Morgunblaðið - 17.04.2005, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Fréttir
í tölvupósti
Þrír veiðimenn koma gang-andi upp frá Ásgarðsbreiðuí Soginu og vaða ökkladjúp-an snjó. Þeir eru kapp-
klæddir en sólin hefur fundið sér
leið milli skýja og ægibirta endur-
kastast af hvítu landinu. Það hlýtur
samt að vera sex, sjö stiga hiti
þennan sunnudag og flugnasveimur
fylgir veiðimönnunum frá ánni. Þeir
halda á veiðistöngum og hver með
sinn fiskinn, tvo væna sjóbirtinga
og eina bleikju. Þetta eru Valur
Ketilsson og frændur hans Ólafur
og Björn Björnssynir. Þeir eru
hluti frændahóps sem kalla sig
Hafnamenn; þessa helgina leigðu
þeir allar stangirnar fyrir landi Ás-
garðs og Bíldsfells og voru að
spreyta sig í vorveiðinni, níu sam-
an.
Systkinasynir úr Höfnum
„Fiskurinn fór að taka um leið og
sólin sýndi sig,“ segja þeir. „Hann
tók svartan nobbler og Köttinn. Og
þar var mikið komið í fluguna, ekki
beint tökur en smá högg.“ Þeir
segja frá frænda sem stóð gegnt
þeim um morguninn, vestan við
ána. Sá setti Mýsluna undir og fékk
góðan fisk til að taka. „Hann var
meira uppúr en ofaní!“ segja þeir af
þeirri viðureign.
Frændurnir stefna nú á veiðihús-
ið við veiðistaðinn Gíbraltar, enda
kaldir eftir að standa í vatninu allan
morguninn. Það er þungfært að
húsinu en þegar frændurnir safnast
saman á pallinum, segja sögur af
veiðiskapnum og njóta dýrlegs út-
sýnisins þyrpast flugurnar að.
Þetta eru aðrar aðstæður en dag-
inn áður, þá var hvasst og skítkalt,
segja þeir, enda aflinn rýr; einn
merktur niðurgöngulax, sem tekinn
var í þágu vísindanna.
Þeir frændur eru í fyrsta skipti í
vorveiði í Soginu en einhverjir hafa
komið hingað í laxveiði. Nú koma
síðustu þrír frændurnir í hús, einn
leggur ágæta bleikju hjá öðrum
fiskum sem komu upp um morg-
uninn og segir „Þetta er fallegur
dagur – en rooosalega var mikill
snjór í morgun! Og vatnið er hrika-
lega kalt. Maður getur ekki verið
lengi ofan í í einu.“
„Það var svolítil spæling að sjá
snjóinn hérna þegar við komum, en
við erum búnir að djöflast áfram og
berja vatnið: það er ekkert gefið
eftir,“ segir Valur.
Veiðifélagarnir eru allir í sams-
konar svörtum flíspeysum og með
húfur í stíl; á flíkunum er merki
Hafnamanna. „Við erum systkina-
synir, ættaðir úr Höfnum, og höfum
veitt saman frá 1994,“ segir Valur.
„Við höfum farið víða. Verið í Stóru
Laxá, á silungasvæðinu í Vatnsdal, í
Vatnsá – en aðallega í Langá. Þar
höfum við verið með þrjá heila daga
í ágústlok síðustu sjö árin. Svo
reynum við að fara styttri túra;
stundum förum við dag og dag í
Rangárnar, hluti af hópnum. Nú
langaði okkur að prófa silunginn
hérna.“
Venjulega skipa tólf hópinn og
allir mæta í laxveiðina í Langá.
„Þar hefur verið mikið fjör – og
mikil veiði undanfarin ár. Við erum
með allar stangirnar og bjóðum
öðrum tólf Suðurnesjamönnum með
okkur. Ef einhver dettur út er lagt
fyrir nefnd hver fær að koma með.
