Morgunblaðið - 17.04.2005, Page 16
16 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
É
g tilkynnti öllum sem
heyra vildu þegar ég
var sjö ára gamall
að ég ætlaði að
verða læknir, ég
vona að sú æsku-
ákvörðun hafi ekki
sprottið af rómantískri ímynd sem
gjarnan er dregin upp af læknum í
bókum og kvikmyndum – og þó
veit ég ekki nema að svo sé,“ segir
Sigurður Yngvi Kristinsson læknir
eilítið sposkur á svip. Blaðamaður
hitti hann að máli í fríi hans fyrir
skömmu hér á landi. Sigurður
stundar sérnám í blóðmeinafræð-
um við Karólínska háskólasjúkra-
húsið í Stokkhólmi. Í þeirri grein
læknisfræðinnar er mikil framþró-
un að sögn hans og því um spenn-
andi viðfangsefni að ræða. Sigurð-
ur hefur þegar getið sér gott orð
fyrir rösklega framgöngu í fræð-
um sínum, m.a. hefur hann nýverið
haldið fyrirlestra um rannsóknir
sem hann hefur stundað á mye-
loma, blóðsjúkdómi sem nú er mik-
ið rannsakaður.
Sigurður Yngvi er á þrítugasta
og öðru aldursári, alinn upp í
Hafnarfirði – þar er þó ekki öll
sagan sögð.
„Foreldrar mínir, Ásta Úlfars-
dóttir og Kristinn Þórir Sigurðs-
son, voru búsett í Vestmannaeyj-
um, þau voru búin að byggja sér
þar hús sem var að verða tilbúið
þegar gaus í Eyjum, mamma var
langt gengin með mig þegar við
flúðum upp á „meginlandið“ undan
gosinu – en ég fæddist 16. maí
1973. Húsið nýbyggða fór undir
hraun en faðir minn, sem hafði
verið sjómaður, gerðist smiður og
er nú húsvörður við listasafnið
Hafnarborg í Hafnarfirði, móðir
mín stundar skrifstofustörf í Hafn-
arfirði.“
Sigurður Yngvi varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1993
og lauk læknaprófi árið 2000 frá
Háskóla Íslands.
„Það komst snemma inn í huga
minn að í MR skyldi ég fara. Ég
kunni er til kom vel við það um-
hverfi og eignaðist marga góða
vini á menntaskólaárunum.
Að loknu stúdentsprófi hætti ég
á síðustu stundu við að skrá mig í
læknisfræði, hvers vegna veit ég
ekki, en skráði mig þess í stað í líf-
efnafræði. Ég las hana í eitt ár, þá
gerðist það að ég og félagi minn
frestuðum prófi í frumulíffræði og
lásum hana svo saman fyrir haust-
próf. Mér þótti hún svo leiðinleg
að ég ákvað að hætta og skrá mig í
læknisfræði.
Ekki er rétt að segja að fyrsta
misseri læknanámsins hafi verið
skemmtilegt, það var erfitt – mik-
ill lestur, en þetta hafðist. Sá hluti
námsins gerir m.a. kröfu til góðs
minnis, það vildi mér til að ég hef
alltaf haft gaman af að læra utan-
bókar. Eftir fyrstu þrjú árin í
læknisfræði, sem eru bóklegt nám,
tók við starf á sjúkrahúsi og þá
var námið verulega ánægjulegt.
Sjúkrahúsumhverfið þótt mér
strax skemmtilegt – einkum sam-
skipti við samstarfsfólkið og um-
ræður um fagið, ekki síður var at-
hyglisvert að sjá sjúkdómana
„holdi klædda“, ef svo má segja.
Sú reynsla breytti talsvert hug-
myndum mínum um læknisstarfið
– breytti ímynd þess.
Stórmerkilegt að mannslíkaminn
skuli geta gengið um!
