Morgunblaðið - 17.04.2005, Page 24

Morgunblaðið - 17.04.2005, Page 24
24 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Snemma morguns 9. ágúst,1982 barst okkur skeyti frádr. Louis Rey, sem varstaddur á skipinu Mermoznorður við Svalbarða. Þennan ágæta mann höfðum við lengi þekkt af ýmsu merkilegu fram- taki. Hafði Sigrún kynnst honum, þegar hún starfaði á franska sendi- ráðinu. Var Rey þá oft á ferð norður til Grænlands í einkaþotu sinni, og þurfti þá að hafa viðkomu á Íslandi. Ég sat ásamt honum í stjórn Heim- skautanefndar, sem hafði aðsetur í Mónakó, og var Rainier III fursti verndari stofnunarinnar (sjá síðar um nefndina). Nú var Louis Rey sem sagt stadd- ur á skemmtiferðaskipi norður við Bjarnarey og hringdi hann þaðan. Sagðist hann vera þar á ferð með Rainier fursta, konu hans, börnum og fylgdarliði. Tjáði hann sig vera að fylgja þessu fólki um heim- skautasvæði. Hefði verið siglt frá Frakklandi upp með strönd Noregs, allt að Svalbarða og síðan væri ætlun farþega að skoða Jan Majen, Græn- land og Ísland. Bað hann okkur að skipuleggja ferð fyrir fjölskyldu Rainiers fursta, þegar skipið kæmi til Reykjavíkur. Ég sagði honum, að við myndum annast þessa fyrirgreiðslu, og bjóða til hádegisverðar, í laxveiði, til verslunarferðar og í skoðunarferð. Síðan fengum við telex frá honum á skipinu þess efnis, að furstahjónin þæðu boð okkar með þökkum. Sagði hann þar, að skipið myndi leggjast að bryggju í Reykjavík á laugardegi 14. ágúst, en daginn eftir þann 15. væri ætlunin að skoða landið, helst fara á laxveiðar, en einnig sjá Þingvelli og skoða Gullfoss og Geysi. Enn barst frá honum telex 12. ágúst. Þar taldi hann upp þátttak- endur í ferðinni: Voru þar efst á blaði furstahjónin Rainier III og Grace Kelly prinsessa, börn þeirra Albert krónprins og Carolina prinsessa. Með í förinni var einnig Louis de Polignac frændi furstans og síðan einkaritarinn Raymond Biancheri ásamt tveimur amerískum vinkonum furstafrúarinnar. Hétu þær frú Grey og frú Dale. Þá yrði einnig að telja með þau hjónin Monique og Louis Rey, sem höfðu veg og vanda af heimskautaförinni, og síðan myndum við Sigrún fylgja þeim. Væri þetta því tólf manna hópur. Naumur tími til undirbúnings Íslandsheimsóknar Upphófst nú mikill undirbúningur af okkar hálfu, og vorum við í sam- bandi við Ólaf Egilsson í utanrík- isráðuneytinu, sem þurfti að vita um komu furstahjónanna til landsins. Þegar skipið Mermoz var að sigla frá Jan Majen áleiðis til Íslands, lenti það í þéttum ísfláka, og varð skip- stjóri að sigla því austur með landi í stað þess að koma að landinu vest- anverðu. Seinkaði þetta komu skips- ins til Reykjavíkur um sex klukku- stundir og breyttist við það öll áætlun farþega. Hafði verið ætlunin að koma árla morguns á laugardegi, 14. ágúst til Reykjavíkur og fljúga með fursta- hjónin til Grænlands á þeim degi. Nú varð að fella niður þá ferð. Vildu furstahjónin einnig heldur verja sunnudeginum á Íslandi heldur en að fara á þeim degi í flug til Grænlands. Allt þetta var afráðið í skeytum og viðtölum, sem fóru á milli þeirra á skipsfjöl og okkar hér í landi. Dagana 10. og 11. ágúst höfðum við Sigrún byrjað að gera ýmsar athug- anir á farartækjum, útbúnaði, leið- um, veiðimöguleikum og matföngum fyrir útimáltíð. Hafði furstafrúin látið í ljós sérstakan áhuga á „lautarferð“, en vildi síður setjast inn á hótel eða matsölustað. Til greina kom að halda upp í Borgarfjörð og veiða í Norðurá við Laxfoss eða jafnvel að fá að renna í Soginu á leið frá Geysi. Þar