Morgunblaðið - 17.04.2005, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.04.2005, Qupperneq 1
„ÞETTA gengur bara vel,“ sagði Víðir Reynisson, æfingastjóri Hval- fjarðarganga 2005, en í gær var Hvalfjarðargöngunum lokað vegna al- mannaæfingar þar sem verið var að samhæfa viðbrögð vegna hópslyss. Að sögn Víðis var sviðsettur árekstur rútu og fólksbíls neðarlega í göngunum. „Skömmu eftir að það gerist kemur aðvífandi þriðji bíll sem sneiðir hjá því að lenda á þessum bílum en lendir á gangaveggnum og í honum kviknar,“ segir Víðir. Hann segir á fjórða tug manna hafa komið beint að björguninni. Slökkva þurfti eld og klippa þurfti bæði fólksbílinn og rútuna til þess að komast að þeim slösuðu sem skiptu tugum. Síðan þurfti að flytja þá norður fyrir göng sökum mikils reyks sem myndaðist vegna brunans og leitaði upp syðri endann. Alls komu að æfingunni um 200 manns. Hún er sú fyrsta sinnar teg- undar í veggöngum á Íslandi. Markmið æfingarinnar var að láta reyna á viðbragðsáætlun Hvalfjarðarganga sem tók gildi í maí í fyrra. Meðal þeirra aðila sem stóðu að æfingunni voru Neyðarlínan, slökkvilið og lögregla beggja vegna Hvalfjarðar, embætti ríkislögreglustjóra, Land- helgisgæslan, Spölur og Landspítali – háskólasjúkrahús. Auk þess komu tugir manna af Akranesi og úr Reykjavík að æfingunni til þess að leika slasaða. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sviðsettu árekstur rútu og fólksbíls STOFNAÐ 1913 102. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Margslungin persóna Leikkonan og femínistinn Jane Fonda skrifar ævisögu sína | 10–11 Tímaritið og Atvinna í dag Tímaritið | Algjör Smekkleysa  Dagur í lífi nunnu  Óbæri- legur léttleiki tilverunnar  35 ára kona með 75 ára gamla hálsliði Atvinna | Atvinnuleysi minnkar Svíar taka sér frí 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 Súnnítar reka sjíta burt Kut. AFP | Sjítar flúðu í gær burt frá bænum Al-Madain suður af Bagdad en þá höfðu vopnaðir menn tekið meira en 80 þeirra í gíslingu og hótað að drepa þá. „Vopnaðir menn fara um allt með hátal- ara og skipa sjítum í bænum að koma sér burt,“ sagði Haitham Mohammed, foringi í íraska hernum, en hann flúði ásamt öðrum til borgarinnar Kut nokkru sunnar. „Þeir hafa meira en 80 manns á valdi sínu, þar á meðal konur og börn, og hóta að drepa alla nema sjítar hafi sig á brott.“ Mohammed sagði, að her- og lögreglu- menn hefðu farið í borgaralegan klæðnað og flúið með öðrum og eftir öðrum manni var haft, að vopnaðir súnnítar hefðu um- kringt bæinn. Á þessum slóðum er hvað ófriðlegast í Írak og þar hafa að undanförnu fundist mörg lík manna, sem höfðu verið hálshöggnir. Ráðist á Kasparov RÁÐIST var á skákmeistarann Garrí Kasparov á stjórnmálafundi í Moskvu í fyrrakvöld og hann bar- inn í höfuðið. Meiddist hann ekki mikið en óhugur er í fjölskyldu hans vegna þessa atviks. Rússneska fréttastofan Interfax segir, að Kasparov hafi verið á fundi með ungu fólki í flokki sínum, Heiðarlegum kosningum 2008, þegar ungur maður vék sér að hon- um og bað hann um eiginhandar- áritun. Þegar Kasparov bjóst til að verða við því lét maðurinn skák- borð vaða í höfuðið á honum og for- mælti honum um leið. Sagt er, að árásarmaðurinn sé félagi í samtökum, sem styðja Vla- dímír Pútín, forseta Rússlands. Hefur stofnandi þeirra, Vasílí Jakemenko, lýst yfir stríði gegn „hinu óheilaga bandalagi frjáls- lyndra manna og fasista; manna, sem eru hlynntir Vesturlöndum, alþjóðastofnana og hryðjuverka- manna. Þeir hata Pútín og við lítum á alla, sem eru á öðru máli en Pút- ín, sem óvini okkar“. CONDOLEEZZA Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, fór