Morgunblaðið - 03.04.2005, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 53
um á tónleikum hjá þér, þegar þú
ert að spinna nýja tónlist?
„Já, vissulega hefur það gerst,
en það verður bara bara hluti af
sýningunni og veitir henni sér-
stöðu, gerir hvert kvöld einstakt.“
En svo við víkjum aftur að nýju
plötunni; finnst þér hún vera besta
verk þitt hingað til?
„Veistu ég er bara ekki viss. Ég
held að ég þurfi eitt eða tvö ár til
að fá fjarlægð til að meta hana af
einhverju viti; þetta hefur tekið
svo langan tíma og maður er svo
samtvinnaður þessu verkefni.
Spilamennska á tónleikum er í
raun og veru mitt líf og yndi og ég
er ekkert mjög hrifinn af hljóð-
versvinnu. Á tónleikum tekur mað-
ur áhættu; fríkar út og dembir sér
út í djúpu laugina. Í hljóðverinu
heldur maður aftur af sér, því æs-
ingurinn og ferskleikinn kemst
ekki almennilega til skila á hljóm-
plötu.“
Er það kannski þannig hjá þér
að plöturnar eru til að kynna tón-
leikana, en ekki öfugt eins og hjá
flestum öðrum tónlistarmönnum?
„Nákvæmlega. Þess vegna gerði
ég Weather Systems árið 2003, á
meðan ég var að vinna að Myster-
ious Production of Eggs; ég fann á
mér að annars myndi líða of lang-
ur tími á milli platna. Weather
Systems er líka meira í takt við
líðan mína á þessum tíma, þegar
ég flutti út í sveit, og ég vildi flytja
lög á tónleikum sem væru meira í
þeim dúr. En já, það er hárrétt að
þetta hefur snúist við síðan ég var
22 ára að byrja í bransanum og
tónleikaferðin snerist bara um að
kynna nýjustu plötuna. Núna hef-
ur tónleikaformið tekið yfir.“
Tölum aðeins um uppruna þinn.
Þú ólst upp í Chicago.
„Já, ég byrjaði að læra á fiðlu
þegar ég var fjögurra ára. Náms-
efnið var einhvers konar blanda af
klassískri tónlist og þjóðlaga-
tónlist, svona svipað og hjá Su-
zuki-tónlistarskólanum. Ég fór
hins vegar ekki að læra tónfræði
fyrr en ég var 12–13 ára. Ég var
ekki undrabarn í hljóðfæraleik og í
raun ekki mjög metnaðarfullur
nemandi, en ég hafði gott tóneyra.
Mér líkaði ekki að spila tónskala
og leiddist þessi formlegu fræði og
aðferðir.
Ég gekk reyndar í listaskóla og
spilaði nokkuð flókin og erfið verk
eftir nótum, en jafnvel þá lagði ég
verk eftir höfunda á borð við
Strauss á minnið eftir eyranu. Á
sama tíma hlustaði ég á djass-
tónlist eftir John Coltrane, lærði
einleikskaflana eftir eyranu, auk
þess sem ég kynnti mér írska tón-
list og þjóðlagatónlist hvaðanæva
úr heiminum.“
Hvenær stofnaðirðu fyrstu
hljómsveitina?
„Það var þegar ég var 19 ára.
Ég er reyndar ennþá að spila með
trommaranum úr þeirri hljóm-
sveit. Þetta var tilraunakennd
pönktónlist; við spiluðum í hinum
ýmsu búllum og skemmtum okkur
konunglega. Hljómsveitin Bowl of
Fire kom svo til sögunnar þegar
ég var 23 ára, árið 1997 eða 98,
þegar ég sendi demó til Rykodisc.
Þar var Andrea Troolin, sem er
umboðsmaður minn núna, að vinna
og henni líkaði það sem hún
heyrði. Hún vildi gefa plötuna út,
en ég sagði að ég væri farinn að
vinna að nýju efni og spurði hvort
ég mætti gera nýja plötu fyrir
hana. Hún tók vel í það og fyrsta
Bowl of Fire-platan, Thrills, var
fædd. Ég vildi semja almennilega
tónlist, fyrst ég væri kominn með
plötusamning við fyrirtæki sem
dreifði um öll Bandaríkin.
Þegar ég var 22 ára hafði ég
einblínt á fiðluna alveg frá fjög-
urra ára aldri. Ég hafði unnið fyrir
mér sem fiðluleikari og spilað svo
mikið árin á undan, að önnur
höndin hreinlega hætti að virka
undir ýmsum kringumstæðum.
Oftast átti það sér stað þegar ég
var að spila fyrir áhorfendur sem
mátu tónlistina ef til vill ekki mik-
ils. Handleggurinn varð eldheitur
og ég hætti að geta spilað. Ég held
að þetta hafi verið geðvefræn við-
brögð við þeirri stöðu sem ég var
búinn að koma mér í.