Það kom mér á óvart að vísindin
eru ekki eins hundrað prósent og
maður hafði séð fyrir sér. Satt að
segja fannst mér um nokkurt skeið
stórmerkilegt að mannslíkaminn
skyldi geta gengið um og gert allt
sem hann gerir – að allar þær
frumur, sem hann byggist upp á
og ég var smám saman að fræðast
meira um, skyldu lúta stjórn í slík-
um mæli.
En staðreyndir tala sínu máli og
nú er ég löngu hættur slíkum pæl-
ingum.“
En hvers vegna skyldi Sigurður
hafa valið blóðmeinafræði af öllu
því sem hægt er að sérhæfa sig í
hvað snertir mannslíkamann?
„Það heillaði mig alls ekki að
gerast skurðlæknir og ákvað ég
því að snúa mér að lyflæknisfræði
og hafði strax mikinn áhuga á
blóðmeinafræði. Á aðstoðarlækn-
isárinu, er ég var við störf á Land-
spítalanum við Hringbraut, vann
ég með sérfræðingnum Brynjari
Viðarssyni sem var nýkominn úr
sérnámi sem blóðmeinafræðingur.
Hann kenndi mér á hverjum degi
sitthvað um blóðmeinafræði og
smám saman jókst áhugi minn á
þessari grein og ég fór í vaxandi
mæli að lesa mér til fyrir fyr-
irlestur næsta dags. Það er gamla
sagan; því meira sem maður kann
og því meira sem maður skilur –
því áhugaverðara verður fagið.
Fannst hún bæði
falleg og röggsamleg
Í lok ársins lá fyrir skýr sú
ákvörðun að ég myndi leggja fyrir
mig blóðmeinafræði. Árið eftir
starfaði ég að mestum hluta við
rannsókn á hárfrumuhvítblæði,
sem er afar sjaldgæf tegund hvít-
blæðis sem töluvert góðar horfur
eru yfirleitt á að lækna.
Til sérnáms varð svo Stokk-
hólmur fyrir valinu hjá mér og
kærustu minni, Sunnu Snædal,
sem einnig er læknir og er við nám
í nýrnalækningum. Hún stefnir á
námslok um svipað leyti og ég.
Við Sunna kynntumst í lækna-
deildinni. Ég man vel þegar ég sá
hana fyrst, en hún tók ekki eftir
mér þá. Hún var einu ári á undan
mér og stóð uppi á sviði og var að
tilkynna um uppákomu fyrir
læknanema. Mér fannst hún bæði
falleg og röggsamleg ung kona.
Við lásum svo oft hlið við hlið á
bókasafninu og tókum okkur
gjarnan hlé á sama tíma frá lestr-
inum, fengum okkur eitthvað í
svanginn, vöskuðum upp og lög-
uðum til á kaffistofunni. Við létum
þó ekki til skarar skríða hvað sam-
band snertir fyrr en sumarið eftir.
Við eignuðumst soninn Kristin
1998 og dótturina Kötlu árið 2001
og fórum því með tvö börn út til
Svíþjóðar til náms og starfa.
Nafnið Kristinn er ekki til í
sænsku og nafninu því gjarnan
ruglað saman við kvenmannsnafn-
ið Kristín, en strákurinn lætur sér
það í léttu rúmi liggja. Katla er
heldur ekki til sem kvenmanns-
nafn en það er hins vegar alþekkt
sem nafn á hræðilegum dreka sem
allir þekkja úr sögu Astrid Lind-
gren; Bróðir minn ljónshjarta.
Fólk horfir því tvisvar á litlu stelp-
una okkar þegar það heyrir nafn
hennar, en því finnst það ágætt
þegar það er búið að venjast því.“
Sigurður réð sig á Karólínska
sjúkrahúsið en Sunna kona hans á
Huddinge-sjúkrahúsið. Þau voru
raunar sameinuð fyrir nokkrum
mánuðum og heitir nýja stofnunin
Karólínska háskólasjúkrahúsið.