sem furstinn vildi skoða Þingvelli lá samt einna beinast við að aka um Kjósina og fá að renna í Laxá. Varð úr, að ég ræddi við Pál Jónsson í Pólaris, sem hafði Laxá í Kjós á leigu. Var hann fús til þess, að leyfa furstanum að renna í ána fyrri hluta sunnudags, 15. ágústmánaðar. Ræddi ég síðan við Þórólf Halldórsson, sem þá var nem- andi í lögfræði, en var þaulkunnugur ánni. Bað ég hann um að vera leið- sögumaður furstans við þessar veið- ar. Þá var rætt við hótelstjóra á Sögu um að útvega þjón, og varð Sveinn Sveinsson veitingamaður fyrir valinu. Eftir að hafa spurst fyrir um mat- argerð á veitingastöðum eða kaup á tilbúnum mat, ákvað Sigrún að sjá sjálf um framreiðslu á kosti okkar í lautarferðina. Þá upphófst leit að hentugum far- kosti. Utanríkisráðuneytið bauð af- not af þremur sex manna bílum, en furstinn vildi heldur láta alla vera í sama bílnum. Úr ráði var, að við völd- um 26 manna ferðabíl frá Guðmundi Jónassyni. Var bílstjóri hans Guð- mundur Gunnarsson sonarsonur Guðmundar eldri, ágætlega lipur piltur. Við fengum að skoða bílinn, og kanna sæti og aðkomu í bílinn. Leist okkur vel á vagninn. Næst þurfti að útvega borð og stóla. Fór Sigrún um bæinn og leitaði að léttum tjald húsgögnum. Að því loknu fórum við í húsgagnaversl- unina Bláskóga, sem seldi garðborð. Keyptum við fimm tréborð og tólf létta tréstóla, sem fella mátti saman. Við höfðum látið setja lax í reyk. Síðan keyptum við nýjan lax frá Kollafirði, rækjur, hörpudisk, grá- sleppuhrogn, murtu og hákarl. Sigrún annaðist matartilbúning og tók til borðbúnað. Ég ræddi við Geysisnefnd um hve- nær ætlað væri að setja sápu í hver- inn. Þá gerði ég tímaáætlun í samráði við Gunnar Guðmundsson bílaeig- anda. Við Ólafur Egilsson ræddum síðan um löggæslu og ýmislegt í sam- bandi við komu skipsins á laugardegi, því hann og franski sendiherrann ætluðu að fara um borð og heilsa furstafjölskyldunni og bjóða þau vel- komin til landsins. Þá kom okkur saman um að tala við blaðamenn og biðja þá um að vera ekki of aðgangsharða í myndatökum. Buðum við þeim að taka myndir við Árbæjarsafn og í upphafi veiða við Laxá og jafnvel við Gullfoss og Geysi. Ég átti síðan viðtal við Árna Sig- urjónsson hjá Útlendingaeftirlitinu og við lögreglu um löggæslu. Var mér tjáð, að lögreglubílar myndu fylgja á ferðum okkar. Því næst hringdi forsetaritari Hall- dór Reynisson til okkar og sagði, að bíll forseta stæði til boða til flutnings furstahjónanna frá skipi. bæði í inn- kaupaferð þeirra og skoðun borg- arinnar á laugardegi og til flutnings að Bessastöðum. Allt var þetta undirbúið á þessum fáu dögum 9.–13. ágúst. Hafði verið í mörg horn að líta. Sveinn veit- ingamaður kom til okkar og Sigrún sýndi honum, hvaða mat hún hafði til- reitt og hvernig hann gæti borið mat- inn fram. Röðuðu þau diskum og föt- um á borð, til þess að sjá hvernig mætti koma þessu fyrir á vænt- anlegum áningarstað. Síðan skipu- lögðu þau borðhaldið. Fengum við nú ágætt tjald hjá bílstjóra, sem hægt væri að nota, ef aðstæður breyttust með veður eða aðrar uppákomur yrðu. Annars var ætlunin, að við fær- um að Þingvöllum. og þaðan í átt að Geysi yfir Lyngdalsheiði. Væri þá unnt að snæða hádegisverð í hell- inum á Laugardalsvöllum. Að morgni 14. ágústs lagði Sigrún síðustu hönd á matreiðsluna og við fórum yfir skipulagið. Kvöldið áður hafði ég átt tal við Þórólf leiðsögu- mann við veiðarnar. Var hann ekki nógu ánægður með veiðisvæðið fyrir furstann, taldi meiri veiðivon ofar í ánni, en að vísu fallegra við