Morgunblaðið - 17.04.2005, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 17.04.2005, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 23 París í sumar frá kr. 24.310 Beint flug - tvisvar í viku Terra Nova býður beint flug til Parísar tvisvar í viku, frá 16. júní til 31. ágúst. París er ótrúlega spennandi borg, hvort sem þú vilt þræða listasöfnin, spranga um í Lat- ínuhverfinu eða njóta lífsins lystisemda. Einnig bjóðum við hótelgistingu í París og fleiri borgum. Notaðu tækifærið og bjóddu elskunni þinni til Parísar. - SPENNANDI VALKOSTUR Skógarhlíð 18, 105 Reykjavík, sími 591 9000 www.terranova.is Akureyri, sími 461 1099 Kr. 24.310 Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Netverð á mann. „hugsa marxískt“ og gæta orða okk- ar. En það lærðist. Menn þjálfuðust í klókindum í umgengni við yfirvöld. Og þetta var misjafnt eftir sviðum og viðfangsefnum. Í mínu tilviki var þetta ekki svo erfitt og sama máli gegndi um t.d. um mörg svið hagsögu. Um stjórnmálasögu gegndi öðru máli, þar urðu menn að fara afar varlega og fylgja línunni og sum svið, t.d. saga lýðveldisins Eistlands á millistríðsár- unum og sovéska hernámsins á stríðsárunum var látin ósnert. Eng- um kom til hugar að gera tillögur um slík rannsóknarefni. Búnaðarsaga, fornaldar- og miðaldasaga voru á hinn bóginn vinsæl viðfangsefni og sama máli gegndi um þjóðfræði og forn- leifafræði, sem einnig heyrðu undir sagnfræðistofnun Vísindaakademí- unnar. Ég var lengi forstöðumaður hennar og varð að hafa gát á mínu fólki og reyna að stýra því farsællega. Til sagnfræðistofnunarinnar töldust yfirleitt um tvö hundruð manns og maður varð alltaf að vera á varðbergi. Allir voru hins vegar klókir, kunnu á kerfið og aldrei kom til alvarlegra árekstra, þótt vissulega gæti menn greint á um eitt og annað. Það reynd- um við alltaf að leysa í kyrrþey, án þess að ágreiningur kæmist í hámæli og oftast tókst það. Og eitt var betra á þessum tíma en síðar: við höfðum nóga peninga. Þeg- ar stjórn Akademíunnar hafði sam- þykkt verkefni var ætíð séð til þess að nægir fjármunir væru veittir til þess, fræðimennirnir þurftu ekki að hafa áhyggjur af því og öll áhersla var lögð á gæði ritgerða, t.d. doktorsritgerða. Ekki skipti öllu máli hvort rannsókn tók nokkrum mánuðum lengri eða skemmri tíma. Nú er þetta gjör- breytt. Nú verða menn að standa í ei- lífu harki og styrkumsóknum, sem taka mikinn tíma og eru sálardrep- andi. Mikil áhersla er nú lögð á að út- skrifa sem flesta kandídata og dokt- ora og ég held að það komi a.m.k. stundum niður á gæðum rannsóknar- verka. Engu að síður vildi ég ekki snúa aftur til gamla kerfisins. Þá lifði maður í raun í stöðugum ótta, vissi aldrei hvað morgundagurinn bæri í skauti sér. Nú erum við sjálfstæð, getum valið okkur hvaða viðfangsefni sem er, þurfum ekki að óttast afskipti yfirvalda, og eins og þú veist hef ég skrifað mikið um utanríkismál að undanförnu. Það var nánast ómögu- legt á sovéttímanum, a.m.k. ef maður ætlaði að skrifa eitthvað af skynsam- legu viti.