Morgunblaðið - 17.04.2005, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 17.04.2005, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÁ og með 1. maí næstkom- andi verður hægt að sækja um evrópska sjúkratryggingakortið á heimasíðu TR. Talið er að á fyrsta árinu verði gefin út um 30 þúsund kort. Evrópska sjúkratryggingakortið veitir handhafa rétt til heilbrigðis- þjónustu við tímabundna dvöl í öðrum löndum innan EES á sama verði og heimamenn. Kortið hefur almennt tveggja ára gildistíma. Tryggingastofnun hættir út- gáfu á sjúkratryggingavottorð- inu E-111 í lok þessa mánaðar. Í stað þess kemur evrópska sjúkratryggingakortið sem gild- ir í flestum löndum Evrópu og veitir rétt á allri heilbrigðis- þjónustu sem telst nauðsynleg til að unnt sé að ljúka tímabund- inni dvöl á öruggan hátt. Kortið gildir eingöngu hjá heilsugæslu- stöðvum, sjúkrahúsum, apótek- um og öðrum þjónustuaðilum með samninga við opinbera sjúkratryggingakerfið. Al- mannatryggingar taka ekki þátt í kostnaði vegna þjónustu sem veitt er á einkareknum sjúkra- stofnunum og kortið gildir því ekki þar. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun gaf stofnunin út á síðasta ári tæplega 11 þús- und E-111 vottorð og árið 2003 voru útgefin E-111 vottorð rúm- lega 7.500 talsins. Allir Íslendingar, og aðrir EES ríkisborgarar, sem sjúkra- tryggðir eru hér á landi eiga rétt á að fá evrópska sjúkra- trygggingakortið til notkunar á ferðalögum tímabundið til ann- arra EES landa. TR gefur út evrópskt sjúkratryggingakort TILRAUNIR og athuganir á líkani af Hálslóni, Hafrahvammagljúfri og yfirfalli Kárahnjúkastíflu, sem fram hafa farið í Tækniháskólanum í Zürich í Sviss, sýna að gera þarf ráð- stafanir í gljúfrinu til að styrkja og verja bergið svo það þoli til lengdar rennsli yfirfallsvatnsins. Samkvæmt þessum rannsóknum er talið heppilegast að steypa í gljúf- urbotninn sjálfan, þar sem fossinn frá yfirfallinu kemur, og styrkja bergveggina beggja vegna fossins með sprautusteypu og bergboltum, jafnvel að steypa kápu þar sem áraunin verður mest á bergvegginn. Frá þessu er greint á vef Kára- hnjúkavirkjunar. Hönnunarvinnan er á lokastigi en hefur verið í gangi síðan haustið 2003. Prófessorar og doktorsnemar í straumfræði í Tækniháskólanum í Zürich fengu verkið og hafa smíðað líkönin í sam- starfi við svissneska, bandaríska, brasilíska og íslenska sérfræðinga. Sigurður St. Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar, segir í samtali við Morgunblaðið að þessar niðurstöður komi ekki á óvart. Reiknað hafi verið með að ráðast þyrfti í svipaðar að- gerðir. Samkvæmt kostnaðaráætlun Landsvirkjunar var reiknað með að um 1,5 milljarðar króna færu í hönn- un og framkvæmd yfirfallsins. Að sögn Sigurðar þarf ekki að koma til viðbótarkostnaðar þrátt fyrir að um umfangsmiklar aðgerðir sé að ræða. Hönnuðirnir telja ennfremur nauðsynlegt að reisa 15–20 metra háa fyrirhleðslu úr stórgrýti, hugs- anlega steypustyrkta, í gljúfrinu, 150 metrum neðan við þann stað þar sem vatnið rennur út í gljúfrið, til að tryggja að fossinn lendi ekki beint á klöpp heldur á vatni, eða allt að 22ja metra djúpu lóni sem myndast og draga þannig úr rofmætti bununnar úr rennunni frá Hálslóni. Ekki einfalt mál Upphafleg hönnun Kárahnjúkra- virkjunar var sú að yfirfallsvatn Hálslóns myndi renna niður Desjar- árdal og út í núverandi farveg Jök- ulsár á Dal neðan Hafrahvamma- gljúfra. Eitt af skilyrðum Sivjar Friðleifsdóttur, þáverandi umhverf- isráðherra, fyrir því að heimila virkj- unina á sínum tíma, var að yfirfallið yrði á sjálfri Kárahnjúkastíflu og vatnið yrði látið renna í gljúfrið neð- an stíflunnar. Verkefni sérfræðinga var að koma yfirfallsvatninu sína leið áleiðis niður gljúfrin án þess að það holaði gljúf- urbotninn eða að rofin yrðu skörð í gljúfurveggina. Á Kárahnjúkavefn- um segir, að þetta sé ekki alveg ein- falt mál því Hafrahvammagljúfur séu aðeins um 50 metra breið. Fall- hæð vatnsins sé um 90 metrar en til samanburðar má nefna að Dettifoss er 44 metra hár. Hönnun og prófunum á yfirfalli Kárahnjúkastíflu að ljúka Aðgerðir í gljúfrinu kosta um 1,5 milljarða Líkan af yfirfalli Kárahnjúkastíflu og Hafrahvammagljúfri. Gunnar Guðni Tómasson frá VST stendur á „gljúfurbarminum“. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is GUÐRÚN Ög- mundsdóttir, al- þingismaður og stuðningsmaður Ingibjargar Sólrún- ar Gísladóttur, í for- mannskjöri Sam- fylkingarinnar, hélt því fram í samtali við fréttamann Útvarpsins í gær- morgun, að sjálfstæðismenn væru farnir að smala fólki, flokksbundnu sjálfstæðisfólki, í Samfylkinguna til að kjósa Össur Skarphéðinsson sem formann flokksins. Einar Karl Haraldsson, vara- þingmaður og stuðningsmaður Öss- urar, segist aðspurður ekki kannast við að flokksbundnir sjálfstæðis- menn séu farnir að skrá sig í Sam- fylkinguna til að geta tekið þátt í formannskjörinu. Sögur af slíku tagi fari hins vegar af stað í öllum kosningum. „Það er reyndar engin leið að koma í veg fyrir að flokks- menn annarra flokka skrái sig í Samfylkinguna, til þess þyrfti mað- ur að hafa flokksskrá þeirra við hendina.“ Fólki ofbýður vinnubrögðin Þegar blaðamaður innti Guðrúnu um þessi mál sagði hún: „Ég er með mjög góð tengsl inn í Sjálf- stæðisflokkinn og hef verið látin vita að mörgum sjálfstæðismönnum ofbjóði að þeirra menn skuli vera farnir að smala fólki í Samfylk- inguna til að kjósa Össur. Þegar maður er farinn að heyra þetta staðfest aftur og aftur kemur að þeim punkti að þetta þarf að fara út í loftið í stað þess að ræða það bara yfir kaffibolla.“ Hún bætir því við að það sé alltaf mjög alvarlegt þegar flokkar séu farnir að blanda sér inn í innri málefni annarra flokka. Guðrún heldur því einnig fram að frétt DV um „stóra hjólböru- málið“, eins og hún kýs að kalla það, sé runnin undan rifjum sjálf- stæðismanna í borgarstjórn. Vísar hún til þess að Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hafi spurst fyrir um kaup Reykja- víkurborgar á þrennum hjólbörum fyrr í vetur, en síðar kom í ljós að þær voru fyrir Ingibjörgu Sólrúnu. „Það er verið að leita logandi ljósi að einhverju til að finna högg- stað á Ingibjörgu Sólrúnu,“ segir Guðrún. „Og loks fannst stóra hjól- börumálið. Það er verið að reyna finna eitthvað sem rýrir trúverð- ugleika hennar.“ Tengist ekki formannsslagnum Kjartan Magnússon vísar því al- farið á bug að hann sé farinn að blanda sér í formannsslag Samfylk- ingarinnar, með einum eða öðrum hætti. „Þetta er sérkennilegt, ég er í útlöndum en heyri að ég sé allt í einu orðinn þátttakandi í þessum slag á Íslandi,“ sagði hann er blaðamaður náði tali af honum í gær. Hann segir að fyrirspurn sín um hjólbörukaupin, sem hann lagði fram í framkvæmdaráði borgarinn- ar, tengist á engan hátt formanns- slag Samfylkingarinnar. Hann hafi lagt fyrirspurnina fram í kjölfar ábendinga og fyrirspurna frá starfsmönnum borgarinnar. Að- spurður neitar hann því að þeim hafi verið komið til hans í þeim til- gangi að finna höggstað á Ingi- björgu Sólrúnu. „Ég fékk fleiri en eina ábendingu og fyrirspurnir og þær tengdust ekki neinum formannsslag,“ segir hann. „Ábendingarnar snerust um það hvar mörkin lægju og hvort aðrir borgarstarfsmenn nytu sömu fyrirgreiðslu.“ Kjartan segir að það hafi tekið hann nokkurn tíma að fá fyrir- spurninni svarað. Þegar svörin hafi loks borist hafi hann lagt fram hóf- lega bókun í framkvæmdaráði, þar sem hann hafi m.a. vakið máls á því hvort setja bæri reglur til að tryggja að einstakir borgarstarfs- menn nytu jafnræðis. Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður Sjálfstæðismenn að skipta sér af formannsskjörinu Einar Karl kannast ekki við þátttöku sjálfstæðismanna Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Einar Karl Haraldsson Guðrún Ögmundsdóttir Kjartan Magnússon ÞAÐ var glatt á hjalla hjá nemendum Kvennaskólans í Reykjavík þegar þeir héldu upp á hinn árlega peysu- fatadag. Þá punta nemendur sig og klæðast stúlkur ís- lenska þjóðbúningnum og drengir fara í kjólföt. Prúðbúnar stúlkurnar tóku lagið og dönsuðu í takt þegar ljósmyndari Morgunblaðsins heimsótti þær. Morgunblaðið/Eyþór Sungið og dansað á peysufatadegi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.