200 laxa veiði
Áin hefur verið að gefa gríðar-
lega vel hjá Ingva Hrafni síðustu
árin. Hvað náðum við aftur mörgum
löxum í fyrra, 198?“ kallar Valur til
frænda sinna sem sitja inni í húsi og
drekka kaffi. „Þeir voru alveg um
200. Þetta var besta ferðin okkar,
við verstu vatnsskilyrðin.“
Er það þetta mikla magn af laxi
sem heillar við Langá?
„Aðbúnaðurinn er einstaklega
góður og þetta er mjög skemmtileg
á. Tæplega 100 veiðistaðir af öllum
gerðum. Fjallið er allt inni á þess-
um tíma og við erum líka að veiða
niður á neðstu veiðistaði.“
Valur segja þá frændur standa
stíft við. „Menn fara nú fyrr að sofa
og vakna fyrr,“ segir hann. „Þetta
er farið að snúast um fiskinn núna!“
skýtur einn frændinn inn í samtalið.
Valur segir mannskapinn hafa
lært mikið á þessum árum, aðeins
tveir eða þrír voru vanir veiðum
þegar þeir byrjuðu. „Nú hefur
færnin aukist og fleiri að flytjast yf-
ir í fluguna.“
Eru allir komnir með delluna?
„Ég held það sé óhætt að segja
það. Dellustimpillinn er kominn á
okkur flesta. Það má greina það á
stemningunni dagana fyrir veiði-
túra.“
Þeir ætla að halda tryggð við
Langá meðan veiðist svona vel.
„Við erum búnir að koma að
henni við allar aðstæður. Við höfum
veitt hana sem beljandi fljót og sem
allt að því sprænu. Þá læra menn á
veiðistaðina og prófa nýja.“
Nú eru menn að ljúka við hress-
inguna, blíðviðrið kallar og áin
freistar manna. Þeir klæða sig aftur
í vöðlur og hlífðarfatnaðinn. „Nú er
að koma þeim fisklausu í fisk,“ seg-
ir Valur. „Hafnamenn eru ekki van-
ir að fara fisklausir heim.“
Vaðið yfir tökustaði
En voru þeir með ábendingar um
hvar von væri á fiski í Soginu eða
óðu þeir bara útí og byrjuðu að
kasta?
„Við renndum blint í sjóinn. Yf-
irleitt eru samt einhverjir búnir að
kynna sér aðstæður, lesa sér til og
spyrjast fyrir. Við höfðum samt
ekkert haldbært um það hvar sil-
ungurinn lægi, lásum bara veiði-
bækurnar hér og fikruðum okkur
áfram. Við erum búnir að fá bleikju,
sjóbirting og niðurgöngulax, nánast
alla flóruna, við þessar erfiðu að-
stæður.“
Einn frændinn sem er að klæða
sig aftur í þykkar vöðlurnar, heyrir
til hans og segir: „Það er samt
frumskilyrði að vaða ekki yfir bestu
tökustaðina, eins og gerðist í morg-
un.“
„Jújú,“ segir annar. „Það virkar
vel í svona kulda. Það vekur fiskinn
bara!“
STANGVEIÐI | VEITT MEÐ VALI KETILSSYNI
Fiskurinn vakinn
Morgunblaðið/Einar Falur
Frændurnir Hafnamenn rýna í flugubox á snjóbjörtum degi við Sogið.
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Í dag er veitt í
Soginu með Vali
Ketilssyni og
frændunum sem
kalla sig Hafna-
menn. Valur, sem
er Keflvíkingur,
hefur síðustu þrjú
árin verið skrif-
stofustjóri hjá
flugmálastjórn á
Keflavíkurflugvelli.
„Tengdapabbi minn, Hilmar Þór-
arinsson heitinn, dró mig með sér í
veiði fyrir einum átján árum, kenndi
mér handbrögðin og þá varð ekki
aftur snúið,“ segir Valur. „Golfdellan
hefur á síðustu árum verið að víkja
fyrir veiðibakteríunni; ég verð að við-
urkenna að ég er heltekinn af veiði-
áhuga.“
Golfið víkur
fyrir veiðinni
Valur Ketilsson
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
Góð heilsa gulli betri