Morgunblaðið - 17.04.2005, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 17.04.2005, Qupperneq 31
mikilfenglegasta sem gríðarlegt aðstreymi fólks er til vitnis um, langar biðraðir alla daga þrátt fyr- ir að innlitið kosti nokkuð á annað hundrað krónur danskar á mann. Ákvað strax að láta það bíða betri tíma þrátt fyrir að þurfa naumast að hafa áhyggjur af biðröðinni, þvagan inni ekki fýsilegur kostur og nóg annað og áhugavert fram- undan næstu daga. Mikilvægustu viðburð-irnir um þessar mund-ir voru sem oftar áLouisiana og Örkinni, í fyrra fallinu er um að ræða mikla yfirlitssýningu á verkum þýska listamannsins Gerhard Richter f. 1932, (til 29. maí), en seinna fallinu gott yfirlit á list Fernands Léger (1881–1955), sem var einn af stóru módernistunum (til 16. maí). Af þeim báðum á ég eftir að víkja nánar, hvenær sem það verður, en í stuttu máli er um miklar and- stæður að ræða, Léger hreinn og klár módernisti og trúr sínum mörkuðu stílbrögðum frá upphafi til loka, en Richter sprengdi hér öll mörk. Eitthvað í líkingu við Picabia og Hélion fyrrum sem fyrir vikið voru settir út af sakrament- inu af félögum sínum og kenn- ingasmiðum tímanna, voru þó ein- ungis útskúfaðir fyrir að mála bæði hlutlægt og óhlutlægt. Richter hins vegar gekk enn lengra en þeir báð- ir til samans, en þetta leyfðist hon- um og hefur meira að segja gert hann að einum af stórstjörnum tímanna. Tímarnir aðrir og við- horfin önnur en þó einkum mark- aðssetningin, með rétt sambönd og heimsþekkt gallerí í bakhöndinni ásamt ótakmörkuðu peningaflæði virðist allt hægt. Annað mál að um drjúgan listamann er að ræða þótt áhrifameðölin sem hann notar fari í taugarnar á þeim sem dýrka hreina fleti. Það gerði Léger nú einmitt og skemmtileg er sagan af því er málarinn þá búsettur í New York, var á tali við vin sinn 1941. Maðurinn varð rauður, gulur, grænn og blár á meðan á samtalinu stóð, allt eftir því hvernig ljósin frá auglýsingaskiltum í nágrenninu flæddu yfir hann. Kviknaði þá á perunni hjá Léger sem yfirfærði þessi áhrif í málverk sín og er skýrt dæmi þess hvernig tíminn þrengir sér inn í hugarheim lista- manna. Mörgum ágætum sýn- ingum var að ljúka um páskana, en af þeim náði ég einungis í skottið á yfirliti á verkum Léons Kossoff 1954–2003 á Louisiana og sýningu norrænna vatnslitamálara (akva- rellista) á Kastrupgaard. Kossof er mjög mikilsmetinn í heimalandi sínu Englandi, en seint myndu Ís- lendingar viðurkenna hina einhæfu og klístruðu litameðferð sem er helsta einkenni málverka hans. Fór illu heilli framhjá mér að sýningin Island-Sagaøen á Sophienholm var opin fram á annan páskadag og krossbrá er ég uppgötvaði það, hélt að henni hafi lokið helgina áð- ur, en hún gistir Hafnarborg um þessar mundir, allur samanburður fyrir bí. Tryggvi Ólafsson og Gerð- ur spúsa hans voru með mér á Kastrupgaard og urðum við öll fyr- ir vonbrigðum. Líkt og um Vorsýn- inguna, sendir gífurlegur fjöldi inn myndir til dómnefndar sem vinsar úr þeim og er hér um enn strang- ari og stigsbundnari myndskoðun að ræða. Enginn fær komið því inn hjá mér að Norðrið eigi ekki betri vatnslitamálara en það sem við okkur blasti og útkoman verður líkast til að skrifast á reikning dómnefndar. Einungis einn Íslend- ingur komst í gegnum nálaraugað að þessu sinni sem var Ólöf Kjar- an, og framlag hennar hvorki betra né lakara en annarra. Nokkurt slangur af fólki var í sölunum og skoðaði vel og af áhuga, þó merki- legast að sýningarskráin/katalógan var með öllu uppseld, sem maður verður sjaldan vitni að á slíkum framkvæmdum. Auðvitað var ég snöggur á vettvang varðandi við- burðinn á Listiðnaðarsafninu á Bredgade, rýndi vel og lengi í verk Íslendinganna og tilefni að fjalla sérstaklega hér um. Sýningin nefnilega í senn hrifmikil og gædd drjúgum myndrænum þokka. (Framhald) MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 31 Lifun hefur fest sig í sessi sem nýstárlegt tímarit Blaðið er unnið á faglegan hátt þar sem samspil fallegra mynda og áhugaverðra uppskrifta opnar auglýsendum nýja leið að mikilvægum markhópi. Lesendum Lifunar hefur fjölgað jafnt og þétt og er það nú mest lesna tímarit um heimili og hönnun á landsvísu. skv. Fjölmiðlakönnun Gallup frá því í október 2004. Lifun verður dreift með laugardagsblaðinu í 60.000eintökum níu sinnum á árinu og mun þriðja tölublaðið koma út 23. apríl næstkomandi. Panta þarf auglýsingar fyrir kl. 16 miðvikudaginn 20. apríl Umsjón: Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson. Auglýsingar: Elínrós Líndal, sími 569 1141 og Sif Þorsteinsdóttir, sími 569 1254. – auglýsingar 569 1111 Nútímahönnun Ármúla 44, sími 553 2035. FOCUS hljómtækjaskápur 31.590 FOCUS sjónvarpsskápur 57.510 FOCUS sófaborð 53.190 FOCUS hornborð 41.580 XENON glerskápur 84.780 BASIX sjónvarps- skápur 61.290 BASIX innskotsborð 42.390 BASIX gangaborð 73.980 XENON skilrúm 89.990 FOCUS skenkur 94.230 FOCUS skápur 116.640 FOCUS borðstofuborð 90.990 FOCUS borðstofustóll 22.410 Basix veggsamstæða 260.960 BASIX skenkur 114.750 BASIX glerskápur 133.380 BASIX borðstofustóll 24.990 XENON borðstofuborð 79.110 Belgísk verðlaunahönnun fáanleg í 7 litatónum - sem tekið er eftir r 114.750 I gle skápur 124.470 BASIX borðstofustóll 24.99 XENON borðstofuborð 79.110 ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.