fossinn. Skipið lagðist ekki við Sundahöfn fyrr en kl 16 þennan laugardag 14. ágústmánaðar og skömmu síðar hringdi Louis Rey og ræddi um áætl- un okkar. Við höfðum fengið boðs- kort um að koma til kvöldverðar að Bessastöðum klukkan 20 þetta kvöld. Ræddu mislitt fé og Galapagos-eyjar Þangað hafði frú Vigdís Finn- bogadóttir boðið leiðandi mönnum þjóðarinnar þeirrar stundar. Þar voru hjónin Vala og Gunnar Thor- oddsen, Brynhildur og Albert Guð- mundsson, frú Halldóra og Kristján Eldjárn, Sara og Hörður Helgason, Ólafur Egilsson og fleiri íslenskir gestir, frönsku sendiherrahjónin, Monique og Louis Rey, skipherrann af Mermoz og við Sigrún. Sat Sigrún á milli skipstjórans og Louis Rey við borðið, og bað hún skipstjórann að fresta brottför um nokkra tíma, því viðdvölin væri of naum fyrir fursta- fólkið. Fylgdist Carolina með þeim samræðum og studdi tillöguna. Ég fékk heiðurinn af að sitja hjá Caro- linu prinsessu. Ræddum við fyrst um siglingu Alberts langafa hennar um Norðurhöf og til Svalbarða, en þau höfðu nú þrætt svipaðar leiðir. Á korti við hennar disk stóð Yðar há- göfgi. Vildi hún að vonum fá að vita hvað það þýddi. Næst ræddi hún um verslunarferð þeirra og lopapeysu, sem hún hafði keypt. Gat hún þess hve snjallt væri að eiga hér á landi svona náttúrulega mislitt fé. Flestar þjóðir hefðu glatað sínu litakyni. Hún hafði verið á Galapagos-eyjum, sem henni var ljúft að spjalla um. Var hún mjög alúðleg og fjörleg í samræðum. Eftir mat var gengið inn í fremri salinn, og rætt þar saman um tíma, þar til komið var fram yfir miðnætti. Fór fjölskyldan þá í stjórnarbíl til skips, en við Sigrún héldum heim. Var nú reynt að hvílast, en brátt var barið að dyrum, og þar var kom- inn bílstjóri með tvær Svartadauða- flöskur. Hafði Vala Thoroddsen heyrt það á tali Polignacs prins, að honum hefði þótt gott að bragða á snapsinum í Noregi, og vildi hún endilega leggja þetta til lautarferð- arinnar, svo ljúfara yrði að skola nið- ur hákarlinum. Á sunnudagsmorgni hins 15. ágústmánaðar var Sigrún árla á fót- um, til þess að leggja síðustu hönd á matreiðsluna og koma nestinu fyrir í kössum. Bíllinn frá Guðmundi Jón- assyni kom svo klukkan 7:30, og bar Guðmundur Gunnarsson út stóla og borð og síðan drykkjarföng, mat og annan farangur. Skömmu seinna mætti Sveinn Sveinsson veit- ingamaður, sem fylgdist með okkur fyrri hluta dagsins. Var ekið yfir að Sundahöfn og komið að skipinu, Mermoz kl. 8. Þar stigu gestir inn í bílinn og var ekið í austur úr bænum og upp með gömlu rafstöðinni að Árbæ. Þar við safnið tók Nanna Hermannsson safnstjóri á móti okkur og sýndi gestum safnið. Var farið inn í gamla Árbæjarhúsið, og þótti gestum gaman að skoða bæ- inn, einkum hlóðaeldhúsið. Ljós- myndarar blaðanna voru þar mjög á eftir gestum. Þaðan var haldið, sem leið liggur um Kjalarnes og upp í Kjós. Hjá veiðihúsinu við Laxá hittum við Pál G. Jónsson forstjóra, sem hafði ána á leigu. Þar var einnig Þórólfur Hall- dórsson laganemi, sem ætlaði að að- stoða við veiðarnar. Við höfðum Rainier fursti frá Mónakó í heimsókn til Íslands Grace Kelly, Rainier og Albert í Reykjavík. Albert, Rainier, Carolina og Grace Kelly á Bessastöðum. Rainier fursti af Mónakó var borinn til grafar á föstu- dag og lagður til hinstu hvílu við hlið Grace, konu sinnar. Þau hjón komu hingað til lands 1982, árið sem Grace lést í bílslysi. Sturla Friðriksson var með- al þeirra, sem tóku á móti hjónunum, og segir hér frá heimsókninni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.