Morgunblaðið - 17.04.2005, Síða 33

Morgunblaðið - 17.04.2005, Síða 33
Morgunblaðið/Alfons Finnsson Gamall sjósóknari beitir Ragnar Helgason, 78 ára gamall sjómaður á Siglufirði, beitir línu sér til heilsubótar. Hann beit- ir balann á fimmtíu mínútum, sem þykir ágætt, en segist hafa verið fljótari hér áður fyrr. Alf- ons Finnsson, ljósmyndari úr Ólafsvík, fékk fyrstu verðlaun í atvinnulífsflokki. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Bjólfskviða Margir íbúar í Mýrdalnum fengu tækifæri til að taka þátt í gerð kvik- myndarinnar Bjólfskviðu sem Sturla Gunnarsson tók upp að hluta í héraðinu. Jónas Erlendsson ljósmyndari fylgdist með tökunum og fréttasyrpa hans fékk verðlaun í keppni fréttaritaranna. Á myndinni sést þegar Hróðgari Danakonungi er færður handleggur Grendils. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Gleðskapur í stóðréttum Alltaf er gleðskapur í stóðréttum í Laufskálarétt í Hjaltadal í Skagafirði og þangað kemur fólk ekki síður til að sýna sig og sjá aðra en að draga sundur hrossin. Sigurður Sigmunds- son mætti úr Hrunamannahreppi, eins og hann hefur gert í áraraðir, og myndaði Pétur Sig- urðsson, bónda á Hjaltastöðum, í góðum félagsskap ráðherrahjónanna Guðna Ágústssonar og Margrétar Hauksdóttur. Dómnefnd taldi að myndin væri besta mannamyndin. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Æðarkollur í morgunmat Ótrúleg sjón blasti við Ísfirðingum einn morguninn. Háhyrningar voru að veiða æðarkollur sér til matar við Skarfasker, þeir syntu undir kollurnar og tíndu þær upp hverja á fætur annarri. Halldór Sveinbjörnsson, ljósmyndari á Ísafirði, fylgdist með atganginum og mynd hans varð hlutskörpust í flokki mynda sem tengjast náttúru og umhverfi. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Heiðursvörður Einbeitingin skín úr andlitum lögreglumannanna Kristjáns Þorbjörnssonar og Höskuldar Erl- ingssonar þar sem þeir standa heiðursvörð á þjóðhátíð á Blönduósi. Samkórinn Björk syngur þjóðleg lög og gott er að vita af vörðum laganna þar nálægt. Aftastur kórfélaga stendur Val- garður Hilmarsson bæjarfulltrúi og syngur digrum karlaróm. Jón Sigurðsson, fréttaritari á Blönduósi, tók þátt í hátíðahöldunum og var mynd hans talin sú spaugilegasta. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 33

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.