„Þessi sameining var gerð í
sparnaðarskyni,“ segir Sigurður.
„Sameiningin er enn svo ný af
nálinni að ýmsir byrjunarörðug-
leikar marka starfið, við fengum
t.d. öll nýtt netfang sem endar á
kus.se. Þá kom því miður í ljós að
kus er mjög dónalegt orð í arab-
ísku og brugðust menn á því
menningarsvæði ókvæða við þegar
þeim barst netpóstur frá starfs-
fólki Karólínska háskólasjúkra-
hússins. Það var því ekki um ann-
að að gera en fá fólki enn nýtt
netfang, hið nýja netfang er karol-
inska.se.
Það er að mörgu að hyggja við
sameiningu sem þessa, en tíminn
verður að leiða í ljós hvaða árangri
hún skilar.
Okkur Sunnu hefur líkað mjög
vel að búa í Stokkhólmi, hún er
skemmtileg blanda af stórborg og
sveit með sín vötn, grænu svæði
og íbúðarbyggð. Við förum oft út
að ganga í görðum borgarinnar,
við erum bæði algjör borgarbörn
en viljum gjarnan gerast nákomn-
ari náttúrunni. Í mars nk. ætlum
við t.d. á skíði í sænsku fjöllunum.
Meðhöndlun samkvæmt bestu
þekkingu ekki háð fjármagni
Ég hef kynnst Svíum í vinnunni
en að öðru leyti hafa samskipti föl-
skyldunnar verið mest við þann
hóp Íslendinga sem búa um þessar
mundir í Stokkhólmi. Íslendingar
eru ekki álitnir innflytjendur í Sví-
þjóð á borð við þeldökkt fólk, það
er mikill munur á viðhorf Svía til
norrænna manna og annarra út-
lendinga, þeir hafa gjarnan þel-
dökka innflytjendur í sérhverfum,
allir hafa þó jafnan rétt til heil-
brigðisþjónustu þótt mjög mikið sé
verð að spara í sænsku heilbrigð-
iskerfi. Sá sparnaður er farinn að
ganga nokkuð langt, svo langt að
læknar hika við að gefa fólki ný og
dýr lyf nema að undangenginni
mjög rækilegri athugun, það ligg-
ur við að fram fari undanúrval.
Slíkt er hræðileg þróun. Með-
höndlun samkvæmt bestu þekk-
ingu hverju sinni má aldrei vera
háð fjármagni sjúklings né heil-
brigðiskerfis.“
En hvernig skyldi Sigurði hafa
gengið í námi sínu?
„Bara vel, í almennu lyflækn-
isnámi flakkar maður á milli
deilda, fer m.a. á hjartadeild, gigt-
ardeild og nýrnadeild, en einnig er
maður á sinni heimadeild, sem í
mínu tilviki er blóðsjúkdómadeild.
Sænskan var að vísu ekki upp á
það besta hjá mér í fyrstu, þótt ég
hafi lofað yfirmanni mínum að
koma til starfa altalandi á sænsku
tungu. Sú var ekki raunin.
Fyrsta morguninn sem ég kom
til starfa reyndi ég að bjarga mér
á samblandi af íslenskuskotinni
dönsku og ensku, ég skildi ekki
sænsku. Eftir hádegi kom yfir-
maður minn og bauð mig velkom-
inn til starfa og sagði svo eitthvað
við mig á sænsku. Ég hugsaði með
mér að hann hlyti að vera að
spyrja hvernig mér liði.
Ég svaraði því: „Jag mär bra,“
sem þýðir; mér líður vel. Hann
varð mjög skrítinn á svipinn því
hann hafði spurt: „Hvað eru marg-
ir inniliggjandi á deildinni hjá
þér?“
Hann gerði sér grein fyrir að ég
skildi ekki nema fátt eitt og gekk í
burtu. Þá ákvað ég að ég skyldi
ekki tala ensku né láta neinn tala
ensku við mig. Ég lærði svo nokk-
uð fljótt læknisfræðilega sænsku
og gat spurt um helstu atriði og
skilið ýmislegt sem mér var sagt.