“ Skylda að vitna í Marx og Lenín Þegar sýningin á verkum þínum var opnuð í háskólabókasafninu á dögunum veitti ég því athygli, að í elstu greinum þínum var fyrsta til- vitnun alltaf í verk Leníns eða Marx. Var það skylda? „Já, allir urðu að hafa slíkar tilvitn- anir, þótt þær væru í flestum tilvikum merkingarlausar. Það vissu auðvitað allir, en þetta var hluti af klókindun- um, sem ég nefndi áðan.“ Þú varst gerður að heiðursborgara í Tallinn, aðallega fyrir að ná skjala- safninu frá Þýskalandi. Hvernig fórstu að því? „Það er löng saga. Sem ungur nem- andi í sagnfræði saknaði ég safnsins, þótt ég hefði vitaskuld aldrei kynnst því. En kennarar mínir og eldri starfsbræður töluðu margir um það með miklum söknuði og sögðu stund- um, að án skjalasafnsins væru rann- sóknir á sögu Tallinn og Eistlands á fyrri öldum marklitlar. Svo gerðist það árið 1978 að ég fékk styrk til rannsókna í Vestur-Þýskalandi. Þá leit ég þetta djásn heimaborgar minn- ar fyrst augum. Það átti hvergi heima nema í Tallinn og ég hét sjálfum mér því að leggja mitt af mörkum til að fá það heim. Ég leitaði liðsinnis þýskra sagnfræðinga, sem þótti jafn sárt að vita þýsku miðaldasöfnin í Moskvu. Þá fæddist smám saman hugmyndin um að reyna að koma á gagnkvæmum skiptum. Í kjölfarið hafði ég samband við sovéska sendiráðið í Bonn og með endalausu nuddi tókst að koma af stað viðræðum á milli Sovétmanna og Þjóðverja um skipti á skjölum, sem skipt höfðu um „eigendur“ á stríðs- árunum. Þær viðræður voru erfiðar og langdregnar og oft munaði litlu að upp úr slitnaði. Báðir aðilar voru hins vegar áfram um að bæta samskipti ríkjanna og þar gátu svona mál skipt svo óendanlega miklu máli. Þá er ég viss um, að það varð okkar málstað til framdráttar, að vestur-þýsk stjórn- völd töldu sig með réttu ekki bera ábyrgð á gjörðum nasista og vildu gjarnan bæta fyrir misgerðir þeirra. Í Moskvu vissu menn á hinn bóginn ekki alveg hvað þeir ættu að gera við þýsku skjalasöfnin. Þau voru ekki mikið notuð og fáir aðrir en Þjóðverj- ar og sérfræðingar í sögu Hansasam- bandsins höfðu áhuga á þeim. Þýskir sagnfræðingar höfðu á hinn bóginn mikið gagn af Tallinnsafninu. Samningaviðræðunum lauk í júní 1989 er Hans Dietrich Genscher utan- ríkisráðherra Vestur-Þýskalands og Edvard Schevardnaze utanríkisráð- herra Sovétríkjanna gáfu út sameig- inlega yfirlýsingu um skipti á skjala- söfnunum. Þá var eftirleikurinn auðveldur og ekki annað eftir en að pakka skjölunum niður og flytja þau. Nú væri sennilega útilokað að koma á slíkum samningum, enda samskipti Eistlands og Sovétríkjanna heldur stirð um þessar mundir. Það má því segja að við höfum náð málinu í höfn á síðustu stundu.“ Nú ertu orðinn sjötugur og ferð senn á eftirlaun. Hvað tekur þá við? „Ég þarf ekki að kvíða verkefna- skorti. Verkefnin bíða í hrönnum. Ég er með bækur og greinar í smíðum og tek virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi. Því held ég áfram og á næstu mán- uðum verð ég mikið á ferð og flugi en vonast til að fá meiri tíma til skrifta með haustinu. Starfsævi mín hefur verið eitt samfellt ævintýr og vonandi held ég heilsu og kröftum til að halda áfram rannsóknum og skriftum. Þær eru mér ástríða ekki síður en at- vinna.“ Höfundur er sagnfræðingur. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.