. Í málatilbún- aði þeirra gildir lýðskrumið eitt og ginningar þær sem áróðursmeistar- ar áfengisauðvaldsins í veröldinni sníða þeim sem fátækastir eru í anda. Ekki er að undra þótt ýmsum komi í hug að rétt væri að stofna til öldungadeildar á þjóðþingi Íslend- inga, eins og tíðkast hefur með ýms- um menningarþjóðum, til að reisa skorður við óhappaverkum húskarla hagsmunaseggja. Þar ætti Páll V. Daníelsson að eiga sæti. Þó að augu hans sjái ekki jafnvel nú og þegar hann var ungur brestur hann ekki andlega víðsýni og skarpskyggni og er þar fremri mörgum sem halda líkamlegri sjón sinni óskertri. Níræðum öndvegismanni, eigin- konu hans ágætri og fjölskyldu þeirra óskum við allra heilla. Ólafur Haukur Árnason. Ríkissjónvarpið verður að gæta þess, þeg- ar það kostar stórfé til þess að kvikmynda heimildarþætti um íslenska listamenn og rithöfunda, að sneiða ekki hjá þáttum í lífi þeirra og samskiptum við samtímamenn og ferðafélaga. Í kvikmyndaþáttum, sem sýndir voru nýverið í dagskrá sjónvarps, var gengið fram hjá nánum félögum Jó- hanns Sigurjónssonar er gengu með hon- um um fjöll og firnindi þegar hann sótti sér efni í leikritið Fjalla-Eyvind. Sú för er svo merkur þáttur í ævi Jóhanns að það heyrir til höfuðsynda að sneiða hjá henni. Í heimildarritinu Öldin okkar, bls. 81 ár- ið 1908, er birt ljósmynd af Jóhanni Sig- urjónssyni og þremur ferðafélögum hans, Stefáni Björnssyni, sem þá kenndi handa- vinnu og smíðar í Gagnfræðaskólanum á Akureyri (Stefán varð síðar sparisjóðs- stjóri í Keflavík). Magnús Magnússon (sonur Matthíasar Jochumssonar þjóð- skálds. Sýnir tengsl skáldanna), og Lárus J. Rist, hinn kunni sundgarpur og hug- sjónamaður (afi Rannveigar Rist, sem Guð gefi að vandi sig og hætti að poppa tíví.) Ljósmynd þessi sýnir að enni Jóhanns er hátt og hvelft. Þannig hefði hann átt að vera í þættinum, en ekki með hárið ofan í augum eins og Stefán var látinn vera í hlutverki hans. Ég bið Morgunblaðið að birta ljósmynd þessa af þeim ferðafélögum og jafnframt það af textanum sem nauðsynlegt er af því sem fylgir ljósmyndinni. Sigurður Nordal ræddi um samhengið í íslenskum bókmenntum. Þessi för var í samhengi. Með kærri kveðju, Pétur Pétursson þulur. Samhengið í íslenskum bókmenntum Stefán Björnsson sitjandi í miðju, að baki honum Jóhann Sigurjónsson, en Magnús Matthíasson og Lárus J. Rist honum til vinstri og hægri handar. MÁLUM hjá mannanafnanefnd hef- ur fækkað frá því sem var meðan mannanafnalögin frá 1991 voru í gildi. Þá virðist nefndin samþykkja nú fleiri erindi en áður. Þetta kem- ur fram í skýrslu sem eftirlitsnefnd með framkvæmd mannanafnalaga skilaði í fyrradag. Nefndin hafði áður skilað áfanga- skýrslu um framkvæmdina en nauð- synlegt þótti að leggja á ný mat á lögin og framkvæmd þeirra, nú þeg- ar allnokkur reynsla hefur fengist af þeim. Í skýrslunni er forsaga laganna rakin og gerð grein fyrir starfi nefndarinnar, þá er í skýrslunni ít- arlegt tölfræðiyfirlit yfir fram- kvæmd laganna og ábendingar um breytingar. Dómsmálaráðuneytið mun á næstunni fara yfir ábend- ingar nefndarinnar í samvinnu við mannanafnanefnd og Hagstofu Ís- lands. Með öðrum ábendingum í skýrsl- unni má nefna að nefndin bendir á að skoða þurfi ákvæði 16. gr. lag- anna með það fyrir augum að börn- um yngri en 18 ára geti verið heim- ilt að taka upp nýtt kenninafn. Atvik geti verið með þeim hætti að það sé barni einstaklega erfitt að bera kenninafn, t.d. ef foreldrið sem barnið er kennt til hefur beitt það ofbeldi og barnið vill ekki kenna sig til hins foreldrisins. Eftirlitsnefnd skilar skýrslu um mannanafnanefnd AFMÆLI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.