Eitt og annað kom þó uppá með-
an ég var að ná tökum á sænsk-
unni.
Eitt sinn lagðist t.d. inn hjá okk-
ur gömul kona sem átti við járn-
skort að stríða og var dofin í hand-
legg. Ég þurfti að skrifa beiðni til
taugalæknis vegna þessarar konu.
Ég skrifaði að 80 ára gömul kona
sé með járnskort og dofinn hand-
legg. Járn er skrifað järn en heili
er skrifað hjärn, ég skellti h-i
framan við með þeim afleiðingum
að taugalæknirinn kom hlaupandi
upp skellihlæjandi hálftíma síðar
og vildi endilega fá að sjá bæði
mig og konuna með heilaskortinn.
Tekin voru ljósrit af beiðni minni
og var henni dreift um spítalann
öllum til gamans.
Öðru sinni þurfti ég að ræða við
konu vegna rannsóknar á kviðar-
holi hennar. Hún hafði verið með
miklar eitlastækkanir og stórt
milta en ástand hennar var orðið
til muna betra. Ég settist hjá
henni glaður í bragði og sagði
henni að eitlastækkanirnar hefðu
gengið til baka og sagði svo á
sænsku að miltað væri ónýtt.
„Er það ónýtt?“ spurði konan
vantrúuð, henni hafði skilist að tíð-
indin væru góð.
„Já, bara pínulítið,“ svaraði ég.
Þá greip hjúkrunarfræðingur inn í
samtalið: „Hann meinar að miltað
sé pínulítið of stórt.“ Konunni létti
mjög.
Enn ein kona lagðist inn hjá
okkur, hún var með hita sem ekki
var vitað af hverju stafaði. Ég
skrifaði sjúkdómslýsingu hennar:
„Hún er með engin einkenni frá
lungum, ekki með niðurgang, ekki
með útbrot og á ekki í erfiðleikum
með að kyssa.“ Þarna ruglaði ég
saman einföldu i-i og ypsíloni. Með
einföldu i-i þýðir orðið þvaglát.
Þessi sjúkdómslýsing gekk um allt
sjúkrahús.
Eina sögu get ég sagt af félaga
mínum sem ekki var heldur mjög
sterkur á svellinu í sænskunni.
Hann var að útskrifa gamlan
mann. Hann ætlaði að segja við
hann: „Nú skalt þú fara heim og
safna kröftum,“ en sagði þess í
stað við hann: „Nú skalt þú fara
heim og safna vatnakröbbum“
(samla kräptor). Gamli maðurinn
spurði mjög undrandi: „Af
hverju?“
Annar vinur minn var eitt sinn
að útskýra fyrir móður sem átti
unga dóttur með bólgið hné hvers
Þekkingin færist dýpra inn
í frumur og ónæmiskerfi
Morgunblaðið/Jim Smart
Sigurður Yngvi Kristinsson segir mikla framþróun vera á sviði blóðmeinafræða.
Íslendingar sækja sérnám
sitt í læknisfræði til ýmissa
landa, margir læknar okkar
hafa t.d. fengið sérmenntun
sína í Svíþjóð. Guðrún Guð-
laugsdóttir ræddi við Sig-
urð Yngva Kristinsson
lækni sem sérhæfir sig í
blóðmeinafræðum í Stokk-
hólmi um þessar mundir og
hefur getið sér gott orð fyrir
rannsóknir sínar.
’Hún er með engin einkenni frá lungum,ekki með niðurgang, ekki með útbrot og á
ekki í erfiðleikum með að kyssa.“ Þarna
ruglaði ég saman einföldu i-i og ypsíloni.
Með einföldu i-i þýðir orðið þvaglát. Þessi
sjúkdómslýsing gekk um allt sjúkrahús. ‘