Morgunblaðið - 17.04.2005, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 29
FRÉTTIR
Sigrún Stella Einarsdóttir lögg. fasteignasali
GSM 824 0610
*Skv. lögum nr. 99/2004.
Úr 1. mgr. 1. gr. Þeim einum er heimilt að hafa milligöngu um kaup, sölu eða skipti á fasteignum eða
skráningarskyldum skipum fyrir aðra sem hafa til þess löggildingu dómsmálaráðherra.“
Kaup og sala fasteigna
Ráðgjöf á sviði fasteignaviðskipta
Gerðu kröfu um þjónustu löggilts fasteignasala frá upphafi
til enda þinna viðskipta.*
Sigrún Stella Einarsdóttir, löggiltur fasteignasali,
veitir þér ráðgjöf og þjónustu við alla þætti fasteignaviðskipta.
Hún fylgir þínum málum eftir frá upphafi til enda.
● Hún skoðar eignina og verðmetur
● Hún aflar allra gagna varðandi eignina
● Hún tekur niður tilboð í eignina
● Hún aðstoðar kaupanda eignarinnar og veitir honum alla þá ráðgjöf sem hann þarf
● Hún sér sjálf um kaupsamning og afsal vegna sölunnar
● Hún er sjálf til aðstoðar ef vanefndir eða gallamál koma upp
Hafðu þín fasteignaviðskipti á einni hendi.
Það er öruggara.
Sími 588 5530
Berg fasteignasala, Háaleitisbraut 58
Sími 588 5530 - Fax 588 5540
Netfang: berg@berg.is
Heimasíða: www.berg.is
Opið virka daga frá kl. 9-18
Kópavogur | Þessar sex stúlkur í
Kópavogi söfnuðu samtals 18.781
krónu sem þær afhentu Kópavogs-
deild Rauða krossins sem hefur
komið söfnunarfénu áleiðis í hjálp-
arsjóð Rauða kross Íslands til styrkt-
ar hjálparstarfi erlendis. Vinkon-
urnar Dagbjört Silja Bjarnadóttir og
Harpa Hrönn Stefánsdóttir fengu
hugmyndina að söfnuninni þegar
þær fundu tóma öskju á víðavangi
og ákváðu að safna í hana peningum
til styrktar hjálparstarfi. Dagbjört
Rós Jónsdóttir slóst í lið með þeim
og þær söfnuðu samtals 10.976 kr.
Stelpurnar eru allar í 5. bekk í Kárs-
nesskóla.
Áhuginn smitaði út frá sér og
þrjár vinkonur stelpnanna ákváðu
einnig að safna, Álfrún Kolbrún-
ardóttir, Helga Jóna Gylfadóttir
Hansen og Stefanía Ósk Hjálm-
arsdóttir, 9 og 10 ára nemendur í
Kópavogsskóla, söfnuðu alls 7.805
kr.
Stúlkurnar ætla allar að halda
áfram að safna og sögðust áforma
að halda tombólu hið fyrsta.
Söfnuðu peningum til
hjálparstarfs RKÍ
Dagbjört Rós, Harpa Hrönn og Dagbjört Silja.
Stefanía, Álfrún og Helga Jóna.
NÖFN vinningshafa í ferm-
ingarleik Smáralindar og
BT voru dregin út 7. apríl sl.
Fjöldi fermingarbarna tók
þátt í leiknum á heimasíðu
Smáralindar með því að fylla
út sinn óskalista úr Ferm-
ingargjafahandbók Smára-
lindar. Sú sem vann að-
alvinninginn, Intel
Pentium-fartölvu frá BT að
verðmæti tæplega tvö
hundruð þúsund króna, heit-
ir Urður Dís Árnadóttir og
fermdist hún í Hallgríms-
kirkju 3. apríl sl. Nöfn vinn-
ingshafa aukavinninga, tíu fimm þúsund króna gjafakorta í Smáralind, má
sjá á heimasíðu Smáralindar, www.smaralind.is.
Á myndinni eru Jane María Sigurðardóttir, markaðsfulltrúi Smáralindar,
og vinningshafinn Urður Dís Árnadóttir.
Vann fartölvu
í fermingarleik
FJÁRÞÖRF Geo Theme verkefn-
isins er meiri en svo að henni verði
mætt með ráðstöfunarfé ríkisstjórn-
arinnar, að því er aðstandendum
verkefnisins hefur verið tilkynnt.
Um er að ræða íslenskan hugbúnað
sem gæti sagt fyrir jarðskjálfta,
eldgos og viðlíka atburði. Aðstand-
endur Geo Theme meta fjárþörf
verkefnisins um 12 milljónir króna.
Leitað var til forsætisráðuneyt-
isins eftir styrk en vegna umfangs
verkefnisins var aðstandendum
bent á að það þyrfti að fara í gegn-
um fjárlagaferlið. Var í því sam-
bandi bent á að leita ásjár hjá iðn-
aðarráðuneyti eða umhverfisráðu-
neyti.
Að sögn Guðbergs K. Jónssonar,
eins aðstandenda Geo Theme, er
hætt við að þetta tefji verkefnið og
því sé hætt við að forskot sem náðst
hefur á erlenda keppinauta glatist.
Höfundur Theme hugbúnaðarins
er Magnús S. Magnússon, forstöðu-
maður rannsóknastofu um mann-
legt atferli við Háskóla Íslands.
Theme hefur verið í þróun í 30 ár
og hefur verið markaðssett í um 70
löndum. Árið 1996 hófst samstarf
Jarðeðlisfræðistofu HÍ, Veðurstof-
unnar, Rannsóknastofu um mann-
legt atferli og Atferlisgreiningar hf.
þar sem hugbúnaðinum var beitt á
jarðskjálftagögn. Fyrstu tilraunir
þóttu gefa góða raun.
Geo Theme
fær ekki styrk