óvenju hörðum orðum um Sameinuðu þjóðirnar í fyrradag. Sagði hún, að yrði ekki ráðist í umfangs- miklar umbætur á samtökunum, ættu þau ekkert erindi í al- þjóðamálum. Lét Rice þessi orð falla á ársfundi bandarískra dagblaðaritstjóra en þar varði hún þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að út- nefna John Bolton sem næsta sendiherra sinn hjá SÞ. „Það dylst engum, að verði ekki gripið til umfangsmikilla umbóta innan SÞ eiga sam- tökin ekkert erindi lengur í alþjóðamálum,“ sagði Rice og bætti við, að það yrði hlutverk Boltons að reka á eftir væntanlegum um- bótum. Búist er við, að utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings greiði at- kvæði um Bolton í þessari viku en hann hef- ur verið gagnrýndur fyrir yfirgengileg og fjandsamleg ummæli um SÞ. Þurfum á SÞ að halda en umbóta er þörf Mary Robinson, fyrrverandi forseti Ír- lands, sem hér er stödd vegna afmælis Vig- dísar Finnbogadóttur, var spurð um um- mæli Rice og sagði þá, í samtali við Morgunblaðið, að hún gæti tekið undir það, að umbóta væri þörf innan SÞ. „Við þurfum samt á SÞ að halda, því al- þjóðakerfi, sem felst í samtökunum,“ sagði Robinson og bætti við, að samtökin yrðu að ráðast gegn fátækt í heiminum, óréttlæt- inu, sem „stuðlar að óöryggi og spennu í samskiptum ríkja“. Robinson leggur áherslu á, að ekki megi draga úr gildi mannréttinda í hryðjuverka- stríðinu og hún fer ekki leynt með gagnrýni sína á Bandaríkjastjórn í þeim efnum. Um- breytist eða deyið Condoleezza Rice  Þarf að blása/6 ALLIR landsmenn eiga að geta tengst háhraðaneti árið 2007, sam- kvæmt fjarskiptaáætlun 2005– 2010 sem ríkisstjórnin hefur sam- þykkt. Áætlunin tekur mið af þró- un tækni sem gerir fjarskiptum, tölvutækni og fjölmiðlun kleift að renna saman. Einnig til þess mark- aðsumhverfis fjarskipta sem tekur mið af samræmdum reglum Evr- ópusambandsins. Háhraðatengingar til einstak- linga, menntastofnana og fyrir- tækja verða efldar jafnt og þétt næstu fimm árin. Auka á aðgengi að GSM-farsímaþjónustu á hring- veginum og helstu stofnvegum, ferðamannastöðum og minni þétt- býlisstöðum þegar á næsta ári. Þá verði háhraðafarþjónusta byggð upp um allt land eigi síðar en 2006. Langdrægt stafrænt farsímakerfi, sem þjónar landinu öllu og miðun- um, á að standa til boða eftir að rekstri NMT-kerfisins lýkur. Stefnt er að því að allir lands- menn hafi aðgang að gagnvirku stafrænu sjónvarpi og að strax á þessu ári verði í boði stafrænt sjón- varp um háhraðanet. Þá gerir fjar- skiptaáætlun ráð fyrir að útvarpað verði stafrænt um gervihnött um allt land og næstu mið. Ísland í fremstu röð „Það skiptir mjög miklu fyrir Ís- lendinga að vera vel tengdir og hafa öflugt fjarskiptakerfi bæði innanlands og til útlanda,“ sagði Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra í samtali við Morgunblaðið í gær. Að sögn Sturlu er hugmyndin sú að fyrirtæki á fjarskiptamarkaði keppist um að uppfylla markmið fjarskiptaáætlunar. Þjónusta sem ljóst væri að bæri sig ekki á viðskiptalegum forsendum yrði boðin út og styrkt af fjar- skiptasjóði. Víðtækt sam- ráð og opin um- ræða var um mótun fjar- skiptaáætlunar að sögn Sturlu. „Ég lagði ríka áherslu á að það yrði reynt að átta sig mjög vel á því, með þessu öfluga samráði, hverjar væru þarfirnar til þess að við- skiptalífinu, mennta- og rann- sóknastofnunum og heimilunum yrði tryggður möguleiki á sem bestum tengingum svo við gætum með sanni sagt að Ísland væri í fremstu röð.“ Háhraðanet til allra landsmanna 2007 Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is  Meira á mbl.is/ítarefni Sturla Böðvarsson ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.