Morgunblaðið - 17.04.2005, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.04.2005, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þetta er kannski ekki alveg sambærilegt við það að geta gengið á vatni, en kraftaverk samt ... Sjóflutningar greiða780% meira en semnemur ytri kostn- aði þeirra vegna og gjöld vegna flutninga á vegum eru milli 63% og 150% af ytri kostnaðinum, sam- kvæmt skýrslu Hagfræði- stofnunar HÍ. Með ytri kostnaði er átt við ýmsa þætti eins og t.d. kostnað vegna mengunar, þ.m.t. hávaða- mengunar, slysakostnaðar og kostnaðar sem hlýst af sliti mann- virkja. Strandflutningar hafa mikið til lagst af og vöruflutningar færst yfir á vegi landsins. Orsakir breytinganna eru margslungnar og má t.d. nefna auknar kröfur um hraða og sveigjanleika, byggðaþróun sem hefur áhrif á stærðarhagkvæmni og minnkað birgðahald sem kallar á örari flutninga. Skýrsluhöfundar reyndu að meta jaðarkostnað í flutninga- kerfinu. Í þessu samhengi er jað- arkostnaður sá breytilegi kostn- aður sem endurspeglar þann kostnað sem hlýst af einu sam- göngutæki til viðbótar. Það er gríðarmikið verk að meta jaðar- kostnað í samgöngum og því studdist Hagfræðistofnun við tvær skýrslur, frá Noregi og Danmörku, þar sem kostnaður í flutningum er skoðaður. Niðurstöður erlendu skýrsln- anna voru notaðar til að bera saman jaðarkostnað í landflutn- ingum fyrir ákveða tegund þungaflutninga og þau gjöld sem innheimt eru á ekinn kílómetra í slíkum flutningum hér á landi. Einnig voru skoðuð gjöld sem Mánafoss greiddi vegna sjóflutn- inga 2003 og voru þau borin sam- an við metinn jaðarkostnað í norsku skýrslunni. Niðurstöður fyrir akstur í þéttbýli og dreifbýli og sjóflutninga gáfu til kynna að umferð á landi greiði nokkurn veginn í takt við jaðarkostnað. Sjóflutningarnir reyndust greiða mun meira en sem nam jaðar- kostnaði. Miklar álögur á sjóflutninga Siglingar Mánafoss á ströndina voru skoðaðar sérstaklega, en sem kunnugt er hætti skipið strandflutningum í desember 2004. Mánafoss hafði á sínum tíma viðkomu í tíu höfnum utan Reykjavíkur. Áætluð voru not skipsins af hafnarbökkum í við- komuhöfnum utan Reykjavíkur að teknu tilliti til ýmissa þátta. Einnig var lagt mat á fastan og breytilegan kostnað vegna komu skipsins í þessar hafnir. Sam- kvæmt gefnum forsendum var áætlað að heildarkostnaður (fast- ur og breytilegur kostnaður) hafnanna vegna Mánafoss hefði verið 14–21 milljón króna á ári. Tekjur viðmiðunarhafna skips- ins námu tæplega 134 milljónum króna af siglingum þess á árs- grundvelli. Þar af voru viðkomu- gjöld metin samkvæmt gefnum forsendum um 30 milljónir króna á ári. Vörugjöld, sem greidd voru af móttakanda eða sendanda farms, námu á ársgrundvelli rúm- lega 104 milljónum króna. Flutningsmagn skipsins var um 160 þúsund tonn á ári. Miðað við 380 km meðalflutningsvega- lengd hefur flutningavinna Mána- foss verið upp á 61milljón ton- n*km á ári. Á grundvelli forsendna norsku skýrslunnar og fyrrnefndrar flutningsvinnu Mánafoss var talið mega gera ráð fyrir ytri kostnaði sem nam 15,2 milljónum króna. Því var verið að greiða sem nam tæplega 780% meira en sem nam ytri kostnaði. Gjöld há hér á landi Þungir flutningabílar hér á landi, það er bílar sem hafa und- anþágur til að vera 44 eða 49 tonn að heildarþyngd með tengivagni, greiða um 13% meira en sem nemur ytri kostnaði þeirra vegna, að mati Hagfræðistofnunar. Þetta er mun hærra hlutfall en sam- bærilegar tölur fyrir sams konar flutningabíla í Noregi. Ástæðan er sú að álögur og gjöld eru mun lægri þar en hér á landi. Eigandi íslenska bílsins þarf einnig að greiða bifreiðagjöld til ríkisins. Danska samgönguráðuneytið lét vinna verkefni um ytri kostnað í samgöngum. Í framhaldinu var gefin út skýrsla og studdist Hag- fræðistofnun m.a. við hana í at- hugun sinni. Aðstæður hér á landi eru nokkuð frábrugðnar því sem gerist í Danmörku. Kostnaður vegna umferðartafa er t.d. mun minni eða hverfandi í dreifbýli hér á landi en í Danmörku og vegir í íslenska dreifbýlinu í mörgum tilvikum vannýttir. Þá er tæplega hægt að tala um kostnað vegna hávaðamengunar í dreif- býlinu hér. Samkvæmt forsend- um dönsku skýrslunnar um með- alkostnað má áætla að ytri kostnaður vegna bílaumferðar á Íslandi sé í heild um 18,6 millj- arðar. Talið líklegt að í kjölfar mats á jaðarkostnaði hér á landi verði ný gjaldtaka af umferð sett á lagg- irnar. „Að vissu leyti er staðan á Íslandi þannig að hér er gjald- taka af flutningum há og mun hærri en gengur og gerist. Það þarf því að stíga varlega til jarðar við endurskoðun gjaldskrár í þeim tilfellum þar sem það leiðir til hækkunar,“ segir m.a. í nið- urlagi skýrslu Hagfræðistofnun- ar. Fréttaskýring | Gjaldtaka og samfélags- kostnaður af flutningum Há gjöld á strandflutning Gjaldtaka af flutningum hærri hér á landi en gengur og gerist erlendis Vöruflutningar hafa flust af sjó á land. Samanburður á ytri kostn- aði og beinni gjaldtöku  Vegagerðin og Siglingastofn- un sömdu við Hagfræðistofnun í september 2004 um að stofnunin skoðaði jöfnuð milli flutnings- þátta hér á landi. Í samningnum fólst að gerður yrði sam- anburður á beinni gjaldtöku og ytri kostnaði við flutninga og jöfnuður milli flutningsþátta greindur á þann hátt. Skýrslan, sem unnin var fyrir samgöngu- ráð og er um 100 bls. að lengd, kom út fyrir skömmu. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is  Meira á mbl.is/ítarefni AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 TALSVERÐUR erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í fyrri- nótt en mikil ölvun var í miðbæ Reykjavíkur. Flösku var kastað í afturrúðu lög- reglubifreiðar með þeim af- leiðingum að rúðan brotnaði. Lögreglan náði ekki að hafa hendur í hári gerandans. Eng- in slys urðu þó á fólki við rúðubrotið. Braut rúðu í lögreglubíl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.