En ég gat sem sagt hreinlega
ekki spilað og ég varð að gera eitt-
hvað til að þetta yrði ekki alls-
herjar harmleikur. Ég byrjaði að
semja tónlist; huga að öllum pakk-
anum: Lögunum, hljómsveitinni,
plötunni, skreytingunni á umslag-
inu, veggspjöldunum.“
Hjálpar þessi klassíska tónlist-
arþjálfun þér þegar þú semur
popplög? Væru lögin þín eins ef þú
kynnir bara grunnatriði í píanó- og
gítarleik, eins og mörg önnur
söngvaskáld?
„Það er freistandi að álíta að svo
væri, en ég tek það sem sjálfsagð-
an hlut að búa yfir þessari kunn-
áttu og geta beitt henni að vild í
tónlistarsköpun. Ég lít ekki lengur
á mig sem fiðluleikara; það vill
bara svo til að ég kann vel á það
hljóðfæri. En ég spila stundum á
hana eins og gítar og stundum á
hefðbundinn hátt. Ég nota þessa
kunnáttu ómeðvitað.“
Hvaða hljóðfæri notarðu til að
semja lög?
„Ég nota gítarinn mest, vegna
þess að ég kann ekki á gítar og
spila þess vegna oft hljóma sem
koma sjálfum mér á óvart. En mér
finnst ég semja mitt besta efni án
hljóðfæris, þegar ég sest ekki nið-
ur með það í huga að semja. Ég
sem mikið á flugvöllum, í lestum
og bílum, þegar ég ferðast á milli
tónleikastaða.
Þegar ég byrja að spila á hljóð-
færi tekur ákveðið form og stærð-
fræði völdin, sem getur verið erfitt
að brjótast út úr. Þá er hætta á að
maður endurtaki sig. Ég skrifa
aldrei neitt niður þegar ég sem
tónlist, ekki einu sinni texta, nema
þegar ég þarf að kenna ein-
hverjum lagið í snatri. Nú þegar
ég vinn einn þarf ég ekki að sýna
neinum neitt. Þá fer lagið beint úr
hausnum á mér til áhorfendanna.“
Hverjar eru fyrirætlanir þínar
núna?
„Þessa dagana er ég að byrja á
talsvert löngu tónleikaferðalagi.
Ég veit það ekki. Ég er búinn að
fást við þetta í átta ár núna. Þegar
ég er búinn að tala við þig sest ég
upp í bílinn minn og keyri til
Indianapolis til að spila þar.“
Er þessi lífsmáti slítandi? Ertu
þreyttur?
„Já, þetta er farið að verða slít-
andi. Eftir því sem það gerist
verður maður að passa sig á því að
detta ekki í sjálfstýringuna. En ég
er byrjaður að vinna með tromm-
aranum mínum að nýju efni; ný-
fluttur aftur í borgina eftir þrjú ár
í „einangrun“ uppi í sveit. Ég er
eiginlega að ganga í samfélagið
aftur og hef ýmisleg persónuleg
áform í þeim dúr.“
Kemur til greina að koma til Ís-
lands?
„Já, Andrea [umboðsmaður] tal-
ar mikið um það, enda hefur landið
sérstaka þýðingu fyrir hana [út-
gáfufyrirtæki hennar heitir Grims-
ey Records, sbr. grein í Lesbók
Mbl. 5. feb. 2005]. Ég hef heyrt
mikið um gróskuna í tónlistarlífinu
á Íslandi og langar mikið að sækja
landið heim.“
ivarpall@mbl.is
Andrew Bird ætlar að ganga í samfélagið á ný.
www.lyfja.is
GARÐATORGI | KRINGLUNNI | LAUGAVEGI | LÁGMÚLA | SETBERGI | SMÁRALIND | SMÁRATORGI | SPÖNGINNI | KEFLAVÍK | GRINDAVÍK
Kvikmyndir sem Max Factor hefur séð um förðun í eru m.a.:
The Aviator, The Edge of Reason (Bridget Jones´s Diary II), Wimbleton, Mona Lisa Smile, Love Actually, CHICAGO, Die Another Day (James Bond 007), About
a Boy, Vanilla Sky, Bridget Jones´s Diary, Charlotte Brey, Charlie´s Angels I og II, Anna and the King, Notting Hill, Titanic, Evita...
4 LITIR
Black no. 20
Khaki no. 35
Ice blue no. 60
Olive no. 70
Ný tegund af „eyeliner“,
augnlínublýant.
Mjúkur, mjög auðveldur í
notkun og situr fast á.
Innbyggður YDDARI í enda
augnlínublýantsins.FRÁ KL. 14-17
• Mánudag 4/4 LYFJA - Laugavegi
• Þriðjudag 5/4 LYFJA - Kringlunni
• Miðvikudag 6/4 LYFJA - Smáratorgi
• Fimmtudag 7/4 LYFJA - Setbergi
• Föstudag 8/4 LYFJA - Smáralind
• Föstudag 8/4 LYFJA - Garðatorgi
FRÁ KL. 11-14
• Laugardag 9/4 LYFJA - Lágmúla
KAUPAUKI Á
KYNNINGUM
KYNNINGAR Á VOR- OG
SUMARLÍNUNNI 2005
VOR/SUMAR
TONIC
www.medico.is
NÝR „EYELINER“